Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 15
„Hinir sem ná yfir landamærin þurfa að hefja nýjan kafla í lífi sínu í felum, og í örvænt- ingu vona þau að þau verði ekki tekin höndum og beðin um skilríki, einungis til þess að verða vísað úr landi,“ segir Christina og bendir á að með núverandi stefnu bandarískra stjórnvalda sé málið enn flóknara en það var þegar hún byrjaði í þessu verkefni árið 2015. „Í Reynosa, bæ í Mexíkó við landamæri Bandaríkjanna, hitti ég nokkra sem vísað höfðu verið úr landi. Fólk sem hafði verið rifið frá fjölskyldum sínum fyrirvaralaust, án þess að fá að hringja í ættingja til að láta vita af sér. Eftir marga mánuði í fangelsi, hrædd og í al- gerri óvissu um framtíð sína, er þetta fólk sent aftur til heimalands síns þar sem þau eru skilin eftir, oft langt frá upphaflegum heimahögum, peningalaus og allslaus,“ segir Christina. „Og þótt saga þessa fólks hafi verið sögð og ljósmynduð er þessi saga miklu stærri en hægt er að ímynda sér og hefur áhrif á mörg lönd og nær marga áratugi aftur í tímann. Þetta er mjög myndræn saga, og án mynda er illa hægt að segja sögu þessa fólks og sýna þá erfiðleika sem það stendur frammi fyrir. Ljósmyndir gefa sögu þessa fólks mannlegt vægi og sýnir að á bakvið sögur eru alvöru einstaklingar,“ segir Christina. Með forvitni og opnum hug Heimildaljósmyndunin hefur leitt Christinu um víða veröld en hún hefur unnið að verk- efnum í Laos, Filippseyjum, Haiti, Mexíkó, Hondúras, Ástralíu og Borneo. Hún hefur einnig unnið að ferðagreinum í Færeyjum, Íslandi, Marokkó, Kúbu, Ástralíu og Mexíkó. Oft leiddu verkefnin til annarra verkefna sem ef til vill höfðu ekki verið á dagskrá. „Í ferð minni til Hondúras þegar ég vann að „Running to Nowhere“ hitti ég svo margar konur og það þyrmdi yfir mig yfir aðstæðum þessara kvenna, en þetta voru í raun sögur innan sögunnar sem ég var að reyna að segja. Sögur sem mér fannst vert að segja. Ein sagan birtist nýlega í The Guardian og fjallaði hún konur í fangelsi sem eiga börn en greinin heitir „Babies behind bars“, eða börn bakvið rimla,“ útskýrir hún en einnig hafa birst myndir eftir hana í The New York Times. Christina segist gera sitt allra besta til þess að leyfa sögunni að njóta sín án þess að hennar persónulegu skoðanir hafi áhrif. „Ég reyni að vera hlutlaus og segi söguna eins og hún kemur fyrir og það er mjög mik- ilvægt fyrir mig að vinna á þennan hátt; mér finnst ég fá dýpri skilning á því sem er að ger- ast. Ég vil að viðfangsefnið mitt, manneskjan sem ég mynda, finni að hún er ekki dæmd af mér þannig að hún geti á opinn hátt deilt með mér sinni lífsreynslu. Á sama hátt vil ég að áhorfandinn horfi á myndina á „óskemmdan“ hátt, þannig að hann geti myndað sér sjálfur sína skoðun. Það þýðir ekki að ég hafi ekki skoðanir; ég vil bara ekki að mínar skoðanir liti verk mín,“ segir Christina. Hún tekur dæmi af ljósmyndaverkefninu „Little Bullfighters“ sem hún gerði um unga nautabana, drengi sem enn voru á barnsaldri. „Ef ég hefði farið í verkefnið og dæmt það fyrirfram hefði ég séð og lært afskaplega lítið. Ég nálgaðist þetta með forvitni að vopni og op- in huga til þess að fyllilega skilja hvernig og hvers vegna verið var að þjálfa litla stráka til þess að verða nautabanar,“ segir Christina. Giftu sig við Silfru Christina endaði sem fyrr segir í Ástralíu, en maðurinn hennar, William Pritchard, er það- an. „Ég giftist ótrúlega skilningsríkum og æv- intýragjörnum Ástrala og við búum hér í Melbourne ásamt syni okkar Indigo George Simons Pritchard,“ segir hún og nefnir að son- urinn sé kallaður Indi, sem minni á íslenska orðið yndi. „Það var þannig að ég kom til Ástralíu árið 2001 og var ráðin til þess að vinna fyrir sjón- varps- og kvikmyndafyrirtæki og sá ég um tölvubrellur fyrir kvikmyndina Ned Kelly, með Heath Ledger og Orlando Bloom. Þegar þeirri vinnu lauk ákvað ég að söðla um og fór í tveggja ára ljósmyndanám. Þegar náminu lauk hitti ég verðandi eiginmann minn á stórri útihátíð þar sem fjöldinn allur af hippum tjald- aði og hlustaði á tónlist í viku,“ segir hún. „Árið 2009 giftum við okkur umkringd fjöl- skyldu og tuttugu áströlskum vinum við Silfru á Þingvöllum. Alsherjargoðinn Hilmar Örn Hilmarsson gaf okkur saman og við vorum svo heppin að Steindór Andersen sá um tónlistina. Við ætluðum að hafa veisluna í Hótel Valhöll, en því miður brann það nokkrum vikum fyrir brúðkaupið. Sem betur fer var hægt að hafa veisluna úti í Viðey,“ segir hún. Christina kemur reglulega til landins; síðast í ágúst á síðasta ári en síðan sonur þeirra fæddist hafa ferðirnar verið færri en oft áður. „Það var gott að koma og mjög sérstök stund að geta loks kynnt son minn fyrir fjöl- skyldunni. Við vonumst til að koma fljótt aft- ur!“ Þegar Christina er ekki á ferð og flugi um heiminn gengur lífið sinn vanagang heima í Melbourne. Christina er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og tekur að sér ýmis verkefni, bæði fyrir auglýsingar og blöð. Einnig kennir hún styttri ljósmyndakúrsa við lítinn einka- rekinn háskóla í Melbourne. „Þegar ég er ekki úti að mynda eða að hugsa um son minn, er ég að vinna við myndvinnslu, skipuleggja næstu verkefni, sækja um styrki og taka þátt í ljósmyndasamkeppnum, vinna í vefsíðunni minni og á samfélagsmiðlum eða að undirbúa mig fyrir fyrirlestra,“ segir hún. Christina segir það mikinn heiður fyrir sig að lenda í öðru sæti hjá Sony World Photo- graphy og að vera aftur komin á fyrrnefndan stuttlista. „Ástríða mín liggur í heimildaljósmyndun sem viðkemur mannúðarmálum. Mér er mjög umhugað um þessar sögur mínar og með þess- ari viðurkenningu vonast ég til að þessi hjart- ans mál mín fái breiðari áhorfandahóp,“ segir hún. Á Íslandi fékk ég að upplifa að frelsi og ör- yggi væri sjálfsagður hlutur. Ég vil berjast fyrir fólk sem ekki hefur þessi almennu mann- réttindi og hefur ekki sjálft rödd til þess að berjast.“ Ljósmyndir/Christina Simons ’Þetta er mjög myndræn saga,og án mynda er illa hægt aðsegja sögu þessa fólks og sýna þáerfiðleika sem það stendur frammi fyrir. Ljósmyndir gefa sögu þessa fólks mannlegt vægi og sýnir að á bakvið sögur eru alvöru einstaklingar. 25.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.