Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 Morgunblaðið/Árni Sæberg Plokk Sjálfboðaliðar úr Ferðafélagi Íslands tína rusl við Vesturlandsveg í vor. Náttúruvernd byggist á sterkri vitund almennings um gæði náttúru. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is N eysluhegðan almenn- ings, fyrirtækja og stofnana þarf að vera ábyrgari enda er hún orsök þess vanda sem nú er uppi í umhverfismálum. Allir geta lagt sín lóð á vogarskálarnar og í atvinnulífinu eru gerðar vaxandi kröfur til fyrirtækja um sjálfbærni og virkar aðgerðir í þágu samfélags- ins,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, nýr formaður Landverndar. „Skylda okkar í nútímanum er að skila nátt- úrunni í góðu og betra horfi til kom- andi kynslóða. Þá er líka mikilvægt að við víkjum frá skammtímasjón- armiðum og vertíðarhugsun sem er Íslendingum svo töm. Í öllum að- gerðum sem snerta náttúruna á einn eða annan hátt ber að horfa langt fram í tímann.“ Efla samstarf við grasrótina Hvatning utan úr samfélaginu og áhugi á umhverfismálum réðu því að Rósbjörg gaf kost á sér til for- mennsku í Landvernd á aðalfundi samtakanna sem haldinn var nýlega. Hún er viðskiptamenntuð og hefur síðustu árin unnið meðal annars að formun klasa fyrirtækja og stofnana svo sem í jarðhitamálum og ferða- þjónustu. Klasahugmyndafræðin byggist meðal annars því að fá marga ólíka aðila saman að borðinu, stilla saman strengi og finna bestu mögu- legu lausnir til sóknar. Þegar kemur að ferðamálum og nýtingu jarðhita eru umhverfismálin mikilvægur þátt- ur; það er sjálfbærnin sem er Rós- björgu hugleikin. Sjálf segist hún vera náttúrubarn og er hestakona. Fátt finnist sér skemmtilegra en fara út á land með hestum og hundi. Snæ- fellsnesið sé sinn eftirlætisstaður á landinu, en taugarnar liggi þó víðar svo sem austur og ekki hvað síst að Laugarvatni þar sem Rósbjörg var í sveit. „Mér fannst ég hafa margt fram að færa, þekkingu, reynslu og ýmis verkfæri og tól þannig að ég gæti lát- ið gott af mér leiða í þágu heildar- innar en það hef ég kappkostað í öll- um mínum störfum. Það er mikilvægt að við hjá Landvernd efl- um allt samstarf við grasarótina og almenning – og séum virkir þátttak- endur í grænu pólitíkinni og allri ákvarðanatöku á sviði umhverf- ismála. “ Nærsýn í umhverfismálum Á aðalfundi Landverndar á dög- unum flutti Andri Snær Magnason áhugaverða hugvekju þar sem lang- tímahugsun og skýr framtíðarsýn var leiðarstefið. Lagði hann þar áherslu á að aðgerðir í umhverf- ismálum ættu ekki að miðast við líð- andi stund, heldur komandi kyn- slóðir. Nefndi þar barnabörn barnabarnanna okkar, það er fólkið sem verður á sviðinu árið 2160. „Þessi nálgun Andra Snæs snerti mig djúpt og fær mann til þess að setja hlutina í annað samhengi. Í umhverfismálum erum við oft mjög nærsýn en það verður að breytast. Höfða verður til ábyrgðartilfinn- ingar hvers og eins; kenna fólki ábyrga hegðan í umhverfismálum. Ferðamáti, innkaup, sorpflokkun og svo framvegis; þetta skiptir allt máli.“ Forsenda velferðar Hlutverk Landverndar er, eins og því er lýst á vefsetri samtakanna, að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnu- mótun, fræðslu og upplýstri ákvarð- anatöku í málum er varða land- notkun, auðlindir og umhverfi. Litið er svo á að náttúru- og umhverf- isvernd, sem og endurreisn spilltra náttúrugæða, séu forsenda efnahags- og samfélagslegrar velferðar til lengri tíma litið. Innan Landverndar eru 40 að- ildarfélög um allt land en auk þess eru rúmlega 5.000 manns skráðir í samtökin sem sinna ýmsum fræðslu- verkefnum. Má