Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 29
Hermenn við vaktaskipti inni í minnismerkinu mikla á Mamayev Kurgan-hæð. AFP ar er enn stærsta stytta Evrópu og stærsta stytta af konu í veröldinni. Volgograd er mikil iðnaðarborg og íbúar um ein milljón. Lúðvík Arnar- son, deildarstjóri hjá ferðaskrifstof- unni Vita, sem farið hefur tvisvar til borgarinnar vegna undirbúnings fyr- ir HM, nefnir fyrst, eins og Berglind, hve minnismerki um heimsstyrjöld- ina síðari eru áberandi í borginni. „Íbúarnir eru mjög stoltir af því að þeirra fólk snéri stríðinu í raun með miklum mannfórnum í orrustunni um borgina,“ segir hann. „Miðbærinn í Volgograd er skemmtilegur og lítur nokkuð vel út. Minnisvarðinn stórbrotni er auðvitað mjög áberandi og allt sem tengist seinna stríðinu mikið sjónarspil. En þetta er láglaunasvæði og þegar komið er rétt út fyrir miðbæinn verð- ur maður áþreifanlega var við ákveðna eymd. Við fengum þó mjög hlýjar móttökur og fólkið er mjög áhugasamt um HM og stolt af að spil- að sé í borginni,“ segir Lúðvík. Hann segir HM augljóslega munu hafa mikil fjárhagsleg áhrif. „Þetta verða mikil uppgrip fyrir samfélagið.“ Lúðvík segir að enn sé býsna erfitt að gera sér grein fyrir því hve margir Íslendingar leggi leið sína suður til Volgograd og Rostov til að sjá leikina gegn Nígeríu og Króatíu. „Ég hef hvergi séð hve marga miða Íslend- ingar hafa keypt á þessa leiki og vandinn við Volgograd, og reyndar Rostov líka, er að gistirými í borg- unum er ekki sérlega mikið. Að því leyti eru borgirnar ekki í stakk búnar að taka við mjög mörgum og ég hef heyrt að fólk hefur verið í vandræð- um með að finna sér gistingu. Ég held þó að þarna gætu orðið á milli 2 og 3 þúsund Íslendingar. Ég held að tvær leiguvélar, að minnsta kosti, fari frá Íslandi til Volgograd. Ég veit að Icelandair flýgur þangað og WOW líka að ég held.“ Mikill áhugi fyrir Íslandi Lúðvík segist hafa fundið fyrir mikl- um áhuga á íslenska landsliðinu, bæði í Rostov og Volgograd. „Fólk er mjög þakklátt fyrir að okkar lið skuli spila þar og Rússar munu pottþétt styðja Ísland í leikjunum. Þeir, eins og aðrir, hafa gaman af hinu óvænta og finnst merkilegt að lið þessarar fá- mennu þjóðar skuli spila þarna.“ Spurður hvers Íslendingar megi vænta í mat og drykk nefnir Lúðvík að í Volgograd hafi hann fengið einn besta fiskrétt sem hann hafi borðað á ævinni. „Ég hef verið á ferð með Rússum og öðrum sem þekkja vel til og við fengum alls staðar mjög góðan mat. Verðlagið bæði í Volgograd og Rostov er svo auðvitað mjög lágt á okkar mælikvarða og gífurlegur munur á verðinu þar og í Moskvu. Það má búast við að verð á öllu hækki fyrir HM en þarna suður frá þyrfti það að hækka um mörg hundruð pró- sent til að Íslendingum þætti verð- lagið hátt. Stórfljótið Volga setur eðlilega mikinn svip á borgina eins og aðra staði á þeirri 3.700 km leið sem hún rennur frá upptökunum í norðri að Kaspíahafi. Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra nefnir til dæmis að sér hafi þótt merkilegt að koma á bað- strönd í Volgograd; það hafi hún ekki upplifað áður í Rússlandi og sé ekki það fyrsta sem fólki detti í hug svona langt inni í landi. „Þá eru góðir göngustígar meðfram ánni þar sem var óhemjugaman að ganga. Það kom sér vel því mjög heitt var í veðri þá daga sem við vorum í Volgograd – allt að því of heitt – og því gott að vera mikið á hreyfingu og skoða sig um!“ Berglind segir svæðið frá flugvell- inum inn í borgina ekki tilkomumikið „en þegar komið er inn í borgina er mjög margt sem gaman er að skoða“. Sendiherrann segist í fyrsta skipti á ævinni hafa smakkað steikta loðnu í Volgograd og það hafi verið herra- mannsmatur. „Á veitingastað í borg- inni fékk ég mér svo hamborgara, sem er alls ekki í frásögur færandi nema vegna þess að mér voru afhent- ir einhvers konar skurðstofuhanskar áður en ég fór að borða. Þar var mikil áhersla lögð á hreinlæti. Það eru oft svona hlutir sem maður man eftir úr ferðalögum!“ Íslenskir túristar eru ekki óvanir því á ferðum erlendis að hitta fyrir listamenn sem bjóðast til að teikna af þeim andlits- mynd. Hér bíður einn slíkur verkefnis við eitt margra minnismerkja um heimsstyrjöldina síðari í Volgograd. AFP Rússneskur sóldýrkandi á bakka stórfljótsins Volgu sem borgin er kennd við. Ferðalangar geta nokkurn veginn gengið að góðu veðri vísu í Volgagrad í júní. AFP ’Safnið er svo tæknilegtað fólk upplifir hrein-lega að það sé statt í miðriorrustunni um borgina. Það er varla hægt að lýsa upplifuninni. 25.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Ólöf Erla Bjarnadóttir Guðrún Borghildur Valdís Harrysdóttir Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is Tilvalin fermingarg jöf aHEAD Þráðlaus heyrnatól í nýjum litum 14.990 kr. aFUNK Þráðlaus hátalari þar sem hljóðið heyrist allan hringinn 15.990 kr. aCHARGE Nýr og öflugur hleðslusteinn sem hleður símann hraðar 6.990 kr. aGROOVE Þráðlaus hátalari í nýjum litum 8.990 kr. Orrustan um Stalíngrad, eins og Volgograd hét á þeim tíma, er talin einn mesti hildarleikur sög- unnar og var vendipunktur í seinni heimsstyrjöldinni. Umsátur Þjóðverja um borg- ina hófst 23. ágúst 1942 og lauk ekki fyrr en í byrjun febrúar, eftir að Friedrich Paulus marskálkur í þýska hernum gafst formlega upp í rústum stórverslunar í miðborginni, þar sem Þjóð- verjar höfðu komið sér upp bækistöð, og var tekinn til fanga af Sovétmönnum ásamt 90.000 öðrum hermönnum. Tvennum sögum fer reyndar af því hvort Paulus gafst formlega upp eður ei, en látum það liggja á milli hluta hér. Mannfall var gríðarlegt í Stal- íngrad; talið er að um það bil 630.000 úr hópi Þjóðverja og bandamanna þeirra – hermanna frá Rúmeníu, Ítalíu, Ungverja- landi og Króatíu – hafi látið lífið, særst eða verið saknað, þegar hildarleiknum lauk . Ætlað var að allt að ein og hálf milljón Sov- étmanna, hermenn og almennir borgarar í Stalíngrad, hefði látið lífið meðan á orrustunni um borgina stóð. Þær tölur eru þó vissulega á reiki. Sovéskir hermenn í baráttu við þá þýsku veturinn 1942-1943 í Stalíngrad. AFP SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLDIN Hrikalegur hildarleikur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.