Morgunblaðið - 18.05.2018, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú er bingóið komið í sumarfrí
en kaffið á sínum stað kl. 14.30. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17.
Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45.
Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Vatnsleikfimi kl. 9.10. Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans / sumarfrí.
Bólstaðarhlíð 43 Heimsókn frá unglingum í Háteigsskóla kl. 10-11.
Landið skoðað kl. 13.35; Færeyjar. Minnum á Sumarstuðið hjá okkur
fimmtudaginn 24 maí, allar nánari upplýsingar í síma 535-2760.
Bústaðakirkja Vorferð verður farin miðvikudaginn 23. maí, síðasti
skráningardagur er þriðjudagurinn 22. maí. Nánari upplýsingar um
ferðina veitir Hólmfríður djákni í síma 5538500 eða í tölvupósti
holmfridur@kirkja.is. Einnig eru upplýsingar um ferðina á heimasíðu
kirkjunnar.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl.
14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Aðstoð við notkun á æfingatækjum kl.
9.30-10.30, göngutúr kl. 10.30, áhugasamir hittast við móttöku kl.
10.30. Föstudagshópurinn kl. 10-12, frjáls spilamennska kl. 13-16.30,
bingó í sal kl. 13.30-14.30, Handaband, ókeypis vinnustofa í handverki
sem er öllum opin kl. 13.30-16, vöfflukaffi kl. 14.30-15.30. Verið öll vel-
komin til okkar á Vitatorg. Síminn okkar er 411-9450.
Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Meðlæti með
síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl.
10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20,
Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni
félagsvist ef óskað er.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16, glervinnustofa með
leiðbeinanda kl. 9-12, prjónakaffi kl. 10-12, leikfimi gönguhóps kl. 10-
10.20, gönguhópur um hverfið kl. 10.30, bókband með leiðbeinanda
kl. 13-16, kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
13 tréskurður, kl. 13 léttgönguhópur (frjáls mæting).
Gullsmári FEBK Lokaball vetrarins í kvöld kl. 20-23. Hilmar og
Kristján leika fyrir dansi. Miðaverð 1500 kr. Húsið opnað kl. 19.30.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og
nýliðar velkomnir. Botsía kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl.
13.15. Kaffi kl. 14.30. Gerðubergskórinn syngur nokkur lög kl. 14.45.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
jóga hjá Carynu kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30 brids í handavinnustofu
kl. 13. spilabingó kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Nánari upp-
lýsingar um spilabingó á staðnum eða í síma 535-2720.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, botsía kl. 10.15, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl. 9-16, zumba
dans leikfimi með Auði kl. 13, síðdegiskaffi kl. 14-15.30. Hæðargarðs-
bíó kl. 14.30, allir velkomnir óháð aldri, nánari upplýsingar í Hæðar-
garði 31 eða í síma 411-2790.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja
með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11,
guðsþjónusta kl. 14, föstudagsskemmtun kl. 14. Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga / hláturjóga Skóla-
braut kl. 11. Spilað á Skólabraut kl. 13.30 og brids í Eiðismýri 30, kl.
13.30. Nú er komið sumarhlé í söngnum. Móttaka muna fyrir hand-
verkssýninguna stendur yfir. Vinsamlega skilið sem fyrst á Skóla-
braut. Sýningin verður dagana 25., 26. og 27. maí nk. og verður opin
frá kl. 13-18 alla dagana. Vöfflukaffi.
Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14. Upp úr kl. 10 er boðið
upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin. Ganga kl. 10.
Hádegisverður kl. 11.30-12.15. Framhaldssaga kl. 13. Allir eru hjartan-
lega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu í síma 568-2586.
Stangarhylur 4 DANSINN færist frá sunnudegi 20. maí (hvíta-
sunnudegi) til mánudags 21. maí kl. 20. Veitingar við flestra hæfi.
Mætum öll. Zumba Gold tíminn á mánudag (annan í hvítasunnu)
færist til miðvikudags 23. maí kl. 10.30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Stærðir í cm: 200x200, 210x210,
220x220, 235x235, 235x217,
217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000
kg jafnaðarþunga af snjó. Vel ein-
angruð og koma með 10 cm svuntu.
Sterkustu lokin á markaðnum. Litir:
Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að
auðvelda opnun á loki.
www.heitirpottar.is
Sími 777 2000 Haffi
og 777 2001 Grétar
Ýmislegt
Jessenius Faculty of Medicine
Martin, Slóvakíu
Inntökupróf verða haldin í læknis-
fræði 1. júní í MK í Kópavogi.
Margir Íslendingar stunda nám við
skólann. Uppl. fs. 8201071
kaldasel@islandia.is
Íbúð í 101 Rvk. til leigu gegn
vinnu. 55 fm íbúð í 101 Reykjavík er
til leigu gegn húshjálp og garðvinnu.
Gæti hentað eldri borgara. Umsóknir
sendist í tölvupóstfangið:
gardurogthrif@gmail.com
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
þú það sem
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
✝ Guðjón Svein-björnsson
fæddist 3. desember
1929 að Stíflisdal í
Þingvallasveit.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut þann
28. apríl 2018.
Guðjón var sonur
hjónanna Svein-
björns Jónssonar
frá Ferstiklu í Hval-
firði, f. 11. nóvember 1891, d. 27.
júlí 1964, og Jónínu Guðmunds-
dóttir frá Eyrarbakka, f. 9. nóv-
ember 1891, d. 18. febrúar 1946.
Systkini Guðjóns voru Guð-
mundur Sveinbjörnsson, f. 1. júlí
1922, d. 4. desember 1925, Oddur
G. Sveinbjörnsson, f. 3. ágúst
1924, d. 5. desember 2004, og
Rósa Sveinbjörnsdóttir, f. 26. jan-
úar 1926, d. 12. september 2012.