þar nefna Grænfán- ann, Bláfánann, landgræðsluverkefni með skólum á Suðurlandi. Einnig hafa samtökin talsvert látið að sér kveða síðustu misserin með umsögn- um um m.a. lagafrumvörp, skipulags- breytingar og mat á umhverfisáhrif- um og kærum á útgáfu framkvæmdaleyfa ýmissa verkefna. Má þar nefna uppbyggingu nýs veg- ar í gegnum Þingvallaþjóðgarð, byggingu Brúarárvirkjunar í Bisk- upstungum og nú síðast byggingu nýs vegar yfir Hornafjarðarfljót. Hefur aðkoma Landverndar að þess- um málum verið gagnrýnd, það er að samtökin komi alltof seint inn í málin og setji þau í baklás þegar fram- kvæmdir séu í þann mund að hefjast Leikreglum sé breytt „Óánægjuraddirnar eru um margt skiljanlegar. Hins vegar er markmið okkar í Landvernd að gæta hagsmuna náttúrunnar og því ábyrgðarhlutverki ætlum við að standa undir. Það er mjög mikilvægt að sjónarmið náttúruverndar sé í fyr- irrúmi þegar fara á í framkvæmdir á viðkvæmum svæðum. Við teljum að þetta samtal og aukna samvinnu á þessum sviðum verði að efla og tryggja þurfi að þeim sem hagsmuna eiga að gæta og/eða hafa þekk- inguna, sé gefinn kostur fyrr í verk- ferlinu á því að skila umsögnum eða hafa áhrif. Með því er hægt að standa vörð og koma í veg fyrir að ráðist sé í aðgerðir sem eru óafturkræfar,“ seg- ir Rósbjörg og bætir við að síðustu. „Eins og staðan er í dag hafa þeir sem gæta náttúrunnar takmark- aða möguleika til áhrifa fyrr nema þann að kæra útgáfu fram- kvæmdaleyfa sem er vissulega nokk- uð seint í ferlinu. Og því þarf að breyta leikreglunum sem ætti að vera allra hagur.“ Skylda í nútímanum Sjálfbærni og virkar aðgerðir í umhverfismálum í þágu samfélagsins eru áherslu- mál. Þetta segir Rósbjörg Jónsdóttir, nýr formaður Landverndar. Hún vill að hags- munir náttúrunnar séu ofar á blaði í áherslum og að hugsað sé til langs tíma. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Formaður „Höfða verður til ábyrgðartilfinningar hvers og eins; kenna fólki ábyrga hegðan í umhverfismálum,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir í viðtalinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dettifoss Stórbrotin náttúra lands- ins heillar ferðamenn víða frá. Tíu ára starfi sögubílsins Æringja, sem Borgarbókasafnið í Reykjavík gerir út, er fagnað um þessar mundir. Í Borgarbókasafninu í Grófinni og í menningarhúsinu í Spönginni í Graf- arvogi eru uppi sýningar þar sem far- ið er yfir starfsemi Æringja í máli og myndum. Þar má nefna sögur með Æru Æringjadóttur og Björk bóka- veru í aðalhlutverkum sem 5. bekkur Melaskóla samdi. Einnig eru mynda- bækur um Sólu sögukonu sem börn í 1. og 2. bekk Ingunnarskóla í Grafar- holti hafa skreytt og skrifað. Í Gróf- inni má svo fræðast um sögu Æringja á veggspjöldum sem eru til sýnis í barnadeild á 2. hæð. Í Grófinni á morgun, fimmtudaginn 31. maí, kl. 9:30, tekur Björk bóka- vera á móti helmingi barna í 5. bekk Melaskóla sem bæta sögum um gest- gjafa sinn við sýninguna. „Við förum í alla leikskóla borg- arinnar og erum eftirsótt. Krökkum finnst gaman að heyra sögur og þetta gerum við m.a. til að örva mál- vitund þeirra og ímyndunarafl,“ segir Ólöf Sverrisdóttir, verkefnisstjóri Ær- ingja. „Okkur hefur tekist að ná vel til krakkkanna sem finnst gaman að koma í skreyttan Æringjabílinn. Þetta slær þau eins og að vera inni í litlum helli, en úr sögum er þekkt að þar gerast oft undur og ævintýri.“ Æringi á ferð um borgina í heilan áratug Þar gerast undur og ævintýri Æringi Sóla sögukona er í áhöfn og eftirlæti hjá bókabörnum í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.