Morgunblaðið - 26.05.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 26.05.2018, Síða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Verumgáfuð ogborðum fisk Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5mín. Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is Hollt og fljótlegt[ ] ÁNMSG P R E N T U N .IS Hugtakið læsi er ekki bara notað umað stauta sig framúr bókstöfum ákjörseðli eða lengri textum held-ur líka um það hvernig sögur og kvæði eru hluti af því flókna tilvísana- og hug- myndakerfi sem umlykur okkur á hverjum tíma. Það getur verið erfitt að skilja samtíma- texta en verður enn örðugra þegar rýnt er í tilurð, hlutverk og viðtökur miðaldatexta. Í glímu við fornbókmenntir er oft talað um að nú á dögum séu fræðimenn ekki lengur fastir í hinni gömlu þjóðlegu söguskoðun sem skoðaði þróun og menningu innan hvers þjóð- ríkis líkt og hún væri engum öðrum háð. Nú er fremur litið svo á að menningarstarfsemi sé í mestu samhengi við samtíma sinn, bæði í nærumhverfinu og í öðrum löndum sem fólk er í tengslum við. Þess vegna er það nú talið sjálfsagt mál að Snorri Sturluson hafi til dæm- is átt meiri samleið með veraldlegum sam- tímavaldsmönnum í norðvestanverðri Evrópu, hvort sem er í samskiptum við sér æðri valds- menn, kirkjunnar fólk eða aðra leikmenn af ólíkum þjóðfélagsstigum, en hann átti með sögulegum syni heiðins land- námsmanns í Borgarfirði sem við þekkjum sem Egil Skallagrímsson. Líkt og við eigum meiri samleið með íbúum landanna í kringum okkur en með Fjölnismönnum. Það er einnig sjálfsagt mál að Snorri hafi haft aðgang að bókviti og þekkt helstu hugmyndir sam- tíma síns um konungs- og kirkjuvald, kristindóm og lög- fræði, sögu og klassísk verk Grikkja og Rómverja sem voru vinsæl um hans daga. Forverar Snorra gætu jafnvel hafa haft Keisarana tólf eftir Svetonius til fyrirmyndar þegar röð norsku konunganna frá Hálfdani svarta til Sigurðar Jórsalafara var mótuð á bókum og hverjum þeirra gefn- ar lyndiseinkunnir – sem Snorri vann áfram með í Heimskringlu. En þótt öll verk séu afsprengi samtíma síns dregur það ekki úr mik- ilvægi staðbundinnar menningarstarfsemi og þess hve frumleg þau verk eru í evrópsku samhengi sem við kennum við Snorra: Eddan og Egla. Hvorugt þeirra er sjálfsagður hluti af eðlilegri þróun eða evrópskri mið- aldaritmenningu – þótt Eddan hafi örugglega verið innblásin af Ummynd- unum Óvíðs og kallist á við þá þýddu stjörnufræði sem við þekkjum í hand- ritinu GKS 1812 4to sem var skrifað á dögum Snorra. Við komumst aldrei framhjá því að hefðu skrifarar í ritstofunni í Reykholti bara verið látnir framleiða svipuð verk og við þekkjum frá meginlandinu hefði nafn Snorra Sturlusonar ekki enn verið lands- og heimsþekkt. Verkin kennd við Snorra eru afsprengi frumlegrar hugmyndar um að nota hina evrópsku ritmenningu til að skapa eitthvað nýtt – á grunni þeirr- ar munnlegu hefðar sem Snorri ólst upp við og var „fluglæs“ á þegar hon- um datt í hug að miðla henni með þeirri tækni sem var nýjust og best á hans tíma: rittækninni. Snorri var læs á menningu ólíkra heima – og þess vegna eru verk hans ennþá uppspretta frjórrar umræðu um völd, heims- mynd og hlutskipti manna. Meira en stafir á blaði Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Fræðimaður Átti Snorri Sturluson meiri samleið með samtímavaldsmönnum í Evr- ópu en Agli Skallagrímssyni. Þegar þetta var skrifað í fyrradag, fimmtudags-morgun, var fátt ef nokkuð sem benti til þessað umtalsverð breyting yrði á þeirri vinstristjórn sem stjórnað hefur Reykjavíkurborg á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Þó ber að hafa þann fyrirvara á að sjónvarpsumræðurnar í gærkvöldi, föstudagskvöld, gætu hafa breytt einhverju, eins og fengin reynsla frá síðustu þingkosningum sýnir. Þó er