Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.03.2018, Blaðsíða 16
ÚTTEKT 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.3. 2018 Mér fannst hann orðinn svolítið ólíkursjálfum sér, hlutir voru að bila, sagðihann og keypti ný tæki, þegar í raun og veru var það að hann kunni ekki eins vel á þau. Við fórum á minnismóttökuna á Landakoti þegar einkennin voru ekki slæm og þeir töldu að hann væri ekki með alzheimer en svo ágerð- ist þetta og aftur fórum við í greiningu ári síðar. Þá kom í ljós að hann var með heilabilunar- sjúkdóm,“ segir Hlíf Kristjánsdóttir en fimm ár eru frá því að eiginmaður hennar, Ólafur Einar Magnússon, greindist. „Fyrst var hann ekkert mjög veikur og við héldum okkar striki. Við höfðum alltaf verið ákaflega virk, hreyft okkur mikið, farið í fjall- göngur um allar helgar og hann var í kór og elskaði tónlist. Tónlistina hefur hann enn. Ári eftir greiningu fékk Ólafur hjartaáfall og mér finnst að við þau tímamót hafi honum snar- versnað af heilabiluninni og hefur gert það jafnt og þétt síðustu árin og er komið svo í dag að hann get- ur ekki annast sig á neinn hátt sjálfur.“ Hlíf er sjálf sjúkraliði og starfaði á Landakoti með öldruðum alla sína starfsævi, þar til hún hætti að vinna fyr- ir um tveimur árum. „Þótt ég, út frá mínu starfi sem sjúkraliði hefði verið innan um aldrað veikt fólk og aðstandendur þeirra þá veit enginn hvernig þetta er fyrr en maður lendir í þessum sporum, ég held að það sé gott að vita það ekki. Þetta er álag sem vex jafnt og þétt og fyrir mig er þetta þannig vakt að yfir daginn, meðan hann er í dagþjálfun, reyni ég að sinna því sem þarf fyrir heimilið og ef ég hef stund fyrir sjálfa mig fer ég í sund. Þegar heim er komið þarf ég að vera í stöðugri gæslu og umönnun, ég get ekki litið af honum svo hann fari sér ekki að voða. Hann ratar ekkert, ekki á klósettið og ef ég passa ekki upp á hann fer hann bara inn í annað herbergi og pissar í dollu. Á nóttunni þarf ég að setja stól fyrir hurðina svo að ég vakni ef hann vaknar en um tíma vaknaði hann þrisvar á nóttunni, mér fannst ég varla sofa og var dauð- þreytt án þess að fatta það, svefnleysi gerir mann svo ringlaðan. Fyrir tveimur árum gat ég skroppið út í Kringlu og skilið hann smástund eftir en nú er það ekki möguleiki. Það er átak- anlegt að horfa upp á þetta.“ Heilabilunarsjúkdómum fylgja oft skapgerð- arbreytingar og Hlíf hefur þurft að kalla til lög- reglu og Securitas þegar eiginmaður hennar hef- ur fengið æðisköst og ætlað að ráðast á hana. „Það er ekki nóg að vera heima og fylgjast með honum, hann þolir illa að ég sé upptekin af einhverju öðru, að ég sé í símanum eða tölvunni og vill að ég haldi í höndina á honum þegar hann horfir á sjónvarpið. Fyrir ári fékk ég hvíldarinn- lagnir í gegn sem eiga að vera 8 vikur á ári. Kerf- ið er hins vegar svo gloppótt að það átti að snuða mig um þrjár vikur því ég fékk misvísandi upp- lýsingar um hvenær árið hans byrjaði, fyrst sagt að það væri miðað við umsókn samþykkta um hvíldarinn- lagnir en svo miðað við sam- þykkta umsögn um framtíð- ardvöl á hjúkrunarheimili. Ég var að fara í aðgerð og gat ekki verið með fárveikan mann svo ég hafði þetta á end- anum í gegn, en maður þarf alls staðar að vera að berjast.“ Rúmt ár er síðan Ólafur fékk vistunarmat, að hann mætti fara á hjúkrunarheimili en pláss er ekki enn komið. „Auðvitað finnst mér sárt að láta hann fara, þótt ég sé orðin mjög léleg og ég sótti ekki um fyrr en komið var alveg yfir þau mörk að ég gæti verið með hann heima, þetta eru þung skref að stíga. En ég veit sem er að þessi umönnun fer með mig ef ég geri það ekki, ég hef ekki úthald í þetta. Ég gat ekki gert mér í hugarlund að þetta yrði svona löng bið, hann er ekki í forgangi af því hann er í heimahúsi en ekki á spítala. Mér hefur verið bent á að fara bara með hann á bráða- móttökuna og skilja eftir, segja þeim að ég geti ekki meira. Ég hef ekki hjarta í mér að skilja hann fárveikan eftir þar því það sem biði hans væri að bíða, þar og svo á Vífilsstöðum, það eru engar aðstæður fyrir svona fárveikan mann. Ég get ekki hugsað mér að hann lendi á þvælingi meðan ég get þó þetta, því sumir dagar eru sæmilegir, þeir eru ekki allir slæmir þótt við ger- um auðvitað lítið og séum föst hér heima. Við för- um stundum í sund, þar eru klefar fyrir fólk sem þarf aðstoð og ég syndi með honum. Það er langt síðan ég reyndi að fara í bíó þar sem síðasta skipti var mjög erfitt. Í þessari stöðu þá kvíðir maður fyrir fríum eins og páskunum, þar sem vaktirnar eru 24 tímar í fimm daga meðan dag- þjálfunin lokar.