Morgunblaðið - 18.05.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.05.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 ✝ ÞórhallurÞrastar Jóns- son, var fæddur í Hafnarfirði þann 7. febrúar 1931. Hann lést á heimili sínu á Hrafnistu, Hraun- vangi 7, Hafn- arfirði, þann 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson, fram- kvæmdastjóri, f. 25. sept. 1908 á Langekru á Rangárvöllum, d. 19. mars 2002, og Björney Jak- obína Hallgrímsdóttir kennari, f. 26. apríl 1904 að Baldursheimi í Mývatnssveit, d. 22. apríl 1995. Þau bjuggu lengst af á Öldugötu 12 í Hafnarfirði. Systur Þórhalls eru Steinunn Jónsdóttir, f. 6. nóv. 1933, maður hennar er Þorvaldur S. Þor- valdsson; Hallbera Kolbrún Jónsdóttir, f. 14. maí 1944, sem var gift Pétri Gylfa Axelssyni en hann lést 11. ágúst 1999. Þann 21. júní 1952 kvæntist Þórhallur Elínu Ósk Guðjóns- dóttur frá Læknesstöðum á Langanesi, f. 11. ágúst 1928, d. 20. feb. 2012. Börn þeirra eru: 1) Sólveig hjúkrunarfræðingur, f. 13.01.1953, maki Lárus Einars- son rafmagnsverkfræðingur. Börn þeirra eru Elísabet Björ- ney umhverfis- og auðlindafræð- lífefnafræðingur, f. 25. des. 1948. Fyrri maður Steinunnar var Flemming Morten Bækkes- kov, stjórnmálafræðingur, son- ur þeirra er dr. Erik, stjórn- málafræðingur. Maki Steinunnar er dr. Douglas Ha- nahan, lífeðlisfræðingur. Börn þeirra eru Jonathan Níels Alec, nemi í umhverfisvísindum, og Sara Sif Alyssa, nemi í líffræði og frönsku. Þórhallur og Elín hófu bú- skap í Reykjavík, bjuggu um tíma í Kaupmannahöfn og í Vestmannaeyjum en í Kópavogi frá árinu 1964, en síðustu árin bjó Þórhallur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þórhallur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri á árinu 1949. Fyrrihlutapróf í verkfræði frá HÍ 1952. Meist- araprófi í byggingaverkfræði DTH í Kaupmannahöfn á árinu 1955. Hann starfaði sem verk- fræðingur allan sinn starfs- aldur, var bæjarverkfræðingur Vestmannaeyja á árunum 1960 til ársins 1964 en frá því ári starfrækti hann eigin verk- fræðistofu í Kópavogi. Eftir hann liggja ýmis verk til að mynda neðansjávarvatnslögn til Vestmannaeyja og ýmis önnur mannvirki. Þórhallur var félagi m.a. í eft- irtöldum félögum, Akoges Reykjavík, Rótarý Kópavogi, Verkfræðingafélagi Íslands og Sjóstangveiðifélagi Vest- mannaeyja. Útför Þórhalls fór fram í kyrrþey þann 17. maí sl. að hans ósk. ingur, Einar Þór, rafmagnsverkfræð- ingur, Elín Mjöll arkitekt, Lárus Ingi hugbúnaðarverk- fræðingur, Sigrún fatahönnuður og Þórhallur nemi. 2) Björn Þrastar tann- læknir, f. 3.9.1955, maki Heiðrún Há- konardóttir kenn- ari. Börn þeirra eru Björney Inga hagfræðingur, Hákon Þrastar hugbúnaðar- verkfræðingur og Harpa Ósk nemi í rafmagnsverkfræði. 3) Ella lífeindafræðingur, f. 24.4.1957, maki Pjétur G. Hjalta- son kerfisforritari. Börn þeirra eru Þórhallur Páll tölvusérfræð- ingur, Hallgrímur Jón stúdent og Pjétur stúdent. 4) Sigríður ljósmóðir, f. 22.12. 1958, maki Guðbjörn Samsonarson vélvirki. Börn þeirra eru Gunnar Bjarni kvikmyndagerðarmaður og Hlynur kerfisstjóri. 