Morgunblaðið - 07.04.2018, Page 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018
Renndu við hjá okkur
í Tangarhöfða 13
FAI varahlutir
Ódýrari kostur í varahlutum!
stýrishlutir
hafa verið leiðandi í yfir 10 ár.
Framleiddir undir ströngu
eftirliti til samræmis
við OE gæði.
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
● Samkaup og Basko, sem m.a. á 10-11
verslanirnar, Iceland, Inspired by Iceland
og Háskólabúðina, hafa komist að sam-
komulagi um að Samkaup kaupi valdar
verslanir af síðarnefnda fyrirtækinu. Þetta
kom fram í tilkynningu sem send var á
fjölmiðla síðdegis í gær en þar kom jafn-
framt fram að ekki yrði að sinni greint frá
því hvaða verslanir er um að ræða. Kaup-
in væru auk þess háð fyrirvörum, m.a.
vegna áreiðanleikakönnunar og sam-
þykkis Samkeppniseftirlitsins.
Í maí í fyrra var tilkynnt að viðræður
væru hafnar um kaup Skeljungs á öllu
hlutafé Basko og var kaupverðið áætlað
2,2 milljarðar króna. Viðskiptin gengu
hins vegar til baka þar sem tilteknar for-
sendur fyrir kaupunum stóðust ekki. Í lok
febrúar greindi Markaðurinn frá því að
stjórnir Skeljungs og Basko hefðu það til
skoðunar að endurvekja viðræðurnar sem
runnið höfðu út í sandinn eins og áður
sagði.
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur
verið ráðgjafi Samkaupa í viðræðum um
kaupin á verslununum. Samkaup reka í
dag fjölda verslana undir merkjum Sam-
kaupa, Nettó, Kjörbúðarinnar og Kram-
búðarinnar. Starfsmenn fyrirtækisins eru
um 1.000 talsins í rúmlega 500 stöðu-
gildum.
Samkaup hyggjast kaupa
tilteknar verslanir Basko
STUTT
aður vegna hinnar breyttu stefnu
verði á bilinu 700 til 800 milljónir.
„Það kann að hljóma há fjárhæð
en við teljum að þessi fjárfesting
muni skila sér á fáum árum, kannski
áratug. Þá eru ótalin þau jákvæðu
umhverfisáhrif sem þetta leiðir af
sér.“
Ferjan mun taka rafmagn í Eyj-
um og í Landeyjahöfn en Friðfinnur
segir ekki stefnt að því að koma sér-
stakri hleðslustöð upp í Þorláks-
höfn.
„Rafmagnið sem við notumst við
er allt endurnýjanleg orka og fram-
leidd með eins umhverfisvænum
hætti og kostur er. Það er ljóst af
því sem HS Veitur hafa upplýst
okkur um að rafmagnið í Eyjum
ætti að duga en það er flutt með sæ-
streng frá landi. Það kunna þó að
verða einhverjar takmarkanir á því
þegar allar verksmiðjur verða á full-
um afköstum í bænum. Við munum
þurfa að sjá hvernig úr því spilast
þegar að því kemur.“
Nokkrar tafir vegna breytinga
Nokkrar tafir munu verða á af-
hendingu skipsins vegna þeirra
breytinga sem gerðar verða á því.
Segir Friðfinnur að líklegast verði
skipið afhent í september og verði
þá komið hingað til lands í október
eða nóvember. Hins vegar muni
taka lengri tíma að koma hleðslu-
búnaðinum fyrir og líklegast verði
hann tilbúinn til notkunar vorið
2019.
„Það er fyrirtækið ABB sem sér
um rafbúnaðinn í skipið en það hef-
ur samið við Corvus Energy um raf-
hlöðubúnaðinn. Þá er það búnaður
frá Stemmann-Technik sem notast
verður við þegar skipið verður hlað-
ið frá bryggju,“ segir Friðfinnur.
Mun spara hundruð milljóna í
olíukostnað milli lands og Eyja
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Uppbygging Á komandi mánuðum verður hafist handa við að koma hleðslubúnaði fyrir á höfninni í Eyjum og Landeyjum.
Ný ferja
» Smíði við nýjan Herjólf hófst
um mitt síðasta ár.
» Í sumar verða 26 ár liðin frá
því að núverandi Herjólfur var
tekinn í gagnið.
» Nýja skipið verður um 70
metrar á lengd, 15 metra breitt
og mun taka allt að 540 far-
þega og 73 fólksbíla.
