Morgunblaðið - 26.05.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
RenaultKADJAR&CAPTUR
Sparneytnir sportjeppar
Renault Captur, verð frá: 2.750.000 kr.
Renault Kadjar, verð frá: 3.550.000 kr. OPIÐ Í DAGFRÁ12–16
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
8
0
8
3
Hrefnuveiðimenn hyggjast hefja
hrefnuveiðar á bátnum Hrafnreyði
KÓ um mánaðamótin, öðru hvoru
megin við sjómannadag.
Gunnar Bergmann Jónsson, fram-
kvæmdastjóri IP-útgerðar, segir lík-
legt að byrjað verði að leita út frá
Sandgerði og síðan verði lína sem
afmarkar verndarsvæði hvala og
leyfilegt veiðisvæði elt norður Faxa-
flóa. Hrefnuveiðimenn mótmæltu
því er verndarsvæði hvala í Faxaflóa
var stækkað á síðasta ári en ákvörð-
un ráðherra hefur ekki verið breytt.
Að sögn Gunnars er ákveðið að
reyna hrefnuveiðar í júnímánuði en
það fari síðan eftir veiði og veðri
hversu lengi verði haldið áfram.
Samkvæmt ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar er miðað við að veið-
ar á hrefnu verði ekki umfram 217
dýr á íslenska landgrunnssvæðinu á
ári fram til 2025. Hrefnuveiðar hafa
undanfarin ár verið langt undir ráð-
lögðum hámarksfjölda og flestar
hrefnur verið veiddar í Faxaflóa.
Árið 2017 veiddust 17 hrefnur, þar
af fjórar í utanverðum Skagafirði.
Í vetur flutti IP-útgerð inn um
þrjú tonn af hrefnukjöti frá Noregi
og voru þau seld til veitingahúsa.
aij@mbl.is
Hefja veiðar á
hrefnu í júníbyrjun
Natalía NS, sem gerð er út frá
Bakkafirði, er aflahæst strand-
veiðibáta með 9,6 tonn í tólf róðrum.
Báturinn er einn þriggja báta sem
þegar hafa náð tólf róðrum í maí, sem
er hámarksfjöldi róðra. Hinir tveir
eru Græðir BA og Kolga BA á vestur-
svæði eða A-svæði og eru þeir einnig
á meðal aflahæstu báta. Fjórir dagar
eru eftir af strandveiðimánuðinum.
Afli á strandveiðum stendur nú í
1.319 tonnum sem er fimmtungs
minnkun frá í fyrra, segir á heima-
síðu Landssambands smábátaeig-
enda. Í upphafi vertíðar var miðað
við 10.200 tonn til strandveiða og er
því búið að veiða um 12,9% af heim-
ildum. Meðaltal afla á hvern bát er
hins vegar aðeins 207 kílóum minna
en í fyrra og er munurinn um 6%.
Nú hafa 383 báta hafið strandveið-
ar, en þeir voru 451 á sama tíma í
fyrra. Flestir bátar róa á A-svæði frá
Arnarstapa til Súðavíkur, eða 170 á
móti 193 í fyrra. Mest fækkun er á B-
svæði frá Norðurfirði í Grenivík, þar
sem 66 bátar hafa landað afla á móti
100 í fyrra. Á C-svæði frá Húsavík til
Djúpavogs hafa 50 bátar landað afla
en þeir voru 70 á sama tíma í fyrra.
Fjölgun hefur hins vegar orðið á D-
svæði frá Höfn í Borgarnes, þar sem
97 bátar hafa landað afla í ár á móti
88 á síðasta ári.
Ýmsar skýringar kunna að vera á
fækkun báta að mati Arnar Páls-
sonar, framkvæmdastjóra Lands-
sambands smábátaeigenda. Hann tel-
ur lágt verð fyrir aflann og gott
atvinnuástand í landi skipta þar
mestu. Einnig nefnir hann að ein-
hverjir séu að ljúka veiðum á króka-
aflamarki og aðrir séu á grá-
sleppuveiðum, en samhliða
strandveiðum má ekki stunda aðrar
veiðar. aij@mbl.is
Natalía NS aflahæst á strandveiðunum
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Engar vísbendingar eru um að ís-
lensk stjórnvöld hafi veitt undan-
þágur til flutninga á hergögnum
sem falla undir jarðsprengju- eða
klasasprengjusamninga Sameinuðu
þjóðanna. Gildir þetta bæði um
flutninga um íslenskt yfirráðasvæði
og um flutninga íslenskra flugrek-
enda. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytisins, þar sem
kannað var hvers konar undanþág-
ur og til hverra undanþágur hefðu
verið veittar vegna flutninga á her-
gögnum með borgaralegum loftför-
um á árunum 2008-2017.
Í skýrslunni kemur jafnframt
fram að engar undanþágur hafi ver-
ið veittar vegna flutninga á her-
gögnum til ríkja eða aðila sem ís-
lensk stjórnvöld hafa framfylgt
þvingunaraðgerðum gegn né verið
veittar í andstöðu við skuldbind-
ingar íslenskra stjórnvalda sam-
kvæmt vopnasölusáttmála Samein-
uðu þjóðanna.
Ekki formlegt samráð
Í frétt á heimasíðu samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytisins í gær,
kemur fram að samkvæmt forseta-
úrskurði um skiptingu stjórnarmál-
efna í Stjórnarráði Íslands fari ut-
anríkisráðherra nú með
framkvæmd 1. og 5. mgr. 78. gr.
loftferðalaga er varði flutning her-
gagna og annars slíks búnaðar með
loftförum.
Fram kemur í skýrslunni að
Samgöngustofa framkvæmdi efnis-
lega skoðun á undanþágubeiðnum
sem henni bárust.
Orðrétt segir m.a. í niðurstöðum
skýrslunnar: „Formlegt samráð var
ekki viðhaft við ráðuneytið frá því
Samgöngustofa tók til starfa fram
til haustsins 2017 …
Sú aukning á flutningi hergagna
með íslenskum flugrekendum sem
hófst á árinu 2014 hefði að mati
ráðuneytisins átt að kalla á nánara
samráð af hálfu Samgöngustofu.
Ljóst er að skoðun á tíðni flutninga,
farmi og stjórnmálaástandi í ná-
grannaríkjum móttakanda farms
hefði átt að leiða til samráðs við
ráðuneytið að minnsta kosti frá árs-
byrjun 2015 …“
„Að því er varðar flutninga um
íslenskt yfirráðasvæði telur ráðu-
neytið í ljósi þeirra gagna sem
liggja fyrir að ekki hafi verið þörf á
að viðhafa samráð við ráðuneytið á
grundvelli reglugerðar nr. 957/2005
vegna þeirra undanþága sem veitt-
ar voru á tímabilinu.“
Þjóðréttarlegar
skuldbindingar
„Niðurstaða ráðuneytisins er að
engar vísbendingar séu um að
Flugmálastjórn Íslands eða Sam-
göngustofa hafi veitt undanþágur til
flutninga á hergögnum í andstöðu
við þjóðréttarlegar skuldbindingar
íslenska ríkisins,“ segir ennfremur í
niðurstöðum ráðuneytisins.
Í samræmi við alþjóð-
legar skuldbindingar
Aukning á flutningi hergagna átti að kalla á samráð
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Herflutningar Ráðuneytið kannaði undanþágur sem veittar voru vegna
flutnings á hergögnum með borgaralegum loftförum frá 2008 til 2017.