Morgunblaðið - 18.05.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.05.2018, Qupperneq 10
10 Q7 e-tron Á rafmagninu kemstu flestra þinna daglegra ferða en í lengri ferðum tekur dísilvélin við. 5 ár a áb yr g ð fy lg ir fó lk sb íl u m H E K LU að u p p fy ll tu m ák væ ð u m áb yr g ð ar sk il m ál a. Þ á er að fi n n a á w w w .h ek la .i s/ ab yr g d HEKLA · Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 / Audi.is 10.420.000 kr.Verð frá Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir opna stokka á Miklubraut munu greiða fyrir umferð og draga úr meng- un. Flokkurinn hefur skoðað til- lögu að slíkum mannvirkjum. Eyþór segir margt ávinnast með þeim. Þannig verði ekki lengur ljósastýring á nokkrum fjölförnum og hættulegum gatnamótum. Á hann þar við gatna- mót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar, Háaleitisbrautar og Grensásvegar og gatnamót Bústaða- vegar og Reykjanesbrautar. Þarf minna landrými Eyþór segir útfærsluna kalla á minna landrými, kosta minna og hafa betri ásýnd. Með stuttum göng- um og stokkum megi meðal annars nýta landhallann við gatnamótin við Háaleitisbraut og Grensásveg. „Við erum ekki að tala um stór mannvirki heldur skynsamlegar lausnir eins og við sjáum í löndum eins og Hollandi og Bretlandi. Þær kosta 1-2 milljarða hver gatnamót. Gatnamótin eru nú hættuleg og framkvæmdirnar yrðu því arðbær- ar. Þetta er liður í að greiða fyrir umferð, ásamt því að bæta ljósastýr- ingu sem er léleg í borginni. Þýskir sérfræðingar segja okkur að létta megi mikið á umferðinni með því einu að stýra ljósunum skynsam- lega. Við höfum líka skoðað að hafa samflot, þ.e.a.s. að bílar með þremur farþegum eða fleiri geti ekið eftir sömu forgangsakreinum og strætó og leigubílar. Það hefur reynst vel erlendis.“ Dreifa þarf umferðinni betur Samhliða þessu segir Eyþór að uppbygging fyrirtækja og stofnana á Keldum geti dreift umferð betur. „Það þarf að breyta skipulaginu í borginni. Það er alltof mikil umferð inn í borgina á morgnana og allt of mikil umferð úr borginni seinni part- inn. Þess vegna koma Keldur svo vel til greina. Þá yrðu íbúðir á BSÍ- reitnum og í Örfirisey liður í að fólk geti farið á vistvænan hátt í vinn- una,“ segir Eyþór. Hann segir aðspurður að hug- myndir um að setja Miklubraut í stokk séu góðra gjalda verðar. Hins vegar sé dálítið bratt hjá borgar- stjóra að lofa verkefni sem er ekki fjármagnað og þar af leiðandi ekki á valdi borgarstjóra. „Við viljum raun- hæfar lausnir,“ segir Eyþór. Loks segir Eyþór að Sjálfstæðis- flokkurinn vilji auðvelda fólki að hlaða rafbíla. Borgin eigi Orkuveit- una sem hafi grunninnviði fyrir 50 þúsund rafbíla. Á nóttunni sé t.d. mikið framboð ódýrrar raforku. Rúmir 20 milljarðar Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulags- ráðs, vegna málsins í gær. Á íbúafundi Dags B. Eggerts- sonar borgarstjóra um málefni Hlíða í byrjun febrúar kom fram að stofn- kostnaður við að setja Miklubraut í stokk væri 21 milljarður. Miklabraut yrði sett í stokk á 1.750 metra kafla frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlu. Þar yrðu í stokki tvær ak- reinar í báðar áttir, en á yfirborði akrein í hvora átt fyrir einkabíla, ak- rein í hvora átt fyrir almennings- samgöngur, auk göngu- og hjóla- stíga. Gengur hugmyndin m.a. út á sölu byggingarréttar meðfram Miklubraut til að fjármagna verkið. Grafa þyrfti 30-35 metra skurð vegna framkvæmdarinnar og grafa 8-9 metra ofan í jörðina. Stokkahugmynd Sjálfstæðisflokksins Fjölgun mislægra gatnamóta við Miklubraut Möguleg útfærsla á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar Mislæg gatnamót með hringtorgi Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðis- flokksins, hefur lagt fram tillögu um fækkun gatnamóta í Reykjavík Meðal annars er horft til gatnamóta Miklu- brautar við Kringlumýrar- braut, Háaleitisbraut og Grensásveg Miklabraut H áa le iti sb ra ut Stokkar greiði fyrir umferð á Miklubrautinni  Sjálfstæðisflokkurinn skoðar leiðir til að greiða fyrir umferð í borginni Eyþór Arnalds SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.