Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 W W W. S I G N . I S 30. maí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.22 106.72 106.47 Sterlingspund 140.7 141.38 141.04 Kanadadalur 81.43 81.91 81.67 Dönsk króna 16.468 16.564 16.516 Norsk króna 12.774 12.85 12.812 Sænsk króna 11.851 11.921 11.886 Svissn. franki 106.51 107.11 106.81 Japanskt jen 0.9751 0.9809 0.978 SDR 149.74 150.64 150.19 Evra 122.59 123.27 122.93 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.0569 Hrávöruverð Gull 1303.95 ($/únsa) Ál 2280.0 ($/tonn) LME Hráolía 76.11 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hlutabréf HB Granda hafa hlotið athugunar- merkingu hjá Kauphöll Íslands í kjölfar þess að Brim hf. lagði fram yfirtökutilboð í HB Granda í fyrradag. Þetta kemur fram á vef Kauphall- arinnar, en Brim keypti 34% hlut Vog- unar og Venusar 18. apríl síðastliðinn. Fram kemur að athugunarmerkingin sé framkvæmd með vísan til ákvæðis 8.2 í reglum fyrir útgefendur fjármálagern- inga. „Í ákvæðinu kemur fram að Kaup- höllin geti ákveðið að athugunarmerkja fjármálagerninga viðkomandi útgef- anda tímabundið ef yfirtökutilboð í út- gefandann hefur verið gert opinbert eða ef bjóðandi hefur opinberað fyr- irætlun sína um að gera slíkt tilboð í út- gefanda.“ Dagslokagengi HB Granda var 33,9 krónur í Kauphöllinni í gær en tilboðsgengi er 34,3 krónur á hlut. Hlutabréf HB Granda færð á athugunarlista HB Grandi Færður á athugunarlista. STUTT BAKSVIÐ Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Í ár hafa verið nýskráð 256 hjólhýsi á landinu en 241 á sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum frá Sam- göngustofu. Svo virðist sem veð- urfar undanfarna daga hafi ekki dregið úr sölunni í ár. Á síðustu tólf dögum hafa 94 hjólhýsi verið ný- skráð. Tjaldvagnasala hefur hins vegar nánast þurrkast út og ein- ungis eitt hefur verið nýskráð í ár en níu í fyrra. Þá hefur ekkert felli- hýsi verið selt það sem af er ári. Kristín Anný Jónsdóttir, sölu- stjóri hjá Víkurverki, einu af stærsta fyrirtæki landsins í sölu hjólhýsa, segir sölu á nýjum hjól- hýsum vera að nálgast svipaðar töl- ur og fyrir hrun. „Þetta náði há- punkti fyrir hrun, en ég held að við séum búin að ná þeim hápunkti aft- ur. En árin rétt fyrir hrun voru mjög merkileg því að vöxturinn í sölu hjólhýsa var svo gífurlega mikill milli ára. Undanfarið höfum við séð mikið af fólki sem keypti 2007 og er að endurnýja hjólhýsin sín, þó ekki á erlendum lánum líkt og áður fyrr.“ Aðspurð hvort veðrið hafi mikil áhrif á sölu hjólhýsa og tjaldvagna, segir Kristín að svo sé ekki því að mestöll salan fari fram á veturna. Hún segir þó að afhending á hjól- hýsum eigi það til að dragast ef sól- in lætur ekki sjá sig í langan tíma. „Veðrið hefur ekki mikil áhrif á sölutölur hjá okkur, en það hefur hins vegar áhrif á afhendingartíma hjólhýsanna. Það vildu mjög marg- ir t.d. fá vagninn sinn afhentan fyr- ir hvítasunnuhelgina, en þegar fólk sá veðurspána þá fann maður að það lá ekki jafnmikið á að sækja vagnana. Fólk notar yfirleitt lognið og sólina í það að sækja vagnana til okkar.