Morgunblaðið - 07.04.2018, Qupperneq 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018
ára gömul 28. mars síðastliðinn.
Minningarnar eru svo margar
en orðin svo fá. Hún lifði heilu
lífi allt frá bernsku og þar til hún
varð gömul kona. Stundum er
sagt að allir vilji lifa lengi en
enginn vilji verða gamall. En
Helga bar hvern aldur og hvert
æviskeið með reisn. Hún lifði
það að verða móðir, amma og
langamma. Hversu fagurt er
ekki slíkt líf? Hversu þakklátur
getur maður ekki verið fyrir að
manneskju, svo nærkominni
manni, auðnist að lifa öll ævi-
skeið sem í boði eru í þessu lífi?
Þetta er huggunin.
En söknuðurinn er svo hin
hliðin.
Helga átti myndarheimili með
Jóni Einarssyni, honum Jonna
okkar, sem lést 2002. Strákarnir
þeirra fjórir, frændur mínir, eru
nú orðnir fullorðnir menn og
eiga sínar fjölskyldur. Þeir eru
gæfusamir að hafa átt Helgu að
móður.
Það var mikill samgangur
milli systranna fjögurra og
barna þeirra á árunum áður.
Mamma og Helga voru í miklu
símasambandi alla tíð og stund-
um hafa þær örugglega talað
saman oftar en einu sinni eða
tvisvar á dag. Þetta var á tímum
heimasímans með krulluðu snúr-
unum og þungu símtólunum.
Helga var 31 árs þegar ég
fæddist og hún var einfaldlega
hluti af lífi mínu alla tíð. Sterk-
asta tilfinningin sem ég tengi við
Helgu, þegar ég nú kafa að rót-
um minninganna, er tilhlökkun.
Tilhlökkunin að hitta hana og
Jonna í Borgarnesi. Ég var allt-
af svo spennt að fara í heimsókn
til þeirra, ég var alltaf svo
spennt þegar þau voru á leiðinni
til okkar til Reykjavíkur. Til-
hlökkunin átti sínar skýringar,
því Helga var svo jákvæð og
traust og með góða nærveru.
Alltaf mátti maður eiga von á
skemmtilegum sögum frá því í
gamla daga. Hún geislaði af
áhuga, umhyggju og gleði. Bros-
ið hennar og hlátur hennar er
samofinn öllum minningunum
mínum um hana.
Helga var móðursystir sem
sultaði og saftaði úr íslenskum
krækiberjum og bláberjum.
Hún saumaði föt og eldaði og
bakaði og hvaðeina. Allt var svo
heimilislegt og hlýlegt í kringum
hana. Pabbi minn heitinn naut
alls þess sem Helga bar á borð.
Það voru kræsingar ríkulegar
og hann sparaði ekki hrósið til
mágkonu sinnar.
Samverustundirnar voru eft-
irminnilegar. Fyrst voru það El-
liðaeyjaferðir, ferðir um Borgar-
fjörð og ýmis tjaldferðalög.
Þegar ég eignaðist Birtu Marlen
dóttur mína fékk hún einnig að
kynnast Helgu ömmusystur
sinni, þó að við ættum heima er-
lendis í mörg ár. Við mæðgurnar
vorum svo heppnar að upplifa
samverustundir með Helgu og
Jonna úti í Elliðaey sumarið
2000. Þá vorum við bara fjögur
saman í eyjunni í nokkra daga
og nutum þess að ganga um eyj-
una og spila Sjóræningja á
kvöldin. Helga var þá sjötug og
Jonni 74 ára og þau svo vel á sig
komin um allar hæðir og hóla í
Elliðaey. Slíkar minningar ylja
um hjartarætur á kveðjustundu.
Helga vann öll sín störf af al-
úð, dugnaði og kærleika. Hún
var móðir yndislegra frænda
minna, Jónasar, Braga, Sigurð-
ar Páls og Einars Helga og ég
votta þeim og fjölskyldum þeirra
innilega samúð. Megi góður Guð
gefa ykkur styrk og huggun.
Blessuð sé minning Helgu
móðursystur.
Sigurlaug Regína
Friðþjófsdóttir.
Helga var ein af fallegu
frænkunum mínum á Staðarfelli.
Ég man hana fyrst sem unga
móður, með lítinn dreng. Það
var hann Jónas, nafni afa síns á
Staðarfelli. Ég man hann á stétt-
inni á Staðarfelli og mamma,
Birta og Helga sitja á stólum
undir suðurgaflinum. Amma
Dagbjört stendur við hlið Birtu
og pírir augun móti sólinni. En
við Helga áttum sömu ömmur og
afa í bæði móður og föðurætt.
