Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 21
25.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 að þau virðist einfaldlega standa býsna langt frá hinum þingmönnum flokksins. „Setji maður á sig spá- mannsgleraugun er líklegra að þau stofni nýjan þingflokk en að þau gangi í annan flokk á þinginu, alla vega fyrst um sinn. Mögulega myndu þau svo ganga í annan flokk í aðdrag- anda næstu kosninga, sækist þau á annað borð eftir endurkjöri.“ Hafandi sagt það þá útilokar Bald- ur alls ekki að Rósa Björk og Andrés Ingi þrauki í VG fram að næstu kosn- ingum og leggi verk sín þar með í dóm almennra flokksmanna og próf- kjörsnefnda. Freisti þess þannig að styrkja sín sjónarmið innan flokks- ins, sérstaklega þyki VG hafa farið halloka í stjórnarsamstarfinu. Úrsögn úr flokknum ólíkleg Grétari þykir ólíklegt að Andrés Ingi og Rósa Björk segi skilið við þing- flokk VG á kjörtímabilinu; þau geti einfaldlega haft meiri áhrif á gang mála í þinginu innan hans en utan. Bæði með setu sinni í nefndum og svo á fundum þingflokksins sem veiti þeim betri aðgang að upplýsingum. Grétar segir sjálfstæðan vilja ein- stakra þingmanna alltaf hafa með þingstyrk viðkomandi stjórnar að gera; þannig hafi ýmsir þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í „hrunstjórninni“ svonefndu, einkum þeir yngri, átt það til að hlaupa út undan sér og styðja ekki ákveðin mál. Það hafi bara ekki haft svo mikil áhrif, þar sem sú stjórn bjó að 40 manna meirihluta. Svo má alltaf velta fyrir sér hvort það sé ekki bara heilbrigt og eðlilegt að þingmenn greiði atkvæði eftir eig- in sannfæringu. „Það var mikil um- ræða um flokksaga og sannfæringu kjörtímabilið 2009-13 en hún leiddi ekki til neinnar niðurstöðu. Ég er hins vegar hræddur um að ef allir 63 þingmennirnir á Alþingi Íslendinga ætluðu alltaf að fylgja sannfæring- unni þá yrði landið varla stjórntækt. Starf þingmannsins snýst alltaf um málamiðlanir; menn gefa eftir hér til að fá eitthvað á móti þar. Þannig virkar lýðræðið,“ segir Grétar. Eins og fram hefur komið hér að framan þá virðist lausbeislun þing- manna vera að aukast í seinni tíð. Spurður hvort búið sé að gefa tóninn fyrir framtíðina svarar Grétar: „Upp- lausnin sem fylgdi hruninu gaf tóninn og við getum dregið þá ályktun að hún hafi losað um flokksaga og gefið ólíkri hugmyndafræði og nálgun byr undir báða vængi. Hver hefði til dæmis búist við því að við yrðum með átta flokka á þingi árið 2018? Það er önnur birtingarmynd þessarar þró- unar. Það er aldrei slæmt að ólík sjónarmið séu uppi um það hvernig stjórna eigi þessu landi en spurningin er þessi: Hvenær kemur það til með að ógna stöðugleikanum?“ Vatn á myllu Vinstri grænna? Að sögn Baldurs er ekki óalgengt að ágreiningur um ríkisstjórnarsam- starf rísi innan flokka á Norðurlönd- unum og einstakir þingmenn lendi fyrir vikið í sömu stöðu og Andrés Ingi og Rósa Björk. Slíkt ástand sé þó alla jafna algengara hjá flokkum sem eru ekki „valdaflokkar“, rétt eins og VG hér heima ef við lítum á Sjálf- stæðisflokkinn og Framsóknarflokk- inn, sem lengst hafa setið í ríkis- stjórn, sem hina íslensku valda- flokka. „Slíkir flokkar eru oftar en ekki skipaðir hugsjónafólki sem á ekki alltaf gott með að sætta sig við málamiðlanir, eins og flokkar sem vanir eru setu í samsteypustjórnum þurfa iðulega að gera. Róttæki vinstriflokkurinn í íslenskri pólitík, VG og forverar hans, er ekki eins vanur því að fara með fram- kvæmdavaldið, eins og Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsóknarflokk- urinn, og þess vegna kemur ekki á óvart að hann eigi í meiri erf- iðleikum með að laga sig að að- stæðum.“ Þessu tengt þá nefnir Baldur að örlög síðustu ríkisstjórnar gætu orð- ið vatn á myllu VG og þess vegna Framsóknarflokksins líka. Sú stjórn hafi meðal annars sprungið vegna þess að litlu flokkarnir tveir, Björt framtíð og Viðreisn, hafi ekki fengið að njóta sín sem skyldi í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn, sem var langstærstur. Þetta olli mikilli óánægju í grasrót Bjartrar fram- tíðar sem notaði fyrsta tækifærið sem gafst til að slíta samstarfinu. „Mér segir svo hugur að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi lært af þessu og fyr- ir vikið komi smærri flokkarnir tveir til með að fá meira fyrir sinn snúð á þessu kjörtímabili en Viðreisn og Björt framtíð á því síðasta. Í þessu sambandi er ekki hægt að útiloka að staða Rósu Bjarkar og Andrésar Inga komi til með að halda sjálfstæð- ismönnum ívið meira við efnið og jafnvel framsóknarmönnum líka. Þannig að VG gæti á endanum haft hag af þessu öllu saman.“ „Ég vil biðja þingheim allan um að virða mér það til vorkunnar að ég mun ekki greiða atkvæði með þessari tillögu en tek undir það sem fram kom hjá einum hv. þingmanni stjórnarandstöðunnar, að það verður í minnum haft hvernig menn greiða hér atkvæði á eftir,“ sagði Sigríður Á. Andersen í umræðum um vantraust á hana á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir komst að því í forsætisráðherratíð sinni að það er snúið verk að smala köttum. Þingið sett í fyrsta sinn árið 2018 Alþingi kemur saman eftir jólafrí Morgunblaðið/Hari Alvöru bónstöð þar sem bíllinn er þrifinn að innan sem utan, allt eftir þínum þörfum. Frábær þjónusta – vönduð vinnubrögð. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Bónstöð opin virka daga frá 8-19, Alþrif verð frá 14.500,- (lítill fólksbíll) Bónstöð Pantið tíma í síma577 4700 Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is MÁLAÐ GLER Málað gler er falleg klæðning á veggi, innréttingar, skápa og margt fleira innandyra. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.