Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Viðræður um myndun meirihluta þokast áfram í ýmsum sveitar- félögum landsins eftir sveitar- stjórnarkosningarnar um helgina. Formlegar viðræður eru hafnar í nokkrum sveitarfélögum. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sókn og óháðir í Hafnarfirði hófu formlegar meirihlutamyndunar- viðræður í gær. Oddviti Bæjarlist- ans, sem nú bauð fram í fyrsta sinn, sat á síðasta kjörtímabili í meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar fyrir síðarnefnda flokk- inn. Endurtelja þurfti atkvæði í Hafn- arfirði, en endurtalningin breytti niðurstöðu kosninganna í engu. Fái áform sjálfstæðismanna og Framsóknar og óháðra framgang, mun meirihluti þeirra vera sex menn, fimm úr Sjálfstæðisflokki og einn frá Framsókn og óháðum. Sjálfstæðismenn tvístígandi Theodóra Þorsteinsdóttir, oddviti BF/Viðreisnar í Kópavogi, sagði í samtali við mbl.is í gær að eðlilegt væri fyrir flokkinn að ræða við sjálf- stæðismenn fyrst, í ljósi þess að meirihluti flokkanna hélt. „Ég er enn á sama stað og opin fyrir við- ræðum,“ sagði hún í samtali við mbl.is. Athygli vekur að sjálfstæðismenn og BF/Viðreisn hafi ekki tekið upp samræður eftir niðurstöðu kosning- anna. Heimildir Morgunblaðsins herma að óánægja ríki hjá nokkrum hluta sjálfstæðismanna í Kópavogi með meirihlutasamstarf flokksins við Bjarta framtíð á síðasta kjör- tímabili. Hugnast þessum hópi sjálf- stæðismanna ekki samstarf með BF/Viðreisn og hallast frekar að því að leita til framsóknarmanna. Stjórnir fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Kópavogi og sjálfstæðis- félagsins funduðu í gærkvöldi til að ræða stöðu mála í stjórnarmynd- unarviðræðunum. Allt hljótt í Reykjavík Oddvitar tveggja flokka sem fengu einn mann kjörinn í Reykja- vík, Vigdís Hauksdóttir, Miðflokki, og Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, höfðu lítið að segja við mbl.is í gær. Vigdís kvaðst ekki vita til þess að fundir hefðu verið boð- aðir, í það minnsta ekki með Mið- flokknum. Kolbrún tók í sama streng, en nefndi að almennt óform- legt samtal stæði enn yfir milli flokkanna. Treglega gekk að öðru leyti að ná í oddvita flokkanna í Reykjavík í síma í gær. Viðræður víða langt komnar Eyjalistinn og H-listinn, Fyrir Heimaey, funduðu hvor í sínu lagi í gærkvöldi og ákváðu í kjölfarið að hefja formlegar viðræður um meiri- hlutasamstarf. Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, sagði í samtali við mbl.is í gær að kröfur listans yrðu ekki hunsaðar í meirihluta- viðræðum. Spurður hvort flokk- urinn myndi þá selja sig dýrt kvað hann Eyjalistann þurfa að horfast í augu við það að hafa misst mann í kosningunum. „En þegar allt kemur til alls þá snýst þetta um að gera það sem er best fyrir bæinn og þá er það kannski vilji bæjarbúa að hags- munir bæjarins verði teknir ofar hagsmunum okkar,“ sagði hann. Síðdegis í gær hófu Framsókn- arflokkur og Sjálfstæðisflokkur formlegar viðræður um myndun meirihluta á Ísafirði. Framsókn- arflokkurinn var í oddastöðu eftir kosningar og ræddi óformlega við bæði Sjálfstæðisflokk og Í-lista. Marzellíus Sveinbjörnsson, odd- viti framsóknarmanna, sagði í sam- tali við mbl.is í gær að auglýst yrði eftir ópólitískum bæjarstjóra „svo langt sem það geti náð“. Í Mosfellsbæ eru viðræður Sjálf- stæðisflokks og Vinstri grænna langt komnar efnislega. Flokkarnir hittast á föstudag til að ganga frá lausum endum í drögum að sam- starfssáttmála. Í Reykjanesbæ hófust formlegar viðræður um myndun meirihluta í gær milli Samfylkingar, Framsókn- arflokks og Beinnar leiðar. Flokk- arnir þrír hafa