Morgunblaðið - 07.04.2018, Page 36

Morgunblaðið - 07.04.2018, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018 ✝ Pálmi Ragnars-son fæddist á Sauðárkróki 24. maí 1957. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 22. mars 2018. Foreldrar hans voru hjónin Ragnar Björnsson, f. 25. mars 1915, d. 28. maí 1990, og Oddný Egilsdóttir, f. 8. apríl 1916, d. 4. janúar 2015, bú- sett í Garðakoti. Pálmi var yngstur sex systkina sem eru: Egill Ingvi, f. 1939, Björn, f. 1943, d. 2010, Pála Sigríður, f. 1949, Árni Helgi, f. 1952, og stúlka f. andvana 1955. Hinn 25. mars 1980 kvæntist Pálmi Ásu Sigurrós Jakobs- Pálmi, f. 13. janúar 2006, Björn Óskar, f. 6. mars 2009, Ragnar Ari, f. 21. desember 2010, Ang- antýr Svanur, f. 22. mars 2012, og Helgi Mar, f. 30. apríl 2016. 3) Oddný Ragna, f. 21 desember 1989, maki Ingi Guðmundsson, f. 24. júlí 1974. Barn þeirra: Guð- mundur Helgi, f. 28. mars 2017. 4) Sigríður Ingibjörg, f. 5. apríl 1991. Pálmi ólst upp í Garðakoti í Hjaltadal og hóf ungur búskap, fyrst í félagi við föður sinn og ásamt eiginkonu sinni frá 1980. Þau Ása bjuggu í Garðakoti til ársloka 2016, þegar Jakob Smári tók alfarið við búrekstrinum sem hann hafði þó sinnt um nokkurn tíma vegna þeirra veikinda sem lögðust á Pálma og lögðu hann að velli. Útför Pálma fer fram frá Hóladómkirkju í dag, 7. apríl 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. dóttur, f. 22. mars 1956 á Akureyri, foreldrar hennar Jakob Jónsson, f. 27. febrúar 1936, d. 5. apríl 2010, og Svana Ásgríms- dóttir, f. 12. desem- ber 1932. Pálmi og Ása eignuðust fjögur börn og átta barna- börn. Börnin eru: 1) Jakob Smári, f. 11. mars 1980, maki Katharina Sommermeier, f. 26. júlí 1982 í Þýskalandi. Börn þeirra: Greta Berglind, f. 3. októ- ber 2010, og Anton Fannar, f. 11. febrúar 2013. 2) Magnea Jóna, f. 22. mars 1982, eiginmaður Hall- dór Bjartmar Halldórsson, f. 29. apríl 1980. Börn þeirra: Einar Þegar ég hugsa um pabba man ég alltaf eftir svarta ruslapokan- um. Alltaf boðinn og búinn að að- stoða mig við að taka til í herberg- inu mínu með þann poka við hönd sem ég þáði sjaldnast. Stríðnis- glottið og glaðværðin. Svo gat hann engu hent sjálfur. Pabbi var vinur minn sem fór í kapphlaup við mig, slóst við mig/systkinin, reif nær af mér hnéskelina sér til skemmtunar, já eða nefið. Við sungum oft saman og spiluðum á spil. Pabbi gat alveg verið fúll líka, sérstaklega í eltingaleik við dýr. Ég man alltaf eftir því hvernig ég lærði áttirnar. Við vorum að hlaupa fyrir kvígur og átti ég að hlaupa norður – auðvitað hljóp ég suður eins og asni eftir að ég var búin að spyrja tvisvar í hvaða átt norður væri og fékk alls ekki handaleiðbeiningarnar sem mig vantaði. Kvígan slapp. Eftir stóð ég og pirraði pabbi minn sem lagði höndina á öxlina á mér eftir dágóða stund og benti að sjónum og sagði ákveðið „Norður er alltaf í átt að sjónum hér, suður er alltaf inn í land frá sjónum, vestur er alltaf í átt að Garðaskál og austur í átt að Ási!