Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 27
Fatahönnuðurinn Kim Jones hefur tekið við sem yfirhönnuður herralínu franska tískuhússins Dior, Dior Homme. Kim Jones tekur við starfiyfirhönnuðar DiorHomme af Kris Van Assche sem hefur gegnt starfinu síðastliðin 11 ár. Jones var áður yfirhönnuður herralínu tískuhússins Louis Vuitton og einkennist hönnunin af fjölbreytileika og einstakri sýn. Hjá Louis Vuitton náði hann að skapa hið fullkomna jafnvægi götutísku og hátísku í fágaða heild sem hafði mikil áhrif á herratískuna eins og við þekkjum hana í dag. Sem dæmi vann Kim Jones eitt óvæntasta samstarf tísku- húsa síðasta árs en það var lína sem Louis Vuitton vann ásamt bandaríska götutískumerkinu Supreme. Jones gerði líka vörumerki eða lógó Louis Vuitton enn svalara en það var fyrir, þar sem hann lagði mikið í það með það í hönnun sinni. Vörumerki Christian Dior á sér vissulega langa sögu og verð- ur spennandi að sjá í hvaða átt Jones stefnir með Dior en fyrsta lína hönnuðarins fyrir Dior Homme verður kynnt í júní. Kim Jones tók við stöðu yfirhönnuðar hjá Louis Vuitton árið 2011. AFP Kim Jones tekur við Dior Homme Úr sumarlínu Louis Vuitton og jafnframt síðustu línu Kim Jones fyrir tískuhúsið. 25.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Mango.com 3.200 kr. Svöl og sumarleg taska. Heilsuhúsið 2.528 kr. Ég hef notað Skin Food kremið frá Weleda í mörg ár. Ein- staklega feitt og gott krem sem svínvirkar á þurra húð. MAIA 11.990 kr. Hvít skyrta með fallegum smáatriðum á ermum. GK Reykjavík 16.995 kr. Töff pils frá Won Hundred. Net-a-Porter.com 76.000 kr. Fallegur ullarjakki frá tískuhús- inu ACNE Studios. Geysir 16.800 kr. Veja W. V10 leður-strigaskór. Í þessari viku... Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Ég er mjög hrifin af köflótta trendinu. Köflótta pilsið frá Won Hundred þykir mér afskaplega fallegt og ákvað ég því að setja saman sum- arlega samsetningu við pilsið. Maí 19.900 kr. Geggjaðir gylltir eyrnalokkar. Söngkonan Britney Spears sit- ur fyrir á glænýrri herferð franska tískuhússins Kenzo. Auglýsingaherferðin ber heitið La Collection Memento No. 2 er mynduð af ljósmyndaranum Peter Lindberg og er innblásin af íkonum eða fyrirmyndum. Spurður út í þá ákvörðun að fá Britney til þess að sitja fyrir í herferðinni segir Humberto Leon, listrænn stjórnandi Kenzo: „Hún er algjört íkon og þannig verður hennar minnst. Hún er á toppnum með Mich- ael Jackson og Madonnu.“ Leon segir Britney einnig vera fullkomna fyrir umtalaða her- ferð þar sem gallaefnið er áberandi vegna þess að flestir muna eftir því þegar hún og fyrrverandi kærasti hennar, Justin Timberlake, sáust á mynd klædd gallaefni frá toppi til táar. Herferðin er fyrsta herferð Britney Spears fyrir stórt tískuhús. AUGLÝSINGAHERFERÐ TÍSKUHÚSSINS VEKUR ATHYGLI Herferðin er sú fyrsta sem Spears situr fyrir fyrir tískuhús af þessari stærðargráðu. Instagram.com/wtfmarcello Listrænn stjórn- andi Kenzo segir Britney muni ávallt vera álitin íkon. Britney Spears er nýtt andlit Kenzo

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.