Morgunblaðið - 07.04.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018
Vor 2018
Opið virka daga frá 10-18, laugardag 11-15.
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
ÚR BÆJARLÍFINU
Jónas Erlendsson
Fagridalur
Eftir óvenju kaldan vetur á
mælikvarða okkar Mýrdælinga, og
þó að vorhlýnunin láti standa á sér,
eru fyrstu vorboðarnir farnir að
gera vart við sig. Tjaldurinn er
mættur og á einhverjum bæjum í
sveitinni eru farin að koma lömb.
Ferðamenn eru ekki lengur
merki um að sumarið sé að koma,
en sáralítill munur er orðinn á
sumri og vetri. Í Mýrdalnum hefur
verið stöðugur straumur ferða-
manna í allan vetur og umferð.
Og enn virðist ekkert lát á
auknu gistiplássi fyrir ferða-
menn. Eitt nýtt hótel er að rísa í
Vík, Hótel Kría, og á að vera tilbú-
ið í byrjun júní.
En öllum þessum ferða-
mönnum fylgja ýmsir vaxtar-
verkir. Allir þessir gististaðir, hótel
og matsölustaðir kalla á gífurlegan
fjölda starfsfólks til þjónustustarfa.
Því hefur húsnæðisskortur verið
viðvarandi á svæðinu. Ekki bætir
það ástandið að fjöldi íbúðarhúsa er
leigður út til ferðamanna. All-
margar íbúðir fyllast um leið og
möguleiki er á að flytja inn.
Umferð í gegnum Mýrdalinn
hefur aukist jafnt og þétt á síðustu
árum. Þannig hefur umferðin í
gegnum Víkurþorp farið upp í 4.000
bíla á sólarhring, en þjóðvegurinn
klýfur þorpið og er því mikil slysa-
hætta þegar skólabörn og íbúar
þurfa að komast yfir veginn. Í vet-
ur var stofnaður þrýstihópurinn
Vinir vegfarandans sem hyggst
vinna að samgöngumálum í sam-
vinnu við sveitarstjórn. Árið 2012
var samþykkt í sveitarstjórn ný
skipulagstillaga um veglínu og
göng í gegnum Reynisfjall og er
hópinn farið að lengja eftir ein-
hverjum samgöngubótum.
Ný bruggverksmiðja er við
það að taka til starfa í Vík, Smiðjan
brugghús. Þar verður seldur hand-
verksbjór og hamborgarar ásamt
rekstri verksmiðjunnar.
Sauðfjárbændur í Vestur-
Skaftafellssýslu láta ekki slæma
afkomu í sauðfjárrækt hafa áhrif á
sig og brugðu sér í skemmtiferð í
vikunni. Fóru þeir og heimsóttu
þrjú góð sauðfjárbú; Butru, Lækj-
artún og Egilsstaðakot. Mjög gott
er fyrir bændur að sjá og heyra
hvernig aðrir búa og annast sitt
sauðfé. Alltaf koma einhverjar nýj-
ar hugmyndir um hvað hægt er að
laga heima fyrir.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Framkvæmdir Verið er að púsla nýjasta hótelinu í Vík í Mýrdal saman þessa dagana.
Enn rísa ný hótel í Vík
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Talsverð aukning hefur verið í inn-
flutningi einstaklinga á ólöglegum
fæðubótarefnum sem innihalda
kannabídól, CBD, eitt af virku efn-
unum í kannabis. Efnið er yfirleitt í
olíuformi eða í hylkjum og er pant-
að á netinu aðallega frá
Bandaríkjunum og Bretlandi, en
einnig frá öðrum Evrópulöndum.
Hér á landi er CBD skilgreint
sem innihaldsefni í lyfi, þar sem það
er innihaldsefni í lyfi með markaðs-
leyfi, það fellur undir lyfjalög og því
er óheimilt að flytja efnið inn sem
fæðubótarefni til einkanota.
Zulema Sullca Porta, fagsviðs-
stjóri hjá Matvælastofnun, segir að
ekki séu handbærar tölur um fjölda
þeirra tilvika, þar sem þessi efni
hafa verið gerð upptæk af tollinum,
en Matvælastofnun er jafnan til-
kynnt um þegar það gerist. En ljóst
sé að á síðasta ári og það sem af er
þessu ári hafi verið mikil aukning í
þessum innflutningi. „Það kemur
töluvert inn á borð til okkar. Það er
verið að stöðva þessar sendingar í
tollinum og senda erindi vegna
þeirra til okkar,“ segir Zulema.
Hún segir að varasamt geti verið
að taka inn CBD án leiðbeininga frá
lækni. Erfitt geti verið að ákveða
rétta skammtastærð og þá sé óvíst
með styrkleika og hreinleika efnis-
ins, þar sem það sé ekki framleitt
undir eftirliti lyfjaframleiðslu. „Og
það er þetta sem er munurinn á
milli fæðubótarefna og lyfja,“ segir
Zulema. „Ýmsar aukaverkanir geta
einnig fylgt neyslu á CBD.“
Vita að þetta er óleyfilegt
Spurð hvaða virkni þetta efni hafi
segir hún að það sé ekki unnið úr
þeim hluta kannabisplöntunnar sem
sé vímugefandi, heldur sé CBD ró-
andi og slakandi. Efnið er notað í lyf
sem selt er hér á landi, sem er lyfið
Sativex sem er notað hjá sjúkling-
um með MS-sjúkdóminn til að
draga úr vöðvaspennu.
Zulema segir að nokkuð sé um að
fólk sem reynir að flytja þessi efni
inn og verði uppvíst að því hafi sam-
band við stofnunina og leiti skýr-
inga á því hvers vegna það sé
óheimilt. „Við útskýrum þá þau
matvælalög sem eru í gildi og hver
munurinn er á milli fæðubótarefna
og lyfja og vísum fólki yfirleitt á
Lyfjastofnun ef það óskar þess að
láta flokka vöruna. Annars held ég
að flestir sem reyna þennan inn-
flutning viti að þetta er ekki leyfi-
legt,“ segir hún.
Panta kannabis-
bætiefni á netinu
Mikil aukning verið í ár og í fyrra
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Silungsveiðitímabilið hófst á
páskadag og fór, að mati veiði-
manna á sjóbirtingsslóð, af-
skaplega vel af stað. Og er víða
rætt um að sjóbirtingsstofninn
virðist vera í áframhaldandi upp-
sveiflu, nokkuð sem ekki er hægt
að véfengja ef litið er til veiðinnar
fyrstu vikuna, sem hefur þó að
mestu verið býsna köld. Í Tungu-
læk í Landbroti var veiðin vægast
sagt frábær fyrstu dagana, eins og
svo oft áður, og mikið af fiski
greinilega á svæðinu. Á fimm vökt-
um var landað 234 sjóbirtingum, á
aðeins þrjár stangir, og þar á með-
al voru sannkallaðir stórfiskar, 93
og 94 cm langir. Þá skall kuldinn á
en veitt hefur verið einn dag síðan
og fengu þeir veiðimenn nálægt 60
fiska svo nær 300 hafa veiðst þegar
í Tungulæk en þar er öllum veidd-
um fiski sleppt.
Aðeins lengra uppi í landi, í Geir-
landsá á Síðu, skemmtu veiðimenn
úr Stangaveiðifélagi Keflavíkur
sér einnig vel í viðureign við töku-
glaðan birtinginn. Á fyrstu tveimur
dögunum var áttatíu fiskum land-
að, hrygningarfiski og geldfiski í
bland, og var sá lengsti mældur 91
cm. Þá tók að snjóa og frysta og
grunaði viðmælanda að veiði hefði
verið erfiðari þegar leið á vikuna.
Og í Tungufljóti í Skaft-
ártungum færði fyrsta hollið 92
fiska til bókar – birtinga, bleikjur
og staðbundna urriða – en þar er
veitt og sleppt. Fyrstu dagarnir nú
gáfu álíka mikla veiði og allur apríl
í fyrra.
Nær 400 í bókina
Þá hefur verið hörkufín veiði í
Vatnamótunum í Skaftá aust-
anverðri. „Það er bara gleði hér,“
sagði Ragnar Johansen í Hörgs-
landi þegar rætt var við hann í
gærkvöldi. „Góð byrjun fyrsta dag-
inn var bara eins og upphitun. Holl-
ið sem byrjaði í dag fékk 71 eftir
hádegi. Þetta var algjört ævintýri í
dag. Ætli það séu ekki að verða
komnir 400 í bókina,“ sagði hann.
Dagarnir hafa vissulega verið
kaldir eystra en bjartir og veiði-
menn ekki farið af stað út að veiða
álana í Vatnamótunum fyrr en liðið
hefur að hádegi, en ísreki niður
Skaftá hefur þá lokið eftir nóttina.
„Við vorum sjálf með annað hollið
og veiddum vel, ég fékk sjálfur 29
fiska frá klukkan hálftólf til hálf-
þrjú. Það er alls staðar fullt af fiski.
Menn hafa aðallega verið í moki við
Fossálana og þar fyrir ofan, það
hefur varla verið farið niður á
bakka,“ sagði Ragnar og vísaði til
veiðistaðar sem margir þekkja.
Tveir 90 cm hafa veiðst í Vatna-
mótunum og nokkrir yfir 80 cm.
Norður í Kelduhverfi hófst veiðin
í Litluá líka með látum en hún er
bæði hlý og ætisrík og fiskurinn þar
kemur því afar vel undan vetri.
Fyrsta daginn veiddust 110 sil-
ungar – staðbundinn urriði, birt-
ingur og bleikja, 60 næstu daga, en
veiðin hefur iðulega verið erfið
vegna hríðar og frosið hefur í
lykkjum. Þá fréttist af vænum fisk-
um í Húseyjarkvísl og fínni bleikju-
veiði á svæði eitt í Eyjafjarðará.
„Þetta var algjört
ævintýri í dag“
Sjóbirtingsveiði fer afar vel af stað
Veiðigleði Torkjel Landas með 82,5
cm rígvænan urriða sem hann
veiddi í Litluá í Kelduhverfi.