Morgunblaðið - 18.05.2018, Side 36
FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 138. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Nafn konunnar sem lést
2. Áhættusamt að fljúga til Asíu
3. Flutti inn á æskuheimili …
4. Líkin liggja enn á víðavangi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag og
var tilkynnt í gær hvaða þrjú söfn eru
tilnefnd til Íslensku safnaverð-
launanna en það eru Grasagarður
Reykjavíkur, Listasafn Árnesinga og
Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóð-
minjasafns Íslands. Í umsögn val-
nefndar segir m.a. um grasagarðinn
að hann sé lifandi safn undir berum
himni og standi fyrir öflugri fræðslu-
starfsemi fyrir almenning og skóla-
hópa. Listasafn Árnesinga bjóði upp á
metnaðarfullar og fjölbreyttar sýn-
ingar sem veiti gott aðgengi að mynd-
listararfi þeim sem það varðveiti og
um Þjóðminjasafnið segir m.a. að það
hafi undanfarin ár tekið framfaraskref
í varðveislumálum sem séu öðrum
söfnum til fyrirmyndar. Þess má geta
að sýning Sigrúnar Harðardóttur,
Hver/gerði, verður opnuð í Listasafni
Árnesinga á morgun kl. 15.
Þrjú söfn tilnefnd
Tónlistarmaðurinn Prins Póló er
nú rúmlega hálfnaður á hringferð
sinni um landið og mun í kvöld
halda tónleika í Bæjarbíói í Hafn-
arfirði kl. 21 en annað kvöld kemur
prinsinn fram á sama tíma í Midgard
Base Camp á Hvolsvelli. Á sunnu-
daginn lýkur tónleikaferðinni í Ha-
varíi að Karlsstöðum í Berufirði þar
sem prinsinn er með búskap ásamt
fjölskyldu sinni. Hann mun koma
fram einn og óstuddur með gítarinn
að vopni, leika lög héðan og þaðan
af ferli sínum og lög af nýútkominni
breiðskífu sinni
Þriðja kryddið. Þá
mun hann einnig
svara flestum
spurningum úr sal
og öllum viðeig-
andi frammíköll-
um, eins og hann
orðar það í til-
kynningu.
Prinsinn lýkur hring-
ferð sinni í Havaríi
Á laugardag Suðaustan 15-23 m/s, hvassast suðvestanlands en
sunnan 10-15 m/s síðdegis. Rigning, talsverð eða mikil á sunn-
anverðu landinu. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél
vestan til, en léttir til á austanverðu landinu. Hiti 3 til 12 stig, mild-
ast austast.
VEÐUR
Nýliðar Fylkis eru í hópi
efstu liða Pepsi-deildar
karla í knattspyrnu eftir að
hafa unnið ÍBV í Egilshöll í
gærkvöld, 2:1. Fresta þurfti
tveimur leikjum vegna veð-
urs og því eru fjórir leikir á
dagskrá í kvöld. Hins vegar
var leikið í Kaplakrika þar
sem FH-ingar unnu þriðja
sigur sinn í sumar. FH vann
3:1-sigur á KA þar sem að
Steven Lennon skoraði tvö
mörk. »2
Nýliðarnir byrja af
miklum krafti
ÍBV er komið yfir á nýjan leik í rimm-
unni við FH um Íslandsmeistaratit-
ilinn í handknattleik karla eftir sjö
marka sigur á heimavelli í gærkvöldi.
Aron Rafn Eðvarðsson átti fram-
úrskarandi leik í marki ÍBV-liðsins.
Fjórða viðureign lið-
anna verður í Kapla-
krika síðdegis á
morgun og með
sigri í þeim leik
hampa leikmenn
ÍBV Íslandsbik-
arnum. Vinni FH
kemur til odda-
leiks í Eyjum á
þriðjudags-
kvöld. »3
Eyjamenn komnir yfir
á nýjan leik á móti FH
Í tilefni af hálfrar aldar afmæli Fim-
leikasambands Íslands kom fjöldi
fólks saman í Laugardalshöll í gær.
Þar settu afmælisgestirnir nýtt
heimsmet þegar alls 607 ein-
staklingar fóru í handstöðu á sama
tíma. Sönnunargögnum verður nú
skilað inn til Heimsmetabókar Guin-
ness og þess beðið að hún staðfesti
nýja heimsmetið. »1
Heimsmet í handstöðu
féll í Laugardalshöll
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Grindvíkingurinn Alex Máni Pét-
ursson hefur vakið athygli í pílu-
kasti, varði Íslandsmeistaratitilinn í
unglingaflokki í ár og sigraði í sama
flokki 18 ára og yngri á opnu móti
sem haldið var samhliða Norð-
urlandamótinu í Helsinki í Finnlandi
um liðna helgi.
