Morgunblaðið - 26.05.2018, Side 26

Morgunblaðið - 26.05.2018, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tillögur um að-gerðir til að sporna við mis- notkun ávanabind- andi lyfja voru kynntar í fyrra- dag. Starfshópur, sem myndaður var um málið, leggur til að læknanemum með tímabundið starfsleyfi verði framvegis bannað að ávísa slíkum lyfjum, á bráðamóttöku verði að hámarki ávísað skömmtum til fimm daga og þeim verði ekki ávísað með símaviðtali nema mikið liggi við. Ávanabindandi morfínskyld lyf, svokallaðir ópíóíðar, geta valdið miklum skaða. Í Banda- ríkjunum eru hörmungarnar slíkar að heilu samfélögin eru í sárum og talað er um far- aldur og þjóðarvá. Hér hefur neysla sterkra ópíóíða færst í aukana. Í apríl var greint frá því í fréttum að skráðum sjúklingum á Vogi í neyslu sterkra ópíóíða hefði fjölgað um 68% frá árinu 2015. Þórarinn Tyrfingsson læknir sagði þá í viðtali við mbl.is að í gagnagrunni SÁÁ sæist að „dauðsföll þeirra sem eru undir fertugu eru mjög mörg síðustu tvö árin“. Í upphafi vik- unnar kom fram í frétt á mbl.is að fimmtán lyfjatengd andlát frá fyrstu 79 dögum ársins væru til skoðunar hjá embætti landlæknis. Þær aðgerðir, sem hópurinn leggur til, lofa góðu. Þegar gripið hefur verið til þeirra þarf að fylgjast vel með hvern- ig gengur. Búast má við að meira þurfi til. Þórarinn talar um að skoða þurfi dreifingu, lyfjaförgun og hvernig lyfseðl- ar eru endurnýjaðir. Það þarf einnig að hjálpa fíklum og auka öryggi þeirra sem eru í neyslu. Í þeim efn- um er talað um að auka þurfi aðgengi að neyðarlyfinu Na- loxon, sem getur komið í veg fyrir andlát sé það gefið nægi- lega fljótt eftir ofskömmtun. Það er nauðsynlegt að á þessum vanda verði tekið af festu. Morfínskyld lyf eru mikill skaðvaldur sem taka þarf á af festu} Vágestur Lýðræðið erekki sjálf-gefið og kosningarétturinn er dýrmætur. Þeir sem búa við lýð- ræði eiga þess reglulega kost að neyta atkvæðisréttar síns og taka afstöðu til frammistöðu valdhafanna, geta veitt þeim umboð til áframhaldandi setu eða skipt um áhöfn í brúnni. Í dag er gengið til sveitar- stjórnarkosninga. Dregið hef- ur úr þátttöku í sveitar- stjórnarkosningum og því er við hæfi að minna á ábendingu breska sagnfræðingsins Arn- olds Toynbees um að þeir sem ekki kjósi verði að sætta sig við að vera stjórnað af þeim sem kjósa. Lýðræðið verður að um- gangast af virðingu og verða valdhafar sérstaklega að gæta þess að misnota það hvorki né skrumskæla. Í aðdraganda kosninganna sendi Reykjavíkurborg bréf til nýrra kjósenda með hvatningu um að kjósa. Ríkti nokkurt pukur um þetta bréf og neitaði meirihlutinn að birta bókanir með athugasemdum við bréfið, þar sem efni þess væri trún- aðarmál. Bréfið hefst a þeim orðum að það sé borgaraleg skylda að kjósa. Það er vita- skuld rangt og bendir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðiflokks, á það í sam- tali í Morgunblaðinu í gær að það sé hluti af kosningarétt- inum að kjósa ekki og senda þannig valdhöfum skila- boð. Svo má spyrja hvort ekki hefði verið nær að minna alla Reyk- víkinga á að kjósa, ekki bara suma. Það hefði örugglega enginn flokkur á móti því að velja sér markhóp til að minna á að mæta í kjörklefann. Reykjavíkurborg tekur einn- ig þátt í átaki sem Lands- samband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhalds- skólanemenda stendur fyrir undir yfirskriftinni Ég kýs. Á vefsíðu átaksins er flipi merkt- ur Reykjavík. Þar eru almenn- ar upplýsingar um að Reykja- vík sé höfuðborg Íslands, nú sitji 15 lýðræðislega kjörnir borgarfulltrúar, en í kosning- unum nú fjölgi þeim í 23. Síðan er sérstaklega tekið fram hvaða flokkar myndi meiri- hluta og hver sér borgarstjóri. Engin