Árið 1949 hóf Guðjón sambúð
með Ástu Björnsdóttur f. 22. maí
1921 í Reykjavík, d. 5. mars 2011.
Þau gengu í hjónaband 3. sept-
ember 1966. Synir þeirra eru 4.
Jafnframt ólu þau upp 3 börn
Ástu.
Synir Guðjóns og Ástu eru:
Logi Arnar f. 1951, giftur Jó-
hönnu Guðbjörgu Jóhannesdóttur
f. 1954. Þeirra börn eru Elfa f.
1975, Bryndís f. 1979 og Jóhannes
Arnar f.1988. Sveinbjörn f. 1952,
var giftur Önnu Kristínu Péturs-
dóttur f. 1956. Þau skildu. Þeirra
börn eru Birna f. 1974, Íris f. 1974
og Kristrún f. 1975. Börn Svein-
björns og Christinu Gram eru
Matthias f. 2004 og Sandra f.
2005. Guðmundur f. 1954, giftur
Árnýju Jónínu Leifsdóttur f. 18.
apríl 1956, d. 30. ágúst 1979. Dótt-
ir þeirra er Árný Jónína f. 1979.
Dóttir Guðmundar
og Jónu Lovísu
Jónsdóttur er Krist-
ín Ásta f. 1993. Jón
Ívar f. 1955. Auk
þess ólu þau Ásta og
Guðjón upp son-
ardóttur sína Ár-
nýju Jónínu Guð-
mundsdóttur.
Börn Ástu og
Stefáns Sigurðs-
sonar, f. 1910, d.
1988 eru: Björn Sigurður f. 1940,
giftur Þorgerði Sigurjónsdóttur
f. 1943. Börn þeirra eru Stefán f.
1965, Eyþór f. 1967, Ellert f. 1970
og Sigurjón Arnljótur f. 1960.
Stella f. 1941, gift Ásmundi Reyk-
dal f. 1945. Börn þeirra eru Jó-
hann Kristján f. 1966 og Ög-
mundur Eggert f. 1968. Fyrir átti
Stella þá Stefán Örn f. 1962 og
Guðjón Sævar f. 1963.
Dóttir Ástu og Sigurvins
Bergssonar, f. 1919, d. 1988, er
Hulda f. 20. júlí 1947, d. 29. ágúst
2017, gift Halldóri Sigurðssyni f.
1945. Börn þeirra eru Hólmfríður
f. 1964 og Sigurður Svan f. 1967.
Barnabarnabörn Guðjóns og
Ástu eru 36 og barnabarna-
barnabörnin eru 9.
Guðjón ólst upp hjá fjölskyldu
sinni, bæði á Eyrarbakka og í
Grímsnesinu, m.a. á Snæfoks-
stöðum. Guðjón starfaði m.a. við
bifvélavirkjun hjá Steindóri og á
endurvinnslustöðvum Sorpu.
Lengst af starfaði Guðjón sem
bílstjóri á Nýju Sendibílastöðinni,
en hann var einn af stofnendum
stöðvarinnar.
Útför Guðjóns fer fram frá
Breiðholtskirkju í Mjódd í dag,
föstudaginn 18. maí 2018, og
hefst athöfnin kl. 13.
Í dag fylgi ég Guðjóni afa mín-
um til hinnar hinstu hvílu. Ég varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að alast
upp hjá afa og ömmu í Leirubakk-
anum. Mömmu minni kynntist ég
aldrei en hún lést aðeins þremur
dögum eftir að ég kom í heiminn.
Þegar pabbi þurfti að snúa aftur
til vinnu vantaði því einhvern til að
hugsa um mig á meðan. Velti afi
þá upp þeim möguleika við ömmu
hvort hún vildi ekki taka verkefnið
að sér. Úr varð að amma hætti að
vinna úti og tók að sér að gæta
mín. Nokkrum árum síðar var svo
tekin sú ákvörðun að framvegis
yrði heimili mitt hjá ömmu og afa,
en þar hafði víst mikið að segja
hversu hænd ég var orðin að þeim.
Tel ég að þessar ákvarðanir hafi
verið mér mjög gæfuríkar og verð
ég afa ævinlega þakklát fyrir hans
þátt í þeim.
Afi var vinnusamur maður en
ekki síður hæglátur og hlýr og
með þægilega nærveru. Hann var
tæknilega sinnaður og var kominn
á MSN og Facebook löngu á und-
an mér. Einnig hafði hann gaman
af því að kveða vísur. Þegar ég
hugsa til baka koma upp margar
góðar minningar sem ég mun ætíð
geyma. Hvort sem er úr Leir-
ubakkanum, í sumarbústaðnum í
Grímsnesi, á ferðalögum, á stór-
viðburðum í fjölskyldunni og
samverustundum á heimili mínu.
Jafnframt er ég þakklát fyrir þær
stundir sem við afi áttum saman á
Landspítalanum síðastliðinn mán-
uð.
Verð ég afa ævinlega þakklát
fyrir samfylgdina í þessu lífi. Var
það mér sannur heiður að fá tæki-
færi til að fylgja honum síðasta
spölinn í því ferðalagi sem lífið er.
Jafnframt veit ég í huga mér að þó
afi hafi kvatt þá er hann ekki far-
inn.
Hvíl í friði, afi minn.
Þín,
Árný.
Guðjón
Sveinbjörnsson
Allar minningar
á einum stað
MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni
mbl.is/minningar.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa
frá árinu 2000 til dagsins í dag.