Alex Máni er í 8. bekk, fermdist
í apríl sem leið og verður 14 ára í
ágúst. Hann segir að árangurinn í
Helsinki hafi komið sér á óvart.
„Þetta var mjög gott, ég átti í mesta
lagi von á öðru til þriðja sæti,“ segir
hann. Keppt var í tveimur þriggja
manna riðlum og léku sigurveg-
ararnir til úrslita en Alex Máni lagði
alla mótherja sína.
Guðlaugur Gústafsson, afi Alex
Mána, og Pétur Guðmundsson, faðir
hans, hafa báðir verið vel liðtækir í
pílukasti. Píla er valfag í Grunnskóla
Grindavíkur og hafa öll námskeið
verið full, að sögn Péturs, sem kenn-
ir fagið. Alex Máni byrjaði hins veg-
ar að kasta pílu með afa sínum, þeg-
ar hann var átta ára. „Afi er fínn í
pílu og hann benti mér á að prófa.
Ég var bara að leika mér til að byrja
með, kastaði bara pílunni eitthvað án
þess að vita hvað ég væri að gera, en
fannst það samt skemmtilegt. Þegar
ég var 11 ára byrjaði ég svo fyrir al-
vöru og fór á fyrsta mótið með
pabba.“
Alex Máni segir að fyrsta mótið
hafi virkað sem vítamínsprauta. „Ég
spilaði vel og þess vegna fannst mér
þetta enn skemmtilegra. Síðan hef
ég mætt á eitt eða tvö mót í Keflavík
eða Reykjavík í hverri viku.“
Fjölhæfur
En það er ekki aðeins pílan sem
heillar heldur æfir pilturinn jafn-
framt körfubolta og er byrjaður í
golfi. Hann segir að þetta rekist ekk-
ert á enn sem komið er og bendir á
að hann fari í æfingaferð með körfu-
boltaliðinu til Bandaríkjanna í sum-
ar og stefnt sé á Evrópumót ung-
linga í pílukasti í Tyrklandi. „Ég næ
því ekki að vera mikið í golfi í sumar,
en eitthvað.“
Íslenska pílukastsambandið
(ÍPS) byrjaði með unglingastarf í
fyrra og sendi þá í fyrsta sinn lið á
Evrópumót unglinga í Svíþjóð. Ís-
lendingarnir stóðu sig vel og unnu
allir leiki í keppninni. Alex Máni
lenti í þriðja sæti af fjórum í sínum
riðli. „Mér gekk ágætlega, vann einn
leik, tapaði einum í odda og tapaði
einum en ég komst ekki upp úr riðl-
inum,“ segir hann. „Núna byrjaði ég
illa án þess að tapa og síðan fór þetta
að ganga mjög vel.“
Auk kennslunnar í Grindavík
stjórnar Pétur æfingum unglinga
hjá félögunum í Reykjavík og
Reykjanesbæ. Hann segir að áhugi
sé í Reykjanesbæ að taka pílukast
upp sem valfag í grunnskólum eins
og gert sé í Grindavík. „Þetta er
mjög góð leið til að vinna með stærð-
fræði á annan og skemmtilegan hátt
en venjulega,“ segir hann og bætir
við að það taki um þrjú til fimm ár að
byggja upp gott unglingastarf. Það
sé grunnurinn að góðu landsliði.
Alex Máni segir að hann hafi
ekki enn gert upp hug sinn hvort
hann leggi meiri áherslu á körfu eða
pílu í náinni framtíð. „Ég stefni á að
verða atvinnumaður, hvort sem það
verður í pílukasti eða körfubolta.“
Elsti landsliðsmaðurinn
Ægir Örn Björnsson og Þorgeir
Guðmundsson unnu til brons-
verðlauna á Norðurlandamótinu.
„Við fengum bronsið í liðakeppninni
á NM í Noregi fyrir tveimur árum
og þá vorum við Ægir í liðinu,“ segir
Þorgeir, sem er elsti landsliðsmaður
Íslands, þar sem ekki er keppt í ald-
ursflokkum, en hann verður 74 ára í
sumar. „Þetta gekk vel hjá okkur
enda sagði Vignir Sigurðsson lands-
liðsþjálfari að hann hefði aldrei séð
mig spila eins vel,“ segir Þorgeir.
Meistari Grindvíkingurinn Alex Máni Pétursson með verðlaunabikarinn.
Stefnir langt
í pílukasti
Bronsverðlaun Ægir Örn Björnsson og Þorgeir Guðmundsson (t.h.) fengu
brons á Norðurlandamótinu. Vignir Sigurðsson þjálfari á milli þeirra.