“ Fríða tekur fram að dagþjálfun Ólafs, Fríðuhús, sé einstaklega góður staður og afar gott starf unnið þar. Hlíf sótti um pláss á Sóltúni, hjúkrunarheim- ilinu, en var sagt að þangað kæmist fólk ekki inn nema fara af sjúkrahúsi, hún sótti líka um Drop- laugarstaði en vill að hann komist helst inn á Mörk því þar hefur hann verið í hvíldarinnlögn- um og þekkir til. Einnig er það í göngufæri frá heimili hennar en Hlíf á erfitt með að keyra lang- ar vegalengdir því hún er mjög sjóndöpur. Hún bendir á að annars konar erfiðleikar, fjárhags- legir, fólks í þessari stöðu geti svo komið upp þegar makinn kemst á hjúkrunarheimili þar sem stór hluti launanna fer þá þangað og makinn sér þá um afborganir af heimili, bifreið og slíku einn. Hlíf segist vera hræddust um að hún missi heilsuna og geti ekki sinnt eiginmanni sínum, hún hefur lent í því að festast í baki og falla í yf- irlið og segir það hafa verið skelfilegt að liggja í gólfinu með fárveikan mann. „Ég reyni að lifa einn dag í einu og þegar dag- arnir eru góðir hugsar maður stundum hvort maður geti þetta ekki aðeins lengur, þetta er ástvinur manns, hvernig er annað hægt. Ég reyni að vera ekki niðurbrotin en að tala um þetta núna er meira að segja erfitt. Stundum segir fólk að þetta sé bara eins og vera með barn en það gerir mig reiða að heyra slíkt. Að vera með barn er að fylgjast með einstaklingi taka framförum en að vera með aðstandanda með heilabilun er að fylgjast með afturför manneskju sem þú elskar. Barninu fer stöðugt fram, sjúklingnum stöðugt aftur og þú ert að syrgja það sem var meðan þú gleðst yfir barninu.“ Þú syrgir það sem var Hlíf Kristjánsdóttir hefur síðustu árin annast eiginmann sinn, Ólaf Einar Magnússon, sem er með heilabilun. Þrátt fyrir að vera sjúkraliði og hafa starfað með öldruðum segir hún ekki hægt setja sig í spor aðstandenda nema vera þar sjálfur. „Stundum segir fólk að þetta sé bara eins og vera með barn en það gerir mig reiða að heyra slíkt. Að vera með barn er að fylgjast með einstaklingi taka framförum en að vera með aðstand- anda með heilabilun er að fylgjast með afturför manneskju sem þú elskar.“ Morgunblaðið/Hari Hjónin Ólafur Einar og Hlíf voru afar samrýmd og miklir göngugarpar. Á 75 ára afmæli Ólafs gengu þau á fjall, eins og flestar helgar. Myndin er tekin árið 2007. ’Ég reyni að lifa einndag í einu og þegardagarnir eru góðirhugsar maður stundum hvort maður geti þetta ekki aðeins lengur, þetta er ástvinur manns, hvernig er annað hægt. Þ að á vonandi fyrir okkur öllum að liggja að verða gömul. Stór hluti okkar mun hins vegar eiga við heilsufarsleg vandamál að stríða og eru heilabilunarsjúkdómar líkt og alzheimer hvað alvarlegastir því í dag er engin lækning til við þeim. Þeir hafa áhrif á sjálfa sjúklingana en einnig aðstandendur, sem rannsóknir hafa sýnt að missa heilsuna við umönnunina. Á Íslandi er staðan grafalvarleg. Vegna skorts á hjúkrunarrýmum lenda aðstandendur í því að ganga í störf heilbrigðisstarfsmanna og þeir hafa jafnvel oft ekki burði sjálfir til þess. Meðan á bið stendur versnar sjúklingum frekar. Í sjónmáli virðast engin úrræði en á næstu síðum segir einn okkar fremsti sérfræðingur í öldr- unarfræðum, Steinunn Þórðardóttir, sem og aðstandendur fólks með heilabilun, aðeins frá þessum veruleika sem blas- ir harðneskjulega við. Engin stefna hjá sístækkandi hóp Mannekla, lág laun, skortur á hjúkrunarrýmum og dagþjálfun. Þessi inngangur hljómar eins og biluð plata en þetta er það sem veldur því að óteljandi íslenskar fjölskyldur þurfa að taka að sér ólaunuð umönnunarstörf sinna nánustu. Það er happa og glappa hvað tekur við greinist fólk með heilabilun á Íslandi og þrátt fyrir að sjúklingahópurinn hafi meira en tvöfald- ast frá aldamótum hafa stjórnvöld ekki mótað neina stefnu í málaflokknum Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Alzheimer-sjúkdómurinn er á bak við um 70 prósent heilabilunarsjúkdóma. Alz- heimer leiðir til hrörnunar heilans og vitglapa en fyrstu einkenni eru lélegt minni og þverrandi hæfni og smám saman missir sjúklingurinn raunveruleikatengsl, fær persónuleikabreytingar og á erfitt með tal. Sjúkdóm- urinn getur leitt til dauða á 7-10 árum. Eins og fram kemur í máli Steinunnar Þórðardóttur læknis á næstu síðu skortir samantektir á tölulegum upplýsingum hérlendis um tíðni alzheimer og annarra heilabilunarsjúkdóma. Tölur frá Bandaríkjunum eru hins vegar til og Steinunn segir að yfirfæra megi þær á Ísland. Út frá því er hægt að segja að:  Alzheimer-sjúkdómurinn er sjötta algengasta dán- arorsökin.  Hann er sá eini á lista yfir 10algengustu sjúkdómana sem er ekki hægt að lækna.  Milli 2000 og 2015 var 123%aukning á alzheimer. Til samanburðar varð aðeins 11 prósent aukning á hjartasjúkdómum. STAÐREYNDIR UM ALZHEIMER

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.