Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 10
Í gær var tekist á um kosningarétt í sveitarstjórn-arkosningum og hvort lækka ætti aldurinn úrátján árum í sextán. Mér finnst það svo sjálfsagt að það taki því varla að tala um það og það kemur mér satt að segja pínulítið á óvart að hægt sé að vera á móti því. Sveitarstjórnarkosningar eru eins og kosningar í húsfélagi. Hvort það eigi að mála þakið og í hvaða lit. Pólitík í borg og bæjum snýst um nánasta umhverfi okkar. Hraðahindranir, götusópun, leikskóla, holóttar götur, samgöngur og margt fleira sem hefur áhrif á daglegt líf. Í raun miklu frekar en það sem gerist á Alþingi. Þegar ég var sextán ára var ég óttalegur vitleys- ingur. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætlaði að verða og ekki mikinn áhuga á skólanum. Ég hafði meiri áhuga á stelpum, var orðinn býsna spenntur fyr- ir bílprófinu og svo var ég á kafi í tónlist, þótt ég hafi aldrei haft snefil af hæfileikum í þá átt. En það var eitt sem ég hafði, umfram marga vini mína. Ég hafði brennandi áhuga á pólitík. Ekki hvaða pólitík sem var, ég var það sem miðaldra ég myndi kalla „gólandi kommúnisti“. Mér fannst gaman að þrasa um pólitík við hina smáborgaralegu vini mína og reyna að koma vitinu fyrir þá. Það tókst sjaldnast. Ég gat hinsvegar ekki kosið. Þegar ég var sextán ára var enn langt í að ég gæti kosið því þá var kosn- ingaaldurinn 20 ár og ég var meira að segja ári eldri en það þegar ég fékk fyrst að kjósa. Það var merkileg stund. Síðan hef ég kosið í öllum kosningum sem hafa boðist. Ekki einungis lít ég á það sem borgaralega skyldu mína, heldur er það líka leið mín til að hafa áhrif. Það er nefnilega fátt hallærislegra en fólk sem rífur kjaft yfir stjórnvöldum en hefur ekki notað at- kvæðið sitt. Ég lagði það á mig að hlusta á andstæðinga frum- varpsins tala niður til 16-18 ára krakka. Fyrirvarinn væri of skammur og við værum ekki tilbúin. Um þetta ræddu alþingismenn. Meðalaldur þeirra er um fimm- tugt og það er eins og sumir þeirra hafi aldrei verið 16 ára. Rökin voru allskonar en helst þau að þetta væru bara of miklir vitleysingar til að fá að kjósa. Það þyrfti að setja upp sérstaka námskrá og kynningarverkefni til að kenna þeim að kjósa. Þau hefðu ekki fengið kennslu um pólitík! Nú gæti ég sagt eitthvað sniðugt um að sitthvað hafi gerst þótt það hafi ekki verið mikil kynfræðsla í skólum en ég held að ég sleppi því. Helsta vandamál lýðræðis okkar er að það eru of fá- ir sem fá að kjósa og yngra fólk virðist hafa minni áhuga á pólitík. Nú hef ég ekki lokið stjórnmála- fræðinámi mínu en er þó nokkuð viss um að frelsi til að kjósa og hafa áhrif muni auka áhuga þessara hópa á stjórnmálum. Jafnvel þó að við séum þeirrar skoðunar að 16-18 ára krakkar séu ekki með allt á hreinu þá ætti það ekki að skipta máli. Þegar við hugsum um það, það er ekki eins og allir fullorðnir séu með allt á hreinu. Ef svo væri myndum við sennilega aldrei rífast um pólitík og það er líklegt að kosningaþátttakan minnkaði enn frekar. 16 ára vitleysingur Logi Bergmann logi@mbl.is Á meðan ég man ’Þegar ég var sextán ára var enn langt í að ég gæti kosið því þá var kosn-ingaaldurinn 20 ár og ég var meira að segja ári eldri en það þegar ég fékkfyrst að kjósa. Það var merkileg stund. Síðan hef ég kosið í öllum kosningum semhafa boðist. Ekki einungis lít ég á það sem borgaralega skyldu mína, heldur er það líka leið mín til að hafa áhrif. Það er nefnilega fátt hallærislegra en fólk sem rífur kjaft yfir stjórnvöldum en hefur ekki notað atkvæðið sitt. 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.3. 2018 VETTVANGUR Kolfelldu samning Nýr kjarasamningur grunnskólakenn- ara og Sambands íslenskra sveitar- félaga var kolfelldur. Hann kvað m.a. á um 3% launahækkun og 71.500 kr. eingreiðslu 1. apríl og 55.000 kr. ein- greiðslu í byrjun næsta árs. Tæp 30% kennara samþykktu samninginn en 68,52% voru á móti. Farið um fæðingarveg Ljósmæður settu upp „fæðingarveg“ fyrir utan hús Ríkissáttasemjara í vikunni til að vekja athygli á kjörum sínum en samningar þeirra við ríkið hafa verið lausir síðan í ágúst í fyrra og hvorki gengið né rekið í kjaraviðræðum. Fjármálaráðherra var í vik- unni afhentur listi með undirskriftum 5.800 manns sem sem skrifuðu undir stuðnings- yfirlýsingu við kjarabaráttu ljósmæðra. Ó Reykjavík, ó Reykjavík, sú yndislega borg … Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra, upplýsti í skriflegu svari á Alþingi að opinbert nafn sveitarfélagsins þar sem höfuðborg Íslands er staðsett væri Reykja- vík. Björn Leví Gunnarsson þingmaður spurði um það, og nöfn ýmissa annarra sveitarfélaga víðs vegar um land. Björn Leví hefur lagt fram 72 fyrirspurnir á yfirstandandi þingi. Ævintýraleg sigurkarfa Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson bauð áhorfendum í Keflavík upp á tilþrif sem fólki gefst alla jafna ekki færi á að sjá nema í myndskeiðum frá banda- rísku NBA-deildinni. Staðan var jöfn er hann gerði sigurkörfu Hauka, 85:82, gegn heimamönnum með skoti yfir endi- langan völlinn á lokasekúndunni! Metsala á lúxusíbúðum Líklega var sett sölumet á íslensk- um fasteignamarkaði þegar Eykt seldi 42 íbúðir á samtals 2,3 millj- arða í nýjum turni við Bríetartún á rúmri viku. Tvær þær dýrustu kosta 100 milljónir hvor. Biblían í snjallforriti Biblían er nú aðgengileg á íslensku í snjallforritinu The Bible App. Nú geta menn því gluggað í hina helgu bók í símanum. Morgunblaðið/Árni Sæberg VIKAN SEM LEIÐ UMMÆLI VIKUNNAR Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining á sótthitabreytist eftir aldri? Thermoscaneyrnahita- mælirinnminnveit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 Bílar Ekki meir Hart var deilt á N1 eftir að í ljós kom að mánaðarlaun for- stjórans, Eggerts Þórs Krist- óferssonar, höfðu hækkað um eina milljón. Stjórn VR lagði til að almennt starfsfólk fengi sambærilega hækkun en tillagan var felld með miklum mun á aðalfundi Morgunblaðið/Eggert ’Við rekum besta „lab“ í heimi áþessu sviði. Það viðurkenna allir.Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar undrast að bein voru send utan til DNA-greiningar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.