Morgunblaðið - 07.04.2018, Page 18

Morgunblaðið - 07.04.2018, Page 18
FRA 0418-05 Byggðin í Úlfarsárdal stækkar og nú eru í boði lóðir fyrir 255 íbúðir í þessu skemmtilega hverfi. Nýjar lóðir hafa verið skipulagðar við Leirtjörn og einnig eru lausar lóðir í grónari hluta hverfisins. Allar lóðirnar eru boðnar út og er tekið við tilboðum til hádegis 4. maí. Úlfarsárdalur býður gott aðgengi að fjölbreyttum útivistar- og náttúrusvæðum með einstöku samspili fjallsins, dalsins og árinnar. Gróður á útivistarsvæði við Leirtjörn mun taka mið af aðstæðum en við bakka tjarnarinnar verður leitast við að endurheimta náttúrlegt gróðurlendi með áherslu á gróðursetningu íslenskra tegunda, til dæmis víðikjarr og engjagras. Við Leirtjörn verður útivistarstígur sem tengist stígakerfi Úlfarsfells. Neðst í dalnum rís nú glæsilegt mannvirki sem hýsa mun skóla, leikskóla, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttamannvirki. Nú þegar hefur hluti byggingarinnar verið tekinn í notkun og uppbygging á íþróttasvæði er vel á veg komin. Nýjar lóðir við Leirtjörn Dalskóli, leik- og grunnskóli Menningarmiðstöð Íþróttamannvirki Fram Bókasafn Sundlaug

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.