Morgunblaðið - 26.05.2018, Page 1
L A U G A R D A G U R 2 6. M A Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 122. tölublað 106. árgangur
INNSETNINGAR-
GJÖRNINGUR
Í VINABÆ
KROSSNEFUR
RUGLAR
TÍMATALIÐ
FUGLAR 18FREE PLAY 46
Kosið verður til sveitarstjórna í 71 sveitarfélagi í dag. Sveitar-
félögunum fækkar um tvö vegna sameininga á Suðurnesjum og
Austfjörðum og sjálfkjörið er í einu, Tjörneshreppi.
Á kjörskrárstofni sem Þjóðskrá Íslands vann fyrir sveitar-
stjórnirnar eru liðlega 248 þúsund manns á kjörskrá. Eru það
um 8.200 fleiri en í kosningunum fyrir fjórum árum. Á kjörskrá
eru alls tæplega 12 þúsund erlendir ríkisborgarar.
Rólegt hefur verið yfir kosningabaráttunni en víða er tvísýnt
um úrslit. Í gær birti Ríkisútvarpið nýja skoðanakönnun um
fylgi flokkanna í Reykjavík og þar reyndist Sjálfstæðisflokk-
urinn vera kominn með meira fylgi en Samfylkingin og núver-
andi meirihluti fallinn.
Kjörstöðum verður lokað í síðasta lagi klukkan 22 í kvöld og
búast má við fyrstu tölum úr talningu fljótlega eftir það. »2
Frekar rólegt hefur verið yfir atkvæðagreiðslu utan kjör-
fundar. Í gær greiddu 2.318 atkvæði hjá sýslumanninum á höf-
uðborgarsvæðinu. Í heildina hafa 19.732 greitt atkvæði utan
kjörfundar hjá honum. Ekki er til nákvæmur samanburður við
fyrri ár vegna breytinga á embættunum en þetta virðist vera
heldur minna en í kosningunum fyrir fjórum árum. Rúmlega 20
þúsund manns hafa greitt atkvæði á öllu landinu.
Morgunblaðið/Eggert
Tvísýnt um úrslit í kosningunum í dag
248 þúsund íbúar sveitarfélaganna eru á kjörskrá Frekar dræm kosning utan kjörfundar
Oddvitar Síðasti umræðuþáttur með forystumönnum framboðanna í Reykjavík var í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Fulltrúar átta fylgismestu framboðanna, skv. skoðanakönnun, voru í fyrra hollinu.
„Mig hefur
langað að kjósa
síðan ég var
þriggja ára og
hef síðan þá haft
mikinn áhuga á
pólitík. Síðasta
kjördag vakti ég
til miðnættis til
að sjá niðurstöð-
urnar.“ Þetta
kemur meðal
annars fram í viðtali við fjóra níu
og tíu ára dagskrárgerðarmenn
sem stóðu að þáttunum „Borgarsýn
Reykjavíkur“ sem sýndir eru á
KrakkaRúv. Í þáttunum er rætt við
frambjóðendur í Reykjavík og sleg-
ið á létta strengi inn á milli.
Allir eru strákarnir með mis-
jafnar skoðanir á borgarmálunum.
Þeir eru þó allir sammála um að
lækka þurfa kosningaldurinn og
nefna í því samhengi aldur frá tíu
til fimmtán ára. »2
Bjuggu til þætti um
kosningarnar ný-
orðnir 10 ára gamlir
Borgarsýn Efnileg-
ir fjölmiðlamenn.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Umfang bótasvika er enn umtalsvert
hér á landi. Þrátt fyrir tiltölulega lít-
ið atvinnuleysi er enn töluvert um að
einstaklingar fái atvinnuleysisbætur
sem þeir hafa ekki rétt á.
Eftirlitsdeild Vinnumálastofnunar
(VMST) hafði í nógu að snúast í fyrra
við eftirlit með greiðslum og við að
uppræta misnotkun á atvinnuleysis-
bótum. Í fyrra sendi eftirlitsdeildin
út alls 2.804 bréf vegna mála þar sem
grunur lék á að einstaklingar á bót-
um hefðu rangt við, eða vegna
rangra skráninga. Var alls 511 mál-
um lokið með viðurlagaákvörðun.
Fram kemur í nýrri ársskýrslu
Vinnumálastofnunar að skulda-
myndun vegna þessara mála, sem
upprætt voru, nam tæplega 128,5
milljónum króna. Ekki er búið að
taka ákvörðun í 147 málum.
Í fyrra voru í fyrsta sinn sam-
keyrðar upplýsingar við stað-
greiðsluskrá ríkisskattstjóra vegna
einstaklinga sem höfðu skráðar á sig
fjármagnstekjur, til að kanna hvort
atvinnuleitendur væru með fjár-
magnstekjur sem þeir höfðu ekki til-
kynnt til VMST. Alls var sent út 461
bréf eftir samkeyrsluna og lauk 142
málum með synjun atvinnuleysis-
bóta.
Umfang bótasvika
enn umtalsvert
Misnotkun atvinnuleysisbóta upprætt í 511 málum í fyrra
Atvinnuleysi Vinnumálastofnun fylg-
ist með greiðslum atvinnuleysisbóta.
MUpprættu misnotkun … »26
Morgunblaðið/Golli
„Ég er að selja radarvara sem kosta
74.900 krónur og fékk 21 stykki inn í
búð fyrir þremur vikum – þeir seld-
ust allir á einum degi. Fyrir tveimur
vikum fékk ég 30 stykki og þeir eru
seldir. Þetta er eins og berjasala á
haustin,“ segir Jónína Guðrún Jóns-
dóttir, framkvæmdastjóri Nes-
radíós, en eftirspurn eftir rad-
arvörum í bíla hefur stóraukist eftir
að hraðasektir hækkuðu 1. maí síð-
astliðinn.
Núna eru ökumenn sektaðir um
40 þúsund krónur ef þeir eru góm-
aðir við akstur án handfrjáls bún-
aðar. Jónína segir hækkun sekta
hafa ýtt undir sölu á bæði radar-
vörum og handfrjálsum búnaði.
Ómar Smári Ármannsson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn segir suma
radarvara virka við ákveðnar að-
stæður, á meðan önnur tæki virki
illa eða ekkert. Þá segir hann lög-
regluna geta mælt hraða ökumanna
úr 4-5 km fjarlægð. »4
Radarvarar
rjúka út