Morgunblaðið - 26.05.2018, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 26.05.2018, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Aríur og órar í Hörpuhorni Tónleikar í röðinni Velkomin heim verða haldnir á morgun í Hörpuhorni í Hörpu kl. 17 og eru það jafnframt síðustu tónleikar raðarinnar á þessu starfsári. Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Sigurður Helgi Oddsson pí- anóleikari munu fylgja áheyr- endum inn í vorið með aríum og sönglögum um ást, gleði, ástríðu og missi og flytja verk eftir Pur- cell, Händel, Donizetti, Hump- erdinck og Tosti. Berta Dröfn hefur sungið í mörgum þekktustu tónleikahúsum heims, m.a. Carne- gie Hall í New York og Scala- óperunni í Míl- anó. Sigurður lauk B.Mus.- gráðu í píanó- leik, hljómsveit- arstjórn og kvikmynda- tónsmíðum frá Berklee College of Music í Bost- on árið 2011 og hefur starfað sem meðleikari, stjórnandi og kennari á hinum ýmsu sviðum tónlistargeirans Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Berta Dröfn Ómarsdóttir Deadpool er mættur afturog líkt og tíðkast meðkvikmyndir sem erunúmer tvö þá eru fleiri sprengingar, fleiri persónur og fleiri brandarar. Í upphafi myndar er Deadpool þungt haldinn, svo mjög að hann reynir að fremja sjálfsvíg. Þeir sem þekkja persónuna vita að það mun ganga brösuglega því Deadpool er ódrepandi. Uppspretta þess djúpa þunglyndis sem hann er sokkinn í er að svakalega vondur glæpamaður drap konuna hans og nú finnst Deadpool lífið vera tilgangslaust. Því sprengir hann sig í loft upp. Það ber ekki árangur; þótt hann sprengist í milljón litla búta er hann enn lifandi. Vinir hans úr röðum X- mannanna koma og tjasla honum saman og reyna að veita honum sáluhjálp. X-mennirnir og Deadpool eru kallaðir út vegna þess að Rus- sel, ungur stökkbreyttur piltur sem spýr eldi úr höndum sínum, er að valda usla fyrir utan munaðarleys- ingjaheimili þar sem hann er vist- maður. Deadpool reynir að skakka leikinn en endar á að klúðra öllu þannig að bæði hann og reiði ungi maðurinn eru sendir í fangelsi. Skömmu eftir að þeir eru sendir í steininn brýst maður inn í fangelsið og tekur að brjóta þar allt og bramla. Hann reynist vera Cable, þungvopnaður hermaður úr fram- tíðinni, og hann er á höttunum eftir Russel. Nú eru þeir félagar í mikl- um vanda, þeir verða að sigrast á Cable og komast að því hvað hann vill Russel. Deadpool safnar liði og hyggst búa til ósigrandi teymi til að kljást við óvininn. Meðlimir teym- isins reynast misósigrandi en einn þeirra kemur sérstaklega að liði og það er Domino, sem hefur þann furðulega ofurkraft að vera ein- staklega heppin. Þegar fyrsta Deadpool-myndin kom út 2016 þótti hún vera ferskur andblær inn í offramboð ofurhetju- mynda sem eru gjarnan fremur áþekkar. Deadpool er öðruvísi ofur- hetja, hann er kjaftfor, klaufskur og hefur mjög undarlega siðferðis- kennd. Alla jafna fylgja ofurhetjur mjög ströngum mórölskum reglum, þær drepa ekki fyrr en allt um þrýt- ur og trúa á réttlætið. Deadpool trúir ekki á neitt, hann klýfur and- stæðinga í herðar niður án þess að hika og sendir hausa, hendur og innyfli fljúgandi um allt. Oft segir hann líka brandara um það í leið- inni. Þess vegna er Deadpool svona „fullorðins“ ofurhetja. En það sem gerði fyrri myndina svona ferska var kannski fyrst og fremst frásagnaraðferðin. Myndin er rosalega sjálfsvísandi (e. meta). Deadpool er meðvitaður um að hann sé skálduð persóna og að það séu áhorfendur að horfa á hann og hann brýtur fjórða vegginn í tíma og ótíma til að tala við áhorfendur. Hann hefur líka mikla þekkingu á Marvel-myndasöguheiminum og vísar ósjaldan til hans, sem vekur kátínu meðal aðdáenda myndasagn- anna. Myndin spilar með væntingar áhorfenda, í stað þess að setja inn spennuþrungna tónlist í bardaga- atriði kemur kannski ballaða eða eitthvað álíka óvænt. Deadpool bendir líka gjarnan á klisjur og þar sem það verður varla þverfótað fyr- ir þeim í ofurhetjukvikmyndum er þetta skemmtileg afbökun. Dead- pool 2 er gerð í þessum sama stíl. Tilfellið er samt að þegar það er stöðugt uppbrot í gangi verður það að klisju í sjálfu sér. Sömu brand- arar og trix koma fram aftur og aft- ur og myndin hefur því ekki sama slagkraft og sú fyrri. Á einum stað kemur fram að Cable, sem kemur úr framtíðinni, hefur takmarkaða möguleika í tíma- flakki, hann hefur bara tvær „hleðslur“, eina til að komast til for- tíðar og aðra til að fara til baka. Deadpool snýr sér að áhorfendum og bendir á að þarna hafi handrits- höfundarnir bara verið latir og hitt- ir þar naglann á höfuðið, því þegar tímaflakk er annars vegar eru plott- holur oft óhjákvæmilegar. Hið merkilega er þó að þarna lýsir hann allri myndinni, því hún er letilega skrifuð. Myndin er mjög við- burðarík en flæðið milli atriða er lé- legt, oft er farið óþarflega hratt yfir sögu og þegar verst lætur tapar maður þræðinum. Persónusköpunin er ekki upp á marga fiska, persónur Cable og Domino eru skemmtilegar en maður kynnist þeim ekki ýkja mikið. Myndin er vissulega fyndin, það er mörg sprenghlægileg augna- blik en hún nær ekki sömu húm- orísku hæðum og Deadpool númer eitt. Handritshöfundar gerast líka sekir um að nota einhverja stærstu og leiðinlegustu klisju sem fyrir- finnst í dramatískum skrifum: að láta konu karlkyns aðalpersónu deyja til þess að þróa hans persónu. Það er ekki látið nægja að gera þetta einu sinni, heldur er það gert tvisvar, bæði Deadpool og Cable eru keyrðir áfram af því að konurnar þeirra eru drepnar. Þessi klisja hef- ur verið nefnd „konan í ísskápnum“ og nafnið er einmitt sótt í ofur- hetjuheiminn, nánar tiltekið til þess að í Green Lantern-sögu frá 1994 kemur aðalhetjan heim og sér að óvinur hans, Major Force, hefur drepið konuna hans og stungið henni í ísskápinn. Það er vissulega bagalegt að mynd sem einsetur sér að rugla í klisjum ofurhetjuheimsins beiti þessari ofnotuðu dramatísku tækni. Deadpool 2 er bæði fyndin og spennandi en hún er svo sannarlega eftirbátur fyrri myndarinnar. Eitthvað útrunnið í ísskápnum Laugarásbíó, Smárabíó, Há- skólabíó, Borgarbíó og Sam- bíóin Egilshöll og Kringlunni Deadpool 2 bbbnn Leikstjóri: David Leitch. Handrit: Rhett Reese, Paul Wernick og Ryan Reynolds. Kvikmyndataka: Jonathan Sela. Klipp- ing: Craig Alpert og Elísabet Ronalds- dóttir. Aðalhlutverk: Ryan Reynolds, Josh Brolin, Zazie Beetz, Julian Denn- ison og Morena Baccarin. 119 mín. Bandaríkin, 2018. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Sjálfa Sjálfhverfa ofurhetjan Deadpool. Finnsk þjóðlagatónlist verður í öndvegi á tónleikum í Norræna húsinu á morgun kl. 19.30 en á þeim koma fram Tríó Matti Kallio, söng- konan Anna Fält og kantele- leikarinn Eeva-Kaisa Kohonen. Matti Kallio spilar á díatóníska takkaharmóníku, fimm raða krómatíska hnappaharmonikku, ýmsar flautur og líka á gítar og er einn af fjölhæfustu finnsku tónlist- armönnum sinnar kynslóðar, að því er fram kemur á vef Norræna húss- ins. Petri Hakala spilar á gítar og mandólín og Hannu Rantanen á kontrabassa. Eeva-Kaisa Kohonen er rísandi stjarna í hinni fornu finnsku þjóðlagatónlist, að því er fram kemur á vefnum, og leikur á kantele, hefðbundið strengja- hljóðfæri sem finnst í Finnlandi og í Finnsk þjóðlagatónlist í Vatnsmýrinni Kantele Eeva-Kaisa Kohonen leikur á strengjahljóðfærið kantele. löndum Austur-Eystrasaltsríkj- anna. Anna Fält er sögð einstak- lega fjölhæfur söngvari, lagahöf- undur og listamaður sem elskar norræna þjóðlagatónlist og hefur lært þjóðlagatónlist í fjórum mis- munandi löndum. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.