ýmislegt sem hefur vakið athygli í aðdraganda þessara kosninga. Það virðist hafa verið meðvituð ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að reka það sem kalla má „mjúka“ kosningabaráttu. Í ljósi veikrar mál- efnastöðu vinstri flokkanna hefur það komið á óvart. Þó er ekki hægt að útiloka að frambjóðendur flokksins í Reykjavík, og raunar víðar, kunni að lesa betur í við- horf yngri kynslóða en þeir sem eldri eru og að þeirra skilningur sé sá að ungir kjósendur kunni lítt að meta harðvítuga pólitíska baráttu af þeirri tegund sem tíðk- aðist fyrr á tíð. Það kemur í ljós í kvöld hverjir hafa rétt fyrir sér í þeim efnum. En af því sem fram hafði komið í kosningabaráttunni í fyrradag var það á margan hátt fjögurra síðna við- tal sem Baldur Arnarson tók við þá Dag B. Eggertsson, borgarstjóra og Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, hér í Morg- unblaðinu, sem hefur gefið bezta mynd af þeim mál- efnalega ágreiningi sem uppi er á milli Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar um borgarmálin. Síðustu daga hafa húsnæðismálin verið í brennidepli og nokkuð ljóst að þar er staðan verri en hún hefur verið í a.m.k. hálfa öld og jafnvel lengur. Staðreynd er að fólk getur hvorki keypt né leigt og ætla mætti að það komi verr við þá sem stjórnað hafa borginni und- anfarin ár en hina sem hafa verið í minnihluta. Að óbreyttu er ljóst að þessi staða húsnæðismála verður lykilþáttur í kjarasamningum eftir nokkra mán- uði. Það má ganga út frá því sem vísu að verkalýðs- hreyfingin setji fram kröfur um einhvers konar „þak“ á hækkanir á húsaleigu eins og tíðkazt hefur áratugum saman með ýmsum hætti í stórborgum Evrópu og jafnvel sums staðar í Bandaríkjunum. Húsaleigufélögin sem orðið hafa til á seinni árum munu eiga í vök að verjast ef að líkum lætur. Annað sem hefur vakið vaxandi athygli í kosninga- baráttunni í sveitarstjórnarkosningunum, sérstaklega á suðvesturhorninu, er vísbendingar um að þau viðhorf sem hafa legið að baki ákvörðunum Kjararáðs um launahækkanir til handa æðstu embættismönnum, þingmönnum og ráðherrum, og Alþingi sá ekki ástæðu til að afnema með lögum, eins og gert var 1992 og 2005, virðast hafa síast inn í sveitarstjórnir að ein- hverju leyti og í ýmsum myndum. Í því birtist sú heildarmynd að þeir sem bjóða sig fram nú á dögum til þess að sjá um sameiginleg mál- efni borgaranna geri það ekki síður í eiginhags- munaskyni en vegna löngunar til að láta gott af sér leiða. Þetta er varasöm þróun sem þarf að stöðva. Enn einn þáttur þessara kosninga sem vakið hefur athygli og umræður er fjöldi nýrra framboða. Frá sjónarhóli lýðræðislegra stjórnarhátta er engin ástæða til að amast við því heldur er það þvert á móti fagn- aðarefni. En slíkur fjöldi nýrra framboða, sem geta ta- lizt koma fram á öllum vígstöðvum stjórnmálabarátt- unnar, bæði til hægri og vinstri og á miðjunni, getur líka verið vísbending um að eitthvað sé að í starfi hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka. Og þá er líkleg- asta skýringin skortur á umburðarlyndi gagnvart ólík- um skoðunum og að krafa um einsleitni eða fyrirvara- lausan stuðning við þá stefnu sem forystusveitir flokkanna marka hverju sinni eigi hér hlut að máli. Þegar úrslitin liggja fyrir í kvöld eða í nótt munu þegar í stað hefjast umræður innan hinna hefðbundnu flokka um hvaða ályktanir megi af þeim draga. Verði úrslitin eitthvað svipuð því sem fram hefur komið í síðustu skoðanakönnunum verður erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram að neita að horfast í augu við þverrandi stuðning, sem hlýtur að gjör- breyta möguleikum flokksins til áhrifa á samfélags- þróunina. Með sama hætti má gera ráð fyrir að innan Sam- fylkingar verði spurt hvers vegna flokkurinn nái svo miklu betri árangri