Morgunblaðið - 07.04.2018, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Krónprinsinnaf Sádi-Arabíu,
Mohammed bin
Salman, er um þess-
ar mundir í heims-
reisu. Á morgun kemur hann til
Frakklands eftir að hafa farið
víða um Bandaríkin og haft við-
komu á Bretlandi og í Egypta-
landi. Tilgangurinn er marg-
þættur. Hann vill afla Sádi-
Arabíu stuðnings og hylli. Hann
er í leit að fjárfestum til að taka
þátt í uppbyggingu og breyt-
ingum, sem hann hefur á prjón-
unum. Þá vill hann sýna að hann
geti verið að heiman svo vikum
skiptir án þess að valdastaða hans
sé í hættu.
Salman, sem er aðeins 32 ára,
hefur um nokkurt skeið verið að
sölsa undir sig völd í landinu. Í
fyrrasumar varð svo ljóst að
Salman yrði næsti arftaki krún-
unnar.
Sádi-Arabía stendur á tíma-
mótum. Miklar olíulindir hafa
skapað gríðarlegan auð í landinu
og hefur yfirstéttin lifað í miklum
vellystingum. Landið er með
stærsta hagkerfið í Mið-Austur-
löndum. Lágt olíuverð í rúm þrjú
ár hefur hins vegar tekið á. Ekki
er langt síðan gjaldeyrissjóðir
landsins námu 700 milljörðum
dollara. Nú munu 500 milljarðar
vera eftir og búast má við að hall-
inn á fjárlögum þessa árs verði 50
milljarðar dollara. Í grein í tíma-
ritinu New Yorker í þessari viku
segir einn viðmælandi að Sádar
verði að óbreyttu farnir á hausinn
eftir fimm til sjö ár.
Salman gerir sér grein fyrir að
það stefnir í óefni. Hann hyggst
umbreyta hagkerfinu og sam-
félaginu og hefur sett fram áætl-
un undir yfirskriftinni „Sýn
2030“. „Á tuttugu árum fer olían
niður í núll og endurnýjanlegu
orkugjafarnir taka við,“ sagði
hann á fundi með áhættufjár-
festum í San Francisco fyrir
nokkru. „Ég hef 20 ár til að marka
landi mínu nýja stefnu og senda
það inn í framtíðina.“
Hann hefur farið af stað með
látum. Í september var gefin út
konungleg tilskipun um að konum
skyldi leyft að keyra bíla. Einnig
var banni við kvikmyndahúsum
aflétt og opnað fyrir fögnuði með
báðum kynjum.
Þetta var gert án þess að bók-
stafsklerkar landsins rækju upp
ramakvein. Trúarlögreglan virð-
ist hafa verið vængstýfð og þeir
klerkar, sem ekki hafa verið settir
í fangelsi, hafa hægt um sig.
Reyndar eru áhöld um það hvort
ströngustu klerkarnir eða þeir
frjálslyndustu og þar með vinsæl-
ustu sitji inni.
Salman réðst einnig gegn
valdastétt landsins. Í nóvember
voru um tvö hundruð manns
handtekin og flutt í Ritz-Carlton-
hótelið í Ríad. Þar var þeim gefið
að sök að hafa stundað stórfellda
spillingu. Meðal þeirra voru hátt í
20 meðlimir konungsfjölskyld-
unnar og var sagt að engum yrði
hlíft ef nægar sannanir fyndust,
hvorki prinsum né ráðherrum.
Tvennum sögum fer af meðferð-
inni á þeim, en hinir
handteknu sam-
þykktu að greiða há-
ar sektir. Þannig
sagðist Salman hafa
fengið 100 milljarða
dollara til baka í sjóði ríkisins.
Gagnrýnendur hafa bent á að
með þessu hafi Salman ekki að-
eins ráðist gegn hinum spilltu,
heldur einnig rutt keppinautum
til hliðar. Þá var ekki einu sinni
reynt að gefa þessum aðgerðum
yfirbragð réttarríkis.