“. Hef aldrei orðið átta- villt eftir þetta á Íslandi. Í mínum huga var pabbi stór- leikari. Þegar ég var krakki lék hann m.a. Bangsapabba í Dýrun- um í Hálsaskógi sem fólk talar enn í dag um og kallaði hann gjarnan bangsapabba. Ég var oft að hjálpa pabba að læra textana. Ég lærði þá gjarnan á undan hon- um, sérstaklega þann sem hann gat ekki munað, og spurði hann hvar og hvenær sem er út í lín- urnar hans. Hann var líka svo mikill leikari og grínisti í lífinu sjálfu. Hann gat alltaf komið fólki til að tala, hlæja og líða vel. Enda var hann mikil félagsvera, sankaði að sér fólki og tolldi sjaldnast heima. Ég man eftir því að hafa verið afbrýðisöm út í Kiwanis- klúbbinn því það voru einu dag- arnir sem hann kom pottþétt heim snemma, í sturtu, jakkafötin og út – stundum í kapphlaupi við tím- ann, angandi af dýrindis rakspíra. Pabbi var oft að selja eitthvað, t.d. fyrir Kiwanisklúbbinn og síð- ar meir hreinlætisvörur. Hann hefði getað selt ömmu sína ef út í það er farið, alla vega tennurnar úr henni. Pabbi var náttúruunnandi og elskaði að ferðast um landið. Hann kenndi mér að bera virð- ingu fyrir náttúrunni og um leið að lesa hana enda eðalbóndi. Oft keyrðum við dráttavél í heyskap þar sem pabbi nauðhemlaði, þá eru ungar eða hreiður rétt við dekk vélarinnar. Hann kenndi mér að vera vakandi fyrir þessu og koma ungum og hreiðrum í öruggt skjól. Hann fræddi mig vel um allt í kringum fugla enda var hann mikill fuglaáhugamaður. Einu sinni vorum við á akstri, pabbi flautaði, veifaði út um gluggann og starði út um hann. Við reyndum að sjá það sama og hann út um gluggann – ekkert. „Hverjum varstu að heilsa, pabbi?“ „Engum, bara að leika mér.“ Svo skellihló pabbi og hélt áfram að veifa. Þetta gerði hann oft og var alltaf jafn fyndið. Pabbi kenndi mér margt um líf- ið og tilveruna. Jákvæðni, hjálp- semi, bjartsýni og glaðværð borg- ar sig – alltaf er hægt að finna jákvæðan punkt í öllu. Í rauninni kenndi hann mér að lifa og njóta – jafnvel sárlasinn. Elska þig, þín dóttir Oddný Ragna. Elsku besti tengdapabbi. Takk fyrir þessa bráðskemmti- legu hestaferð. Manstu eftir fyrstu kynnum okkar, á hestbaki í Kolbeinsdalnum, þú faðmaðir mig, bauðst mig velkomna í stór- fjölskylduna (þótt Jakob væri ekki búinn að átta sig á því). Tókst mér með opnum örmum, viskí- fleyg, þínum ógleymanlega björtu augum og gleðibrosi. Þannig bauðst þú alla velkomna, for- dómalaus, gerðir aldrei manna- mun og reifst alla með þér í gleði- túr. Þetta var ævintýraferð, lítið sofið, enda elskaðir þú að lifa. Þér fannst ekkert eins skemmtilegt og að segja sögur. Þú gast tjáð þig, jafnvel tungumálalaus, við fjöl- skylduna mína og alla vini mína sem eiga eftir skemmtilegar minningar. Á leiðinni okkar hittum við svo óteljandi marga, alltaf skemmti- legt fólk, við skáluðum og sung- um. En aldrei stoppaðir þú lengi, tíminn var knappur, lífið allt of skemmtilegt og nóg eftir til að gera og gleðjast yfir. Engin brekka var of brött þótt ég hafi oft verið smeyk, en þú varst öruggur hestamaður og traustur vinur og fyrirmynd okkar allra. Í lokin stakkstu mig af, ekki af því þú vildir það heldur var klár- inn orðinn þreyttur. Þú faðmaðir mig í síðasta sinn með hlýjum