Morgunblaðið - 07.04.2018, Side 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018
Barokkbandið Brák býður til
Barokkdans- og tónlistarveislu í
Norðurljósum Hörpu á morgun,
sunnudag, kl. 17.
Þar mun Brák gæða franska ball-
ettónlist barokktímans lífi í sam-
vinnu við danshöfundinn og dans-
arann Unni Elísabetu Gunnars-
dóttur, dansarann Ásgeir Helga
Magnússon og balettkennarann og
barokkdanssérfræðinginn Ingi-
björgu Björnsdóttur.
„Á tónleikunum verður leikið og
dansað hið magnaða verk Deuxième
Récréation de Musique eftir Jean-
Marie LeClair. Auk þess fá að
hljóma verk eftir þá Jean Philippe
Rameau og Francois Couperin, en
þeir eiga allir sameiginlegt að hafa
samið fyrir Loðvík XIV. Frakk-
landskonung. Loðvík var oft nefndur
Le Roi Soleil eða Sólarkonungurinn
eftir frægu hlutverki sem hann
dansaði sjálfur og var hann sér-
stakur unnandi hverskyns listiðk-
unar. Það má vænta mikillar veislu á
þessum einstaka viðburði en Brák
mun ásamt dönsurum kanna mörk
leikhússins og hefðbundins tónleika-
forms og munu dansararnir blanda
saman barokkdönsum við hreyf-
ingar nútímadansins. Þá munu tón-
leikagestir fá að njóta ljóslifandi
upprunaflutnings á verkunum sem
fengu eflaust að hljóma í hinum yfir-
gengilegu Versalaveislum Loðvíks
XIV.,“ segir í tilkynningu frá skipu-
leggjendum.
Miðar eru seldir á harpa.is og í
miðasölu Hörpu.
Spíralar Versala
í Norðurljósum
Barokkdans- og tónlistarveisla
Morgunblaðið/Ómar
Ásgeir Helgi Magnússon
Morgunblaðið/Golli
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
Stjórnendur hjá Háskólabíói hafa
tilkynnt að frá og með deginum í
gær verður aðeins selt í númeruð
sæti og allar kvikmyndir sýndar
án hlés.
„Þetta er til þess að mæta
eftirspurn þeirra sem vilja upp-
lifa kvikmyndir í einni setu án
truflana. Gestir geta þá mætt og
valið sitt uppáhaldssæti og keypt
veitingar í ró án þess að hafa
áhyggjur af örtröð í miðasölu eða
tíma.
Ísland hefur lengi verið á með-
al fárra landa í heiminum sem
bjóða upp á bíósýningar með
hléum og hefur það lengi verið
hluti af hefð íslenskrar bíómenn-
ingar. Með því að bjóða upp á
hlélausar sýningar og númeruð
sæti hefur Háskólabíó skapað sér
sterka sérstöðu,“ segir í tilkynn-
ingu frá kvikmyndahúsinu.
Númeruð sæti og hlélausar sýningar
Heild The Death of Stalin er ein þeirra
mynda sem sýndar eru í Háskólabíói, sem
allar verða framvegis sýndar án hlés.
You Are Here nefnist sýning sem
opnuð verður í Listasafninu í Norð-
ur-Karólínu (North Caroline Art
Museum) í dag og stendur til 22.
júlí. Þar eru sýnd vídeóverk og
ljósa- og hljóðinnsetningar eftir Bill
Viola, James Turrell, Janet Cardiff,
Ólaf Elíasson og Ragnar Kjart-
ansson, elektróverk eftir Rafael
Lozano-Hemmer, Jim Campbell og
Theo Eshetu, og eftir Anila
Quayyum Agha, Soo Sunny Park,
Mickalene Thomas og Heather
Gordon innsetningar þar sem ólík-
um miðlum er blandað saman.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Kynningarmiðstöð íslenskrar
myndlistar.
Í sömu tilkynningu er bent á að
hægt verði að upplifa hreyfanlega
hljóðskúlptúrinn S.S. Hangover úr
smiðju Ragnars Kjartanssonar hjá
The Contemporary Austin í Texas
þrjár helgar í apríl og þá fyrstu í
maí. Verkið, sem er frá árinu 2013
og var á Feneyjatvíæringnum, sam-
anstendur af handmáluðum báti
sem sigli á lóni, en á bátnum leikur
sex manna brasssveit tregafulla
tónlist eftir Kjartan Sveinsson.
„Líkt og fastur í dagdraumi siglir
S.S. Hangover í hringi og flytur
farþega sína hvergi. Prúðbúnir
flytjendur spila endurtekið lýríska
tónlist tímunum saman sem reynir
á úthald þeirra og daðrað er við
möguleikann á að þeim mistakist
eftir því sem tíminn líður,“ segir í
tilkynningu.
Ragnar Kjartansson sýnir víða
Morgunblaðið/Hanna
Fjölhæfur Ragnar Kjartansson.
