Morgunblaðið - 07.04.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.04.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli Vel viðrar til útivistar um land allt um helgina. Yfir daginn verður bjart og stillt, en gera má ráð fyrir miklu frosti að næturlagi. Gott veður gærdagsins nýttu margir til ýmissa vorverka, þar á meðal starfsmenn Reykjavík- urborgar. Þeir sem urðu á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins voru að klippa og snyrta trjá- gróður í miðborginni. Einn þeirra hafði fullt fang trjágreina en átti síður en svo fullt í fangi með verkið. Ekki er að sjá að landinn hafi gleymt réttu handtökunum við vorverkin þótt nýbúið sé að dusta rykið af garðverkfærunum. Með vorinu koma vorverkin Morgunblaðið/Eggert Vel viðrar til útivistar eða vorverka um helgina Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Mörg tækifæri felast í því að koma Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóra og Tollstjóra undir eitt þak, að mati Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, en hún og Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, kynntu á ríkisstjórnarfundi í gær hugmynd- ir um byggingu sameiginlegs hús- næðis embættanna þriggja. Hug- myndin hefur verið til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins í u.þ.b. ár í samráði við embættin þrjú en verkefnið er nú komið á það stig að skipuð verður verkefnastjórn dómsmálaráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis til að kanna nán- ar kosti hug- myndarinnar og galla. „Þetta eru allt embætti sem eru í miklu samstarfi og sjá menn ýmsa jákvæða mögu- leika felast í því að koma þeim öll- um undir eitt þak.“ Nálægð við Sundabraut Sigríður segir ráðuneytið hafa augastað á leigulóð ríkisins við Klepp í Sundagörðum, en hún segir lóðina bjóða upp á mikla möguleika, ekki síst með tilliti til þess að þar er Sundabraut ráðgerð. Segir hún að um meiriháttar fram- kvæmd sé að ræða, sem megi fram- kvæma í áföngum, en brýnast sé að finna Ríkislögreglustjóra nýtt hús- næði þar sem embættið er í leigu- húsnæði við Skúlagötu og rennur leigusamningurinn út árið 2020. „Þetta er búið að vera til skoðunar mikið síðastliðið ár, og því ætti að fást niðurstaða í þetta á næstu mán- uðum,“ segir Sigríður, en meðal ann- ars þarf að meta hver áhrifin verða af því að losa lögreglustöðina við Hlemm og Tollhúsið við Tryggva- götu. Eins þarf að meta samlegðar- áhrifin. „Þetta er mjög sérhæft húsnæði enda um umfangsmikla starfsemi að ræða,“ segir Sigríður en gera þarf m.a. ráð fyrir æfingaaðstöðu fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra. Þá segir hún tækifæri felast í því að færa starfsemi embættanna í ný- byggingu þar sem ríkari kröfur séu gerðar í dag til gagnatenginga og ör- yggis en þegar núverandi húsnæði embættanna var byggt. Eitt húsnæði toll- og löggæslu  Ráðherrar kynntu ríkisstjórn tillögu um sameiginlegt húsnæði lögregluembætta og Tollstjóra  Ráðuneytið hefur augastað á lóð í Sundagörðum  Framhald verkefnisins ræðst innan fárra mánaða Sigríður Á. Andersen Morgunblaðið/Golli Hlemmur Hugmyndir eru um að byggðar verði sameiginlegar höfuðstöðvar fyrir embættin þrjú. Myndu þær m.a. koma í stað lögreglustöðvar á Hlemmi. Fimmtán þingmenn hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni. Í tillögunni segir: „Alþingi ályktar að rangt hafi verið að leggja fram tillögu til þings- ályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum hinn 28. sept- ember 2010, sbr. þingsályktun nr. 30/138. Viðkomandi ráð- herrar verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þessa.“ Í upphaflegri þingsályktunartillögu sagði að höfða bæri mál gegn Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Björgvin G. Sigurðssyni og Árna Mathiesen. Aðeins var samþykkt að höfða mál gegn Geir, fyrrverandi forsætis- ráðherra, vegna embættisfærslu árið 2008. Flutningsmenn tillögunnar eru úr Miðflokki, Sjálfstæð- isflokki og Flokki fólksins. Fyrsti flutningsmaður er Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, en aðrir flutningsmenn eru Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þór- arinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Brynjar Níelsson, Óli Björn Kárason, Haraldur Bene- diktsson, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Ber að leiða til lykta í kosningum Í greinargerð með tillögunni segir að niðurstaða lands- dóms sýni að ekki hafi verið tilefni til ákæru og ráðherr- arnir fyrrverandi verðskuldi afsökunarbeiðni frá hlutað- eigandi aðilum. Þar segir einnig: „Lýðræðislegu stjórnarfari landsins stendur ógn af því ef reynt er að fá starfandi eða fyrrver- andi stjórnmálamenn dæmda til fangelsisvistar vegna póli- tískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um hafi verið að ræða ásetning um brot. Ýmsar stjórnmálalegar stefnur og ákvarðanir, eða aðgerðaleysi, geta verið skaðlegar hagsmunum ríkisins án þess að ætlunin hafi verið að valda tjóni. Slíkt álitamál ber að leiða til lykta í kosningum en ekki fyrir dómstólum.“ aij@mbl.is Afsökunarbeiðni vegna óréttmætis málshöfðunar  Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun Þyrla Landhelg- isgæslunnar var kölluð út um hálfsexleytið í gærkvöldi vegna bílslyss sem varð í Bitrufirði á Ströndum. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var einn flutt- ur á Landspítala með þyrlunni til aðhlynningar og lenti þyrlan hjá spítalanum um hálfáttaleytið. Nán- ari upplýsingar um slysið lágu ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Einn á sjúkrahús eftir bílslys í Bitru- firði á Ströndum Rafræn kosning um nýjan formann Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) stendur nú yfir á meðal 3.500 fé- lagsmanna á heimasíðu félagsins, slfi.is. Trúnaðarmenn aðstoða við kosninguna og hægt er að koma á skrifstofu SLFÍ og fá aðstoð. Frambjóðendur eru þrír, þær Guðrún Lárusdóttir, Sandra Bryn- dísardóttir Franks og Sigurlaug Björk J. Fjeldsted. Kosningin mun standa til kl. 13 þann 10. apríl nk. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands frá árinu 1988, mun láta af störfum á aðalfundi SLFÍ í maí nk. Sjúkraliðar kjósa sér nýjan formann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.