örmum, þínum ógleymanlegu björtu augum og gleðibrosi. Nú ert þú kominn á undan mér í dal- inn fagra, kannski Austurdalinn eða Kolbeinsdalinn, að hlusta eftir tófu og skoða fugla, enda langaði þig alltaf að læra líffræði og stúd- era þá betur. En þú átt eftir að stríða mér heilan helling í Garða- koti, það er ég viss um. En ég verð tilbúin með viskíflösku í horn- skápnum í eldhúsinu til að skála með þér. Takk fyrir mig. Gleðin þín lifir áfram í okkur og börnunum okk- ar. Katharina Sommermeier (Rina). Elsku Pálmi frændi. Þegar maður hugsar til þín er ekki annað hægt en að brosa. Því þannig varst þú, alltaf brosandi og hlæjandi. Hlátur þinn og gleði óm- aði alls staðar, þú varst svo mikill gleðigjafi og hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst. Ég var svo heppin sem lítil stelpa að fá að dvelja mikið hjá ykkur fjölskyldunni í Garðakoti og á ég miklar og yndislegar minningar þaðan. Alltaf tókuð þið Ása mér með kærleik og hlýju og fannst mér heimili ykkar vera mitt annað heimili. Mikil sam- skipti voru líka á milli okkar fjöl- skyldnanna enda voruð þið pabbi ekki bara bræður heldur líka miklir vinir sem við krakkarnir græddum heilmikið á. Hefur skapast mikill kærleikur og vin- skapur okkar á milli og lítum við á okkur sem einn stóran systkina- hóp. Það sem einkennir þig, elsku frændi, er svo margt, en ég vil helst nefna jákvæðni, gleði og hreinskilni. „Já, þetta reddast“ var setning sem þú sagðir ansi oft, og gleðin, svei mér þá ef þú varst ekki háværasta manneskja sem ég hef kynnst enda aldrei logn- molla þar sem þú varst. Fólk flykktist að og hló með þér, þú varst líka svo hreinskilinn við alla og komst til dyranna eins og þú varst klæddur enda átt þú marga og góða vini sem vissu alltaf hvar þeir höfðu þig. Baráttuþrek þitt, æðruleysið og jákvæðnin sem þú sýndir fram á síðustu stundu var aðdáunar- verð, sem og einlægni og sam- heldni ykkar fjölskyldunnar sem stóðu með ykkar manni fram á síðustu stundu. Við fjölskyldan er- um sannfærð um að pabbi og mamma hafi tekið á móti þér og standi þétt við hlið þér eins og fjöl- skyldur okkar gerðu hér í lifandi lífi, og gott ef þið eruð ekki búin að taka í nokkur spil. Við höldum áfram að vera samrýndar fjöl- skyldur hér á meðan við fáum tíma til. Elsku Ása, Jakob Smári, Magnea Jóna, Oddný Ragna, Sig- ríður Ingibjörg og fjölskyldur, hugur okkar er hjá ykkur á þess- um erfiða tíma. Elsku Pálmi, takk fyrir allar stórkostlegu stundirnar og alla gleðina sem við höfum átt saman. Þú átt stóran stað í hjarta okkar. Kveðja, Hólmfríður Björnsdóttir og fjölskylda. Það er falleg sjón sem blasir við þegar komið er á Garðakotshæð- ina á leið fram Hjaltadalinn. Fram undan blómlegur dalurinn með Hólastað undir Byrðunni í fjarska og tignarlegan fjallahringinn allt- umlykjandi. En augað fangar um leið reisulegar byggingar, töðu- velli og snyrtimennskuna í Garða- koti, sveitarprýði hvert sem litið er. Í Garðakoti fæddist og bjó alla tíð Pálmi vinur minn og frændi er burtkallaðist langt um aldur fram. Þögnuð eru hvell smalaköll hans „sem sprengja fram skriður“ eins og Grétar