Salman hefur einnig skorið upp
herör gegn Íran og ætlar greini-
lega að beita öllum brögðum til að
stöðva sókn þeirra til aukinna
valda og áhrifa í Mið-Austur-
löndum. Umdeildur hernaður
Sáda í Jemen er varinn með þeim
rökum að koma verði í veg fyrir
að Íranar nái þar ítökum. Hern-
aðarmarkmiðin þar hafa ekki
náðst, en kostnaðurinn hefur ver-
ið gríðarlegur og blasir mikil neyð
við í landinu.
Margir klóruðu sér einnig í
höfðinu þegar forseti Líbanons
fór í heimsókn til Sádi-Arabíu og
var að því er virtist þvingaður til
að segja af sér, en sneri síðan aft-
ur og tók við völdum á ný. Völd
Hizbollah-hreyfingarinnar í Líb-
anon eru Sádum mikill þyrnir í
augum vegna náinna tengsla
hennar við Íran.
Ógerlegt er að segja til um
hvaða stefnu mál munu taka í
Sádi-Arabíu, en ljóst er að miklar
breytingar eru hafnar og þær
koma að ofan. Salman boðar aukið
frjálslyndi, en ekki er þar með
sagt að breytingar verði í lýðræð-
isátt. Gagnrýni verður ekki liðin
og fjölmiðlar eru á valdi stjórn-
valda. Er nær að tala um stjórn-
arfar að kínverskri fyrirmynd, en
vestrænni. Salman nýtur hins
vegar stuðnings þeirra sem ekki
tilheyra forréttindastéttinni og
eru fullir reiði í hennar garð.
Sömuleiðis vekja breytingar í
frjálsræðisátt hrifningu ungs
fólks sem vill geta skemmt sér í
lífinu án þess að þurfa að óttast
hramm trúarlögreglunnar.
Tilraunir hans til þess að fá
Sáda á vinnumarkaðinn gætu hins
vegar reynst vandasamari. Helm-
ingur Sáda er undir 25 ára aldri
og er atvinnuleysi ungs fólks um
40%. Tveir af hverjum þremur
Sádum eru á launum hjá ríkinu og
launa- og bótagreiðslur eru um
helmingur allra ríkisútgjalda.
Stjórn landsins gaf út tilskipun
um að sádiarabískir borgarar
skyldu taka við störfum útlend-
inga í landinu. Ekki mun ganga
þrautalaust að koma því til leiðar.
Sádar eru ekki tilbúnir að ganga í
störf sem þeir telja niðurlægj-
andi. Í Morgunblaðinu var nýlega
sagt frá því að á skartgripamark-
aðnum í Ríad hefði þurft að loka
verslunum vegna þess að ekki
mætti hafa erlenda starfsmenn og
innfæddir fengjust ekki eða
krefðust tvöfaldra launa án þess
að hafa nokkra reynslu. Ljóst var
að ráðamenn í Sádi-Arabíu þurftu
að vakna af dvala, en erfitt gæti
orðið að halda fljótinu í farvegi
sínum þegar stíflan hefur verið
rofin.
Eftir áratuga kyrr-
stöðu skal stokkað
upp með hraði}
Umskipti í Sádi-Arabíu
Í
kosningum geta íbúar breytt um stefnu
eða fest í sessi óbreytt ástand. Sveitar-
stjórnarkosningar eru samt ekki eina
tækifæri landsmanna til þess að sýna
hvernig þeim líkar ástandið. Fólk get-
ur líka valið hvort það vill búa í ákveðnu sveit-
arfélagi eða ekki. Fáir velta því fyrir sér að
flytja í Árneshrepp, en margir, og kannski
flestir, Íslendingar hafa einhvern tíma leitt að
því hugann hvort þeir vilji búa í Reykjavík.
Fólk kýs með fótunum um Reykjavík öðrum ís-
lenskum stöðum fremur.
Við verðum að bíða til 26. maí til þess að vita
hvernig kjósendur verja atkvæðum sínum, en
við vitum hvernig nýjasta kosning landsmanna
um Reykjavík fór. Á árunum 2004 til 2018 fjölg-
aði íbúum Íslands um 20% en höfuðborgar-
búum ekki nema um 11%. Tíu þúsund Íslend-
ingar ákváðu að búa ekki í Reykjavík á undanförnum 14
árum. Hvað veldur því að þeir vilja frekar búa annars stað-
ar?