Doktor Proktor og
prumpuduftið
Bíó Paradís 14.00, 16.00
Doktor Proktor og
Tímabaðkarið
Bíó Paradís 18.00
In this Corner of the
World
Bíó Paradís 20.00
Benji the dove
Bíó Paradís 18.00
#THISISME, Lili,
Shadow Animals &
Oasis
Bíó Paradís 18.00
Krummi klóki
Bíó Paradís 14.00
Grænuvellir - sjúk-
legt svínarí
Bíó Paradís 16.00
Hleyptu sól í hjartað
Bíó Paradís 22.30
Loving Vincent
Bíó Paradís 20.00, 22.00
Stand By Me
Bíó Paradís 16.00
Blockers 12
Metacritic 73/100
IMDb 6,2/10
Laugarásbíó 17.50, 20.00,
22.10
Sambíóin Álfabakka 15.20,
17.40, 20.00, 22.20
Sambíóin Keflavík 17.00,
19.20
Smárabíó 14.00, 14.30,
16.30, 17.10, 19.00, 20.00,
21.30, 22.20
Háskólabíó 18.10, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.10
The Death of Stalin
Metacritic 88/100
IMDb 7,2/10
Háskólabíó 15.30, 18.00,
20.50
Borgarbíó Akureyri 20.00
A Quiet Place 16
Metacritic 80/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Álfabakka 18.00,
20.20, 22.20, 22.55
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.50
Sambíóin Kringlunni 19.00,
21.00, 23.00
Sambíóin Akureyri 20.20,
22.20
Sambíóin Keflavík 21.40,
22.35
Black Panther 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 87/100
IMDb 7,1/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Egilshöll 22.20
Hostiles 16
Metacritic 65/100
IMDb 7,3/10
Smárabíó 19.40, 22.30
Háskólabíó 17.50
Borgarbíó Akureyri 22.00
Pacific Rim:
Uprising 12
Metacritic 46/100
IMDb 6,1/10
Sambíóin Egilshöll 22.30
Smárabíó 19.30, 22.10
Borgarbíó Akureyri 17.50
Víti í Vestmanna-
eyjum Morgunblaðið bbbbn
Sambíóin Álfabakka 13.20,
14.00, 15.40, 18.00, 20.00
Sambíóin Egilshöll 13.00,
14.00, 15.20, 17.40, 20.00
Sambíóin Kringlunni 14.00,
14.20, 15.00, 16.20, 17.20
Sambíóin Akureyri 14.40,
15.40, 18.00
Sambíóin Keflavík 15.00,
17.20
Game Night 12
Metacritic 70/100
IMDb 7,5/10
Sambíóin Egilshöll 17.40
Red Sparrow 16
Metacritic 56/100
IMDb 5,4/10
Smárabíó 20.20
The Shape of
Water 16
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 86/100
IMDb 7,8/10
Háskólabíó 20.40
Death Wish 16
Metacritic 31/100
IMDb 6,1/10
Laugarásbíó 20.00, 22.20
Pétur Kanína
Laugarásbíó 13.50, 15.50,
17.50
Sambíóin Egilshöll 13.00,
15.10, 17.40
Smárabíó 13.00, 15.20,
17.40
Háskólabíó 15.40
Borgarbíó Akureyri 14.00,
16.00, 18.00
Steinaldarmaðurinn
Metacritic 48/100
IMDb 8,0/10
Laugarásbíó 14.00
Sambíóin Keflavík 15.00
Smárabíó 13.10, 15.40
Lói – þú flýgur aldrei
einn Morgunblaðið bbbbn
Smárabíó 12.50, 15.00,
17.10
Háskólabíó 15.50
Bling Sambíóin Álfabakka 13.40
Coco Metacritic 81/100
IMDb 8,7/10
Sambíóin Álfabakka 15.00
Svanurinn 12
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 7,0/10
Háskólabíó 15.30
Fullir vasar 12
Morgunblaðið bmnnn
Smárabíó 18.00
Lara Croft, ævintýragjörn dóttir landkönnuðar
sem týndist, gerir sitt ítrasta til að lifa af þegar
hún kemur til eyjarinnar þar sem faðir hennar
hvarf.
Metacritic 47/100
IMDb 7,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.20, 22.20
Sambíóin Egilshöll 20.00
Sambíóin Kringlunni 19.40, 22.20
Tomb Raider 12
Ready Player One 12
Metacritic 65/100
IMDb 8,0/10
Laugarásbíó 14.00, 16.30,
19.20, 22.10
Sambíóin Álfabakka 14.00,
17.00, 20.00, 22.55
Sambíóin Egilshöll 14.00,
17.00, 20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 16.40,
19.40, 22.35
Sambíóin Akureyri 19.20, 22.20
Sambíóin Keflavík 19.40
Andið eðlilega Sögur tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-
Bissá og ungrar íslenskrar
konu sem hefur störf við
vegabréfaskoðun á Keflavík-
urflugvelli, fléttast saman og
tengjast þær óvæntum bönd-
um.
Morgunblaðið bbbbm
IMDb 8,2/10
Smárabíó 12.00
Háskólabíó 18.10, 20.40
Bíó Paradís 20.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio