Morgunblaðið - 26.05.2018, Qupperneq 46
Íslensk-þýska hljóm-
sveitin Ensemble
Adapter, sem einbeitir
sér að sköpun og túlk-
un nútímatónlistar,
leikur undir á nýrri
plötu hins þýsk-ind-
verska Ketan Bhatti.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég kynntist Gunnhildi Einars-dóttur hörpuleikara er égbjó í Berlín fyrir réttum 12
árum. Bjó í íbúð hennar á meðan við
fjölskyldan komum okkur fyrir í
borginni og höfum við verið í sam-
bandi síðan. M.a. hef ég fylgst með
henni og starfi hennar fyrir En-
semble Adapter, hljómsveit sem hún
og maður hennar, Matthias Engler
(slagverk), höfðu stofnað tveimur
árum fyrr. Adapter starfar enn,
ásamt þeim hjónum skipa þau Krist-
jana Helgadóttir (flauta) og Ingólfur
Vilhjálmsson (klarínett) hópinn.
Hrynhitinn aðlagaður
Ketan Bhatti Er mikilvirkur í
suðupottinum Berlínarborg.
Máttur og megin Adapter liggur í
nútímatónlist, nýrri sköpun og því
að þenja út það sem mögulegt er –
krossa yfir mörk og mæri.
Eins og nafnið gefur til
kynna. „Með því að sam-
þætta ólíka listmiðla með
tónlistinni er hægt að lyfta
þeim öllum upp, ég trúi því
t.a.m. ekki að þessir hlutir
séu að skyggja hver á ann-
an,“ sagði Matthías við
blaðamann þegar Adapter var
tveggja ára gamall. „En til þess að
þetta virki þurfa þessir ólíku lista-
menn að samþætta sig og vinna í
sameiningu að heildarútkomu sem
skilur eitthvað eftir sig.“ Þessum
kúrs hefur verið haldið glæsilega
allar götur síðan.
Í síðustu viku kom út ný plata,
þar sem Adapter sér um tónlist-
arflutning. Nodding Terms er gefin
út af hinu framsækna merki col
legno en höfundur tónlist-
ar er Ketan Bhatti, vinur
sveitarinnar frá Berlín.
Hann sinnir tónlistar-
skrifum fyrir leik- og dans-
verk og einnig söngleiki.
Hann og bróðir hans, Viv-
an Bhatti, hafa þá samið
tónlist fyrir breikdanshóp-
inn Flying Steps og sett Bach í hipp-
hopp-snið.
„Við Matthias kynntumst Ketan
í Brandt Brauer Frick Ensemble,“
» Á Nodding Termsreynir Bhatti sig við
samslátt kammertón-
listar og raf/klúbba-
tónlistar. Hljóðfæri
Adapter eru lögð að
naumhyggjulegu, grúv-
bundnu flæði og heyrn
er sögu ríkari!
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Hugmyndin að verkinu er sprottin út frá samtali sem hófst
í Amsterdam og hélt áfram í Berlín áður en við fluttum
heim,“ segir Hrafnhildur Gissurardóttir, myndlistarkona og
sýningarstjóri, um Free Play sem sýnt verður í bingósal
Vinabæjar í Skipholti 33 í dag, laugardag, kl. 17. Verkið
samdi Hrafnhildur í samvinnu við Borghildi Indriðadóttur,
listakonu og arkitekt, og Hrafnhildi Árnadóttur sópr-
ansöngkonu, en þær voru við nám og störf erlendis þegar
hugmyndin að verkinu kviknaði. „Þetta er sannkallaður
hildarleikur,“ segir Hrafnhildur kímin og rifjar upp að þær
nöfnur hafi kynnst á námsárum sínum. „Hrafnhildur fór að
mæta á myndlistarsýningar og ég í óperuna meðan við
bjuggum í Amsterdam. Í mastersnáminu kynntist ég síðan
Borghildi í Berlín sem er líka mikill óperuunnandi og hefur
unnið með Schaubühne. Þegar við fluttum allar heim til Ís-
lands á seinasta ári fór boltinn að rúlla frekar hratt.“
Free Play er byggt á óperunni La Traviata eftir Giuseppe
Verdi. „Þetta er ein frægasta ópera tónbókmenntanna.
Okkur langar að gera óperuna aðgengilegri fyrir almenning
og jafnframt minna nútímaáhorfendur á hversu ögrandi og
mikill pönkari Verdi var á sínum tíma. Okkur fannst spenn-
andi að skoða 19. aldar rómantík frá ólíkum sjónarhornum.
Titill verksins vísar í aríuna „Sempre libera“ eða Ávallt
frjáls þar sem aðalpersóna verksins, Violetta, syngur um
löngun sína til að lifa frjáls og áhyggjulaus,“ segir Hrafn-
hildur og bendir á að titill óperunnar vísi til Violettu sem
fallinnar konu.