Geirsson lýsti fram- göngu Pálma sem gangnamanns. Það hljóðnar í dalnum og við drúpum höfði í vanmætti og skiln- ingsleysi. Pálmi tók ungur við búi for- eldra sinna og bjó um hríð með Árna bróður sínum í Garðakoti. En fyrir tæpum fjörutíu árum réðst ung stúlka frá Akureyri til starfa á Hólum eins og títt var og ekki leið á löngu þar til Ása tók sér stöðu við hlið Pálma og hefur það skiprúm þótt vel mannað síð- an. Dugnaður þeirra hjóna og kraftur er rómaður. Hann fann sér ekki einungis stað í búskapn- um, þar sem þau hafa verið í fremstu röð kúabænda á lands- vísu, og barnaláninu heldur og í félagsmálum og samfélaginu öllu hér í firðinum. Pálmi var æringi og uppá- tækjasamur og ákaflega lífsglað- ur maður. Hann gekk til allra verka með bjartsýni og afköst að leiðarljósi, afburða hraustur og röskur. Spilavistir, dans, sölu- mennska, réttarstörf og rag. Aldrei farið með löndum en látið gluða. Hefði hann verið uppi á Sturlungaöld er nokkuð víst að hann hefði ætíð skipast fremst í víglínu. Hann hafði gríðarlega mikla rödd, háa en nokkuð óbeisl- aða. Slík rödd hentaði því vel á leiksviði þar sem Pálmi var virkur með Leikfélagi Sauðárkróks um árabil. Seint líður úr minni túlkun Pálma á bangsapabba í Dýrunum í Hálsaskógi. Í einni sýningunni fékk Bangsapabbi, sem hinn vitri og alvörugefni leiðtogi, slíkt hlát- urskast í „baðsöngnum“ að gera varð stutt hlé á meðan rokan gekk yfir. Uppgjöf var ekki til í orðaforða Pálma. Það þekktum við vel hvort heldur sem við eltumst við kindur með honum um Hólahagann ell- egar spiluðum íþrótt sem átti að heita körfubolti í gamla leikfimi- salnum á Hólum fyrir margt löngu. Og hann gafst aldrei upp, það var bara vitlaust gefið. Í bar- áttunni við krabbameinið sýndi hann slíkt baráttuþrek að með ólíkindum má teljast, synti á móti straumnum og vann sér inn dýr- mætan tíma sem þau hjón nýttu vel. Ferðuðust víða og sinntu vin- um og fjölskyldu. Og stolt mega þau vera af afkomendum sínum. Það var hlýtt og fjarskalega þétt handtakið hans Pálma, fylgt eftir með hressilegu ávarpi og kankvísu brosi. Þannig voru fyrstu kynni margra af honum og þannig heilsaði hann að jafnaði fólki, gerði engan mannamun enda sérdeilis hispurslaus og hreinskiptinn, hvarvetna hrókur fagnaðar. Og þannig munum við hann í miðjum hringnum í dillandi hláturroku. Elsku Ása og fjölskylda. Dugn- aður ykkar og æðruleysi hefur kennt okkur margt og við dáumst að því hvernig þið hafið höndlað þessar erfiðu aðstæður. Megi ljósið skína á minningu Pálma og kalla fram það besta í okkur öllum. Gunnar Rögnvaldsson. Ég man fyrst eftir þér, frændi minn, sem litlum, hnellnum strákpjakki, orðhvötum og uppá- tækjasömum. Þú skipaðir þér gjarnan með í leik okkar eldri frændsystkin- anna, sjálfstæður og óvílinn. Okk- ur Árna bróður þínum fannst það hins vegar ekki alltaf réttlátt að þurfa að hafa þig með. Árin liðu, lítill drengur varð stór og aldursbilið milli okkar guf- aði upp. Í Garðakot var ætíð gott að koma, oftar en ekki tekið í spil, var þá jafnan glatt á hjalla og létt- ur talandi hjá spilafélögum, ekki spillti ef foreldrar þínir