Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 25
25.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Sælkera-hnetusteik á brauði með rauðrófum ur (ekki verra að merja þær und- ir klút, með buffhamri eða potti) og bakið í ofni í 45 til 50 mínútur, eða þar til allt er eldað í gegn og og grunnurinn orðinn stífur við- komu. Til skrauts er hægt að nota það sem er við hendina, til dæmis rauðrófur eða kryddjurtir RAUÐRÓFUR MEÐ APPELS- ÍNU, CHILLI OG KANIL Um 2 stórar glerkrukkur 2 kg rauðrófur Kryddlögur 1 lítri af vatni 1 lítri eplasafi 650 g hrásykur 1 ferskt rautt chilli rifinn börkur og safi af 1 appelsínu 1 kanilstöng 3 stjörnuanís 10 heil svört piparkorn 15 fennel-fræ 1 lítil handfylli af salti Skolið rauðrófurnar og setjið þær í pott með vatni og salti. Sjóðið rauðrófurnar í 20–30 mínútur, þar til þær eru mjúkar og sjóðið þær ekki of lengi. Sting- ið í þær með litlum hnífi og at- hugið að rauðrófur verða að vera mjúkar en ekki ofsoðnar. Einnig er mikilvægt að rauðrófurnar séu af svipaðri stærð, þannig að þær eldist jafnt og rétt. Skolið þær svo undir kalda krananum og þá er auðvelt að nudda hýðið af. Hægt er að notað hanska (sem notaðir eru fyrir matreiðslu) ef þið viljið ekki fá rauðar hendur. Svo er þeim raðað í krukkur og sjóðandi kryddleginum hellt yfir. Látið þær standa í tíu mín- útur á eldhúsborðinu. Lokið krukkunni vel og látið þær standa í 3 daga í kæli áður en þið borðið þær. Gott að skreyta með þunn- um sneiðum af hráum rófum. Borið fram á veganbrauði að eigin vali. GRÆNMETISSTEIK MEÐ RAUÐRÓFUTENINGUM 60 g soðin quinoa-fræ (Inkakorn) eða linsubaunir 150 g afgangs grænmeti 1 laukur og smá hvítlaukur 2 sellerístilkar 200 g sætar kartöflur eða grasker 2 greinar rósmarín ½ tsk cayenne-pipar 1 tsk paprikuduft 1 tsk þurrkað eða ferskt oregano Salt og pipar og smá olía 2–4 stk sveppir 1 stk sítrónu- eða limebörkur 80 g þurrkuð trönuber 100 g þurrkaðar apríkósur 100 g blandaðar hnetur, svo sem val-, kasjú-, hesli- og pekanhnetur Forhitið ofninn í 180 gráður. Gott er að smyrja formið og setja líka bökunarpappír. Eldið Inkakorn eða linsubaunir samkvæmt leiðbeiningum á pakka, setjið til hliðar og kælið. Á meðan er grænmetið skorið og sætar kartöflur í 1 cm bita (það má skræla grænmetið). Skrælið og saxið laukinn, ásamt hvítlauk, og grófskerið selleríið. Hitið 2 matskeiðar af ólífuolíu í stórri pönnu á miðlungshita, bæt- ið söxuðu grænmetinu við og steikið (með rósmaríngreinum). Bætið cayennedufti, paprikudufti og oregano við. Kryddið með salti og pipar og hrærið vel. Lækkið svo aðeins hitann og eld- ið í um 15 mínútur, eða þar til það hefur aðeins mýkst. Skerið sveppina gróft og bætið út á pönnuna þegar um fimm mín- útur eru eftir af eldunartím- anum. Takið pönnuna af hitanum. Gott er að krydda með berki af sítrusávexti. Setjið blönduna yfir í stóra skál, hrærið síðan saman við kælt Inkakornið (eða linsu- baunir), þurrkaða ávexti og hnet- „Smurbrauðið er af flestum talið helsta framlag Dana til matar- menningar heimsins. Sérstaða þess felst í listilega smurðu opnu brauði þar sem áleggið fær að gæla við augað. Brauðið sjálft er ýmist grófkorna súrdeigsrúgbrauð (sem Danir eru afar stoltir af) eða einfalt hvítt brauð, skorið þunnt, gjarnan með skorpu. Þegar brauð- ið hefur verið smurt er salatblað oftast notað til að mynda fallega undirstöðu undir frekara álegg af ýmsum toga. Salatblaðið kemur einnig í veg fyrir að brauðið blotni upp og verði ólystugt með tím- anum enda þarf það að geta hald- ist lystugt tímunum saman þegar það er notað sem nesti. Uppruna- lega er talið að smurbrauðið hafi þróast sem nesti á tímum iðnvæð- ingarinnar upp úr miðri nítjándu öld. Það var hádegisverður verka- manna sem þurftu að vera að heiman langa daga. Smurbrauðið er fyrir vikið ríkuleg máltíð enda kallað dags daglega „et stykke mad“. Smurbrauðið er ávallt borðað með hníf og gaffli. Í seinni tíð hefur smurbrauðs- menning Dana hafið sig yfir fátæk- legan bakgrunn sinn og þróast sem afar fáguð matseld. Brauðið má kaupa á fínum veitingahúsum og sérstökum smurbrauðs- stöðum,“ segir á visindavefur.is. Saga smurbrauðsins Hin fullkomnaþrennaVel samsett boost, einusinni á dag, eykur orkuna,kemur meira jafnvægi áblóðsykurinn. Candéa Byggir upp og kemur jafnvægi á þarma- flóruna. Öflugt fyrir ónæmiskerfði og vinnur á candéa sveppnum. Betri melting Aukin orka Öflugra ónæmiskerfi Meltingin og þarmaflóran er grunnur að góðri heilsu Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Digest Spectrum – einnig gegn fæðuóþoli • Styður meltingu á glúteini, laktósa, kaseini, próteini og baunum. • Hentar vel þeim sem glíma við ýmiskonar fæðuóþol. • Viðurkennt af Autism Hope Aliance. • Hentar allri fjölskyldunni, tekið rétt fyrir mat. Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.