Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 36. s Lau 2/6 kl. 20:00 37. s Allra síðustu sýningar! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fim 31/5 kl. 20:30 aukas. Fös 1/6 kl. 20:30 aukas. Lau 2/6 kl. 20:30 aukas. Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Lau 25/8 kl. 19:30 37.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Lau 1/9 kl. 19:30 38.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fös 24/8 kl. 19:30 36.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kristín Ómarsdóttir hlaut í gær Maístjörnuna, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns, fyrir ljóðabók sína Kóngulær í sýningargluggum sem JPV gaf út í fyrra. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn fyrir ári og hlaut þau þá Sigurður Pálsson heitinn. Gjaldgengar til verðlaunanna voru allar útgefnar íslenskar ljóða- bækur ársins 2017 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar en hana skipa Magnea J. Matthíasdóttir fyrir hönd Rithöf- undasambandsins og Rannver Hannesson fyrir hönd Lands- bókasafnsins. Maístjarnan er einu verðlaunin á Íslandi sem eingöngu eru veitt fyrir útgefna íslenska ljóða- bók og er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í út- gáfu. Verðlaunafé er 350 þúsund krónur. Fyrst var það tígrisdýr „Já, þau gera það, það er gaman að fá verðlaun,“ svarar Kristín þegar hún er spurð að því hvort verðlaunin skipti hana miklu máli. – Þessi titill, Kóngulær í sýningar- gluggum, hvaðan kom hann? „Upphafsmyndin er úr draumi,“ svarar Kristín, „það var fyrst sem ég sá tígrisdýr í sýningarglugga og svo vann ég meira með þá mynd.“ – Er það dæmigerð leið hjá þér að ljóðinu, sérðu fyrir þér ákveðna mynd eða myndir? „Ég held að þetta fari saman, myndirnar og hljóð orðanna. Stund- um eru myndirnar sér og stundum eru hljóð orðanna sér og maður þarf að binda þetta saman og stundum rennur þetta saman samtímis.“ – Í einu ljóðinu segir „þau ráðast á mig orðin og umkringja“. Upplifir þú þetta þannig að þú verðir að yrkja ljóð til að fá útrás og losna við þessu ágengu orð, þennan orða- flaum? „Stundum fær maður ekki frið fyrir orðum og stundum fær maður algjörlega frið fyrir þeim. En stund- um fær maður bara engan frið,“ svarar Kristín og blaðamaður segir alltaf forvitnilegt að skyggnast inn í höfuðið á öðru fólki, að fá að vita hvað er að gerast þar. „Já, eins og það hlýtur að vera þegar maður er blaðamaður,“ segir Kristín þá og spyr hvernig það sé, hvað sé að ger- ast í höfði blaðamanns. Blaðamaður segist oftar en ekki vera með eitt- hvert lag á heilanum og Kristín spyr þá hvort það sé nýtt eða þekkt lag og fær það svar að oftast sé það þekkt lag og jafnvel sama lagið dag eftir dag. Í gærmorgun vaknaði blaðamaður t.d. með „Aldrei fór ég suður“, lag Bubba Morthens, í höfðinu á meðan rigning og rok börðu á svefnher- bergisglugganum. „Getur ekki verið að það sé út af því að þig langi burt?“ spyr Kristín þá og blaðamaður segir það líklega rétt hjá henni. „Undir- meðvitundin er að segja þér „ég ætla að fara“,“ bætir Kristín við og blaða- maður hlær að þessari góðu túlkun. Blóm sem tilheyrir ákveðnum tíma – Í gagnrýni um bókina þína hér í Morgunblaðinu segir m.a. að ákveð- inn absúrdismi einkenni verkið. Myndir þú segja að absúrdismi ein- kenndi ljóðin þín? „Ég var náttúrlega mjög hrifin af absúrdisma þegar ég var tvítug og hef heillast mjög af absúrdleikhús- inu. Maður er náttúrlega bara eitt- hvert blóm sem tilheyrir ákveðnum tíma og fær þá næringu þess tíma, úr öllum áttum,“ svarar Kristín. – Kemur þér stundum á óvart hvernig fólk upplifir ljóðin þín? „Já, það kemur oft á óvart og ein- hvern veginn finnst mér, þegar bók- in er komin, að ég eigi hana ekkert lengur. Og mér finnst frábært að heyra af ólíkum upplifunum, ég elska það.“ – Og verðlaunum fylgja jafnan umsagnir dómnefnda. Hvernig hafa þær virkað á þig? „Mér finnst þær bara rosalega flottar, mjög vel skrifaðar og út- hugsaðar. Ég ber virðingu fyrir þessum umsögnum, búið að hugsa mikið, fólk hefur lesið vel verkin mín og ég get ekki verið annað en þakk- lát því.