Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 24
Þetta er ein útgáfa af smurbrauði með
kartöflum sem er vel hægt að gera heima
þó hún sé ekki nákvæmlega eins og á
myndinni en það er hægt að leika sér með
þessa uppskrift. Eina skilyrðið er að hrá-
efnið sé fyrsta flokks.
1 kg kartöflur
100 gr steinseljupestó
20 gr hnetur eða sólblómafræ
Sjóðið kartöflur í söltu vatni
Kartöflur eru kældar. Blandið pestó við.
Skerið brauðið í sneiðar. Sneiðið kart-
öflurnar þunnt og leggið ofan á brauðið.
Ofan á þetta fara steiktar hnetur eða fræ.
Saltið og piprið eftir smekk.
Skreytið að listrænum hætti. Borið
fram með graslauksmajónesi.
GRASLAUKSMAJÓNES
2 eggjarauður
tsk. dijon sinnep
200 ml graslauksbætt olía
2 msk. edik eða sítrónusafi
salt og pipar eftir smekk
Gott er að vinna saman graslauk og olíu í
matvinnsluvél. (Það má líka saxa ferskan
graslauk úr garðinum og blanda við majó-
nesið). Eggjarauður unnar saman í mat-
vinnslu eða hrærivél, graslauksolíunni hellt
rólega út í. Kryddað með sinnepi, salti og
pipar ásamt ögn af ediki eða sítrónusafa.
Þeir sem vilja hafa smurbrauðið vegan
nota að sjálfsögðu vegan-majónes í stað-
inn.
Kryddkartöflur með hnetukurli
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.3. 2018
Þekktasta smurbrauðið er ef tilvill með rauðsprettu ogrækjum eða lifrarkæfu en
það er vel hægt að leika sér með
smurbrauð og gera eitthvað nýtt,
segir Guðrún Pálína Sveinsdóttir
Kröyer, yfirkokkur á Smurstöðinni í
Hörpu. Á matseðlinum eru tvö veg-
an-smurbrauð. Nýtt á seðli er græn-
metis- og paprikusteik með rauð-
beðuteningum en líka er boðið uppá
kryddkartöflur með hnetukurli.
Hún segir að það sé mikilvægt að
fylgjast með tíðarandanum. „Græn-
metissteikin er ekki alltaf sú sama
en við leikum okkur með uppskrift-
irnar. Þetta hefur reynst mjög vel
og er mjög spennandi,“ segir Guð-
rún.
Hún segir að það sé ekkert endi-
lega víst að það verði sami toppurinn
næst því kannski verði notaðar ein-
hverjar aðrar spírur eða krydd-
jurtir. Eitt er víst að smurbrauðið er
alltaf fallegt en hluti ánægjunnar af
því að borða smurbrauð er að fá fal-
lega sneið á diskinn sinn.
Hvað er það sem höfðar til fólks
varðandi smurbrauð?
„Þú sérð allt sem er á því, það er
ekkert falið inní. Þetta er líka hollur
matur. Vegan og grænmetismatur
er í tíðarandanum í dag og þannig að
maður reynir að fylgja með í því.
Smurbrauð er auðvitað sígilt í Dan-
mörku en þar hefur verið mikil
vakning hvað smurbrauðið varðar
síðustu ár. Það hefur verið algjört
trend fyrir smurbrauði gerðu á nýj-
an máta. Það er rosalega gaman að
leika sér með hverja sneið og fólk
tekur því vel,“ segir Guðrún sem er
ánægð með þessa vakningu og minn-
ist í því samhengi á smurbrauðsstofu
Claus Meyer í New York en Meyer
er frumkvöðull í nýnorrænni mat-
argerð og gerði garðinn m.a. frægan
hjá Noma í Kaupmannahöfn.
Guðrún þekkir vel danskar mat-
arhefðir en hún bjó í Danmörku í 17
ár. Hún flutti heim árið 2006 og er
búin að vinna í ár á Smurstöðinni en
áður var hún á Jómfrúnni.
„Íslendingar eru miklu meira vak-
andi fyrir Norðurlöndunum og Dan-
mörku en var fyrir 20 árum. Það hef-
ur mikið breyst. Þetta er mjög góð
breyting.“
Bjarni Gunnar Kristinsson, yfir-
matreiðslumaður Hörpu, segir að
lögð hafi verið áhersla á að bæta
þjónustu í Hörpu með því að bjóða
brauð fyrir alla, hvort sem það sé
vegan eða án glúteins eða annarra
ofnæmisvalda. Hann er ánægður
með vegan-viðbótina og segir hana
ekki bara vera fyrir veganfólk.
„Þetta er líka fyrir okkur hin sem
viljum bara borða hollt og þá mat
sem er unninn frá grunni og lagaður
með ást og umhverfissjónarmið að
leiðarljósi.“Morgunblaðið/Hari
Leikur sér að hverri sneið
Guðrún Pálína
og Bjarni Gunnar.
Guðrún Pálína Sveinsdóttir Kröyer, yfirkokkur á Smurstöðinni í Hörpu, segir vera vakningu fyrir smurbrauði á nýjan máta
í kjölfar vinsælda nýnorrænnar matargerðar. Smurstöðin er núna með tvö vegan-smurbrauð á matseðli.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
MATUR Danir eru afar stoltir af bakkelsinu sínu. Það á rætur að rekja til miðr-ar nítjándu aldar er danskir bakarar fóru í verkfall. Þá voru fengnir
bakarar frá Austurríki og með þeim kom hugmyndin að smjördeigi.
Danskt sætabrauð