Morgunblaðið - 30.05.2018, Page 27

Morgunblaðið - 30.05.2018, Page 27
legum félagsstörfum. Hún starfaði við barnastúkuna Leiðarstjörnuna í 10 ár á sjöunda áratugnum, var í Dalvíkurdeild SVFÍ og í stjórn þess í 11 ár, var ein af stofn- endum Lionsklúbbsins Sunnu, gegndi þar bæði formennsku og ýmsum trúnaðarstörfum og fékk Melvin Jones-orðuna 2009. Hún tók þátt í stofnun Félags eldri borgara og sinnti fjölbreyttu fé- lagsstarfi aldraðra á Dalvík, s.s. kórsöng, ferðalögum og handverki af ýmsu tagi. Þá gegndi Elín ýms- um trúnaðarstörfum fyrir Dalvík- urbyggð, sat t.d. í þjónustuhópi aldraðra og í safnaðarnefnd Dal- víkurkirkju. Elín hefur alla tíð haft mörg járn í eldinum og sinnt ýmsum áhugamálum. Þau hjónin áttu hús- bíl um margra ára skeið sem þau ferðuðust á um landið og oft í félagsskap húsbílafélagsins Flakk- ara, en þar áttu þau marga góða vini. Þau áttu auk þess lítinn hrað- bát og tóku oft börn sín og barna- börn með á handfæraveiðar úti á firðinum. Fjölskylda Elín giftist 19.11. 1948 Óskari Gunnþóri Jónssyni, f. 19.7. 1925, d. 19.1. 2016, framkvæmdastjóra vöruflutningafyrirtækisins Óskars Jónssonar & co. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Kristín Þor- leifsdóttir, f. á Hóli á Upsaströnd 28.9. 1888, d. 16.10. 1971, hús- freyja, og Jón Lyngsteð Halldórs- son, f. á Ystabæ í Hrísey 7.11. 1884, d. 17.2. 1963, bátsformaður. Þau bjuggu í Ártúni á Dalvík. Börn Elínar og Óskars eru: 1) Sigrún Kristjana, f. 6.12. 1950, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, en börn hennar eru Óskar Jens- son, f. 1974, og Elín Storeide Eg- ilsdóttir, f. 1988, barnabörn henn- ar eru tvö. 2) Jón Viðar, f. 18.2. 1953, verslunarmaður í Garðabæ, en kona hans er Snjólaug Stein- unn Jónmundsdóttir hár- greiðslumeistari og eru börn þeirra Þorsteinn Snævarr Björns- son, f. 1969, Kristín Jónína Rögn- valdsdóttir, f. 1972, Petrína Þór- unn, f. 1974, Elín Sigurveig, f. 1975, og Óskar Gunnþór, f. 1977, en barnabörn þeirra eru 14 og barnabarnabörnin fjögur. 3) Petr- ína Þórunn, f. 2.8. 1955, hár- greiðslumeistari á Dalvík, en maður hennar er Hákon Viðar Sigmundsson skrifstofumaður og eru börnin Elín Rósa Árnadóttir, f. 1975, Margrét Arnheiður Árna- dóttir, f. 1981, Ottó Hrafn, f. 1995, og Andri Viðar, f. 1997 en barnabörnin eru þrjú. 4) Jóhanna Kristín, f. 16.10. 1957, leir- listakona í Ry í Danmörku en maður hennar er Hans-Jörgen Bang Andersen, framleiðslustjóri á olíuborpöllum og eru börn hennar Sindri Daði Rafnsson, f. 1978, Arnar Snær Rafnsson, f. 1980, og Erla Björnsdóttir en barnabörn hennar eru fjögur. 5) Óskar, f. 26.6. 1963, fram- kvæmdastjóri á Dalvík, en kona hans er Lilja Björk Ólafsdóttir mannauðsstjóri og börn þeirra eru Telma Ýr, f. 1985, Karen Lena, f. 1989, og Aron Birkir, f. 1992. Systkini Elínar: Drengur, f. 1919, d. 1920; Þorgils, f. 1921, d. 1998, stöðvarstjóri Pósts og síma á Dalvík; Kristín Sigríður Rod- gers, f. 1922, d. 2013, húsfreyja á Englandi; Drengur, f. 1924, d. 1924; Rósa María, f. 1925, d. 2015, húsfreyja og iðnverkakona á Akureyri; Kristján Þorgils, f. 1930, d. 1940; Jórunn Erla, f. 1932, d. 2004, húsfreyja og skrif- stofumaður á Dalvík; Sigurveig, f. 1934, læknaritari á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar Elínar voru hjónin Petrína Þórunn Jónsdóttir, f. á Dalvík 19.12. 1891, d. 18.4. 1974, ljósmóðir á Dalvík, og Sigurður Þorgilsson, f. á Sökku í Svarfað- ardal 6.6. 1891, d. 11.4. 1951, gagnfræðingur frá Möðruvalla- skóla, útgerðar- og verkamaður á Dalvík. Þau bjuggu í Lambhaga og seinna í Sigtúni á Dalvík. Elín Sigurbjörg Sigurðardóttir Þorgils Erlendsson bóndi á Minniborg í Grímsnesi Guðrún Sæmundsdóttir húsfreyja á Minniborg í Grímsnesi Þorgils Þorgilsson bóndi á Sökku í Svarfaðardal Elín Sigurbjörg Árnadóttir húsfreyja á Sökku í Svarfaðardal Sigurður Þorgilsson útgerðarmaður á Dalvík Árni Pálsson hreppstjóri og bóndi í Syðraholti í Svarfaðardal Rósa Sveinsdóttir húsfreyja á Tungufelli í Svarfaðardal Þorgils Sigurðsson stöðvarstjóri Pósts og síma á Dalvík Sigurður Jónsson útvegsbóndi á Böggvisstöðum og Árgerði Sólveig Benediktsdóttir vinnukona á Böggvisstöðum og húsfreyja í Árgerði í Svarfaðardal Jón Stefánsson trésmiður, sjómaður og póstafgreiðslumaður í Nýjabæ á Dalvík Rósa Þorsteinsdóttir húsfreyja í Nýjabæ á Dalvík Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Öxnhóli Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja á Öxnhóli í Hörgárdal Úr frændgarði Elínar S. Sigurðardóttur Petrína Þórunn Jónsdóttir ljósmóðir á Dalvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK14.700 DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK27.400 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur. Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bæklingurinn okkar fyrir 2018 er kominn út. Í honum finnur þú fullt af tilboðum og verðdæmum. Hægt er að nálgast hann á www.smyrilline.is Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Erlendur Ó. Pétursson fæddistí Götuhúsum, litlum steinbæsem enn stendur á horni Vesturgötu og Bakkastígs í Reykja- vík, 30.5. 1893. Foreldrar hans voru Pétur Þórðarson, skútuskipstjóri og síðar hafnsögumaður í Reykjavík, og k.h., Vigdís Guðlaug Teitsdóttir hús- freyja. Systir Erlends var Marta Péturs- dóttir, húsfreyja í Reykjavík, gift Guðfinni Þorbjörnssyni, en Erlend- ur var ókvæntur og barnlaus. Erlendur lauk verslunaprófi frá Verslunarskóla Íslands 1914. Hann varð verslunar- og skrifstofumaður hjá Skipaafgreiðslu Jes Ziemsens sem sá um Íslandsdeild Sameinaða gufuskipafélagsins, varð síðan for- stjóri þess fyrirtækis 1938 og sinnti þeim störfum til dauðadags. Erlends er þó fyrst og fremst minnst sem þekktasta formanns KR. Hann gekk til liðs við félagið 1911 eða 1912 og sameinaði þá eigið fótboltafélag Fótboltafélagi Reykja- víkur eins og KR hét þá. Það var reyndar fyrir hans tilstilli að heiti KR var breytt úr Fótboltafélagi Reykjavíkur í Knattspyrnufélag Reykjavíkur og gekk ekki bar- áttulaust fyrir sig. Erlendur var formaður KR 1933- 35 og frá 1937 og til dauðadags 1958. Erlendur sat í stjórn Verslunar- mannafélagsins Merkúr í tíu ár og var formaður þess í fimm ár, var helsti hvatamaður að endurreisn Veslunarmannafélags Reykjavíkur og formaður þess, sinnti bindind- ismálum og var einn af stofnendum Reykjavíkurfélagsins. Hann var þó fyrst og síðast vakinn og sofinn yfir hagsmunum KR og íþrótta almennt, gegndi fjölda trúnaðarstarfa er lutu að íþróttamálefnum og var sæmdur öllum helstu heiðursmerkjum íþróttasambanda og hreyfinga. Í samtalsbók Þórbergs Þórðar- sonar og Matthíasar Johannessen, Í kompaníi við allífið, tekur Þórbergur dæmi af Erlendi um það hvernig menn skuli sinnna trúnaðarstörfum. Erlendur lést 25.8. 