ástæða er talin til að segja hvaða flokkar eru í minnihluta eða hver leiði hann. Þetta er skýrt dæmi um mis- notkun á aðstöðu. Núverandi meirihluta kann að þykja þetta léttvægt en hann myndi ekki taka þessu þegjandi sæti hann hinum megin við borðið. Flokk- ar og framboð hafa næg tæki- færi til að koma málstað sínum á framfæri og eiga að láta það ógert að nota yfirskin hlut- lausrar hvatningar til að gera það. Lýðræðið verður að umgangast af virðingu} Hvatning eða áróður? K osið verður til sveitarstjórna um land allt í dag. Sveitarstjórn- arstigið gegnir mikilvægu hlut- verki þegar kemur að nærþjón- ustu við íbúa hvort sem litið er til leik- og grunnskólamála, íþrótta- og æsku- lýðsmála, skipulags- og húsnæðismála eða fé- lagsþjónustu. Það er því mikilvægt að hver og einn mæti á kjörstað. Ég hef farið víða um land undanfarið og kynnt mér hvað brennur á íbúum hinna ýmsu sveitarfélaga. Það er ánægjulegt að greina frá því að menntamálin eru und- antekningarlaust ofarlega á baugi og tillögur um hvernig sækja megi fram í leik-, grunn-, og tónlistarskólastarfi. Það er í takt við þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað í þjóðfélagsumræðunni um menntamál und- anfarna mánuði. Áherslur framboða B-lista Framsóknarflokksins víða um land endurspegla mikilvægi menntamála. Málefni barna og ungmenna eru í öndvegi hjá frambjóðendum flokksins. Ég vil beina sjónum mínum sérstaklega að öflugum framboðslistum flokksins hér á höfuðborg- arsvæðinu, þar sem boðið er fram undir merkjum X-B í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og Reykjavík. Öll eiga þau það sameiginlegt að setja mál- efni kennarans í forgrunn. Markmiðið er að bæta starfsumhverfi og kjör kennara. Á listum framboðanna er að finna kraftmikla kennara og skólastjórnendur sem þekkja þarfir nútímaskólastarfs og eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum í bæjar- og borgarstjórn til þess að bæta menntakerfið. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni. Menntakerfið okkar stendur á ákveðnum tímamótum þar sem takast þarf á við stórar áskoranir. Skýr framtíðarsýn mun ráða miklu um hvernig til tekst um lífskjör þjóðarinnar. Kennarinn leikur þar lykilhlut- verk. Áskoranir líkt og þær sem við stöndum frammi fyrir í menntakerfinu verða leystar með samvinnu og samstarfi mismunandi hagsmunaaðila. Framsóknarflokkurinn er samvinnuflokkur og elsti stjórnmálaflokkur landsins sem hefur fylgt þjóðinni í yfir 100 ár. Allt frá stofnun hefur hann tekist á við samfélagslegar áskoranir og brúað bilið milli ólíkra sjónarmiða til þess að stuðla að framfaramálum um allt land. Í þeim anda mun framsóknarfólk halda áfram að vinna í ykkar sveitarfélögum til þess að bæta samfélagið og auka lífskjör. Ég hvet því ykkur, kjósendur góðir, til þess kynna ykkur sérstaklega áherslur og frambjóðendur Fram- sóknarflokksins í ykkar sveitarfélagi og setja X við B í kjörklefanum í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Kjósum Framsókn um land allt! Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra. liljaalf@gmail.com STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þrátt fyrir tiltölulega lítið at-vinnuleysi á landinu er enntöluvert um að einstakl-ingar fái atvinnuleysis- bætur sem þeir hafa ekki átt rétt á. Eftirlitsdeild Vinnumálastofnunar (VMST) hafði í nógu að snúast í fyrra við eftirlitið með greiðslum og við að uppræta misnotkun á atvinnuleysis- bótum. Umfangið er enn umtalsvert. Í fyrra sendi eftirlitsdeildin út alls 2.804 bréf vegna mála þar sem grun- ur lék á að einstaklingar á bótum hefðu rangt við eða vegna rangra skráninga. Var alls 511 málum lokið með viðurlagaákvörðun og fram kem- ur í nýútkominni