Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 35
25.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 14.-20. MARS Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Mið-AusturlöndMagnús Þorkell Bernharðsson 2 ÞorstiJo Nesbø 3 Vegurinn heim lengistFredrik Backman 4 KrítarmaðurinnC. J. Tudor 5 Flúraða konanMads Peder Nordbo 6 Konan sem át fíl og grenntist (samt) Margrét Guðmundsdóttir 7 Það sem að baki býrMerete Pryds Helle 8 UppruniDan Browm 9 Áttunda dauðsyndinRebeck Edgren Aldén 10 Köld slóðEmelie Schepp 1 Hin illa arfleifðThomas Enger 2 Hulduheimar 3 – SkýjaeyjanRosie Banks 3 Óvættaför 30 – AmiktusAdam Blade 4 Hvolpasveitin – Litabók 5 Lærðu að láta þér líða vel Judith M.Glasser Ph.D./ Kathleen Nadeau Ph.D 6 Á SkyndihæðBenji Davies/Linda Sarah 7 Stóra bókin um HvolpasveitinaMary Tillworth 8 Bjarnastaðabangsarnir sýna þakklæti Stan & Jan Berenstain 9 Bjarnastaðabangsarnir – Of mikið afmæli Stan & Jan Berenstain 10 Bjarnastaðabangsarnir – Of mikið sumarfrí Stan & Jan Berenstain Allar bækur Barnabækur Ég les og hlusta á bækur, kvölds og morgna, og er með margar í gangi í einu. Russell Brand lauk nýverið fyrir mig lestri á nýj- ustu bók sinni Reco- very: Freedom from Our Addictions sem sló ferskan tón í mínu eigin batalífi frá áfengi. Bókin er ætluð fólki sem vill hætta að drekka eða misnota lyf og ég mæli hiklaust með henni þótt fólk sé nú þegar hætt. Þýðing vinkonu minnar, Ing- unnar Snædal, á bók Xiaolu Guo, Einu sinni var í austri, er mögnuð bók um konur í Kína sem ég er með á náttborð- inu en ég er líka að hlusta á Beauty Myth eftir Naomi Wolf sem fjallar femínískt um kon- ur á Vesturlöndum. Báðar ómiss- andi fyrir alla fem- ínista. Í námi með vinnu les ég námsbækur af miklum móð. Nú síð- ast Samskiptafærni eftir þá Hauk Inga og Helga Þór sem leiða MPM námið við Háskólann í Reykjavík. Hún er, eins og hinar, ógleymanleg í sam- hengi verkefnastjórnunarfræða. ÉG ER AÐ LESA Sara Stef. Hildardóttir Sara Stef. Hildardóttir, forstöðukona bókasafns Háskólans í Reykjavík. Í nafni sannleikans heitir ný glæpasaga eftir Vivecu Sten. Líkt og fyrri bækur Sten gerist bók- in í sænska skerjagarðinum, á eynni Sandhamn, og helstu persónur eru æskuvinirnir lögfræðing- urinn Nóra Linde og rannsóknarlögreglumað- urinn Thomas Andreasson sem hefur snúið aftur til starfa hjá lögreglunni. Þegar ungum dreng er rænt úr siglingabúðum á lítilli eyju skammt frá Sandhamn þurfa þau að leggjast á eitt um að finna drenginn áður en það er um seinan. Ugla gefur bókina út, Elín Guðmundsdóttir þýddi. Um áratuga skeið tók Halldór Laxness þátt í þjóðfélagsumræðu og lá ekki á skoðunum sín- um í ritgerðum og blaðagreinum samhliða skáldskapnum. Í bókinni Landkostum – úrval greina um sambúð lands og þjóðar, 1927-1984 er úrval greina hans um svo ólíka hluti sem inn- flutning á ávöxtum, endurreisn Þingvalla, ís- lenskan landbúnað, virkjanir og náttúruvernd, mannasiði, skógrækt, kaffidrykkju, gestrisni og íslenskt mýrlendi. Halldór Þorgeirsson valdi greinarnar. Vaka Helgafell gefur út. Sænski rithöfundurinn Emelie Schepp ritar glæpasögur sem gerast í Norrköping og í þeim er Jana Berzelius sak- sóknari í aðalhlutverki. Í bókinni Köld slóð, sem MTH gefur út, segir frá því er ung kona finnst lát- in um borð í hraðlestinni frá Kaupmannahöfn til Stokkhólms á aðallestarstöðinni í Norrköping og reynist vera með eiturlyf innvortis. Ferða- félagi hennar, önnur ung stúlka, er horfin spor- laust út í myrkrið. Jana