Óperuformið brotið upp
„Violetta er stöðugt innan um efri stéttina þó hún tilheyri
henni ekki. Hún er stanslaust umkringd fólki, en á sama
tíma alltaf einmana. Við vinnum með fjarlægðina, einangr-
unina og skömmina. Í óperunni lýsir Violetta París sem yfir-
fullri eyðimörk, borgin er full af fólki en samt er hún ávallt
einmana. Það er velþekkt einkenni í stórborgum að margir
upplifa mikinn einmanaleika þrátt fyrir alla fólksmergðina,“
segir Hrafnhildur og bendir á að í verkinu Free Play sé óp-
eruformið brotið upp. Í stað hljómsveitar skapi raftónlist-
armaðurinn Sveinbjörn Thorarensen, einnig þekktur sem
Hermigervill, hljóðheim verksins í samstarfi við sópr-
ansöngkonuna Hrafnhildi. „Verkið er tæp klukkustund að
lengd en leikmynd og búningar eru í formi innsetningar sem
unnin er í samstarfi við búningahönnuðinn Þórunni Maríu
Jónsdóttur,“ segir Hrafnhildur og tekur fram að sýning-
arstaðurinn hafi haft sterk áhrif á listræna stjórnendur.
„Bingósalurinn í Vinabæ veitti okkur mikinn innblástur við
sköpun verksins. Eftir að hafa dvalið langdvölum erlendis
sér maður allt hérlendis með nýjum augum. Við heilluðumst
umsvifalaust af þessum sal sem er gleymd perla á besta stað
í bænum,“ segir Hrafnhildur og tekur fram að höfundar hafi
heillast af þeim súrrealisma og þeirri fagurfræði sem birtist
í útliti og stíl salarins sem minni á myndir eftir Aki Kaur-
ismäki og David Lynch.
Að sögn Hrafnhildar vísar titill verksins einnig til bingó-
spjaldanna, því í miðju þeirra stendur „Free Play“ sem vísi
einnig til hins frjálsa leiks verksins. „Enda erum við að
blanda saman ólíkum listgreinum, en reynum markvisst að
gera þeim jafnhátt undir höfði,“ segir Hrafnhildar og bendir
á að nafna hennar verði ein á sviðinu allan tímann og beri
verkið uppi. „Hún er mjög hugrökk og búin að brjóta allar
reglur óperunnar með okkur Sveinbirni,“ segir Hrafnhildur
og tekur fram að nafna hennar sé söngkona á heims-
mælikvarða og því ætti enginn að láta verkið framhjá sér
fara. Aðspurð segir hún aðeins ráðgert að sýna eina sýningu
í Vinabæ, en útilokar ekki að innsetningin verði þróuð áfram
og mögulega sýnd annars staðar síðar meir. Þess má að lok-
um geta að miðar eru seldir á tix.is og við innganginn.
„Blanda saman
ólíkum listgreinum“
Free Play sýnt í bingósal Vinabæjar í dag kl. 17
Ljósmynd/Saga Sig
Borghildur
Indriðadóttir
Hrafnhildur
Gissurardóttir
Hrafnhildur
Árnadóttir
Innsetning Leikmynd og búningar í verkinu Free Play
eru í formi innsetningar sem unnin er í samstarfi við
búningahönnuðinn Þórunni Maríu Jónsdóttur.
Þriðju tónleikar strengjasveitar-
innar Spiccato á þessu ári verða í
kirkju Óháða safnaðarins í dag,
laugardag, kl. 17. Á efnisskránni
eru tónverk eftir Albinoni, Vivaldi,
Tessarini, Eccles og Wasseneau.
„Gestur tónleikanna verður
orgelleikarinn Kristján Hrannar
Pálsson, en hann mun leika með í
hinu þekkta verki Adagio eftir
Albinoni. Nýjustu rannsóknir
benda til að hinn rétti höfundur
verksins sé Remo Giazotto,“ segir í
kynningu.
Strengjasveitin Spiccato var
stofnuð 2012 af hópi strengjaleik-
ara sem vettvangur til að flytja
tónverk fyrir strengi, ekki síst frá
barokktímanum, þar sem jafnræði
ríkir milli hljóðfæraleikarana og
enginn einn stjórnar. Sveitina
skipa nú Martin Frewer, Hlíf Sig-
urjónsdóttir, Sigurlaug Eðvalds-
dóttir, Ágústa Jónsdóttir, María
Weiss og Sigrún Kristbjörg Jóns-
dóttir á fiðlur, Sarah Buckley og
Eyjólfur Bjarni Alfreðsson á lág-
fiðlur, Þórdís Gerður Jónsdóttir á
selló og Páll Hannesson á bassa.
Þess má að lokum geta að fjórðu
tónleikar sveitarinnar verða á
Kjarvalsstöðum á Menningarnótt.
Spiccato í kirkju
Óháða safnaðarins
Spiccato Strengjaveitin var stofnuð árið 2012. Hún heldur tónleika í dag.
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Laugardagur 26. maí kl. 14 sýningaropnun: Leitin að klaustrunum
Síðasta sýningahelgi ljósmyndasýninganna í Myndasal og á Vegg
Heiðnar grafir í nýju ljósi
– ný sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning
Þjóðminjasafnsins
David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal
Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið alla daga 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið alla daga 10-17
ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018
ELINA BROTHERUS - LEIKREGLUR – 16.2. - 24.6.2018
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign
7.4.2017 - 31.12.2019
BÓKFELL 22.5 - 31.12 2018
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
21.10.2017 - 7.10.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
15.5. - 15.9.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is