Ég horfi á Jónas og í minning-
unni sé ég hann hallast og veit
að hann er að detta. Horfi á
hann detta til hliðar, hann er
örugglega varla ársgamall. Man
hann grætur og það er fjaðrafok
í kringum hann svo ég fer að
gráta líka og græt meira en
hann, því mér finnst ég hafa átt
að passa hann. Man að Helga
mín tekur mig í fangið og segir
að þetta sé allt í lagi, Jónas hafi
ekkert meitt sig. En ég skamm-
ast mín samt. Svo bættist Bragi
við. Mér finnst þeir svo
skemmtilegir, enda ekki mörg
lítil börn í kringum mig. Þær
systur eru það mest spennandi
sem ég veit. Þær passa mig
stundum, mamma skilur mig eft-
ir á Staðarfelli meðan hún fer í
búðina. Þær eru svo góðar við
mig og leika við mig. Reyndar er
Helga búin að eignast mann og
býr í Borgarnesi með Jóni sínum
og strákunum, sem fjölgar.
Fyrst voru það þeir Jónas og
Bragi og ég leik við þá en seinna
hollið er Siggi Palli og Einar svo
síðastur. Hann er reyndar jafn-
gamall eldri syni mínum.
Bernskuár Helgu átti hún flest í
Elliðaey og þar bjuggu mamma
og pabbi um tíma hjá þeim Dag-
björtu og Jónasi. Alltaf þegar
Helga kom í Hólminn fór
mamma í heimsókn, hún elskaði
þessar stelpur eins og sín börn.
Mig minnir að hafa heyrt að
Helga hafi oft passað Gulla
bróður og verið heimagangur
hjá mömmu. Hún Helga var fal-
leg kona. Dökkt hárið og fallegt
andlitið sækir hún í eyjaarfinn
og er alla tíð glæsileg. Ef við
skoppum svo fram um mörg ár
er ég ung kona sem vill breyta
heiminum, allavega smá broti í
kringum mig. Þá kynnist ég
þeim hjónum Helgu og Jóni upp
á nýtt. Átti þau ávallt að, fékk að
gista hjá þeim oft og ekki síst
fékk ég gagnlegar umræður um
málin í Borgarnesi og landsmál-
in almennt. Fann þá vel hversu
gáfuð og klók kona Helga var.
Við áttum mörg góð samtöl í eld-
húsinu hennar, þá var Einar
minnsti guttinn og var á rólinu í
kring. Man eftir Sigga Palla líka
á þeim árum.
Helga og Jón voru ákveðin í
skoðunum og sögðu mér óspart
til í málefnum héraðsins. Jón
innsti koppur í búri hjá Kaup-
félagi Borgfirðinga og fylgdist
vel með. Þau kenndu mér margt,
ekki síst að hlusta á fólk sem ég
hitti. Annað hvort þeirra sagði
við mig, man ekki hvort þeirra
var: „Mundu að fólk sem þú hitt-
ir og vilt að hlusti á þig, það vill
segja þér sínar skoðanir og þú
verður að hlusta meira en þú tal-
ar.“ Helga missti Jón sinn fyrir
nokkrum árum og það var henni
þungbært. Ég hef ekki verið
dugleg að hitta hana mörg síð-
ustu ár og þykir það leitt. En
væntumþykjan í hennar garð
hefur ekkert minnkað. Ég sendi
fólkinu hennar mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og kveð
mæta konu, eina af systrunum á
Staðarfelli sem máluðu bernsku
mína björtum litum.
Dagbjört S. Höskuldsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Ástríði Helgu Jón-
asdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUNNAR BERGUR ÁRNASON,
fyrrverandi kaupmaður,
hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð,
Akureyri,
lést miðvikudaginn 21. mars.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 9. apríl
klukkan 13.30.
Erna H. Gunnarsdóttir Gunnar M. Guðmundsson
Jóhanna A. Gunnarsdóttir Vilbergur Kristinsson
Guðmundur Ö. Gunnarsson
Halldóra K. Gunnarsdóttir Árni G. Leósson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, afi, bróðir og mágur,
ÞÓRARINN SIGURÐSSON,
Ferjuvogi 17, Reykjavik,
lést á Landspítalanum föstudaginn 30.
mars. Bálför fer fram frá Hjallakirkju
mánudaginn 9. apríl klukkan 13.