Berzelius fær málið til rannsóknar og fyrr en varir flækist hún í at- burðarás þar sem skuggaleg leyndarmál fortíðar hennar minna á sig. Kristján H. Kristjánsson þýddi bókina. NÝJAR BÆKUR Indverski rithöfundurinn Arundhati Roy er einhverharðasti gagnrýnandi heimalands síns og umdeildeftir því. Nýlega kom út hjá Forlaginu í þýðingu Árna Óskarssonar bókin Ráðuneyti æðstu hamingju sem tók hana tíu ár að skrifa. Þetta er önnur skáldsaga henn- ar og sömuleiðis önnur bók hennar sem er gefin út á ís- lensku en verðlauna- og metsölubókin Guð hins smáa kom út árið 1998. „Ég gæti ekki lifað með því í þessu landi ef ég myndi ekki tala um hvað er í gangi. Ekki aðeins í Indlandi held- ur út um allan heim er verið að búa til hagkerfi sem breikkar bilið á milli fólks. Ég skrifa um hvernig þetta kerfi er að rústa hinum viðkvæmu í þessu landi,“ sagði Roy í nýlegu viðtali við AFP. Ráðuneyti æðstu hamingju er „margbrotin, ágeng, gáskafull og átakanleg saga frá Indlandi,“ segir í lýsingu útgefanda. Frásögnin spannar mörg ár og söguþráð- urinn vindur sig frá öngstrætum Gömlu-Delhi og breið- strætum nýrra borgarhverfa til fjallanna og dalanna í Kasmír, þar sem stríð er friður og friður stríð. Sagt er frá fólki á jaðri samfélagsins. Sumir gagnrýnendur hafa sagt bókina vera langa og ruglingslega en Roy á svar við því. „Ég veit að sumir lýsa þessu sem óreiðu en þessi óreiða er skipulögð,“ segir Roy sem býst við því að lesendur hennar eyði góðum tíma í að rannsaka nýju bókina. Sagan sem stórborg „Þetta er eins og að horfa á söguna eins og hún sé stór- borg eins og Delhi. Það er í raun ekki bara hægt að lesa Ráðuneyti æðstu hamingju heldur verður þú að kynnast henni eins og þú kynnist borg, ganga yfir breiðstræti, litlar götur, garða, yfirgefna staði,“ sagði hún. Roy var 35 ára þegar hún gaf út frumraun sína, Guð hins smáa, sem er indversk fjölskyldusaga sem vann Booker-verðlaunin og seldist í meira en átta milljónum eintaka í 42 löndum. Þá var henni lýst sem nýrri rödd þessarar kynslóðar en biðin eftir næstu bók var löng. Í millitíðinni gaf hún hinsvegar út fjölda ritgerða, sam- tímasagna og heimildarmynda. Hún hefur verið áber- andi í að mótmæla spillingu í ríkisstjórninni, barist gegn þjóðernissinum og ójafnrétti og fyrir umhverfinu og sjálfstæði Kasmír. Hún hefur verið valin á lista tímarits- ins Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur heims. Hún á marga aðdáendur en líka gagnrýnendur sem finnst hún óraunsæ draumóramanneskja. Hún hefur sætt ákæru og setið í fangelsi og þurfti að flýja Indland stuttlega á síð- asta ári vegna þess að hún óttaðist um líf sitt. Roy segir að Indland hafi ekki skipst lengi upp í svona andstæða póla eins og undir stjórn núverandi forsætis- ráðherra, hindúans og þjóðernissinnans Narendra Modi. Hún mótmælir ofbeldi gegn þeim sem berjast fyrir sjálfstæði Kasmír, en hópur mótmælenda var nýlega blindaður af lögreglu, og hún er verulega ósátt við upp- gang bókstafstrúarfólks á Indlandi. „Þetta getur ekki haldið áfram svona,“ varar hún við. „Eitthvað mun rísa annað hvort úr algjörri eyðileggingu eða einhvers konar byltingu. En þetta getur ekki haldið svona áfram.“ Skipulögð óreiða Nýjasta bók hins umdeilda indverska rithöfundar Arundhati Roy, Ráðuneyti æðstu hamingju, var að koma út í íslenskri þýðingu. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Arundhati Roy hafði ekki sent frá sér skáldsögu í 20 ár. AFP Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.