Morgunblaðið - 26.05.2018, Page 6

Morgunblaðið - 26.05.2018, Page 6
Leyfi til áfengisframleiðslu Leyfishafi Tegund framleiðslu Segull 67, Siglufirði (Sunna ehf.) Bjór Kaldi, Árskógssandi (Bruggsmiðjan ehf.) Bjór Brothers Brewery ehf., Vestmannaeyjum Bjór Reykjavík distillery (Víngerð Reykjavíkur ehf.) Líkjör og ákavíti Foss distillery ehf. Björk og Birkir snafs Austri brugghús ehf., Egilsstöðum Bjór Coca Cola Eur. Partn. Ísland ehf. Bjór í brugghúsinuÆgisgarði Vífilfell hf. Bjór í brugghúsi á Akureyri Brugghús Steðja ehf. Bjór Ferðaþjónustan Hólum Hjaltadal Bjór Ölvisholt - ÖB Brugghús ehf. Bjór Gæðingur-Öl ehf. Bjór Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. Bjór og sterkt vín Eimverk ehf Flóki viskí Vor gin Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er auðvitað frábært að ein- hver sé að gera eitthvað nýtt á þessum markaði. Það er mun meiri fjölbreytni nú en var fyrir nokkr- um árum,“ segir Ólafur Örn Ólafs- son veitingamaður. Útgefnum leyfum til áfengis- framleiðslu á Íslandi hefur fjölgað mjög síðustu ár. Fyrir um áratug gátu landsmenn valið úr hefð- bundnum lager- bjór, handverks- bjór frá Kalda og Ölvisholti auk nokkurra teg- unda af vodka og Brennivíns. Nú er svo komið að ný brugghús sem framleiða spennandi bjór spretta upp í hverjum mánuði og fjölbreytt úrval er í boði af líkjör- um, vodka, gini og viskíi sem framleitt er hér. Samkvæmt úttekt Morgunblaðs- ins hafa nú 28 fyrirtæki leyfi til áfengisframleiðslu á Íslandi. Það eru sýslumenn landsins og lög- regluyfirvöld sem gefa út leyfin, en umsækjendur þurfa að uppfylla ýmis skilyrði. Misjafnt er hvort umrædd leyfi eru ótímabundin eða til bráðabirgða og gilda þá í eitt ár í senn. Árið 2016 voru gefin út tvö tímabundin leyfi en í fyrra voru gefin út átta tímabundin leyfi. Það sem af er ári hafa minnst þrjú slík verið gefin út. Búast má við að fleiri fylgi í kjölfarið á næstunni ef marka má áform um ný brugghús hér á landi. Sterka vínið „minjagripir“ „Sem veitingamanni finnst mér gaman að sjá þetta ótrúlega úrval íslenskra drykkja, sérstaklega af bjór. Hins vegar er það svo að margir halda að ef eitthvað er heimatilbúið og „artisinal“ þá sé það gott. Það er ekki ávísun á gæði. Það er vissulega til mikið af rosalega góðum bjór hér á landi en það er líka mikið af miðlungsdóti,“ segir Ólafur. Hann segir að íslenski hand- verksbjórinn sé að miklu leyti fyr- ir heimamenn en sterka vínið, líkj- örar og fleira, sé keypt af ferða- mönnum. „Hitt er mikið til minjagripir. Þetta er í boði á mörgum veit- ingastöðum en hreyfist ekkert gríðarlega mikið. Enda erfitt að fá fólk til að skipta um drykk. En úr- valið í fríhöfninni er mikið.“  Um þrjátíu hafa leyfi til áfengisframleiðslu á Íslandi  Aukin fjölbreytni  Ekki allt gott, segir veitingamaður Mikil fjölgun leyfa til áfengisframleiðslu hér Ólafur Örn Ólafsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Brennivín Úrval áfengra drykkja hefur aukist undanfarið. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Ljósadýrð á Rín sp ör eh f. Sumar 247. - 14. september Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 177.700 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! „Ljómar heimur, loga fagur“ verður sjálfsagt hægt að segja í þessari glæsilegu ferð um Rínar- og Móseldalinn. Við heimsækjum m.a. Koblenz, þar sem árnar Mósel og Rín mætast við hið svonefnda Deutsches Eck, höldum til Tríer og bæjarins Königswinter. Hápunktur ferðarinnar verður svo án efa Rhein in Flammen eða ljósadýrð á Rín. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Félag grunnskólakennara og Sam- band íslenskra sveitarfélaga skrif- uðu undir kjarasamning á fimmta tímanum í gær. Undirritunin fór fram í húsakynnum ríkissáttarsemj- ara þar sem aðilar hafa fundað und- anfarnar vikur. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG og forsvarsmaður við- ræðunefndar kennara, segir að samningurinn verði kynntur fé- lagsmönnum á mánudaginn. „Fyrsta kynning mun fara fram á mánudaginn en öll næsta vika mun fara í að koma kynningunni til fé- lagsmanna. Við verðum síðan að sjá hvað félagsmenn segja við þessum samningi,“ segir Þorgerður sem ráð- gerir að niðurstöður úr kosningu fé- lagsmanna verði ljós 6. júní nk., en samningurinn mun gilda til 30. júní ársins 2019. Aðspurð segist Þorgerður ekki vilja tjá sig um innihald samningsins. „Ég get ekkert sagt til um það. Okk- ar verkefni er að kynna samninginn félagsmönnum sem síðan munu taka ákvörðun,“ segir Þorgerður. Grunnskólakennarar hafa verið með lausa samninga allt frá því í des- ember árið 2016, en félagsmenn felldu kjarasamning í atkvæða- greiðslu fyrr á þessu ári. Grunnskólakennarar sömdu til júní 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, segir íslensk stjórnvöld harma þá ákvörðun Kaup- mannahafnarháskóla að leggja af kennslu í íslensku, bæði forníslensku og nútímaíslensku. Hún segir að ís- lensk stjórnvöld vilji koma að mál- inu og vinna að lausn í samvinnu við dönsk stjórn- völd svo íslensku- kennslan geti haldið áfram. Kaupmanna- hafnarháskóli hefur ákveðið að leggja niður kennslu í valgreinunum nútíma- íslensku, forníslensku og færeysku frá næsta ári vegna þess hve fáir leggja stund á námið. Frá þessu var greint í Uniavisen sem háskólinn gefur út. Ástæðan er sögð vera sparnaður vegna hagræðingarkröfu stjórnvalda. Um- ræddar valgreinar standast ekki kröf- ur skólans um minnst 30 stúdenta í hverjum áfanga. Einungis fjórir til fimm stúdentar hafa valið að leggja stund á þessi fög hverju sinni undan- farin ár. Lilja hefur skrifað menntamálaráð- herra Danmerkur og boðið fram að- stoð Íslendinga í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar vegna íslensku- kennslunnar. „Við leggjum áherslu á það hve saga okkar og Dana er samofin og menning- artengslin sterk á milli landanna,“ sagði Lilja. „Íslensk stjórnvöld vilja koma að þessu máli, hugsanlega með auknu samstarfi á milli háskólanna okkar. Einnig að kanna hvernig við getum stutt við íslenskukennslu í Kaupmannahafnarháskóla. Við erum að vinna í málinu.“ Lilja kvaðst nýlega hafa verið á fundi norrænu menningarmálaráð- herranna. Þar var mikil áhersla lögð á stöðu þjóðtungna Norðurland- anna. „Það er að hefjast mikil sam- vinna milli þessara þjóða til þess að styrkja stöðu allra tungumálanna. Þessi ákvörðun Kaupmannahafnar- háskóla er ekki í anda þess,“ sagði Lilja. Hún kvaðst vona að íslensk stjórnvöld gætu eflt tengslin við Dani og samstarfið við Kaupmanna- hafnarháskóla til að styrkja stöðu ís- lenskunnar. Lilja kvaðst vera að vinna að þingsályktunartillögu um að styrkja stöðu íslenskunnar og þar með íslenskukennslu erlendis. Íslenskukennslan mikilvæg Ákvörðunin um að leggja af kennslu í nútímaíslensku og forníslensku bind- ur enda á glæsilegt málsögulegt tíma- bil, að því er blaðið segir. Kaupmanna- hafnarháskóli gegndi lykilhlutverki í rannsóknum á íslensku frá því á 18. öld. Annette Lasssen lektor rifjar upp framlag málfræðingsins Rasmusar Rask til rannsókna á íslensku. Með rannsóknum sínum sýndi hann m.a. fram á að danska var ekki þýsk mál- lýska. Hún benti einnig á að íslensk- an væri lykillinn að skilningi á tung- unni sem Danir og Norðmenn töluðu á víkingaöld og miðöldum. Annette tengist einnig Safni Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn (Den Arnamagnæanske Samling) sem geymir forn íslensk og norræn handrit. Hún bendir á að íslenska sé vinsæl grein í mörgum háskólum og kennd víða þrátt fyrir að þau lönd geymi ekki stór íslensk handritasöfn eins og Danmörk gerir. Jens Erik Mogensen, settur deildarforseti hugvísindadeildarinn- ar, segir það sárgrætilegt að ekki séu til fjármunir til að kenna forn- íslensku en háskólinn hafi skapað sér orðspor fyrir þá grein. Vonast er til þess að ríkisstjórn Danmerkur leggi til fé svo hægt verði að halda áfram kennslu í greinum eins og forníslensku, nútímaíslensku og fær- eysku. Vilja stuðla að íslenskukennslu  Kaupmannahafnarháskóli hyggst hætta íslenskukennslu á næsta ári  Íslensk stjórnvöld harma ákvörðunina  Vilja koma að málinu og bjóða Dönum samstarf svo íslenskukennslan geti haldið áfram Morgunblaðið/Árni Sæberg Handrit Mörg forn íslensk og norræn handrit eru geymd í Kaupmannahöfn. Mennta þarf fræðimenn sem geta stundað rannsóknir á menningararfinum. Lilja Alfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.