1958. Merkir Íslendingar Erlendur Ó. Pétursson 90 ára Sigurður Pálsson Þórður Þórarinsson 85 ára Aðalheiður B. Ormsdóttir Anna S. Eyjólfsdóttir Ólafur Eyjólfsson 80 ára Magnús G. Jónsson Sigurjón Guðbjörnsson Þóra Hafdís Þórarinsdóttir 75 ára Árný A Runólfsdóttir Björg Pétursdóttir Erla Ágústsdóttir Guðjón Ágúst Árnason Hallgrímur Ævar Mason Hjördís Hjartardóttir Ingibjörg Eiríksdóttir Jón Stefán Björgvinsson Kristín B. Sch. Pálsdóttir María Jóhannsdóttir Tómas Sæmundsson Þorsteinn Antonsson 70 ára Árni Björn Birgisson Duong Dao To Gunnar Hallsson Jónhildur Guðmundsdóttir Jónína Ágústsdóttir Kristborg Björgvinsdóttir Kristinn Pedersen Magnús Ólafsson Ragnheiður Hjálmarsdóttir Stefán Jónas Þorsteinsson Þorsteinn Eggertsson 60 ára Anna Dóra Gunnarsdóttir Ásdís Bragadóttir Díana J. Svavarsdóttir Guðmundur Sighvatsson Gunnar Herbertsson Jónína Margrét Jónsdóttir Ragnar Thor Sigurðsson Sigmundur V. Kjartansson Signý Aðalsteinsdóttir Sigurveig Long Sólrún Ásgeirsdóttir Sudawan Sompukdee 50 ára Anton Sigurður Agnarsson Bára Hafliðadóttir Björk Ingadóttir Fjóla Vilborg Jónsdóttir Hanna Dóra Sturludóttir Hjörtur Jónasson Jens Fylkisson Jóhann Rúnar Kjartansson Oleksandr Danylov Ragnar Sigurjónsson Ragnheiður Sigurðardóttir Sigurlín G. Pétursdóttir Sævar Sævarsson Trausti Már Ingason Víðir Ingason Þórarinn Ingi Úlfarsson 40 ára Berglind Alfreðsdóttir Björgvin Sigurðsson Bryndís Alfreðsdóttir Carlotta Rut Hilmarsdóttir Chompu Agustsson Davíð Örn Helgason Erla Ösp Ísaksdóttir Gauti Kjartan Gíslason Jessica Giséle Auer Jón Pétur Jóelsson Júlía G. Poulsen Pálmi Blængsson Ragna B. Guðmundsdóttir Sigurþór S. Sigurþórsson Svanlaugur Ólafsson 30 ára Daniel Th.C.A. Gottsmann Róbert Þór Hafþórsson Til hamingju með daginn 30 ára Katrína ólst upp í Kiev, höfuðborginni í Úkraínu, til 13 ára aldurs og síðan Reykjavík en er nú búsett í Hafnarfirði, er förðunarfræðingur og starfar á sjónvarpsstöð- inni Hringbraut. Börn: Kamilla Rós, f. 2006, og Arthur Mikael, f. 2014. Móðir: Tanya Alexand- ersdóttir, f. 1968, kennari við leikskólann Arnarberg í Hafnarfirði. Katrína Kristel Tönyudóttir 30 ára Baldur býr á Akra- nesi, lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykja- vík og er stýrimaður á varðskipinu Þór. Maki: Lóa Guðrún Gísla- dóttir, f. 1992, MA í sál- fræði, í uppeldis- og menntavísindum. Dætur: Katrín Bylgja, f. 2014, og óskírð dóttir, f. 2018. Foreldrar: Guðjón Elís Leifsson, f. 1962, og Bylgja Hrönn Baldursd., f. 1969. Baldur Ragnars Guðjónsson 40 ára Sonja ólst upp á Kjalarnesi, býr í Reykjavík, lauk BA í íslensku frá HÍ og diplómaprófi í lögfræði frá HÍ og er fulltrúi hjá Árnason Faktor. Maki: Jóhann Guðbjarg- arson, f. 1972, forritari með eigin rekstur. Synir: Bjartur Þór, f. 2009, og Eldar, f. 2012. Foreldrar: Áslaug Þor- steinsdóttir, f. 1950, og Þór Jens Gunnarsson, f. 1947, d. 2012. Sonja Þórey Þórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.