í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík en í þingkosningum. Fari sem horfir um fylgi VG í Reykjavík má búast við að innan þess flokks komi fram raddir um að þarna sé komin pólitísk afleiðing af stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Slíkar umræð- ur innan VG geta leitt til harðari afstöðu VG við ríkis- stjórnarborðið. Inn í þá mynd kemur hinn nýi Sósíalistaflokkur. Nái hann árangri getur VG staðið frammi fyrir nýrri sam- keppni vinstra megin frá, sem getur líka haft áhrif á viðhorf ráðherra VG í ríkisstjórn. Það er forvitnilegt í þessu sambandi að á tali yngstu kjósendanna má heyra að í framhaldsskólum sé að vakna nýr áhugi á hinum gömlu kenningum Karls Marx, sem kaldastríðs- kynslóðin hélt að væru endanlega dauðar. Þótt kosningabaráttan hafi verið litlaus og daufleg er, eins og hér hefur verið rakið, ýmislegt í þessum kosningum sem haft getur áhrif á framhaldið á lands- vísu. Úrslit kosninganna sem fram fara í dag geta því haft margvísleg áhrif á þróun landsmála næstu árin. Dauflegar kosningar sem þó skipta máli Er Karl Marx að vakna til lífsins meðal yngstu kynslóða? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Á ráðstefnu Frelsisnetsins, Free-dom Network, sem Atlas Foundation og fleiri aðilar efna til í Kaupmannahöfn 29.-30. maí 2018, kynni ég rit mitt, sem kom út hjá hugveitunni New Direction í Brussel árið 2016, The Nordic Models. Þar bendi ég á, að velgengni Norður- landa er ekki vegna jafnaðarstefnu, heldur þrátt fyrir hana. Þessa vel- gengni má rekja til fjögurra þátta í sögu Norðurlanda: Gamalgróins réttarríkis, friðhelgi eignarréttarins, frjálsra alþjóðaviðskipta og mikillar samleitni norrænu þjóðanna, en síð- astnefndi þátturinn auðveldar ákvarðanir, eflir traust og stuðlar að sáttum. Frjálshyggja á sér sterkar rætur á Norðurlöndum. Til dæmis setti sænskumælandi Finni, Anders Chydenius, fram hugmyndina um, að atvinnulífið gæti verið skipulegt án þess að vera skipulagt og að eins gróði þyrfti ekki að vera annars tap, árið 1765, ellefu árum á undan Adam Smith. Chydenius lýsti eðli verka- skiptingarinnar, sem er meginskýr- ing hagfræðinga á því, að þjóðir heims geti brotist úr fátækt í bjarg- álnir. Margir eindregnir frjáls- hyggjumenn mótuðu andlegt líf Svía á 19. öld, þar á meðal Georg Adler- sperre, Johan Gabriel Richert (sem var aðdáandi Íslendinga sagna), Lars Johan Hierta og síðast, en ekki síst, Johan August Gripenstedt, sem var einn áhrifamesti stjórnmála- maður Svía um og eftir miðja 19. öld og gerbreytti atvinnulífi þeirra í frjálsræðisátt. Fjöldinn allur af framsæknum frumkvöðlum hagnýtti sér nýfengið atvinnufrelsi til að stofna öflug útflutningsfyrirtæki. Frjálshyggja var líka áhrifamikil í Noregi, eins og Eiðsvallastjórnar- skráin 1814 ber vitni um, og í Dan- mörku, þar sem Danir brugðust við ósigrum í stríðum við Þjóðverja með því að auka atvinnufrelsi og efla at- vinnulíf. „Það, sem tapast út á við, skal endurskapast inn á við,“ orti skáldið. En aðalpúðrinu eyði ég í að lýsa frjálshyggju á Íslandi. Þjóð- veldið var eins og Jón Sigurðsson benti á sérstakt rannsóknarefni, þar sem menn bjuggu við lög án ríkis- valds. Sjálfur var Jón frjálshyggju- maður og horfði einkum til Breta um fyrirmyndir. Arnljótur Ólafsson birti fyrstu bókina um hagfræði á ís- lensku, Auðfræði, 1880 undir sterk- um áhrifum frá franska ritsnill- ingnum Frédéric Bastiat. Jón Þorláksson, forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins, studdist ekki síst við stjórnmálahugmyndir sænska hagfræðingsins Gustavs Cassels. Rit mitt er þó ekki aðeins um liðna tíð, heldur líka nútímann, þegar frjálshyggja hefur eflst að rökum. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hvað segi ég í Kaupmannahöfn?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.