Morgunblaðið - 07.04.2018, Side 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018
Efnahagsreikningur (í þús.kr.): 31.12.2017 31.12.2016
Eignarhlutir í félögum og sjóðum 57.480.860 50.375.936
Skuldabréf 91.607.031 87.014.544
Innlán og bankainnistæður 583.733 2.212.479
Kröfur 995.049 848.285
Aðrar eignir og rekstrarfjármunir 182.369 166.109
150.849.042 140.617.353
Skuldir -27.770 -34.957
Séreignarsjóður, Söfnunarleið I og II 2.494.871 2.381.041
Samtals 153.316.143 142.963.437
Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris:
Iðgjöld 4.448.976 3.843.704
Lífeyrir og endurhæfingarsjóður -4.317.925 -4.020.543
Fjárfestingartekjur 10.568.191 2.948.260
Rekstrarkostnaður -346.536 -307.257
Hækkun á hreinni eign á tímabilinu 10.352.706 2.464.164
Hrein eign frá fyrra ári 142.963.437 140.499.273
Samtals 153.316.143 142.963.437
Lífeyrisskuldbindingar: 31.12.2017 31.12.2016
Eignir umfram áfallnar skuldbindingar -864.846 -2.189.695
Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum -0,6% -1,6%
Eignir umfram heildarskuldbindingar -1.696.323 -5.756.471
Í hlutfalli af heildarskuldbindingum -0,8% -3,0%
Sjóðurinn hefur aldrei skert áunnin réttindi sjóðfélaga.
Kennitölur: 31.12.2017 31.12.2016
Nafnávöxtun 7,2% 1,9%
Hrein raunávöxtun 5,3% -0,2%
Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 4,9% 5,3%
Hrein raunávöxtun 10 ára meðaltal 2,8% 2,3%
Hrein raunávöxtun 20 ára meðaltal 4,4% 4,6%
Fjöldi virkra sjóðfélaga 6.532 6.571
Fjöldi lífeyrisþega 14.700 13.908
Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,2% 0,2%
Eignir í íslenskum krónum 73,4% 78,9%
Eignir í erlendum gjaldmiðlum 26,6% 21,1%
Ávöxtun séreignardeildar 2017:
Nafnávöxtun Söfnunarleiðar I sem er innlánsreikningur ásamt stuttum tryggum
skuldabréfum var 4,0% eða 2,2% hrein raunávöxtun.
Nafnávöxtun Söfnunarleiðar II sem inniheldur ýmis verðbréf nam 8,2% eða 6,3% hrein
raunávöxtun. Er þetta sú ávöxtun sem rétthafar njóta.
Heildareignir séreignardeildarinnar eru 2.495 milljónir króna í árslok 2017.
Sjóðfélagar:
Sjóðurinn er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi mönnum sem eiga ekki kjara-
samningsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa
aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign.
Í stjórn sjóðsins eru:
Guðmundur Árnason, formaður
Hrafn Magnússon, varaformaður
Aðalbjörg Lúthersdóttir
Einar Sveinbjörnsson
Reynir Þorsteinsson
Svana Helen Björnsdóttir
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir
Framkvæmdastjóri er:
Sigurbjörn Sigurbjörnsson
Yfirlit um afkomu 2017
Ársfundur
2018
Ársfundur sjóðsins
verður auglýstur
sérstaklega.
7. apríl 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 98.83 99.31 99.07
Sterlingspund 138.57 139.25 138.91
Kanadadalur 77.31 77.77 77.54
Dönsk króna 16.24 16.336 16.288
Norsk króna 12.625 12.699 12.662
Sænsk króna 11.75 11.818 11.784
Svissn. franki 102.56 103.14 102.85
Japanskt jen 0.9199 0.9253 0.9226
SDR 143.09 143.95 143.52
Evra 120.96 121.64 121.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 146.9759
Hrávöruverð
Gull 1327.05 ($/únsa)
Ál 1968.0 ($/tonn) LME
Hráolía 68.36 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Gylfi Zoëga, meðlimur í peninga-
stefnunefnd Seðlabanka Íslands og
prófessor í hagfræði, hafði tvisvar á
liðnu ári kosið að vextir yrðu lækk-
aðir meira en tillaga seðlabanka-
stjóra hljóðaði. Hann féllst engu að
síður á tillögu seðlabankastjóra.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
Seðlabankans sem kom út í fyrra-
dag.
Katrín Ólafsdóttir, meðlimur í
peningastefnunefnd, hefði einu sinni
heldur kosið að lækka vexti meira en
seðlabankastjóri lagði upp með en
féllst líkt og Gylfi á tillögu seðla-
bankastjóra.
Fimm sitja í peningastefnunefnd,
þrír þeirra eru æðstu starfsmenn
Seðlabankans og tveir eru utanað-
komandi. Atkvæði starfsmanna
Seðlabankans voru samhljóða í
fyrra.
Fram kemur í Korni Greiningar
Íslandsbanka að Þórarinn G. Pét-
ursson, aðalhagfræðingur Seðla-
bankans, hafi undanfarin ár stund-
um verið hallari undir hærri vexti en
aðrir nefndarmenn, en svo hafi ekki
verið raunin í fyrra. Hann var ávallt
sammála vaxtatillögum Más Guð-
mundssonar seðlabankastjóra, líkt
og Arnór Sighvatsson aðstoðar-
seðlabankastjóri.
Stýrivextir lækkuðu um 0,75 pró-
sentur á síðasta ári en hafa verið
óbreyttir í 4,25% frá október.
Tveir nefndarmenn hefðu
kosið lægri stýrivexti
Morgunblaðið/Golli
Vextir Gylfi Zöega og Katrín Ólafsdóttir vildu nokkrum sinnum meiri lækkun.
Seðlabankamenn alltaf einhuga um vaxtaákvörðun í fyrra
Fagtímarit félags löggiltra endur-
skoðenda í Bandaríkjunum sem
starfa ekki við fagið (CGMA) birti
nýverið viðtal við Stefán Sigurðs-
son, fjármálastjóra WOW air.
Tímaritið vekur
athygli á að
hann hafi ekki
unnið sig upp
hjá flugfélagi
heldur komi úr
sprotaheiminum.
Hann var áður
fjármálastjóri
CCP.
„Í sprotafyrir-
tækjum eins og
WOW air þurfa
starfsmenn að vera reiðubúnir til
þess að fara nýjar leiðir og það
þarf að skapa menningu sem styð-
ur við það hugarfar,“ segir Stefán
í samtali við Morgunblaðið.
Stefán segir að hann hafi nýver-
ið gengið í CGMA-félagið, sem sé
sex ára gamalt. Meðlimir séu yfir
150 þúsund. Samtökin styðji m.a.
endurmenntun félagsmanna, t.d. á
sviði stjórnunar, og efli tengsl-
anet. Hann sé einnig meðlimur í
félagi löggiltra endurskoðenda í
Bandaríkjunum, þar sem hann
starfaði í átta ár sem endurskoð-
andi.
„Það er margt ólíkt að starfa
sem endurskoðandi eða fjár-
málastjóri. Langmestur tími fjár-
málastjóra fer í að verkefnastýra
og halda yfirsýn. En reynslan úr
endurskoðun er ómetanleg því þar
öðlast maður innsýn í fjölbreyttan
rekstur ólíkra fyrirtækja og hvað
reynist vel og hvað ekki.“
helgivifill@mbl.is
Stefán í
kastljósi
CGMA
Stefán
Sigurðsson