Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2013
- 2017
ota, Hyundai, Nissan,
, og fleiri gerðir bíla
ER BÍLLINN ÞINN
ÖRUGGUR
Í UMFERÐINNI?
Varahlutir í...
Ég er núna á æfingum í Íslensku óperunni fyrir Brothers eftirDaníel Bjarnason,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir óperu-söngkona, en hún á 50 ára afmæli í dag.
Óperan Brothers verður sýnd á Listahátíð 9. júní næstkomandi en
hún er byggð á samnefndri bíómynd eftir danska leikstjórann Susanne
Bier. Hanna Dóra syngur hlutverk móður bræðranna.
„Það eru mjög þéttar æfingar þessa dagana, allir á sviðinu allan tím-
ann og ekkert hlé. Það er því mikilvægt að halda einbeitingunni sem
tekur heilmikið á þar sem viðfangsefnið er ekki af léttara taginu.“
Hanna Dóra verður því á æfingum mestallan daginn í dag.
„Sjálfur afmælisdagurinn verður bara venjulegur dagur hjá mér. Ég
ætla í leikfimi eins og vanalega, en kannski vekja synir mínir mig upp
með afmælissöng,“ en þeir eru Símon 12 ára og Gústaf tíu ára. „Á laug-
ardaginn kemur held ég síðan almennilega upp á afmælið, ætla að hafa
mikið af góðri tónlist, dansa og skemmta mér með vinum mínum.“
Auk þess að syngja kennir Hanna Dóra við Söngskóla Sigurðar De-
metz og Listaháskólanum. „Kennslunni er lokið í bili en ég var svo
heppin að fá úthlutun úr listamannalaunum í nokkra mánuði svo ég get
notað tímann í sumar til að undirbúa og vinna tónleikadagskrár og
verkefni. Ég reyni að halda samböndum frá árunum mínum í Þýska-
landi eins lifandi og ég get, fer alltaf öðru hvoru til að vinna og vona að
það verði þannig áfram. Annars er ég ótrúlega hamingjusöm með lífið
og tilveruna, þakklát fyrir strákana mína, fyrir að vera heilbrigð og fá
vinna við það sem mér finnst skemmtilegt. Finnst frábært að verða
fimmtug!“
Óperusöngkonan Hanna Dóra Sturludóttir.
Á fullu í æfingum á
nýrri íslenskri óperu
Hanna Dóra Sturludóttir er fimmtug í dag
E
lín S. Sigurðardóttir
fæddist á Dalvík
30.5. 1928 og ólst þar
upp. Hún stundaði
nám við barna- og
unglingaskólann á Dalvík, lauk
námi í ljósmóðurfræðum frá Ljós-
mæðraskóla Íslands í Reykjavík
1948 og endurmenntunarnám-
skeiði fyrir ljósmæður 1967.
Elín var ljósmóðir á Dalvík
1948-53 og 1968-78. Auk þess
starfaði hún um fimm ára skeið
hjá héraðslæknisembættinu á Dal-
vík. Hún starfaði einnig við af-
greiðslu- og skrifstofustörf við
vöruflutningafyrirtæki þeirra
hjóna, Óskar Jónsson & co.
Elín tók alla tíð þátt í margvís-
Elín Sigurbjörg Sigurðardóttir, ljósmóðir á Dalvík – 90 ára
Samhent hjón Elín og Óskar voru harðduleg, allan sinn starfsferil, en kunnu einnig að njóta lífsins, á landi og sjó.
Á handfærum í kvöld-
sólinni við Eyjafjörð
Ein af stelpunum Elín með þremur barnadætrum og einni langömmustelpu.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Selfoss Hörður Örn fæddist 23. júní
2017 kl. 18.04. Hann vó 3.976 g og var
52 cm langur. Foreldrar hans eru
Guðmunda Hlín Elvarsdóttir og
Stefán Örn Einarsson.
Nýr borgari