Morgunblaðið - 07.04.2018, Qupperneq 43
DÆGRADVÖL 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018
Láttu þér ekki vera kalt
Sími 555 3100 www.donna.is
hitarar og ofanar
Olíufylltir ofnar 7 og 9
þilja 1500W og 2000W
Keramik hitarar
með hringdreifingu
á hita
Hitablásarar
í úrvali
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur fulla ástæðu til að vera
ánægð/ur því allt virðist ætla að ganga upp
hjá þér. Hlýddu innsæinu, þannig verður þú
hamingjusöm/samur. Sýndu fyrirhyggju í fjár-
málum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert óþarflega hnýsin/n um hagi ann-
arra og ættir að hætta því hið fyrsta. Veltu
vandamálunum upp í byrjun dags, og í dags-
lok hefurðu leyst þau.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að hafa það á hreinu að
enginn misskilji skilaboð þín því þá gætu af-
leiðingarnar orðið skelfilegar. Láttu ekki draga
úr þér kjarkinn þótt það blási á toppnum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Allir sem hafa látið draumana rætast,
hafa komist yfir hindranir. Segðu því aðeins
skoðun þína að þér finnist efnið þess virði að
sinna því. Allt er með kyrrum kjörum heima
fyrir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það virðist eiga vel við þig að hafa mörg
járn í eldinum. Reyndu að halda þig fjarri þeim
sem deila, þú getur ekki bjargað öllu og öllum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ef þú reynir að gera öðrum til geðs
geturðu misst sjónar á því hver þú ert og
hvert þú stefnir. Þú ert ekki á flæðiskeri
stödd/staddur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er ástæðulaust að fyllast sekt-
arkennd út af því sem ekki eru í þínu valdi að
breyta. Fjölskyldan kemur þér á óvart.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Notaðu daginn til þess að gera
vini greiða. Hinir hæfileikaríku, áköfu og
skrýtnu í vinahópnum þínum hafa góð áhrif á
þig núna.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Sameiginleg verkefni treysta
böndin við aðra. Dragðu lærdóm af reynslunni
og festu þér hann í minni. Beindu allri orku
þinni að blessuðum börnunum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þið hjónin eruð með of mörg járn í
eldinum og þurfið að koma lagi á hlutina og
raða þeim eftir mikilvægi þeirra. Fortíðin er
liðin, ekki velta þér upp úr henni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur fyllstu ástæðu til þess að
vera ánægð/ur með sjálfa/n þig en mundu að
dramb er falli næst. Treystu dómgreind þinni
og óttastu ekki að grípa tækifærin þegar þau
bjóðast.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þegar einhver segir þér að þú getir
reitt þig á viðkomandi, þá skaltu deila í með
tveimur. Leyfðu bjartsýninni að hafa áhrif á
hugsanir þínar.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Efst á tré það tróna sá.
Telst það fjalli byrjun á.
Með því bagga binda má.
Brúnka sveiflar til og frá.
Harpa á Hjarðarfelli leysir gát-
una þannig:
Efst á öllum trjánum tagl má sjá.
Tagl við margra hárra fjalla rætur.
Með reiptagli binda bagga má.
Brúnka taglið gjarnan sveiflast lætur.
Þessi er lausn Helga Seljan:
Taglið efst á trénu sé,
tagl er líka fjallsins rót.
Reiptagl áður fundið fé,
færir taglið hrossum bót.
Guðrún Bjarnadóttir svarar:
Á furutoppi tagl.
Við tagl á fjalli hagl.
Baggatagl. Brúnkustagl:
brúnleitt tagl, þæg, átvagl.
Þannig leysir Helgi R. Einarsson
gátuna:
Ýmislegt ég vita vil
og vera í góðu standi.
Ef að er gáð hér tínast til
töglin mismunandi.
Sigmar Hannes Ingason á þessa
lausn:
Tagl er rani fjalli frá,
flugur hross með tagli slá
hrosshárstögl með högldum á
hey í böggum festa ná.
og svona í leiðinni:
Taglhnýtinga ætla ég hér allt of marga
ærunni þeir fúsir farga
fái þeir eigin skinni að bjarga.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Efst á trénu taglið lít.
Tagl er fjalli byrjun á.
Með tagli bagga binda hlýt.
Brúnka tagli sveifla má.
Þá er limra:
Svo töfrandi töff var Benni
með taglstúf og band um enni,
að jálkar með stert
ei gátúað sér gert
að glápáá það stertimenni
Og síðan er ný gáta eftir Guð-
mund:
Geisli inn um gluggann smó,
glaðvakandi er ég nú,
gátu samdi þessa, þó
þyki varla boðleg sú:
Fuglinn þessi frægur er.
Fordyri svo nefna má.
Vera mun í mér og þér.
Margur henni stendur á.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sá hefur ráð sem
tagli heldur
Í klípu
HANN KOM TIL ÞESS AÐ VEITA INNSÝN,
ÍHUGUL RÁÐ OG HÁRBEITTA GREININGU –
UM EINUM OG HÁLFUM TÍMA OF SNEMMA.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVAÐ NÚ? ÞAÐ ER EKKERT EFTIR TIL AÐ
FINNA UPP.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að komast að því að
þið eigið svo margt
sameiginlegt.
ÉG Á MÉR VONIR
OG ÞRÁR
OG ÉG HEF BOLMAGN
TIL ÞESS AÐ EYÐI-
LEGGJA ÞÆR ALLAR
ÞÚ ERT MEÐ
ÞENNAN SVIP
KOMA SVO.
HVAÐ MEIRA
ERTU MEÐ?
HVAÐ ER KÓLFUR
LÖGFRÆÐINGUR AÐ
GERA HÉRNA?
HANN ER AÐ BEITA
SÁLFRÆÐIHERNAÐI Á
ÓVININN!
EKKI GERA SÖMU
MISTÖK OG AÐRIR
KÓNGAR HAFA GERT!
LEYFÐU MÉR AÐ RITA
ERFÐASKRÁNA ÞÍNA
FYRIR ORRUSTUNA!
LIST LEIKHÚS
TÓNLIST FERÐALÖG
Víkverji verður leiður þegar hannles fréttir af kjarabaráttu ljós-
mæðra. Það er óskiljanlegt að þær
lækki í launum frá því að vera hjúkr-
unarfræðingar eftir að hafa menntað
sig meira. Samt er viðkvæðið að ljós-
mæður megi ekki fá meiri hækkun en
aðrar stéttir en öllum sem Víkverji
þekkir finnst þetta fásinna. Þetta
verður hreinlega að leiðrétta.
x x x
Margar ljósmæður hafa sagt uppstörfum að undanförnu og er
það mikið áhyggjuefni. Fréttir af
þessu og miklu álagi á ljósmæður
hljóta að valda tilvonandi mæðrum
og feðrum miklum áhyggjum.
x x x
Það fallega í þessu öllu saman eruallar dásamlegu fæðingarsög-
urnar sem hafa komið fram í facebo-
okhópnum „Mæður & feður standa
með Ljósmæðrum!“. Meðlimir í
hópnum eru ríflega 17.000 þegar
þetta er skrifað. Ljósmæður standa
nefnilega með mæðrum og feðrum á
ögurstundu í lífi þeirra og getur góð
ljósmóðir sannarlega gert krafta-
verk. Öryggistilfinning er mikilvæg í
fæðingarferlinu öllu og þess vegna
þarf að leysa þessa kjaradeilu sem
fyrst.
x x x
Ein krafa Ljósmæðrafélagins er umað heilbrigðisyfirvöld og yfirvöld
menntamála grípi til markvissra að-
gerða til að fjölga ljósmæðrum svo
takist að fylla skörð þeirra sem munu
láta af störfum á næstu árum. Um
þriðjungur ljósmæðra fer á eftirlaun
á næstu tíu árum. Þetta er vissulega
áhyggjuefni en Svandís Svavars-
dóttir heilbrigðisráðherra sagði í við-
tali við mbl.is í vikunni að þetta yrði
skoðað í stærra samhengi en ráðu-
neytið vinnur nú að mannaflaspá fyr-
ir heilbrigðiskerfið í heild. Það er því
mjög mikilvægt að nýútskrifaðar
ljósmæður fari að vinna við fag sitt.
x x x
Ein þekktasta ljósmóðir í heimi er
Ina May Gaskin og er vel hægt að
mæla með lestri bóka hennar, ekki
síst Spiritual Midwifery og Ina May’s
Guide to Childbirth. vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég hef elskað yður eins og faðirinn hef-
ur elskað mig. Verið stöðug í elsku
minni
(Jóh. 15.9)