Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Áformað er að opna 52 herbergja
hótel á Laugavegi 55 síðla næsta
sumar. Þar verða þrjú verslunar-
rými á jarðhæð og veitingahús í
kjallara. Hjónin Linda Jóhannsdótt-
ir og Ellert Finnbogason munu reka
hótelið sem verður undir merkjum
dönsku keðjunnar Guldsmeden.
Með því fjölgar Guldsmeden-hót-
elum á Íslandi en hjónin hófu rekst-
ur hótelsins Eyja Guldsmeden í
Brautarholti í Reykjavík árið 2016.
Þar eru 65 herbergi.
Þjónustan persónuleg
Linda segir að boðið verði upp á
lífrænan morgunverð og léttan mat-
seðil á nýja hótelinu.
„Við erum lítil og einbeitum okkur
að því að veita persónulega þjónustu.
Þegar samkeppnin eykst skiptir máli
að standa sig vel í gæðum, þjónustu
og upplifun gesta,“ segir Linda sem
hefur áhyggjur af samþjöppun á
hótelmarkaðnum á Íslandi.
„Stóru keðjurnar hafa verið að
kaupa upp minni hótel. Ég hef
áhyggjur af því að það dragi úr fjöl-
breytileika á markaðnum. Við verð-
um alltaf valkostur fyrir fólk sem
kýs minni „boutique“-hótel og því
teljum við markað fyrir annað
Guldsmeden-hótel í Reykjavík. Við
fengum mjög góða staðsetningu við
Laugaveg. Samlegðaráhrifin verða
töluverð fyrir okkur. Við hjónin
störfum í þessu af lífi og sál. Þetta er
okkar áhugamál.“
Linda segir umsagnir gesta hafa
mikið að segja. „Guldsmeden-hótelin
gera mikið út á umhverfismál. Fólk
hugsar orðið meira um umhverfis-
vernd og sjálfbærni. Síðan skiptir
máli að okkur hefur verið tekið afar
vel af gestum. Við skorum t.d. hátt á
Tripadvisor og höfum fengið verð-
laun Travellers Choice sem 1% af
hótelum í hverjum flokki fá. Þetta
sýnir að við erum að standa okkur
vel. Fólk fer mikið eftir því hvað aðr-
ir eru að segja um hótelin og hvernig
upplifunin er.“
Hægt hefur á vexti ferðaþjónustu.
Linda segir styrkingu krónunnar
hafa mikið að segja í þessu efni. Hót-
elin hafi sem stendur ekki svigrúm
til að velta innlendum kostnaðar-
hækkunum út í verðlagið.
Hraðari breyting en vænst var
„Vöxturinn hefur verið ótrúlegur
undanfarin ár. Við sem erum á mark-
aðnum höfum ekki búist við að það
myndi halda óbreytt áfram. Tvö til
þrjú prósent vöxtur á ári þykir eðli-
legur á öðrum mörkuðum. Þannig að
við höfum ekki áhyggjur af því að
Nýtt borgarhótel á Laugavegi
Annað Guldsmeden-hótelið á Íslandi verður opnað 2019 Framkvæmdastjóri hótelsins er bjartsýnn
þrátt fyrir harðnandi samkeppni Ferðaheildsalar telji samdrátt verða viðvarandi við óbreytt gengi
Teikning/THG arkitektar
Nýbygging Nýja hótelið verður í fimm hæða byggingu sem verður vestan við Kjörgarð. Hjón Linda Jóhannsdóttir, eigandi Eyja Guldsmeden-hótel, og Ellert Finnbogason.
Morgunblaðið/Arnþór
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000
ŠKODA DA