Morgunblaðið - 07.04.2018, Page 1

Morgunblaðið - 07.04.2018, Page 1
Endurlifði áfallið Þetta ertrúboð Rúnar Björn Herrera Þorkelsson átti erfitt með að horfa upp á það þegar systir hans, Sunna Elvira Þorkelsdóttir, lamaðist í janúar og fékk ekki viðeigandi meðferð á Spáni. Sjálfur lamaðist hann í slysi 21 árs gamall. Rúnar hefur barist ötullega fyrir réttindum fatlaðs fólks og ferðast nú víða um heim þar sem hann kynnir sér meðal annars aðgengismál 14 8.APRÍL 2018SUNNUDAGUR Fyrsta minning er fráfrostavetrinum mikla Hamingja fylgirútivist og tilmikils er aðvinna að fá semflesta til að sjáútivistarljósiðsegir Bryn-hildur Ólafs-dóttir semstýrir þáttun-um Úti 2 Barnarher-bergin megaekki verðaútundan 20 Lárus Sigfússon man tímanatvenna enda 103 ára 18 Krúttlegt fyrir krílin L A U G A R D A G U R 7. A P R Í L 2 0 1 8 Stofnað 1913  81. tölublað  106. árgangur  LAKKRÍSLITA- DÝRÐ OG FURÐUVERUR MJÖG LÍFRÆN TÓNLIST LEIKA MEÐ BJÖRK 44VERK GABRÍELU 47 „Ég held að það séu liðin 15 ár síð- an fyrst var byrj- að að ræða um hvort og hvar ætti að reisa nýj- ar spítalabygg- ingar. Landspít- alinn var í alvarlegum hús- næðisvanda þá, og ástandið er orðið alveg óviðunandi í dag svo að málið þolir enga bið,“ segir Alma D. Möller, nýr landlæknir, í viðtali við Morgunblaðið, en hún telur brýnt að ljúka framkvæmdum við nýjan Landspítala sem fyrst. Alma segir hægt að finna ótal rök bæði með og á móti staðsetningu nýrra spítalabygginga. „Í full- komnum heimi myndum við byggja nýjan spítala frá grunni á vel völdum stað, en það er ekki í boði lengur,“ segir Alma m.a. í viðtalinu. »16 Alma D. Möller Nýr Land- spítali þolir enga bið „Saga stærstu sjónvarpsfram- leiðslu Íslandssögunnar gæti hafa horfið í brunanum,“ segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, en upprunalegar upptökur Latabæjar og annað efni tengt þáttunum var geymt í eldtraustum skápum í geymsluhúsnæðinu sem brann á fimmtudaginn. Fjölmargir geymsluleigjendur leituðu til tryggingafélaga sinna í gær, daginn eftir stórbrunann í Miðhrauni, vegna tjónsins sem þeir urðu fyrir. Þeir sem eru með innbú tryggt fá aðeins allt að 15 prósent af andvirðinu bætt, en Guðni Haraldsson hæstarétt- arlögmaður segir ekki útilokað að Geymslur, sem rekstraraðili geymsluhúsnæðisins, séu bóta- skyldar í tjóninu sem þjón- ustuþegar urðu fyrir í brunanum. Mannvirkjastofnun hvetur eig- endur og forráðamenn iðnfyr- irtækja til yfirferðar eldvarna í at- vinnuhúsnæði. »4 Saga Lata- bæjar í brunanum  Margir leituðu til tryggingafélaganna Morgunblaðið/RAX Brunarústir Mikið verk þarf að vinna við hreinsun á svæðinu. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er virkur í ýmsum samtökum fatlaðs fólks og ferðast líka mikið. Hann lík- ir því við endurfæðingu að lenda í slysi og segir það taka mörg ár að ná jafnvægi á ný en það breytti miklu fyrir hann að fá notendastýrða per- sónulega aðstoð. Hann heldur úti fa- cebooksíðunni Ævintýri Rúnars þar sem hann segir frá ferðalögum sínum víða um heim. Þar eru aðgengismál ofarlega á baugi en hann vill líka sýna að fatlað fólk geri allskonar hluti. Rúnar lamaðist í slysi þegar hann var 21 árs en hann er nú 36 ára. Í