5) Páll Guð- jón lögfræðingur, f. 5.6.1960, maki Ásdís Gíslason markaðs- fræðingur. Börn þeirra eru Arn- ar, nemí í sálfræði, og Fanney, nemi við vélstjórn. Fyrri kona Þórhalls var Þor- gerður Septína Árnadóttir frá Akureyri, f. 8. maí 1928, d. 3. maí 2002. Dóttir þeirra er dr. Steinunn Bækkeskov Hanahan, Við kveðjum og minnumst föður okkar Þórhalls Þrastar Jónssonar, sem lést þann 29. apríl 2018, með hlýhug og virð- ingu. Hann fæddist í Hafnar- firði á árinu 1931, ólst þar upp, gekk í menntaskóla á Akureyri, háskóla í Reykjavík og í Kaup- mannahöfn. Hann útskrifaðist sem verkfræðingur og starfaði sem slíkur allan sinn starfsald- ur. Þau verk sem honum voru hugleiknust tengdust Vest- mannaeyjum, en hann var verk- fræðingur Vestmannaeyjabæjar á árunum 1960 til 1964. Eftir þann tíma vann hann ýmis verk fyrir bæinn eins og hönnun vatnsveitu ofan af landi, sjúkra- húsbyggingu og fleira. Það verk sem hann var hins vegar stolt- astur að hafa tekið þátt í, en stærði sig ekki af frekar en af öðru var stöðvun hraunrennsl- isins með sjókælingu í Heima- eyjargosinu á árinu 1973, hraunsins sem valt fram yfir bæinn, innsiglingu og hafnar- mannvirki af miskunnarleysi. Það er ómögulegt að segja hversu miklum verðmætum var bjargað í þeirri aðgerð. Faðir okkar var góðum gáf- um gæddur, traustur, hæglátur og lét ekki fara mikið fyrir sér. Þegar hann tók til máls var hlustað og þegar hann gaf ráð voru þau góð og holl. Hann atyrti engan og átti enga óvild- armenn. Hann var okkur systk- inunum góð fyrirmynd og veitti okkur gott andlegt veganesti. Faðir okkar var lokaður maður sem ræddi ekki sorgir sínar né áhyggjur við aðra, eins og títt var með fólk af hans kynslóð. Hann gladdist á góðri stundu og gat verið hrókur alls fagnaðar þegar tilefni gáfust til. Hann kvæntist eiginkonu sinni Elínu Ósk Guðjónsdóttir árið 1952 og eignuðust þau fimm börn. Áður hafði hann stofnað til sambúðar með Þor- gerði S. Árnadóttur, en saman eignuðust þau eitt barn. Faðir okkar var náttúrubarn, hann var skáti og sem barn og unglingur kynntist hann gleðinni af útivist og ferðalög- um. Hann hafði ekki mikinn áhuga á íþróttum, en hafði sem unglingur starfað undir merkj- um Fimleikafélags Hafnarfjarð- ar. Á fullorðinsárum fékk hann sér gönguskíði og hóf að stunda þá íþrótt af miklum móð, oft fram á vor, meðan einhvern snjó var að finna í Bláfjöllum. Eins og áður var getið hafði faðir okkar mikla ánægju af ferðalögum og ferðuðust þau hjónin vítt og breitt um landið og eftir að þau eignuðust jeppa árið 1966 hófu þau að skoða há- lendið. Þá var gjarnan áð við veiðilæk eða vatn og slegið upp tjaldi í fögrum fjallasal. Fjöl- skyldan reisti sér sumarbústað í Hrauntúni í Biskupstungum og naut þar góðra stunda með börnum sínum og síðar barna- börnum. Ferðalög þeirra ein- skorðuðust ekki einvörðungu við Ísland heldur fóru þau víða um Evrópu og í seinni tíð til sól- ríkari staða sunnar í álfunni. Hluti af útivistariðkun hans voru ýmsar veiðar, sem hann stundaði með vinum og fjöl- skyldu sinni. Á árinu 1972 tóku nokkrir félagar úr Sjóstanga- veiðifélagi Vestmannaeyja Selá í Steingrímsfirði á leigu. Fjöl- skyldan dvaldi þar viku á hverju sumri eftir það. Veiðin var föður okkar ekki aðalatriðið í þessum ferðum heldur veran í Selárdal sem hann sem hann