sammælst um að Kjartan Már Kjartansson verði áfram bæjarstjóri. Samfylking, L- listi og Framsóknarflokkur ræða möguleika á áfamhaldandi samstarfi á Akureyri. Samstarf víða í burðarliðnum  Meirihluti Eyjalista og Fyrir Heimaey í smíðum  Sjálfstæðismenn leita á ný mið í Hafnarfirði  Sjálfstæðismenn í Kópavogi eru tvístígandi  Lítið heyrist frá oddvitum flokkanna í Reykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Kosningar Myndun meirihluta er misvel á veg komin í sveitarfélögunum. Fjöldi flokka og atkvæðadreifing veldur því stundum að viðræðurnar flækjast. Morgunblaðið/Ómar Hafnarfjörður Rósa Guðbjartsdóttir, Sjálfstæðisflokki og Guðlaug Krist- jánsdóttir, nú BF/Viðreisn, munu að óbreyttu ekki halda áfram samstarfi. 6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. Nokkur tímamót verða hjá HB Granda eftir sjómannadag er togar- inn Viðey RE heldur til veiða. Þá lýk- ur endurnýjun á ísfiskflota fyrirtæk- isins, en þrír nýir togarar smíðaðir í Tyrklandi, Engey, Akurey og Viðey, komu til landsins í fyrra í stað þriggja mun eldri ísfisktogara. Undanfarið hefur verið unnið að því setja búnað á millidekk og í lest Viðeyjar hjá Skaganum 3X á Akra- nesi. Reiknað er með að skipið fari í „tæknitúr“ eftir næstu helgi og í framhaldinu í hefðbundinn rekstur og veiðar undir álagi. Jóhannes Ell- ert Eiríksson skipstjóri og hans menn á Ottó N. Þorlákssyni fara yfir á Viðey. Ottó N. Þorláksson var smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðabæ 1981 fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur. Skipið hefur reynst einstaklega vel, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB Granda. Ottó var seldur til Ísfélags Vestmannaeyja í desember síðast- liðnum og var söluverðið 150 millj- ónir króna. Ottó kom úr sinni síðustu veiðiferð fyrir HB Granda á sunnu- dag og verður afhentur nýjum eig- endum í slippnum í Reykjavík, en þar verður skipið m.a. botnskoðað og málað. Það kemst trúlega ekki í slipp fyrr en eftir helgi en nú eru þar Heimaey, sem Ísfélagið gerir út, og hvalbátur. Engey kom í staðinn fyrir ísfisk- togarann Ásbjörn RE sem var seld- ur fyrir 50 milljónir til kaupenda í Ír- an. Þriðji af gömlu ísfisktogurum HB Granda, Sturlaugur H. Böðvarsson AK, liggur við bryggju í Reykjavík. Áður hafði HB Grandi endurnýjað uppsjávarflotann með smíði á tveim- ur skipum í Tyrklandi, Venusi NS og Víkingi AK. Þau skip komu árið 2015 í staðinn fyrir Lundey NS, Ingunni AK og Faxa RE. Loks má nefna að á Spáni er stór frystitogari í smíðum fyrir fyrirtækið, en frystitogarinn Þerney var seldur til Suður-Afríku í fyrrahaust fyrir um 1.350 milljónir króna. aij@mbl.is Endurnýjun ísfiskflota lýkur  Viðey RE held- ur til veiða eftir sjómannadag Morgunblaðið/Árni Sæberg Í brúnni Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Viðey RE. ÚRSLIT SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 2018 Ármann Kr. Ólafsson, bæjar- stjóri Kópavogs, var oftast strikaður út í bæjarstjórnar- kosningunum þar, 179 sinnum. Þar á eftir komu Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknar- flokksins, með 14 útstrikanir og Theodóra Þorsteinsdóttir með 12 útstrikanir. Í Reykjavík var oftast strik- aður út Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, 544 sinn- um. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, kom á eftir honum og var strikuð út 83 sinnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var strikaður út 77 sinnum. Í engu tilviki höfðu útstrik- anir áhrif á úrslit sveitarstjórn- arkosninganna. Höfðu engin áhrif ÚTSTRIKANIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.