ársskýrslu Vinnu- málastofnunar að skuldamyndunin vegna þessara mála sem upprætt voru nam tæplega 128,5 milljónum kr. Ekki er búið að taka ákvörðun í 147 málum. Starfsmenn eftirlitsins hafa ýms- ar leiðir til að starfrækja eftirlitið. Þannig kallaði stofnunin t.d. tvívegis eftir upplýsingum úr nemendaskrám allra skóla á framhalds- og háskóla- stigi og tók í kjölfarið upp alls 118 mál eftir námsmannasamkeyrsluna við skrár VMST. Lauk tveimur málum með viðurlögum en greiðslur til 40 einstaklinga voru stöðvaðar. Skulda- myndunin var rúmar 11 milljónir. Mánaðarlega er gerð sam- keyrsla við staðgreiðsluskrá Ríkis- skattstjóra. „Árið 2017 sendi eftirlits- deildin út alls 1.901 bréf vegna samkeyrslu við staðgreiðsluskrá Rík- isskattstjóra. Þar af lauk 337 málum með viðurlagaákvörðun eða 18%. Skuldamyndun nam 78.840.683 kr. eða að meðaltali 233.949 kr. á hvern einstakling sem sætti viðurlögum í þessum málaflokki,“ segir í ársskýrsl- unni. Bent er á að auk útistandandi krafna vegna viðurlaga sé einnig tölu- vert um leiðréttingar á greiðslum. Sögðu ekki frá fjármagns- tekjum og fengu bætur Í fyrra voru í fyrsta sinn sam- keyrðar upplýsingar við staðgreiðslu- skrá Ríkissksattstjóra vegna ein- staklinga sem höfðu skráðar á sig fjármagnstekjur til að kanna hvort at- vinnuleitendur væru með fjármagns- tekjur sem þeir hafa ekki tilkynnt til VMST. Alls var sent út 461 bréf eftir samkeyrsluna vegna fjármagnstekna í fyrra. Lauk 142 málum vegna þessa með synjun á greiðslum atvinnuleys- isbóta og nam skuldin sem viðkom- andi höfðu fengið í ofgreiddar bætur um 19,4 milljónum kr. „Upplýsingar um ótilkynnta vinnu eru flestar tilkomnar vegna ábendinga, ýmist í gegnum ábend- ingahnapp á vef VMST eða í gegnum tölvupóst,“ segir í ársskýrslunni. Einnig koma mál í ljós með sam- keyrslu við FINN, sem er heiti á vinnustaðaeftirliti aðila vinnumark- aðarins og eftir samkeyrslu við skrár Fangelsismálastofnunar o.fl. Alls hóf eftirlitsdeild VMST 76 mál af þessum toga í fyrra bæði í kjölfar ábendinga og annarra þátta. Alls enduðu sjö þeirra með viðurlögum og skuldin nam 2,8 milljónum. Allir þeir sem fá greiddar at- vinnuleysisbætur eiga að vera staddir hér á landi og vera í virkri atvinnuleit til að eiga rétt á bótum. Fram kemur í ársskýrslunni að VMST kannar IP-tölur þeirra sem skrá sig inn á „mínar síður“ hjá stofnuninni til að kanna hvort at- vinnuleitandinn er staddur erlendis. Oft geta verið eðlilegar skýringar á erlendum uppruna IP-talna en í fyrra var svo þó ekki í 160 tilvikum sem lauk með viðurlögum. Fjárhæð- irnar sem viðkomandi skulduðu vegna ofgreiddra bóta voru tæpar 15,5 milljónir. Upprættu misnotkun í 511 málum í fyrra Morgunblaðið/Hari Atvinnuleysi Enn eru margir án atvinnu og hefur hlutfall fólks á miðjum vinnualdri á skrá aukist en hlutfall ungs fólks að sama skapi lækkað. Þjónustuver Vinnumálastofn- unar hafði í nógu að snúast í fyrra við að sinna upplýsinga- gjöf og veita atvinnuleitendum skýringar. Innhringingum fjölg- aði gríðarlega í fyrra. Á árinu 2016 var svarað um 16.200 símtölum en í fyrra voru sím- tölin 27 þúsund talsins. Mest var álagið í febrúar en þá var svarað 2.700 símtölum í þjón- ustuverinu. Í ársskýrslu Vinnumála- stofnunar kemur fram að alls numu greiðslur vegna atvinnu- leysisbóta rúmum 11,6 millj- örðum kr. í fyrra sem var nokkur aukning frá árinu á undan þegar bótagreiðslurnar voru 10,8 milljarðar. Verkfall sjómanna á fyrstu vikum seinasta árs hafði m.a. í för með sér að greiðslur sjóðs- ins til fiskvinnslustöðva vegna hráefnisskorts jukust úr 177 milljónum árið 2016 í 403 milljónir í fyrra. 27.000 sím- tölum svarað GREIÐSLUSTOFA VMST

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.