Nýr Herjólfur mun geta gengið að mestu fyrir rafmagni Reynir á innviði í Eyjum
Hleðslutæknin
Heimild: Faiveley,
Stemmann-Technik
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í byrjun þessa árs fól samgöngu-
ráðuneytið Vegagerðinni að kalla
eftir breytingum á skipinu sem nú
er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni
CRIST C.A. í Póllandi og sinna mun
ferjusiglingum milli lands og Eyja á
komandi árum. Breytingarnar sem
um er að ræða lúta að því að hægt
verði að knýja skipið áfram með raf-
magni sem hlaðið verður á raf-
geyma þess úr landi.
Friðfinnur Skaftason, verkfræð-
ingur í samgönguráðuneytinu, á
sæti í byggingarnefnd nýrrar Vest-
mannaeyjaferju. Hann segir tölu-
verða stefnubreytingu felast í þess-
ari ákvörðun.
„Við hönnun ferjunnar var gert
ráð fyrir því að vélar yrðu um borð
sem myndu hlaða þar til gerða raf-
geyma til að knýja skrúfur skipsins.
Þannig var ætlunin að hefðbundnar
vélar myndu framleiða rafmagn
þegar lítið álag væri á skipið en raf-
magnið yrði svo nýtt til að jafna
álagið á skipið þegar reyndi á það.
Sú tækni hefði sparað allt að 25% ol-
íunotkun miðað við sambærileg skip
sem ekki eru búin þessum búnaði.
Sá búnaður sem nú hefur verið
ákveðið að setja í skipið gengur hins
vegar mun lengra,“ segir Friðfinn-
ur.
Hleðslan fer fram af kajanum
Nýja tæknin byggist á því að mun
stærri rafhlöðum er komið fyrir í
skipinu sem hægt verður að hlaða
með þar til gerðum búnaði sem
komið verður upp á lendingarstað
skipsins í höfninni í Vestmannaeyj-
um og Landeyjum.
„Stefna ríkisstjórnarinnar í lofts-
lagsmálum og markmið þau sem
sett hafa verið um samdrátt í losun
gróðurhúsalofttegunda valda því að
þessi ákvörðun er tekin. Þessi
breyting á skipinu gerir það að
verkum að við venjulegar aðstæður
á ferjan að geta siglt á rafmagninu
milli Landeyjahafnar og Vest-
mannaeyja. Í verulega vondu veðri
eða ef fara þarf í Þorlákshöfn mun
einnig þurfa að notast við olíu.“
Í tilkynningu frá samgönguráðu-
neytinu kemur fram að það muni
beita sér fyrir sérstakri fjárveitingu
vegna verkefnisins en Friðfinnur
segir að allt í allt sé talið að kostn-
Frá árinu 2015 hefur norska ferjuflutningafyrirtækið
Norled AS haft í förum ferju sem gengur einvörðungu
fyrir rafmagni. Ferjan var byggð í samstarfi fyrirtæk-
isins við Fjellstrand skipasmíðastöðina og Siemens AS.
Nefnist hún MF Ampere og siglir milli Oppedal og La-
vik. Það er um 5,6 kílómetra leið og fer ferjan 34 ferðir
á degi hverjum.
Er það mat fyrirtækjanna sem komið hafa að hinu
byltingarkennda verkefni að nýting rafmagns við sigl-
ingarnar spari fyrirtækinu um 1 milljón lítra af dísil-
olíu á ári. Það dragi úr losun koltvísýrings sem nemi
2.680 tonnum á ársgrundvelli og 37 tonnum af köfn-
unarefni (NOx).
Skipið er knúið áfram af tveimur vélum sem hvor um
sig gefur um 450 kílóvött. Fer hún hina tæplega 6 km
löngu leið á um 20 mínútum. Rafhlöðurnar eru frá Cor-
vus Energy og skila þær um 1.000 kílóvattstundum.
MF Ampere er engin smásmíði eða um 80 metrar á
lengd og tekur allt að 120 bíla og 360 farþega. Ferjan
er hins vegar mun léttari en flestar ferjur af þessari
stærðargráðu og munar þar um helmingi. Það kemur
til af því að hún er nær alfarið smíðuð úr áli en ekki
stáli eins og oftast er þegar um ferjur og skip er að
ræða. Það gerir það m.a. að verkum að ekki þarf að
mála ytra byrði skipsins sérstaklega til að verja það
fyrir ryði og segja forsvarsmenn Norled AS að við-
haldið á því sé mun léttara en öðrum skipum í þjónustu
þess.
Siglt á rafmagni í Noregi
Ferjar 120 bíla og allt að 360 farþega í senn
Rafmagn MF Ampere er sannarlega rennileg tvíbytna.