við- tali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins kemur fram að hann endurlifði eigið áfall eftir að systir hans, Sunna Elvira Þorkelsdóttir, lamaðist eftir fall úti á Spáni í janúar. Sem réttindabaráttu- manni blöskraði honum hvernig far- ið var með systur hans en hún fékk óviðunandi læknisaðstoð í fyrstu. „Það sem ég sá strax var að þetta voru óviðunandi aðstæður. Ég þekki svo vel hvað þarf til og það var þetta sem tók mest á mig og mér fannst erfiðast. Ætli það hafi ekki verið svona fjórir dagar sem ég var bara grátandi úti um allan bæ.“ Fatlað fólk ekki í sviðsljósinu  Endurfæðing að lenda í slysi  Endurlifði áfallið eftir að systir hans lamaðist Rúnar Björn Herr- era Þorkelsson Sunna Elvira Þorkelsdóttir Blái dagurinn var haldinn hátíðlegur í fimmta sinn í gær og var fólk hvatt til að klæðast bláu í tilefni dagsins. Blár apríl – Styrktarfélag barna með einhverfu stóð fyrir tónleikum í Gamla bíói sem lið í árlegu vitundar- og styrktarátaki fyrir einhverf börn. Rennur afraksturinn til fræðslu um einhverfu. Kynnir var Ævar vísindamaður sem sást taka sjálfu með forsetahjónunum Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Blár apríl – Styrktarfélag barna með einhverfu hélt tónleika til styrktar og vitundar um málefnið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bláklæddir mættu í gleðina í Gamla bíói í gærkvöldi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Spár um fjölgun starfa á Keflavíkur- flugvelli á næstu árum kunna að fela í sér vanmat. Þannig gætu orðið til rúmlega 5 þúsund ný störf til 2021. Þetta má ráða af svörum Isavia og ráðgjafa fyrirtækisins. Samkvæmt áætlun sem unnin var fyrir Isavia munu verða til samtals 3.900 störf á árunum 2018-2021. Huginn Freyr Þorsteinsson, sér- fræðingur hjá Aton, vann þessa spá ásamt öðrum. Hann segir horfur á að spáin sé vanmat. Ef áform til dæmis WOW air um fjölgun starfa í 2.000 á næsta ári rætast kunni um 4.700 ný störf að skapast á vellinum þessi ár. Hleypur á þúsundum Við þetta bætast hundruð starfa sem skapast vegna næstu áfanga í stækkun flugvallarins. Samkvæmt þessu gætu orðið til ríflega 5.000 ný störf á vellinum þessi ár. Fjöldi óbeinna starfa er þá ekki meðtalinn. Má þar nefna bílstjóra og starfs- menn á bílaleigum í næsta nágrenni. Þá er hér ekki reiknað með hótelum. Áætlað er að 1.526 manns muni starfa að meðaltali hjá Isavia í ár. Til samanburðar störfuðu þar rúmlega 700 manns fyrsta starfsárið 2010. Með því hefur launakostnaður Isavia aukist úr 6,2 milljörðum í 16,7 millj- arða í fyrra og eykst enn frekar í ár. Framundan eru tvískiptar fram- kvæmdir á vellinum 2018-2021 sem taldar eru kosta 9 og 24 milljarða. Enn fleiri störf á vellinum  Vísbendingar um að fjölgun starfa á Keflavíkurflugvelli næstu ár sé vanmetin  Sérfræðingur telur mögulegt að 4.700 ný störf verði til á árunum 2018 til 2021 33 milljarðar í stækkun » Fyrirhugað er að stækka flugvöllinn í nokkrum lotum. » Sú næsta hefst í ár og stendur til 2021 og er talin kosta 33 milljarða króna. » Með uppbyggingunni verður veitingarými á flugvellinum meðal annars tvöfaldað. MÞúsundir nýrra starfa … »10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.