Í fyrsta lagi hafa borgaryfirvöld haldið aftur af fjölgun
íbúa með því að koma í veg fyrir eðlilega uppbyggingu
íbúðarhúsnæðis. Þessi stefna borgarinnar hefur óneitan-
lega haft þau alvarlegu áhrif að hækka verð á íbúðum.
Íbúðaverðið fer út í verðbólguna og hækkar verðtryggð lán
landsmanna. Fólk leitar í sveitarfélögin sem hafa ekki haft
þá stefnu að hefta byggð.
Í öðru lagi er löng bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík.
Fólk með ungbörn á fá úrræði frá því að fæðingarorlofi lýk-
ur og er bundið yfir börnum sínum, oftast án tekna. At-
vinnulífið tapar verðmætu vinnuframlagi.
Í þriðja lagi er árangur barna úr skólum í
Reykjavík ekki góður í alþjóðlegum sam-
anburði. Foreldrar vilja auðvitað að börn
þeirra fái menntun sem skilar þeim samkeppn-
ishæfum í alþjóðavæddum heimi.
Í fjórða lagi er borgin ekki aðlaðandi fyrir
fyrirtæki. Samkvæmt mælingum Alþjóða-
bankans er Ísland í 64. sæti í skilvirkni við veit-
ingu byggingarleyfa. Biðtími hér er 75 dagar
og 17 skref sem fara þarf í gegnum fyrir um-
sækjandann. Danir eru í fyrsta sæti með 60
daga og sjö skref.
Í fimmta lagi hefur borgin drabbast niður.
Grænu svæðin hverfa, grasblettir eru sjaldan
slegnir, stéttir og götur eru sjaldan þrifnar og
sorp frá íbúum er sótt á um hálfs mánaðar
fresti (og kallað betri þjónusta). Reykjavík
þarf að verða græn og falleg borg án plastpoka.
Í sjötta lagi eru almenningssamgöngur slakar, sér-
staklega fyrir þá sem eiga langt að sækja í vinnu eða skóla.
Tíðni ferða þarf að auka á morgnum og síðdegis.
Setjum okkur í spor ungs fólks sem er að ljúka námi í
Kaupmannahöfn eða Ósló. Vilja þau flytja til Reykjavíkur
eða vera kyrr? Það sem skiptir máli er húsnæði, skóli fyrir
börnin, góð vinna, fallegt umhverfi og góðar samgöngur.
Með allt þetta í huga kjósa margir annan stað en Reykja-
vík. Þessu getur þú breytt í kosningunum í vor með því að
kjósa Viðreisn.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Er Reykjavík aðlaðandi borg?
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
tíma og hlutfall karla á þeim aldri er
58,6%. Aðeins 27% kvenna yngri en
50 ára eru sjálfstætt starfandi en 53%
karla, segir í Lögmannablaðinu. Hjá
lögmönnum eldri en 50 ára er hlut-
fallið lægra, 60% karla eru sjálfstætt
starfandi og 55% kvenna. Sjálfstætt
starfandi lögmenn í LMFÍ eru 526,
eða 49% félagsmanna. Fulltrúar sjálf-
stætt starfandi lögmanna eru 185 og
innanhússlögmenn eru 309 talsins, 85
þeirra starfa hjá ríki eða sveitar-
félögum og 224 hjá fyrirtækjum og
félagasamtökum. Konur eru frekar
innanhússlögmenn en karlar.
Með flesta lögmenn m.v. íbúa
Ísland á Norðurlandamet í fjölda
lögmanna en í samanburði við hinar
Norðurlandaþjóðirnar eru flestir lög-
menn hér á landi m.v. höfðatölu eða
einn lögmaður á hverja 314 íbúa, sem
er ríflega áttfalt fleiri lögmenn en í
Finnlandi sé m.v. höfðatölu. Ingimar
segir fjölgun lögmanna hér á landi
hafa orðið mjög hratt; félagar í LMFÍ
hafi verið ríflega 500 árið 2000 en séu
nú tæplega 1.100. Lögfræði er nú
kennd í fjórum háskólum. „Lög-
fræðin er hagnýt menntun og hefur
marga snertifleti við atvinnulífið.