tengdist miklum tryggðarböndum sem og íbúum hans. Faðir okkar fór í dalinn sinn á hverju ári á með- an hann hafði heilsu til. Heilsu föður okkar tók að hraka þegar líða tók á sjötugs- aldurinn og kom í ljós að í hon- um dvaldi mein sem svipti hann svo mörgu sem var honum kært. Hann gat með einhverjum hætti haldið aftur af meinsemd- inni allt þar til að eiginkona hans lést en þá var sem að flóð- stíflan brysti og leið ekki á löngu en hann þurfti fullrar að- hlynningar á hjúkrunarheimili. Hann var afar lánsamur að fá vist á Hrafnistu í Hafnarfirði en þar naut hann frábærrar umönnunar sem þakkað er sér- staklega. Á þessum tímamótum viljum við systkinin þakka föður okkar samfylgdina, allt það sem hann gerði og gaf okkur á langri ævi sinni. Börn hins látna, Steinunn, Sólveig, Björn Þrastar, Ella, Sigríður, Páll Guðjón. Er búinn að gera margar til- raunir síðustu daga til að skrifa þetta bréf til þín en ég veit bara ekkert hvernig ég á að byrja nema kannski einmitt á byrj- uninni. Þegar ég kynntist þér og ömmu átti ég mjög erfitt, var lagður í mikið einelti í skóla og átti enga jafnaldra vini. Sökum þess eyddi ég mörgum helgum hjá ykkur sem var ómetanlegt enda eignaðist ég þar mína tvo bestu vini. Á Kópavogsbraut 111 var markvisst grafið undan því uppeldi sem ég hafði hlotið í skólanum og heima fyrir í vik- unni sem leið. Allt sem ég var skammaður fyrir annars staðar fannst þér frábært og sniðugt og hvattir mig til að halda áfram. Heimsóknir til skóla- stjóra og brottvísanir úr tímum skiptu litlu máli svo lengi sem ég stæði mig vel námslega. Í gegnum árin áttum við eftir að verða bestu vinir og gerðum margt skemmtilegt saman. Há- punktur ársins hjá mér var allt- af að fara með þér í Selárdal þar sem við eyddum rúmlega tveimur vikum saman við veiðar og bláberjatínslu. Þú talaðir um gæði bláberjanna löngu áður en fólk fór að tala um andoxunar- efni og vildir meina að þú hefðir ekki fengið kvef í allan þann tíma sem þú hafðir neytt þeirra. Reyndar varstu með stanslaust nefrennsli allan ársins hring svo ekki gátu þau nú stoppað allt. Þú vissir hvað mér þótti mik- ilvægt að veiða í þessum ferðum og lést mig því oft taka við stönginni þegar þú hafðir fengið lax svo ég gæti landað honum. Ætla ekki að fara að skrifa um allt sem við gerðum saman, held því bara fyrir mig, en þegar ég hugsa til baka finn ég fyrir ótrúlegri hlýju. Erfitt að út- skýra þetta en stundum heyrir maður lag í fyrsta skiptið í mörg ár og það minnir þig á hvernig þér leið þegar þú hlust- aðir á það síðast. Sumir tengja ef til vill hinar og þessar hljóm- sveitir við unglingsárin og geta því ekki hlustað á þær. Sama á við um mat og staði sem fá þig til að hugsa til baka, þegar ég sé myndir af okkur tveimur saman eða keyri framhjá stöð- um sem við heimsóttum upplifi ég hvernig mér leið alltaf með þér. Mér fannst ég alltof ungur til að missa besta vin minn þeg- ar þú gleymdir hver ég var fyrir nokkrum árum en ég er ólýs- anlega þakklátur fyrir þann tíma sem við eyddum saman og þær minningar sem ég á. Þú átt stóran þátt í þeim manni sem ég er í dag og ég hugsa til þín nánast daglega. Þegar ég eign- ast börn mun ég reyna að vera jafn frábær