Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu ekki fagurgala annarra villa þér sýn. Þú átt þér draum sem þú ættir að fara að opinbera fyrir öðrum og hrinda í framkvæmd. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur áhyggjur af fjárhagslegri framtíð þinni. Taktu aðstoð vinar fagnandi því þú getur ábyggilega launað í sömu mynt fyrr eða síðar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þig langar til að kaupa eitthvað fallegt í dag. Þér berst hjálp frá aðila sem þú áttir ekki von á. Allt er best í hófi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú sérð í gegnum lélega samninga, hálfsannleika og hvers kyns fjölmiðlabrellur í dag. Þú ert í startholunum fyrir nýtt ást- arsamband. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú finnur hjá þér þörf til að ganga í augun á einhverjum í dag. Rómantíkin gæti tengst einstaklingi frá öðru landi. Þú slærð í gegn í vinnunni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert ekki eins og þú átt að þér og ættir að vera heiðarleg/ur við sjálfa þig og aðra. Þú hefur gengið á orkuna undanfarnar vikur, hvíldu þig við fyrsta tækifæri. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ekki vera ósveigjanlegur í skoðunum þínum eða vanafastur í vinnunni. Láttu það eftir þér að njóta lífsins og fara í bíó eða leikfimi með góðum félaga. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er sjálfsagt að lífga upp á tilveruna með léttu gríni ef þú gætir þess bara að það sé ekki á annarra kostnað. Mik- ilvægt er að hreinsa loftið svo þú getir byrj- að á núllreit. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert ákveðin/n að komast að niðurstöðu í einhverju máli. Mundu að vinur er sá er til vamms segir. Vertu viss um að þú vitir í hvað tekjur þínar fara. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það eru kaflaskipti í aðsigi og þú sem hefur haft í meiru en nógu að snúast en átt nú allt í einu lausa stund. Allir ættu að eiga kyrrðarstund með sjálfum sér dag- lega. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gefðu þér tíma fyrir ástvini þína einhvern part dagsins. Einhver flensa herjar á fjölskylduna en hún gengur hratt yfir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hraðinn eykst í lífi þínu á næstunni. Vertu ekki aðeins vandlátur á það sem þú lætur ofan í þig heldur líka þá sem þú um- gengst. Jón Ólafsson gaf eftir aldamótin1900 út lítið rit, Braga, sem átti að birta úrvalsljóð íslenskra ljóð- skálda er á 19, öld höfðu lifað. Ekki komu þó út nema tvö hefti að ég ætla og byrjar hið fyrra á ljóðum Jóns á Bægisá. Mér þótti athygl- isvert hvaða lausavísur hann valdi. Hér koma faðernisvísur, en í inn- gangi segir Jón um nafna sinn að hann hafi haft „kostnað talsverðan af ástarfari sínu; því að af og til eignaðist hann launbörn, og fóstr- aði þau oftast upp“. Fyrri vísan er um Jón „Sigurðsson“: Á Bæsá ytri borinn er býsna valinn kálfur; vænt um þykja mundi mér mætti ég eiga ‘ann sjálfur. Hin síðari er um Guðmund: Illa fór það, unginn minn, öðrum varstu kenndur; finnst um síðir faðirinn frómur að þér, Gvendur. Nú kemur: Margur rakki að mána gó, mest þegar skein í heiði, en ég sá hann aldrei þó aftra sínu skeiði. Um stúlku: Þótt í hausinn vanti vit víf með heyrn og máli sést það ei fyrir silfurlit og silkiklúta prjáli. Hjaltadals-heiði: Hjaltadals er heiði níð, hlaðin með ótal lýti; Fjandinn hefur á fyrri tíð flutt sig þaðan í Víti. Launbarnið: Altjent segja eitthvað nýtt ýtar lyndisglaðir. Hvað er í fréttum? Hvað er nýtt? Hvort er ég orðinn faðir? Holdið mitt í hægum sess hopaði sér til vansa; nú er ég kominn á náðir prests, - nýtt er mér að dansa! Staka: Óborinn til eymdakífs ellegar dauður væri‘ eg ef að bæði lykil lífs og lásinn sjálfan bæri‘ eg. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stökur Jóns á Bægisá Fátt reynir jafn mikið á annarsprýðilega þolinmæði Víkverja og þegar fullyrt er að baráttan fyrir jafn- rétti kvenna til jafns við karla sé tíma- skekkja, því jafnrétti sé náð. x x x Ekki er Víkverji sammála þessu.Tölur og staðreyndir um launa- mun, ójafna stöðu á vinnumarkaði og kynbundið ofbeldi tala sínu máli. x x x Ðe Lónlí Bojs var vinsæl hljómsveitá 8. áratugnum. Eitt vinsælasta lag hennar kom út á kvennaárinu 1975 og hét Kvöl er kvennaárið. x x x Rúnar Júlíusson syngur þar um aðþað sé til skammar hversu lítill skilningur sé á jafnréttishugtakinu. x x x Að segja að kyn skipti ekki máli erdæmi um skort á þessum skiln- ingi. Því ef kyn fólks skiptir ekki máli, hvernig má þá skýra ójafna stöðu karla og kvenna í samfélaginu? x x x Víkverji er algerlega ópólitískur ogaðhyllist ekki stefnu eins eða neins flokks. x x x Eitt hefur Víkverji þó ákveðið fyrirkomandi kosningar. Það er að hafa jafnréttismál í víðum skilningi í huga þegar hann ráðstafar atkvæði sínu. x x x Leti er einn af löstum Víkverja en núætlar hann að leggjast yfir stefnu- skrár flokkanna með þetta í huga. x x x Dýrmætum tíma Víkverja verðurþar vonandi vel varið. x x x Innan félagsfræðinnar kallast okkarsamfélagsgerð feðraveldi. Það hyglir karlmönnum en skapar konum lægri sess og birtist m.a. í launamuni kynjanna. Ef eitthvert framboð býðst til að losa samfélagið undan þessu leiða kerfi, þá fær sá hinn sami at- kvæði Víkverja. vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. (Lúk: 1.68) Atvinna Í klípu „TAKK FYRIR ALLA HJÁLPINA VIÐ NÁTTÚRUFRÆÐIVERKEFNIÐ MITT. ÉG FÉKK 10 FYRIR ÚTHLUTUN VERKEFNA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ GERÐIRÐU VIÐ STÓLINN HANS PABBA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hafa mann við fótskör þér. STUNDUM HEF ÉG EKKI HUG- MYND UM HVAÐ ÉG ER AÐ GERA VÓ ÉG VEIT ALLTAF HVAÐ ÉG GERI SÁ ER HEPPINN HELGA, ÉG ER BÚINN! ÉG ÞARF EKKI AÐ FARA AFTUR FYRR EN EFTIR HÁLFT ÁR! Á ÉG AÐ TÆMA BAÐKARIÐ? JÁ! ÉG HEF EKKI TÍMA FYRIR LEÐJUBAÐ!! Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is FYRIR HUNDA 80% kjöt 20% jurtir grænmeti ávextir O% kornmet – fyrir dýrin þín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.