Starfsumhverfi fyrirtækja og stofn-
ana er sífellt að verða flóknara, t.d.
vegna aðlögunar á regluverki ESB,
og sjálfsagt má færa rök fyrir
því að slíkt kalli á aukna þörf
fyrir löglærða starfs-
menn.“
Fleiri dómarar
fækka lögmönnum
Morgunblaðið/Ómar
Málin rædd Lögmenn ræða saman í Hæstarétti. Fækkað hefur í lögmanna-
stéttinni síðustu tvö ár eftir mikla og hraða fjölgun frá árinu 2000.
Á sjötta tug lögfræðinga var á
atvinnuleysisskrá í febrúar.
Spurður hvort atvinnuleysi sé
að aukast í lögfræðingastétt-
inni segir Ingimar að fyrir hrun
hafi atvinnustig meðal lögfræð-
inga almennt verið hátt og í
kjölfar hrunsins hafi verkefnum
fjölgað umtalsvert, a.m.k. með-
al lögmanna. Hafi þessi þróun
kallað á aukið vinnuafl. „Nú eru
mál tengd hruninu að mestu til
lykta leidd á sama tíma og efna-
hagslífið hér á landi er ekki
komið á sama stað og það var í
uppsveiflunni fyrir hrun. Þörfin
fyrir sama mannafla er því ekki
til staðar en á sama tíma hefur
þeim fjölgað sem lokið hafa
lagaprófi. Því er viðbúið að
tölverður fjöldi lögfræð-
inga fái ekki vinnu við
sitt hæfi en ég geri frek-
ar ráð fyrir að um sé að
ræða fólk sem lokið hef-
ur laganámi en ekki aflað
sér lögmannsrétt-
inda.“
Dregið hefur
úr verkefnum
ATVINNUSTIGIÐ VAR HÁTT
Ingimar
Ingason
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Fjölgun dómara og fækkunverkefna tengdra hruninuhefur leitt til þess að lög-mönnum í Lögmannafélagi
Íslands (LMFÍ) hefur fækkað nokk-
uð á síðustu misserum eftir hraða og
mikla fjölgun undanfarna tvo áratugi.
Þetta kemur fram í grein í nýjasta
tölublaði Lögmannablaðsins. Fjöldi
félagsmanna náði hámarki í ágúst
2016 þegar þeir voru 1.101 talsins en í
febrúar 2018 voru þeir orðnir 1.072
og hafði þá fækkað um átta frá sama
tíma árið áður. Búist er við að lög-
mönnum haldi áfram að fækka á
árinu 2018.
Skýringarnar sem eru gefnar
fyrir fækkun lögmanna er að vinna
tengd uppbyggingu íslensks efna-
hagslífs eftir hrun hefur ekki nema að
litlu leyti náð að vega á móti minnk-
andi verkefnum tengdum afleið-
ingum hrunsins. Þá hefur nokkur
fjöldi lögmanna tekið sæti í dóm-
stólum landsins að undanförnu, fyrst
með tilkomu Landréttar um síðustu
áramót og einnig í héraðsdómstól-
unum, en lögmenn sem taka við emb-
ætti dómara þurfa að leggja inn rétt-
indi sín. Þá kemur fram í
Lögmannablaðinu að færri hafa sótt
námskeið til öflunar málflutnings-
réttinda fyrir héraðsdómstólum, sem
má að einhverju leyti rekja til fækk-
unar nemenda sem leggja stund á
laganám.
Lögmönnum með virk málflutn-
ingsréttindi ber að vera félagsmenn í
Lögmannafélagi Íslands. Hægt er að
leggja inn málflutningsréttindin til
lengri eða skemmri tíma og segir
Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri
LMFÍ, ekki óalgengt að lögmenn
geri það t.d. þegar þeir fara í fram-
haldsnám erlendis eða færa sig til í
starfi og nýr vinnuveitandi telur mál-
flutningsréttindi ekki þörf. Lítið mál
sé hins vegar að fá málflutningsrétt-
indin afhent að nýju gerist þess þörf.
Löglærðum konum fjölgar
Konum fer fjölgandi í lög-
mannastéttinni og eru þær yngri en
karlarnir. Þær eru nú 30,9% fé-
lagsmanna LMFÍ m.v. 15,1% um
aldamótin og er hlutfall kvenna í fé-
laginu yngri en 50 ára 80,4% á sama