Ingólfur Freyr Þórarinsson
Hannes Berg Þórarinsson
Þóra Berglind Hannesdóttir
Jón Ólafur Sigurðsson Ragnheiður Þórðardóttir
Guðný Sjöfn Sigurðardóttir og fjölskyldur
Ástkær sambýlismaður minn, faðir,
stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
SIGURBJÖRN H. ÓLAFSSON,
fv. stýrimaður,
Ásbraut 13,
Kópavogi,
lést í faðmi ástvina á Landakoti 4. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigurlaug Sigurðardóttir
Ómar Sigurbjörnsson Kenný Aðalheiður
Heiðar Sigurbjörnsson Rósa Björk Högnadóttir
Oddur F. Sigurbjörnsson Unnur Runólfsdóttir
Sigurður Þorsteinsson Sigurborg Sigurðardóttir
Guðlaug Unnur Þorsteinsd.
Ragnheiður Elfa Þorsteinsd. Pétur Már Ólafsson
Ólafur Þór Þorsteinsson
barnabörn, langafabörn og langalangafabarn
Elsku hjartans pabbi minn, sonur,
tengdapabbi, afi og fyrrverandi
sambýlismaður,
ÖRN GUÐMUNDSSON
stýrimaður,
er látinn. Útför hans fer fram í kyrrþey.
Guðný Arnardóttir Ragnar Logi Magnason
Helga Hermóðsdóttir
Jóhanna Hrefna Hólmsteinsdóttir
og afabörn
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
KRISTJÁN JÓNSSON
matreiðslumeistari,
sem lést þriðjudaginn 27. mars, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 9. apríl klukkan 13.
Hildur Kristjánsdóttir
Sigurjón Kristjánsson
Kári Árnason
Flóki Árnason
Logi Sigurjónsson
Ómar Sigurjónsson
Andri Sigurjónsson
tengdabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GUÐMUNDUR ÞORBJÖRNSSON
útgerðarmaður,
lést fimmtudaginn 5. apríl.
Auðbjörg Ingimundardóttir
Anna Guðmundsdóttir Jörundur Gauksson
Ingi Jóhann Guðmundsson Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
INGIBERGUR EIRÍKUR JÓNSSON
húsasmiður,
Reykjanesbæ,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu á
Nesvöllum fimmtudaginn 5. apríl.
Útför hans verður auglýst síðar.
Elín Guðrún Ingólfsdóttir
Halldóra J. Ingibergsdóttir Eiríkur Jónsson
María Ingibergsdóttir Ragnar J. Gunnarsson
Helga Ingibergsdóttir Árni Stefán Jónsson
Birgir Ingibergsson Guðrún Edda Jóhannsdóttir
Ingólfur Ingibergsson Margrét Eðvaldsdóttir
Margrét Ingibergsdóttir Rúnar Sverrisson
Rúnar Ingibergsson Sólveig Skjaldardóttir
Hafsteinn Ingibergsson Guðlaug Einarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN TORFASON,
fyrrverandi bæjarfógeti og dómstjóri,
Blönduhlíð 17, Reykjavík,
lést á Landakoti föstudaginn langa,
30. mars. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 11. apríl klukkan 15.
Sigrún Sigvaldadóttir
Ólöf Hrefna Kristjánsdóttir Damien Degeorges
Guðríður Margrét
Kristjánsdóttir
Gylfi Örn Þormar
Torfi Kristjánsson Rúna Malmquist
Kristján Ólafur, Guðmundur Hrafn, Hans Kristján, Eðvald
Jón, Ólöf Katrín, Tómas Hrafn og François Torfi.
Ástkær faðir okkar, tengdarfaðir og afi,
HRAFN MAGNÚSSON,
vélstjóri
lést á gjörgæsludeild Landspítalans sunnudaginn 1 apríl.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. apríl
klukkan 15.
Magnús Már Hrafnsson
Ólöf Anna Hrafnsdóttir Hilmar Alexander Steinarsson
Kolbeinn Máni Hrafnsson
Steingerður Sunna Hrafnsdóttir
Barnabörnin Emelía Svala og Erla Dís
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
STEINGRÍMUR JÓNSSON,
Helgafelli,
Stokkseyri,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Selfossi sunnudaginn 1. apríl.
Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju þriðjudaginn 10. apríl
klukkan 14.
Oddný Steingrímsdóttir Hinrik Árnason
Guðleif Steingrímsdóttir Jón Haraldsson
Anna Steingrímsdóttir Nikulás Ívarsson
Marteinn Arilíusson Sigríður Birgisdóttir
Óskar Arilíusson Þórhildur Ingvadóttir
Linda Arilíusdóttir Skarphéðinn Ómarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUNNAR KRISTINSSON
stýrimaður
frá Dalvík,
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri,
þriðjudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 13. apríl klukkan 13.30.
Gígja Gunnarsdóttir Ólafur Halldórsson
Úlfar Gunnarsson Vilborg Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn