Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 ✝ RagnheiðurKatrín Ólafs- dóttir, húsmóðir og bóndi á Skálanesi í Gufudalssveit, fæddist 5. sept- ember 1939 á Króki í Selárdal í Arnar- firði. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reyk- hólum 15. maí 2018. Foreldrar Katrínar voru Ólaf- ur Oddur Ólafsson, bóndi á Króki, f. 5.11. 1890, d. 24.7. 1970 og Guðrún Þuríður Þorbergs- dóttir, f. 9.12. 1901, d. 10.7. 1972. Katrín var yngst fjögurra systkina, þau eru Þorbjörg Sig- ríður Bjarney. f. 1922, Ragnar. f. 1927 og Elísabet Auður. f. 1930. Katrín giftist 26.10. 1961 Hallgrími V. Jónssyni bónda á Skálanesi, f. 4.5. 1927, d. 23.2. 2012, frá Skálanesi í Gufudals- sveit. Foreldrar hans voru Jón kvæntur Örnu Völu Róberts- dóttur, börn þeirra eru: Thelma Rut, hennar sambýlismaður Grímur Már Þórólfsson, dóttir hans er Árný Lea. Tinna Heið- dís, hennar kærasti Nicholas J. Steiner. Kári Kristófer. 4) Guð- rún Þuríður, tanntæknir, f. 1969, gift Oddi Hannesi Magn- ússyni, synir þeirra eru: Andri Viðar, hans sambýliskona Tinna Dögg Guðlaugsdóttir, dætur hennar eru Sara Lind og Bryn- dís Ýr. Elvar Einir, hans sam- býliskona Perla Ósk Young, son- ur þeirra Mikael Hannes. 5) Ingibjörg Jóna, tanntæknir, f. 1972, gift Helga Ingvarssyni, synir þerirra eru: Garðar Snær, hans kærasta Sonja María Frið- riksdóttir. Heimir Blær. Katrín ólst upp á Króki í Sel- árdal. Hún starfaði við fisk- vinnslu tímabundið á Bíldudal og í Reykjavík á sínum yngri ár- um. Katrín og Hallgrímur bjuggu fyrsta búskaparár sitt á Patreksfirði. Árið 1961 fluttu þau að Skálanesi og stunduðu sauðfjárbúskap. Árin 1972-2000 var Katrín afgreiðslukona í úti- búi KK á Skálanesi. Barmahlíð var dvalarstaður Katrínar frá árinu 2012. Útför hennar fór fram frá Reykhólakirkju 27. maí. Einar Jónsson, f. 9.11. 1900, d. 31.1. 1997, bóndi á Skálanesi, og Ingi- björg Jónsdóttir f. 9.1. 1902, d. 2.3. 1989, Skálanesi. Börn Katrínar og Hallgríms eru: 1) Ólafur Arnar, sjómaður, f. 1961, kvæntur Sigrúnu H. Arngrímsdóttur, börn þeirra eru: Hallgrímur Ingi, hans sambýliskona Una S. Jónsdóttir, synir þeirra eru Ólafur Bernharð og Rúrik Páll. Heiðbjört og Kristjón, f. d. 1994. Elsa Katrín, hennar kærasti Ísak Aron Sigurðarson Ham- mer. 2) Sveinn Berg, búfræð- ingur, f. 1962, kvæntur Andreu Björnsdóttur, börn þeirra eru: Björn Orri, hans sambýliskona Inga Lára Guðlaugsdóttir. Ágústa Ýr. Björgvin Logi, hans unnusta Eydís Helga Péturs- dóttir. Aldís Eir. 3) Elías Már, framreiðslumeistari, f. 1965, Elsku amma Kata. Það er með sorg í hjarta sem við kveðjum þig í síðasta sinn. Þegar við vorum börn þá kom- um við oft til ykkar afa á Skála- nesi og eigum við margar ynd- islegar minningar frá þeim tíma. Það er dýrmætt að hafa kynnst lífinu í sveitinni, vera með ykkur afa og fá að fylgjast með störf- um ykkar. Með dugnaði þínum varstu okkur einstök fyrirmynd því á þann hátt kenndir þú okk- ur að gefast ekki upp þó að verk- efnið væri erfitt. Ef viljinn er fyrir hendi þá er svo margt sem maður getur áorkað í lífinu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín barnabörn, Thelma Rut, Tinna Heiðdís og Kári Kristófer. Að heilsast og kveðjast er lífs- ins saga. Við Kata heilsuðumst fyrst á Skálanesi í maí árið 1985. Ég man þessa stund eins og hún hefði gerst í gær. Kata hafði hlý- legt yfirbragð en það tók okkur talsverðan tíma að kynnast vel. Eftir því sem árin liðu eignuð- umst við góða og trausta vin- áttu. Kata stóð árum saman vakt- ina í litlu búðinni við þjóðveginn, útibúi Kaupfélags Króksfjarðar. Hún greindist ung með Parkin- sonssjúkdóminn og var það erf- itt hlutskipti. En hún lét ekki þennan óboðna förunaut slá sig út af laginu. Æðruleysi hennar var aðdáunarvert, með þraut- seigju og dugnaði hélt hún störf- um sínum áfram eins vel og lengi og hún gat. Eldhúsið á Skálanesi var hjarta heimilisins og þar sátum við oft, spjölluðum saman, borð- uðum góðan mat og kökur sem hún töfraði fram. Kata naut sín vel þegar mikið var að gera í sveitinni. Hún sá um að það væri nógur matur á borðum handa þeim sem voru í útiverkunum. Hún lét sjúkdóminn ekki taka það frá sér að hugsa vel um fólk- ið sitt. Öllu sinnti hún samhliða því að sjá um litlu búðina. Hún var örugglega oft þreytt en aldrei heyrði ég hana kvarta eða hækka róminn. Mínar dýrmætustu minningar um Kötu eru þær þegar hún var að dunda sér við bakstur og hlusta á fallega tónlist á kvöldin. Mér fannst ég komast svo ná- lægt heilbrigðu, lífsglöðu Kötu þegar ég fylgdist með henni. Það var eins og hún væri laus úr klóm þessa sjúkdóms sem átti það til að hefta líkamlega getu hennar. Kata var nægjusöm og það gaf henni mikið að rölta um í garðinum sínum, fylgjast með gróðrinum vaxa og dafna. Við fórum nokkrum sinnum með Kötu vestur að Króki í Selárdal, þar sem hún ólst upp. Það var gaman að hlusta á hana segja frá lífinu í dalnum. Það eru hlýj- ar tilfinningar sem vakna þegar ég minnist þessara góðu stunda. Eftir að Halli féll frá hélt Kata lífinu áfram „dag í senn, eitt andartak í einu“. Hún flutti á Barmahlíð á Reykhólum og dvaldi þar síðustu æviárin. Hún hafði mikla ánægju af því að fara með ættingjum sínum heim á Skálanes. Síðasta ferð hennar þangað var í lok mars. Ekki grunaði okkur að það yrði henn- ar síðasta ferð, það var eins og hún gæti alltaf haldið svolítið lengur áfram. En um miðjan maí rann upp sá dagur að Kata var farin að þrá hvíldina, var orðin svo þreytt á sál og líkama. Það er komið að ferðalokum og ég kveð mína kæru tengda- móður í síðasta sinn. Við rúmið hennar á Barmahlíð var yndis- leg mynd af þeim Halla, þau eru ung og heilbrigð og eiga allt lífið fram undan. Nú hafa þessi in- dælu hjón lokið sögu sinni hér á jörðu. Lífsbók þeirra er lokið en ég vil trúa því að nú séu þau saman á ný og komin heim. Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund kem ég heim og hitti þig verð hjá þér alla stund. Við byggjum saman bæ í sveit sem brosir móti sól ljúfu lífi landið vítt mun ljá og veita skjól. (Jón Sigurðsson) Elsku Kata mín. Í dag er ég sorgmædd yfir því að þurfa að kveðja þig fyrir fullt og allt. Ég er jafnframt glöð yfir því að nú ertu orðin frjáls eins og fuglinn. Ég er einnig glöð yfir því að ég sagði þér oft hvað ég dáðist að þér fyrir dugnað þinn og þraut- seigju og að þú værir mér svo góð fyrirmynd. Það er ekki öll- um gefið að sætta sig við það sem þeir fá ekki breytt, takast á við erfiðleika með æðruleysi. En það gerðir þú svo sannarlega. Guð blessi minningu þína, elsku hjartans Kata mín. Þín tengdadóttir, Arna Vala Róbertsdóttir. Ragnheiður Katrín Ólafsdóttir ✝ Kristján Gunn-arsson fæddist í Reykjavík 1. september 1932. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 19. maí 2018. Foreldrar hans voru Gunnar Kristjánsson vél- smiður, f. 8. apríl 1898, d. 15. apríl 1980, og Elín Páls- dóttir húsmóðir, f. 9. nóv- ember 1900, d. 24. október 1983. Systkini Kristjáns eru Sigurður, f. 14. febrúar 1929, d. 4. júlí 2002, og Unnur, f. 15. maí 1937. Kristján kvæntist 10. desember 1960 Eygló Jón- asdóttur, f. 5. janúar 1939, d. 3. maí 2013. Börn þeirra eru: 1) Gunnar, f. 27. maí 1960, kvæntur Oddnýju Báru Ólafs- dóttur, f. 23. október 1960. Börn þeirra: Kristján, f. 1980, dætur hans: Clara Björt, Hrafnhildur og Rakel Birta. Jónas Þórir, f. 1983, í sambúð með Ernu Halldórsdóttur. 21. febrúar 1981, synir þeirra: Daði Fionn, f. 2010, og Flóki Aodhán, f. 2013. Sonur Páls frá fyrra hjónabandi er Sölvi, f. 1999, í sambandi með Lindu Mist Kvaran Ómarsdóttur. Kristján hóf nám í Stein- dórsprenti 1948, tók sveinspróf í setningu 1953. Eftir námið stundaði hann siglingar á er- lendum skipum í þrjú ár, vann í prentsmiðju Morgunblaðsins til ársins 1959, prentsmiðjunni Eddu til okt. 1960, prentsmiðj- unni Hilmi til 1966, vann þrjá mánuði í Félagsprentsmiðj- unni. Fór hann þá í nám í filmusetningu hjá The Mono- type School í London 1967. Vann í Lithoprenti, síðan í Blaðaprenti frá 1972. Stundaði nám við Iðnskólann 1980 og lauk þaðan prófi í ljósmyndun og skeytingu. Vann í prent- smiðjunni Viðey til 1999. Lét hann þá af störfum vegna ald- urs. Kristján og Eygló fluttu í Árbæjarhverfið árið 1968 og bjó Kristján þar þegar hann lést. Þau áttu sumarbústað í landi prentara í Miðdal við Laugarvatn og dvöldu þau þar oft sumarlangt. Útför Kristjáns fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 30. maí 2018, og hefst athöfnin klukk- an 13. Börn hans: Ástþór og Oddný Bára. Elín Ósk, f. 1992, í sambúð með Ósk- ari Elíasi Sigurðs- syni. Dóttir þeirra: Ármey Líf. 2) Unn- ur, f. 11. mars 1962, gift Þóri Björgvinssyni, f. 30. apríl 1957, barn þeirra: Þór- unn Elísa, f. 2001, í sambandi með Bjarka Sig- urjónssyni. Synir Unnar frá fyrra sambandi eru Björn, f. 1988, og Kristinn, f. 1990, í sambúð með Jade Agenant. Fyrir á Þórir þrjú börn og átta barnabörn. 3) Sigríður, f. 4. ágúst 1963, gift Guðmundi Hilmarssyni, f. 25. nóvember 1961, börn þeirra: Arnór Freyr, f. 1988, Viktor Örn f. 1989, í sambandi með Guðrúnu Dís Magnúsdóttur, og Arna Sif, f. 1993. Fyrir á Guð- mundur einn son og tvö barna- börn. 4) Páll, f. 17. júní 1969, kvæntur Sinéad McCarron, f. Tengdafaðir minn Kristján Gunnarsson hefur kvatt okkur og hafið ferð sína í sumarlandið. Ég kynntist Stjána árið 1986 þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir henni Siggu minni með tíðum heimsóknum í Hraunbæinn. Kristján tók gafl- aranum vel og við áttum mjög gott vinasamband allar götur síð- an. Það var alltaf gaman að hitta Stjána. Hann mjög fróður um mörg málefni, greinilega vel les- inn. Hann hafði einstaklega gam- an af alls kyns þrautum og fáa hef ég hitt sem voru jafn snjallir að leysa krossgátur og sudokur og hann. Stjáni prentaði dagblöðin til fjölda ára í Blaðaprenti og á fleiri stöðum og hann las þau í ræmur þegar heim var komið eft- ir vaktirnar. Hann fylgdist vel með öllu því sem var að gerast, heima og erlendis. Fráfall Eyglóar fyrir fimm ár- um var Kristjáni mikill missir enda voru þau mikið saman, ekki síst í sumarbústaðnum sem þau reistu sér í Miðdal við Laugar- vatn. Þangað fórum við Sigga oft með börnin okkar þrjú og það sást vel að Stjáni undi hag sínum vel í sveitinni. Hann var duglegur að dunda sér í garðinum, oftar en ekki með flugnanetið á höfðinu og með hrífuna á lofti. Honum þótti afar gaman að fá barnabörnin í heimsókn, vera með þeim í leik og starfi og upplýsa þau um ýmsa hluti, ekki síst þá sem tengdust náttúrunni og vísindunum. Kristján var lengst af ævi sinni mjög heilsuhraustur og gott dæmi um það er að hann lagðist fyrst inn á sjúkrahús 80 ára gam- all. Við fráfall Eyglóar hrakaði heilsu Stjána jafnt og þétt og undir það síðasta var ljóst í hvað stefndi. Stjáni fékk hvíldina sem hann þráði svo heitt og hann er nú kominn í faðm Eyglóar sinnar. Ég á ljúfar og góðar minningar um tengdaföður minn og minning hans mun lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Hvíldu í friði elsku Stjáni. Guðmundur Hilmarsson. Kristján Gunnarsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, BALDUR R. SKARPHÉÐINSSON, Nestúni 6, Hvammstanga, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga laugardaginn 26. maí. Útförin fer fram frá Víðidalstungukirkju fimmtudaginn 7. júní klukkan 14. Pétur Þröstur Baldursson Anna Birna Þorsteinsdóttir Kristín Heiða Baldursdóttir Rakel, Róbert, Friðbert Inga og Sigrún Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐLAUG HELGA GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Gulla frá Hvammsvík, lést aðfaranótt sunnudagsins 27. maí á Sóltúni. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Bjarney, Jóna Guðbjörg, Sigríður Helgi, Margrét, Valgerður, Guðbjörn, Bára, Þorbjörg og Hrönn Samsonarbörn tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Elskuleg eiginkona mín og besti vinur, BORGHILDUR EMILSDÓTTIR frá Djúpavogi, Sjávargrund 10a, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 4. júní klukkan 13. Sigurður Þórarinsson Emil Sigurðsson Guðný Lóa Oddsdóttir Helga Sigurðardóttir Óðinn Þór Hallgrímsson Sigrún Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓNA JÓNSDÓTTIR sérkennari á Akranesi, Nýhöfn 4, Garðabæ, lést mánudaginn 28. maí. Ingjaldur Bogason Ingibjörg St. Ingjaldsdóttir Guðmundur R. Guðmundsson Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir Einar Geir Hreinsson Guðríður Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VÍGLUNDUR PÁLSSON frá Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð mánudaginn 28. maí. Elín Friðbjörnsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.