“ Eitthvað annað en vinna Kristín er spurð hvort hún yrki ljóð meðfram öðrum skrifum. „Það er mismunandi,“ svarar hún. „Á meðan ég var að vinna þessa bók, á rúmum tveimur árum, voru löng tímabil sem ég helgaði algjörlega ljóðum og ljóðabækur skrifar maður ekki á viku. Kannski sumar ljóða- bækur, ég veit það ekki, en það er ólík vinna en við skáldsögur. Það er mjög mikil vinna á bak við eitt ljóð, rosalega mikil. Ég vil samt ekki kalla þetta vinnu af því þetta er einhvern veginn eitt- hvað annað en vinna. Það er pólitískt sem listafólk er alltaf að segja; „ég verð að vinna í dag“. Þá er það að reyna að réttlæta tilveru sína en ég verð bara að segja „ég verð að yrkja í dag“, „ég verð ekkert að yrkja í dag“ eða „ég finn að ég mun kannski yrkja í dag“. Kannski er þetta líka pólitískt sem ég er að segja, ein- hvern veginn, af því það er ekki hægt að segja að það að semja sé að vinna en svo þegar maður heldur þessu áfram, þá er það vinna, allt sem kemur á eftir. Þú skrifar frum- drög skáldsögu en svo er hún alveg rosalega mikil vinna eftir það,“ segir Kristín. „Þú ert að búa til heim fyrir einhvern sem er að fara að lesa hann og þér má nú ekki leiðast á meðan þú gerir þennan heim.“ „Stundum fær maður ekki frið fyrir orðum“  Kristín Ómarsdóttir hlýtur Maístjörnuna í ár Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gaman „Það er gaman að fá verðlaun,“ segir Kristín Ómarsdóttir sem tók við ljóðabókaverðlaununum Maístjörn- unni í Þjóðarbókhlöðunni í gær við hátíðlega athöfn. Þau hlaut hún fyrir Kóngulær í sýningargluggum. Eitt frægasta og jafnframt umdeild- asta málverk rússneskrar listasögu, Ívan grimmi og Ívan sonur hans 16. nóvember 1581, varð fyrir miklum skemmdum er drukkinn maður réðst á það í Tretyakov-safninu í Moskvu. Í yfirlýsingu rússnesku lögregl- unnar segir að 37 ára gamall maður, sem hafi áður drukkið talsvert af vodka á veitingastað safnsins, hafi ráðist á málverkið með einum þeirra málmstanda sem hafi verið fyrir framan það, til að fólk færi ekki of nærri. Áður en verðir náðu til mannsins hafði hann barið málverkið allnokkrum sinnum og tekist að möl- brjóta öryggisgler sem varði það og rifnaði málverkið á nokkrum stöðum. Þá skemmdist ramminn illa. Árásarmaðurinn kveðst vera óvan- ur að drekka vodka og hafi við drykkjuna orðið fyrir óskilgreindu tilfinningalegu umróti sem olli því að hann skemmdi verkið. Hinn þekkti raunsæismálari Ilya Repin lauk við að mála verkið árið 1885 og er það flennistórt, 200 x 254 cm. Málverkið sýnir frægan og um- talaðan atburð, hvar keisarinn Ívan grimmi situr harmi lostinn með son sinn í fanginu eftir að hafa veitt hon- um banahögg. Ívan þykir hafa verið með blóðþyrstustu og grimmustu stjórnendum í sögu Rússlands en á síðustu árum hafa margir þjóðernis- sinnar hampað honum sem merkum leiðtoga. Hafa þeir meðal annars dregið í efa að Ívan grimmi hafi myrt son sinn og hafa verið með háværar kröfur um að málverkið – sem þeir telja jafnvel, samkvæmt umfjöllum The Guardian, vera hluta erlendrar ófrægingarherferðar – verði tekið niður í Tretyakov-safninu. Þar hefur það verið með vinsælustu listaverk- unum áratugum saman. Í yfirlýsingu safnsins segir að mál- verkið hafi orðið fyrir verulegum skemmdum og meðal annars rifnað á þremur stöðum um miðbikið, þar sem sonur keisarans er sýndur. Það sé hins vegar lán að verðmætustu hlutar verksins, sem sýna andlit og hendur feðganna, hafi sloppið við skemmdir. Talið er að viðgerðin muni taka nokkur ár. Árið 1913 réðst maður á málverkið með hnífi og skar það á þremur stöð- um en Repin var þá enn á lífi og gerði sjálfur við það. Víðfrægt Drukkinn maður olli miklum skemmdum á frægu málverki Ilya Repin sem sýnir Ívan hinn grimma með syninum sem hann myrti. Skemmdi mál- verkið af Ívani Rökstuðningur dómnefndar Maístjörnunnar í ár um bók Kristínar er eftirfarandi: „Danse macabre er miðaldalíking yfir dauðadans- inn sem sameinar okkur öll, háa sem lága, unga sem gamla, konur sem karla, og hann stígum við mann- fólkið allt okkar líf. Í þróttmikilli ljóðabók Kristínar Ómarsdóttur er stiginn dans af sama tagi, líf og dauði tvinnast saman í kóngulóarvef og hvergi er hægt að staldra við fremur en á sjálfri lífsleiðinni, heimurinn er fullur af undrum og óhugnaði, fegurð og ljótleika, völdum og valdaleysi og ótalmörgu öðru. Myndmálið er afar sterkt, stundum allt að því yfirþyrmandi, og ljóðavefur Kristínar heldur okkur föngnum, því hann er samtími okkar sjálfra. Kóngulær í sýningargluggum er afar óvenjuleg, einstaklega sterk og ögrandi ljóðabók og allar líkingar og lýsingar opna nýjar víddir og nýja sýn á heiminn.“ Dauðadansinn stiginn RÖKSTUÐNINGUR DÓMNEFNDAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.