og þú. Ég elska þig, afi. P.S. Ég gat því miður ekki orðið við bón þinni með vík- ingaútförina vegna þess skrif- ræðis sem virðist ríkja hérna. Arnar Pálsson. Fallinn er frá Þórhallur Þrastar Jónsson, tengdafaðir minn. Ég hitti Þórhall fyrst þegar ég kom fyrst inn á heimili hans og tengdamóður minnar Elínar Óskar Guðjónsdóttur í fylgd Björns sonar þeirra. Mér var afskaplega vel tekið. Þórhallur var dagfarsprúður maður sem hafði ekki mörg orð um hlutina en hafði fastar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var ekki ræðinn en tók manni vel ef eitthvað þurfti að ræða. Þórhallur var strax í æsku mikill námsmaður og naut stuðnings móður sinnar Björn- eyjar sem var kennari. Hann var fluglæs mjög ungur og átti gott með allt nám. Hann fór t.d. 14 ára í Menntaskólann á Ak- ureyri og lauk stúdentsprófi 1949 þá 18 ára. Hann hvatti börn sín til náms og lagði mikið upp úr því að afkomendur hans menntuðu sig. Þórhallur hafði gaman af veiðiskap, bæði skotveiði og stangveiði. Í kringum 1990 fór- um við með þeim hjónum í nokkrar veiðiferðir ásamt börn- um okkar og fleirum úr fjöl- skyldunni. Þetta voru miklir gleðidagar og þarna naut Þór- hallur sín vel enda þaulvanur stangveiðimaður. Hann naut sín vel úti í guðsgrænni náttúrunni með sonum sínum og barna- börnum. Þessar minningar eru mér mikils virði. Selá í Stein- grímsfirði var Þórhalli einstak- lega kær en þangað fór hann með félögum sínum og ýmsum úr fjölskyldunni og dvaldi þá vikutíma á hverju hausti um fjörutíu ára skeið. Börnin okkar hafa lært að meta þennan stað og tengja hann sterkt við afa sinn. Við munum halda áfram að eiga þar góðar fjölskyldu- stundir og minningin um Þór- hall mun ríkja þar. Sumarbústaðurinn í Hraun- túni var þungamiðja í lífi fjöl- skyldunnar og var þeim afar kær. Hann byggðu þau þegar börnin voru ung og sameinaðist fjölskyldan við að koma húsinu upp. Þar hafa þau átt athvarf í marga áratugi og notið ein- stakrar náttúru. Þórhallur var ötull fé- lagsmaður í Akoges í Reykjavík og buðu þau hjónin okkur fjöl- skyldunni á jólatrésskemmtanir félagsins í mörg ár og nutum við þar gleði og samveru með þeim. Einnig fórum við með þeim í gróðursetningar- og skemmtiferðir á vorin upp í Heiðmörk, í lund sem félagið átti þar. Þetta voru skemmti- legar ferðir þar sem börn fé- lagsmanna og barnabörn þeirra skemmtu sér saman, fóru í leiki og grilluðu pylsur. Allt eru þetta dýrmætar stundir sem við fjölskyldan geymum með okkur. Gamlárskvöldin voru gleði- stundir á heimili þeirra hjóna, þar sem fjölskyldan kom saman. Þá var glatt á hjalla og allir nutu sín. Þórhallur naut sín ætíð vel á slíkum stundum og gerði sitt til að glæða þær lífi. Þegar aldur færðist yfir og heilsunni hrakaði stóðu þau hjónin vel saman og bjuggu í húsinu sínu allt þar til Ella lést 2012. Þórhallur aðstoðaði hana í veikindum hennar en eftir hennar daga hrakaði heilsu hans hratt og flutti hann nokkru síðar á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann bjó allt til yfir lauk. Ég þakka Þórhalli og Ellu konu hans samfylgdina og stuðninginn og bið góðan Guð að blessa þau. Heiðrún Hákonardóttir. Svo vildi til, að við Þórhallur Jónsson áttum