Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 47
segir Gunnhildur mér. Hjónin leika með nefndri sveit en þeir Paul Frick og Jan Brauer, meðlimir þar, koma og við sögu á plötu Bhatti. „Hann var trommuleikari þar til að byrja með. Hann fór fljótlega að einbeita sér að því að semja tónlist og taka upp og Adapter lá því beint við sem samstarfsaðili þegar hann fór að prófa sig áfram með að skrifa kammertónlist. Við höfum áður gert nokkur mismunandi verkefni í sam- einingu og þessi plata er einskonar heildarútkoma þeirra verkefna.“ Á Nodding Terms reynir Bhatti sig við samslátt kammertónlistar og raf/klúbbatónlistar. Hljóðfæri Adapter eru lögð að naumhyggju- legu, grúvbundnu flæði og heyrn er sögu ríkari! Titillinn, „nodding“, vís- ar þá í tvennt, að fólk kinki kolli taktvisst vegna grúvsins og líka að það kinki kolli og segi „aha!“, þar sem samsuðan er svo glúrin. Segir í nokk grallaralegri fréttatilkynn- ingu. „Flóknir taktar eru ekki sér- stök áskorun fyrir Adapter,“ segir Gunnhildur. „En kannski að það að umgangast þá á svona meira „grúví“ hátt sé dálítið óvenjulegt. Það er samt mjög gaman og á vel við okk- ur“ (hlær). Ensemble Adapter Ingólfur Vilhjálmsson, Matthias Engler, Kristjana Helgadóttir og Gunnhildur Einarsdóttir. MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta byrjar á því að ég vinn með einn pixel í mynd, fer inn í hann, aft- ur og aftur og byggi verkin upp úr pixlum,“ segir Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður þegar hann út- skýrir áhrifamikil og ægifögur myndverkin á sýningunni Upplausn sem verður opnuð í Hverfisgalleríi að Hverfisgötu 4 klukkan 16 í dag, laug- ardag. Þetta eru stór verk sem eru byggð upp með pixlum úr einum pixli sem var myndaður af Hubble sjónauk- anum – og þau vísa í himingeiminn og hinn rafræna heim í senn, og þá eru við verkin einnig rafræn mynstur sem Hrafnkell hefur þrykkt beint á veggina. Hann segir forsendu verk- anna liggja í óljósri hugmynd, tilfinn- ingu sem var í senn óræð, dimm og djúp. Og tengist auðum fleti, ein- hvers konar prenti. „Ég er að leysa upp smæstu eind- irnar og leyfa þeim að endurraða sér; án þess að ég viti hvernig þær muni gera það – ég vinn með myndvinnslu- forrit og bíð eftir að eitthvað gerist,“ segir hann. Hann vinnur því með tölvutækni og vélræn ferli en útkom- an er afar lífræn. „Já, og það kom mér á óvart. Ég hélt að þetta yrði enn geómetrískara, en verkin þróuðust á sífellt lífrænni hátt. En samt, ef þú ferð mjög nálgt verkunum“ – við rekum nefin upp að einu þeirra – „þá er þetta harðlínu geómetría. Þetta er eins og strang- flata-málverk sem er búið að súmma langt frá. Í ljósmyndum Hubble-sjónaukans var lítill bletur á stjörnuhimninum stækkaður upp svo að stjörnuþokur komu í ljós. Ég tek eina slíka mynd og finn lítinn svartan blett í henni, þar sem er ekki neitt, sem ég stækka upp og fer þar inn í ímyndunarafl mitt. Ég trúi því að hægt sé að fara út í geiminn gegnum myndina.“ Hrafnkell, sem er fæddur árið 1963, er einn virtasti myndlistar- maður sinnar kynslóðar. Hann nam fyrst hér á landi og var síðan í fram- haldsnámi í Maastricht í Hollandi og í London. Hann hefur unnið verk í ýmsa miðla, til að mynda ljós- myndun, vídeó og grafík, og hlaut ár- ið 2007 Íslensku sjónlistarverðlaunin. „Verkin þróuðust á sífellt lífrænni hátt“  Upplausn Hrafnkels Sigurðssonar í Hverfisgalleríi Morgunblaðið/Einar Falur Upplausn „Ef þú ferð mjög nálgt verkunum þá er þetta harðlínu geómetría. Þetta er eins og strangflata-málverk sem er búið að súmma langt frá,“ segir Hrafnkell Sigurðsson um ægifögur myndverkin sem spretta af einum pixli. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein var handtekinn og leiddur í járnum út af lögreglustöð í New York-borg í gær. Hann gaf sig fram eftir að lýst var eftir hon- um og var honum í kjölfarið birt ákæra fyrir að hafa nauðgað einni konu og neytt aðra til munnmaka. Lögreglan hefur rannsakað mál framleiðandans undanfarna mán- uði, eftir að fjöldi kvenna kom fram og sakaði hann um ofbeldi og áreitni. Hleypti umræðan #MeToo-hreyfingunni af stokk- unum. Weinstein ákærður fyrir nauðgun AFP Í járnum Harvey Weinstein leiddur út af lögreglustöð í New York í gær. Líf nefnist ljósmyndasýning ÁLF- kvenna í Lystigarðinum á Akureyri sem opnuð verður í dag og stendur fram yfir Akureyrarvöku. „ÁLFkonur er félagsskapur kvenna sem hafa ljósmyndun að áhugamáli og hafa starfað saman frá sumrinu 2010. Þetta er 24. sam- sýning hópsins og 7. sýningin í Lystigarðinum,“ segir í tilkynn- ingu. Sýningin er útisýning og er opin milli kl. 8.00 og 22.00 alla daga. Allar nánari upplýsingar á Facebook-síðunni ÁLFkonur. ÁLFkonur sýna í Lystigarðinum Samsýning Ljósmyndir í Lystigarðinum. Vorgaldur er yfirskrift tónleika sönghópsins Spectrum í Salnum á morgun, sunnudag, kl. 20 undir stjórn Ingveldar Ýrar. „Spectrum fer á dulmagnaðar slóðir og flytur seiðandi söng- dagskrá þar sem flutt verða allt í senn mögnuð, fögur og brjáluð lög ásamt lögum úr smiðju íslenskra tónskálda,“ segir í tilkynningu. Á efnisskránni eru lög á borð við „Mad World“, „Viva la Vida“, „Far Over the Misty Mountains“, „Underneath the Stars“, „Glow“, „Let It Be“ og „Bésame Mucho“. Tónskáld og útsetjarar á borð við Eric Esenvalds, Eric Whitacre og Morten Lauridsen eru ríkjandi í lagavalinu. Með kórnum leika Vign- ir Þór Stefánsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa, Ársæll Másson á gítar og Þorvaldur Ingveldarson á slagverk. Spectrum fer á dulmagnaðar slóðir Dulúð Ingveldur Ýr stjórnar söng- hópnum Spectrum í Salnum. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Sun 27/5 kl. 20:00 35. s Fös 1/6 kl. 20:00 36. s Lau 2/6 kl. 20:00 37. s Allra síðustu sýningar! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Lau 26/5 kl. 20:30 aukas. Fös 1/6 kl. 20:30 aukas. Fim 31/5 kl. 20:30 aukas. Lau 2/6 kl. 20:30 aukas. Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Lau 26/5 kl. 19:30 8.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Aðfaranótt (Kassinn) Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.