Morgunblaðið - 07.04.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018
Nýkynnt fjármálaáætlun berþess merki að hér á landi ríkir
góðæri, en ekki eru allir sammála
um hvernig fjárhagslegt svigrúm
ríkisins skuli nýtt. Halldór Benja-
mín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri
SA, fagnar til að
mynda boðaðri
lækkun trygginga-
gjaldsins, en bendir
á að hún gangi ekki
nógu langt. Hún sé
bara brot af því sem
eðlilegt geti talist.
Og lækkunin ervissulega lítið
brot, aðeins 0,25%
af 6,85%, og kemur
að auki seint.
Önnur lækkun sem er afar hófleger lækkun neðra þreps tekju-
skattsins um 1%. Ekkert er minnst
á efra þrepið, tímasetningu eða
aðra útfærslu.
Ásdís Kristjánsdóttir, for-stöðumaður efnahagssviðs SA,
setur fram svipaða gagnrýni. Hún
nefnir að fyrirhugaðar skattalækk-
anir séu jákvæðar, en að þær séu
óverulegar miðað við skattahækk-
anirnar eftir fall bankanna.
Ásdís bendir á að „flestar skatta-hækkanir eftirhrunsáranna
standa enn nánast óhreyfðar en við
teljum ekki góða stefnu að festa Ís-
land í sessi sem háskattaríki.“
Þessar athugasemdir er fullástæða til að hlusta á. Skattar
hækkuðu gríðarlega á árunum
2009 til 2013 og ofan af því hefur
enn ekki verið undið.
Ef menn finna ekki svigrúm tilþess nú, þá er það aðeins
vegna þess að viljann vantar.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Vilji er allt
sem þarf
STAKSTEINAR
Ásdís
Kristjánsdóttir
Veður víða um heim 6.4., kl. 18.00
Reykjavík 5 léttskýjað
Bolungarvík 2 snjókoma
Akureyri 1 léttskýjað
Nuuk 1 skýjað
Þórshöfn 3 alskýjað
Ósló 9 heiðskírt
Kaupmannahöfn 8 heiðskírt
Stokkhólmur 4 skýjað
Helsinki 0 heiðskírt
Lúxemborg 14 heiðskírt
Brussel 16 heiðskírt
Dublin 12 skýjað
Glasgow 9 skúrir
London 15 heiðskírt
París 18 heiðskírt
Amsterdam 14 heiðskírt
Hamborg 12 heiðskírt
Berlín 12 heiðskírt
Vín 12 heiðskírt
Moskva 10 heiðskírt
Algarve 14 skýjað
Madríd 14 skúrir
Barcelona 16 heiðskírt
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 19 heiðskírt
Aþena 18 skýjað
Winnipeg -12 skýjað
Montreal 1 skýjað
New York 6 skýjað
Chicago 2 alskýjað
Orlando 26 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:24 20:37
ÍSAFJÖRÐUR 6:23 20:48
SIGLUFJÖRÐUR 6:05 20:31
DJÚPIVOGUR 5:52 20:08
„Helsta ástæðan er að við teljum að
þessi uppröðun gagnist flestum við-
skiptavinum betur, þar sem vínum
með sambærileg einkenni er raðað
saman. Þessi nálgun á uppröðun
léttvína hefur verið lengi til dæmis í
Svíþjóð og Finnlandi,“ segir Sigrún
Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarfor-
stjóri ÁTVR.
Vínbúðin í Skútuvogi er lokuð nú
í aprílmánuði vegna breytinga.
Búðin verður stækkuð til muna og
verður bjórkælirinn til að mynda
stækkaður um helming. Athygli
vekur að ný uppröðun verður tekin
upp á léttvínum. Í stað þess að
rauðvínum og hvítvínum sé raðað
eftir löndum, eins og unnendur
slíkra veiga eiga að venjast, spænsk
vín saman, ítölsk vín í röð og svo
framvegis, verður þeim raðað eftir
bragðeiginleikum. Þetta á að gera
viðskiptavinum auðveldara að finna
rétta vínið hverju sinni og auðvelda
þar með leitina. Vínunum er skipað
í flokka eftir bragði og sætleika og
með hverjum flokki eru lýsandi
matartákn sem gefa til kynna með
hvaða mat vínið hentar.
Sigrún Ósk segir í samtali við
Morgunblaðið að ekki hafi verið
tekin ákvörðun um að breyta fleiri
Vínbúðum með þessum hætti. „Við
gerðum tilraun með þessa upp-
röðun í Garðabæ og hefur hún
mælst vel fyrir en vissulega er
þetta til að byrja með nokkur breyt-
ing fyrir viðskiptavini.“
hdm@mbl.is
Raða rauð-
víninu eftir
nýju kerfi
Morgunblaðið/Heiddi
Breyttir tímar Nú verður spænsk-
um vínum ekki lengur raðað saman.
Ávarp
Sigsteinn Páll Grétarsson,
formaður stjórnar Íslandsstofu
Ávarp ráðherra
Guðlaugur Þór Þórðarson,
utanríkisráðherra
Litið yfir árið
Jón Ásbergsson,
framkvæmdastjóri Íslandsstofu
Landaheiti sem vörumerki
Bergþóra Halldórsdóttir,
lögfræðingur SA
Viðhorf og vitund á mörkuðum
Daði Guðjónsson,
verkefnastjóri hjá Íslandsstofu
What is the Value of Your National Image?
Dr. Robert Govers,
sérfræðingur og ráðgjafi um orðspor og ímynd
Fundarstjóri
Inga Birna Ragnarsdóttir,
framkvæmdastjóri Kosmos & Kaos
Veitingar að loknum fundi
Fundurinn er öllum opinn
Skráning á arsfundur.islandsstofa.is
og í síma 511 4000
Nánari upplýsingar á islandsstofa.is