vinnuaðstöðu í sama húsi í Hamraborg í Kópa- vogi. Það leiddi til kunnings- skapar okkar og þar að auki vorum við rótarýfélagar. Fljótt kom í ljós að það sem tengdi okkur saman var sameiginlegur áhugi á stangaveiði. Ég var meðlimur í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og þegar félagið tók á leigu ána Miðá í Dölum, var ég beðinn um að taka að mér formennsku í árnefnd fé- lagsins um ána, þar sem ég hafði áður veitt í þessari á hjá fyrri leigutökum. Fékk ég Þór- hall til að koma með mér í það verkefni. Það var upphafið að farsælu samstarfi okkar í 12 ár meðan Stangaveiðifélagið hafði ána á leigu. Fórum við á hverju ári með gönguseiði og síðar um sumarið með sumaralin seiði og dreifðum í þverár með aðstoð bænda og loks um haustin dróg- um við fyrir og fengum klaklax til eldis í uppeldisstöð Stanga- veiðifélagsins í Mosfellssveit. Einnig fórum við saman í veiði- ferðir í Selá á Ströndum í mörg ár. Þórhallur hafði beitt sér fyr- ir að koma laxaseiðum í ána, sem Stangaveiðifélag Vest- mannaeyja hafði tekið á leigu. Í öllu þessu starfi reyndist Þór- hallur úrræðagóður og góður fé- lagi. Oftast voru konur okkar með í þessum ferðum þegar dyttað var að veiðikofum og unnið að seiðadreifingu. Þór- hallur teiknaði viðbót við veiði- húsið í Dölum og var það til mikilla bóta. Einnig var gert nýtt veiðikort af ánni með göml- um staðarheitum. Oft lentum við í ævintýrum og alltaf var gaman að koma í veiðikofann að kveldi dags og eiga notalega kvöldstund saman. Tókst góð samvinna við bændur um vel- ferð árinnar og bæði við upphaf og enda veiðisumarsins héldum við kvöldboð í veiðihúsinu með bændum. Var þá glatt á hjalla. Það var ógleymanlegt að upplifa sólarlagið með himininn baðað- an geislum sólar í kvöldkyrrð- inni um miðnætti við undirleik lóusöngs. Eftir að veiðiferðum okkar lauk minnkaði sam- bandið, en þegar horft er til baka þá er okkur hjónum í huga þakklæti og góðar minningar um Ellu og Þórhall og skemmti- legu veiðiferðirnar okkar saman úti í íslenskri náttúru með öllum sínum töfrum, dýralífi og feg- urð. Við hjónin vottum börnum þeirra og öðrum ættingjum samúð og gleðjumst yfir því að nú hefur Þórhallur hitt Ellu sína í draumalandinu. Gottfreð Árnason. Þórhallur Þrastar Jónsson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 4, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 14. maí. Útför auglýst síðar. Haukur Már Stefánsson Soffía Bryndís Guðlaugsdóttir Arnheiður Svala Stefánsd. Jens Ormslev Guðmundur Þór Stefánsson Elsku pabbi minn, sonur okkar og bróðir, BIRGIR SNÆR GUÐMUNDSSON, lést sunnudaginn 13. maí. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Þeir sem vilja minnast hans láti Björgunarsveit Hafnarfjarðar njóta þess, á heimasíðu hennar, www.spori.is. Markús Leví Linda Björk, Guðmundur Rúnar Gylfi Freyr, Hjalti Þór, Andri Fannar og fjölskyldur Ástkær dóttir okkar og móðir mín, KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR læknir, sem lést fimmtudaginn 10. maí, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 24. maí klukkan 13. Ólafur Haraldsson Inga Lára Bachmann Kormákur Hólmsteinn Friðriksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.