sátu með við spilaborðið. Á milli bernsku- heimila okkar voru sterk bönd því feður okkar voru bræður. Hjálp- semi og vinátta var hluti af dag- lega lífinu. Eftir því sem árin liðu lengdist tíminn milli funda en allt- af var gaman að hitta þig. Finna hlýtt faðmlagið, heyra léttan hlát- urinn óma og brosa að hispurs- lausu talinu. Aldrei vandamál bara lausnir. Með dugnaði og kjarki byggðir þú upp, ásamt Ásu þinni, stórbú af myndarskap og framsýni. Börnin fæddust ykkur eitt af öðru og bregður þeim mjög til foreldr- anna. Gestrisni og hlýja ríkir á heimili ykkar og hús og hjarta- rými er alltaf til staðar fyrir stór- an frændgarð og vinina ótal- mörgu. Elsku Ása og fjölskylda, nú er lokið vegferð sem hvorki hefur verið ykkur auðveld né sársauka- laus. Hana genguð þið þétt við hlið Pálma. Þið bjugguð yfir ótrúleg- um styrk, bjartsýni, von og vænt- umþykju uns yfir lauk. Ég hefði viljað segja svo miklu meira við ykkur en orð mín eru fátækleg á stundu sem þessari. Megi Guð þér veginn vísa, veraldar um grýttar brautir, hans mun skærast ljósið lýsa, og lina allar heimsins þrautir. Berðu söknuð hljótt í harmi, hugur geymir liðnu árin. Tíminn þerrar tár af hvarmi, trúin læknar hjartasárin. (Kristján Runólfsson) Sigríður S. Garðarsdóttir. Pálmi Ragnarsson  Fleiri minningargreinar um Pálma Ragnarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURVEIG RAGNARSDÓTTIR sjúkraliði, Sléttuvegi 21, Reykjavík, lést á Grund á skírdag, 29. mars. Útförin fer fram frá Grensáskirkju miðvikudaginn 11. apríl klukkan 13. Ragnar Sigurðsson Margrét Jónsdóttir Markús Sigurðsson Kristín Kristinsdóttir Styrmir Sigurðsson Halldóra G. Ísleifsdóttir barnabörn og barnabörn Bróðir minn, frændi okkar og mágur, ÞORMÓÐUR HARALDSSON, Austurbrún 2, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 13. apríl klukkan 13. Guðbjörg Haraldsdóttir Bay Sigríður Pétursdóttir Hreinn S. Hákonarson Margeir Pétursson Sigríður Indriðadóttir Vigdís Pétursdóttir Ævar Aðalsteinsson Halldóra Hermannsdóttir Áskær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ALEXANDERSSON frá Suðureyri við Súgandafjörð, lést á Hrafnistu, Nesvöllum, föstudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 10. apríl klukkan 13. Guðrún Anna Jóhannsdóttir Kristján G. Gunnarsson Margrét H. Jóhannsdóttir Sævar Vatnsdal Rafnsson afa- og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA HERMANNSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 4. apríl. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 13. apríl klukkan 13. Sveinbjörn Dagfinnsson Hermann Sveinbjörnsson Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir Gunnar Jónsson Lóa K. Sveinbjörnsdóttir Karl Andersen Dagfinnur Sveinbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR ÓLAFSSON frá Kvíum í Þverárhlíð, lést á líknardeild Landspítalans 26. mars. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 10. apríl klukkan 13. Theodóra Guðmundsdóttir Gísli Ragnarsson Kolbrún Karlsdóttir Sigríður Ragnarsdóttir Nökkvi Bragason Sveinn Ragnarsson börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.