“ Minni lántaka en áður Kristín segist ekki sjá mikinn mun á því hvort stærstu eða dýr- ustu vagnarnir seljist mest. Hún finnur þó fyrir því að eigið fé sé að aukast í kaupum á hjólhýsum og að ekki sé lengur jafnmikið um að keypt sé á 70% lánum og áður. Sala á nýjum fellihýsum og tjald- vögnum hefur minnkað töluvert á síðustu árum. Kristín segir við- skiptavini sína fara miklu frekar í minni og ódýrari hjólhýsi heldur en annars konar tengivagna. Hafdís Elín Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri Útilegumannsins, staðfesti einnig við Morgunblaðið að nóg væri að gera í hjólhýsasöl- unni þrátt fyrir veðrið undanfarið, en fyrirtækið opnaði nýlega stóra verslun í Mosfellsbæ. Fleiri nýskráð hjól- hýsi í ár en í fyrra Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðavagnar Veðrið hefur meiri áhrif á afhendingu hjólhýsa en á sölu þeirra. Hjólhýsasala » Nýskráning hjólhýsa hefur aukist á milli ára. » Nýskráningar fellihýsa og tjaldvagna að þurrkast út. » 94 hjólhýsi hafa verið ný- skráð á síðustu 12 dögum. » Forráðamenn söluaðila segja minni lántöku í við- skiptum með hjólhýsi en áður.  Óhagstætt veðurfar virðist ekki hafa áhrif á sölu hjólhýsa Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,09% milli apríl og maí. Mælist 12 mánaða verðbólga nú 2,0%, en árs- verðbólgan í apríl var 2,3%. Verð- bólga er þar með undir verðbólgu- markmiði Seðlabankans annan mánuðinn í röð. Lækkunin kom sérfræðingum í greiningardeildum bankanna á óvart en þeir höfðu spáð 0,1% til 0,3% hækkun neysluvísitölu milli mánaða. Hagfræðideild Landsbankans seg- ir að lækkun á reiknaðri húsaleigu hafi kom mest á óvart, en hún lækkaði um 0,39%. Allir greiningaraðilar hafi spáð hækkun þessa liðar, en það hafi gengið óvenju illa að spá fyrir um hann síðustu mánuði. Íslandsbanki bendir á að allir undirliðir fyrir markaðsverð íbúðar- húsnæðis hafi lækkað milli mánaða, fyrir utan fjölbýli á höfuðborgarsvæð- inu sem stóð í stað. Einbýli á höfuð- borgarsvæðinu lækkaði um 0,9% og verð húsnæðis á landsbyggðinni lækkaði um 0,8%. Landsbankinn bendir á að eftir tveggja ára verðhjöðnun á almennu verðlagi án húsnæðis, einkum vegna styrkingar krónunnar, þá mældist 0,2% verðbólga á þennan mælikvarða nú í maí. Greiningardeild Arion banka spáir því að 12 mánaða taktur verðbólgunn- ar hækki í næsta mánuði og fari í 2,3% í júní. Sumarútsölur í júlí leiði síðan til lækkunar og 12 mánaða verðbólga lækki í 2,1%. Bankinn gerir ráð fyrir því að fasteignaverð hækki áfram þó að takturinn verði mögulega hægari og að verðbólga haldist undir 2,5% út sumarið að minnsta kosti. Morgunblaðið/Hari Byggingar Markaðsverð íbúðar- húsnæðis lækkaði milli mánaða. Vísitala neyslu- verðs lækkar  Verðbólgan mælist nú 2% MS skrifaði í gær undir framleiðslu- og vörumerkjasamning á Ísey skyri í Japan. Samningurinn er við Nippon Luna, mjólkurvörufyrirtæki í eigu Nippon Ham, sem er eitt stærsta fyrirtæki Japans á sviði ferskra og frosinna matvæla og jafnframt fjórði stærsti kjötframleiðandi heims, að því er fram kemur í tilkynningu um samninginn. Þetta mun vera stærsti samn- ingur sem MS hefur gert um fram- leiðslu á Ísey skyri, en markaðurinn fyrir jógúrtvörur í Japan er sá næst- stærsti í heiminum á eftir Banda- ríkjunum. Hann veltir um 5 millj- örðum bandaríkjadala á ári, jafngildi liðlega 530 milljarða króna. Reist verður ný verksmiðja fyrir framleiðslu á Ísey skyri í Japan og mun salan hefjast í ársbyrjun 2019. Markmiðið er að koma Ísey skyri í sem flestar verslanir í Japan á næstu árum. Árið 2020 verða Ólympíuleikarnir haldnir í Tókýó og er það von samstarfsaðila MS í Jap- an að fyrir þann tíma verði Ísey skyr orðið hluti af mataræði japanskra íþróttamanna. Þá binda ráðamenn MS vonir við að innkoma Ísey skyrs á japanskan markað muni opna asískan markað enn frekar fyrir Ísey skyr, segir í tilkynningunni. Skyr Guðlaugur Þórðarson utanríkis- ráðherra var viðstaddur undirritun. Framleiða Ísey skyr í Japan  Stærsti samningur MS um skyr til þessa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.