Morgunblaðið - 07.04.2018, Page 31
LeigufélagVR
óskar eftir
fjölbýlishúsi
Leigufélag VR leitar að fjölbýlishúsi til kaups á höfuð-
borgarsvæðinu til útleigu til félagsmanna VR. Óskað er
eftir húsi með að lágmarki 20 íbúðum. Kostur er ef húsið
býður upp á misstórar íbúðir.
Húsið þarf að vera í mjög góðu ásigkomulagi en má einnig vera
óbyggt eða í byggingu.
Leigufélag VR er viðbragð félagsins við gríðarlega erfiðum aðstæðum á
íslenskum húsnæðismarkaði. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni og
markmið þess er að finna leiðir til að hafa leiguverð íbúða sem lægst.
Stjórn VR vonast til þess að félagið verði öðrum samtökum og sjóðum
fyrirmynd og hvatning til þess sama og jafnvel samstarfs við VR.
Tilboð óskast send á Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóra VR,
stefan@vr.is í síðasta lagi 22. apríl 2018. Stefán veitir einnig nánari
upplýsingar, stefan@vr.is eða í síma 510 1700.
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | VR.IS
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018
Við Íslendingar telj-
um okkur vera í far-
arbroddi í umhverf-
isvernd á heimsvísu.
Ekki er þó allt sem
sýnist. Í raun er
stefna ríkisins í um-
hverfismálum og það
viðskiptaumhverfi
sem við höfum inn-
leitt, vegur til um-
hverfissóðaskapar, þó
ekki vegurinn heim.
Stefna Íslands hvetur til við-
skipta við framleiðendur víða um
heim sem framleiða vörur á meng-
andi hátt.
Íslensk matvælaframleiðsla er
fyrst og fremst er ætluð til neyslu
innanlands. Sú framleiðsla á mjög í
vök að verjast fyrir innfluttum mat-
vælum. Matvæli sem flutt eru inn
til landsins standast ekki þær kröf-
ur sem við gerum um umhverf-
isvernd, dýravelferð og umgengni
við náttúruna. Við flytjum inn dýra-
afurðir sem framleiddar eru með
notkun á erfðabreyttu fóðri sem á
er borinn fosfóráburður og notað er
mikið magn skordýraeiturs við
ræktun fóðursins. Blandað er lyfj-
um í fóðrið til að fá hámarks-
afrakstur, að mestu fúkkalyfjum.
Vatninu sem notað er til brynn-
ingar skepnanna og vökvunar
grænmetisins er oft á tíðum dælt
upp úr síkjum og lækjum og er á
okkar mælikvarða ódrykkjarhæft. Í
þessum síkjum eru leifarnar af fos-
fórnum og skordýraeitrinu sem
dreift er á akrana sem notaðir eru
til fóðurframleiðslunnar. Innfluttu
matvörurnar eru síðan lagðar til
jafns við íslenskar heil-
næmar vörur og gerð-
ur verðsamanburður
notaður til að réttlæta
innflutninginn
Við Íslendingar
framleiðum okkar kjöt
og grænmeti með heil-
næmum hætti. Vatnið
sem notað er til fram-
leiðslunnar er hreint-
,tært og drykkjarhæft.
Reglur banna að við
notum viðbætt lyf í fóð-
ur s.s. sýklalyf. Reglur
eru mjög strangar á Ís-
landi um dýravelferð og er það vel.
Þrátt fyrir að gerðir hafi verið við-
skiptasamningar við ESB o.fl. um
nánast óheftan innflutning, getum
við ekki sem þjóð sætt okkur við að
okkur sé boðið upp á matvæli sem
framleidd eru með umhverf-
issóðaskap og ættum að geta sett
okkur reglur um upprunavottun og
að varan sem við flytjum inn sé
framleidd samkvæmt íslenskum
kröfum um ábyrga umgengni við
náttúruna. Ég er sannfærður um og
trúi að með því móti muni íslenskir
framleiðendur standast samkeppni
við innflutning.
Íslenskur iðnaður á í vök að verj-
ast vegna innflutnings á ýmsum
neysluvörum sem framleiddar eru
hér á landi með umhverfisvænum
hætti. Það þarf að setja reglur er
stemma við innflutningi á þeim
vörum, er hér eru framleiddar með
hreinni orku og eru umhverf-
isvænni en þær innfluttu. Mengandi
innflutning þarf að hindra, ekki þó
með bönnum. Græn innflutnings-
gjöld eru lausnin. Inflytjandanum
bæri að greiða gjöld til samfélags-
ins sem síðan eru notuð til að kol-
efnisjafna óþarfa innflutningi til
samræmis við þau umfram meng-
unarfótspor er verða til við inn-
flutninginn og framleiðsluna. Hafa
ber í huga að talsverð mengun hlýst
af innflutningnum einum og sér
óháð því hvernig varan er fram-
leidd.
Finna má fjölmörg dæmi umýmis
konar óþarfa innflutning. Alvöru
umhverfisstefna felst í að skilgreina
jörðina sem eina heild og að það er
einn sameiginlegur lofthjúpur sem
hylur jörðina. Okkur ber að vernda
allan lofthjúpinn en ekki bara það
loft sem er í hvert sinn inni á ís-
lensku yfirráðasvæði.
Ýmsar íþyngjandi reglur sem
kenndar eru við umhverfisvernd
eru settar á íslensk fyrirtæki. Með
reglunum fylgja oftast eftirlits- og
leyfisgjöld auk kostnaðar við að
innleiða reglurnar. Oft hafa reglur
af þessu tagi orðið til þess að flott
iðnfyrirtæki hætti framleiðslu.
Þannig erum við að framfylgja
þeirri stefnu að íslenska andrúms-
loftið sé ekki hluti af alheiminum. Í
raun eru þessar Íþyngjandi reglur
hvatning til aukinnar mengunar og
hafa þveröfug áhrif, þar sem not-
endum vörunnar er stýrt til að
kaupa vörur sem eru framleiddar á
mengandi hátt.
Mín skoðun er sú að með því að
búa íslenskri framleiðslu sam-
keppnisfært umhverfi, muni bæði
iðnaður og landbúnaður vaxa og
dafna. Með grænum sköttum á allt
það sem framleitt er með gam-
aldags mengandi hætti erlendis og
er flutt inn. Ísland yrði í fremstu
röð í heiminum, – fremstu röð að
sporna við hnattrænni hlýnun, þótt
ef til vill falli ekki þær aðgerðir að
Parísarsamkomulagi höndlaranna
og auki ekki á söluhæfar los-
unarheimildir.
Það er alveg klárt að það er
stærsta mál 21. aldarinnar að
sporna við óþarfa mengun og sóun.
Með aðgerðum í anda þess er að
framan greinir ásamt átaki í raf-
væðingu samgöngukerfisins myndi
litla Ísland verða fyrirmynd annara
ríkja.
Hegðun okkar í umhverfismálum
hefur of lengi stjórnast af því hvað
er í buddunum okkar í dag en ekki
hvað í þær gæti komið næstu daga.
Við tökum fagnandi nýjum
auðhringjaverslunum. Þar getum
við m.a keypt þau albestu jarðarber
sem framleidd eru í heiminum og
vellíðan okkar við neyslu þeirra er
samviskubitinu yfirsterkara, sam-
viskubitinu yfir óförum garðyrkju-
bóndans sem hefur séð okkur fyrir
hreinum og heilnæmum jarð-
arberjum mörg undanfarin ár.
Íslensk umhverfisvernd eins og
hún er nú, er fyrst og fremst hönn-
uð til að ná tekjum í ríkissjóð og
tryggja atvinnuöryggi í „eftirlitsiðn-
aðinum“. A.m.k. fara gjöldin sem
lögð eru á einstaklinga og fyrirtæki
ekki til kolefnisbindingar eða nátt-
úruverndar.
Hollur er heimafenginn baggi
Eftir Einar Birgi
Kristjánsson
Einar Birgir
Kristjánsson
» Íslensk umhverfis-
vernd eins og hún er
nú, er fyrst og fremst
hönnuð til að ná tekjum
í ríkissjóð og tryggja at-
vinnuöryggi í „eftirlits-
iðnaðinum“
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Lausn
vorjafn-
dægragátu
Mikill fjöldi lausna barst að
venju á vorjafndægragátunni
og voru flestir með rétta svar-
ið.
Lausnarvísurnar eru svo-
hljóðandi:
Í einlægni ég þessa þulu kveð:
Ef þrot ert kominn í af hugarfári
og tilfinningaleysi mest allt með,
er markvisst hægt að vinna í því
sári.
Vaknaðu til dagsins vinur minn,
vertu til án skoðana og orða.
Reyndu að melta fuglasöng um sinn
og safna þannig orku og vetrar-
forða.
Hallfríður Frímannsdóttir
Sólheimum 14
104 Reykjavík
hreppir bókina Morðið í
Gróttu eftir Stellu Blómkvist.
Hörður Friðþjófsson
Heiðarbrún 3
810 Hveragerði
fær bókina Búrið
eftir Lilju Sigurðardóttur.
Droplaug Pétursdóttir
Grænlandsleið 49
113 Reykjavík
hlýtur bókina Aftur og aftur
eftir Halldór Armand.
Vinningshafar geta vitjað
vinninganna í móttöku rit-
stjórnar Morgunblaðsins eða
hringt í 569-1100 og fengið
bækurnar sendar heim. Morg-
unblaðið þakkar þeim sem
sendu lausnir.