Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 ✝ Sigurlaug Stef-ánsdóttir fædd- ist á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá 13. júlí 1930. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 23. maí 2018. Foreldrar henn- ar voru Pálína Mal- en Guttormsdóttir, f. 7.6. 1903, d. 14.4. 1991, og Stefán Sigurðsson, f. 22.9. 1904, d. 15.12. 1984. Systk- ini hennar eru Sigurður, f. 1933, Ingibjörg, f. 1934, Bergljót, f. 1941, Sæunn Anna, f. 1945, Guð- laug, f. 1946, og Margrét, f. 1952, d. 2002. Sigurlaug ólst upp í Ártúni í Hjaltastaðaþinghá ásamt for- eldrum og systkinum. Hinn 1.1. Kristmann og Malen Björg. 6) Gróa Ingileif, f. 1958, maki Ár- mann Halldórsson, börn þeirra eru: Nanna, Halldór og Guðjón. 7) Sæbjörg, f. 1964, maki Finn- bogi Rögnvaldsson, börn þeirra eru: Ída og Rögnvaldur. 8) Gutt- ormur Bergmann, f. 1967, maki Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir, börn þeirra eru: Guðmundur Andri, Jón Otti, Guðný Sól, Fjal- ar Tandri og Alexandra Björt. Einnig ólst upp hjá þeim barna- barnið Viðar Jónsson. Lang- ömmubörnin eru 24. Sigurlaug gekk í farskóla á ýmsum bæjum í Hjaltastaða- þinghá og fór síðan í Húsmæðra- skólann á Laugum veturinn 1949-50. Árið 1952 hóf hún bú- skap ásamt eiginmanni sínum í Grænuhlíð. Árið 1971 fluttust þau í Eiða og vann hún þar við búskap og í mötuneyti Eiðaskóla lengst af. Árið 1997 fluttu þau til Egilsstaða þar sem þau hafa búið síðan. Útför Sigurlaugar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 30. maí 2018, kl. 13. 1952 giftist hún eft- irlifandi eiginmanni sínum Kristmanni Jónssyni, f. 14.5. 1929, frá Grænuhlíð í Hjaltastaðaþinghá. Börn þeirra eru: 1) Pálmi, f. 1952, maki Þuríður Ingólfsdótt- ir, börn hans eru: Guðlaugur Jón (fóstursonur), Krist- mann Þór og Guðný Björk. 2) Stefán, f. 1953, synir hans eru: Ingi Þór og Stefán Andri. 3) Þórný, f. 1954, börn hennar eru: Sigurlaug Gréta og Jón Hilmar. 4) Jóna Hrafnborg, f. 1955, maki Einar Jónsson, börn hennar eru: Indriði, Ísleifur Egill og Gyða Dröfn. 5) Jón Þór, f. 1957, maki Guðný Sigurjóns- dóttir, börn hans eru: Viðar, Elsku amma. Ein af mínum uppáhaldskonum í lífinu er farin. Þegar ég hugsa um ömmu Laugu hlýnar mér um hjartarætur. Allt- af gat maður gengið að því vísu að tekið væri á móti manni með bros á vör og einu góðu ömmuk- núsi. Faðmlögin hennar voru engu lík, létu manni alltaf líða eins og maður væri einstakur og elskað- ur, svo innileg voru þau. Heimilið hennar ömmu var í mínum huga mitt annað heimili. Þangað sótti ég mikið sem barn, enda fannst mér fátt skemmti- legra en að baka með henni klein- ur, hjálpa henni við mjaltir, prjóna eða dunda mér við hvaða verkefni sem til féll þann daginn. Eftir að ég fór svo sjálf að búa fékk hún ófá símtölin þar sem hún leiðbeindi mér við matargerð og bakstur með hvatningarorð- um og þolinmæði. Það er því með söknuði sem ég kveð þessa konu sem er mér svo kær og hefur gef- ið mér svo margar góðar minn- ingar í gegnum lífið. Að lokum læt ég fylgja hér lítið ljóð sem ég samdi til hennar. En elsku amma, þín verður alltaf minnst með söknuði og hlý- hug. Þú ert konan sem alltaf var til, veittir mér skjól í hvers konar byl. Brosið þitt einlægt, fallegt og hlýtt, fyrirgafst flest, bæði gamalt og nýtt. Ímynd gæskunnar og fyrirmynd mín sem barn með barn ég leitaði þín. Faðmlagið öruggt fyrir þann minnsta, einlægt, eins og það væri hið hinsta. Nú dansar með englum í fallegum sal, við nikkuleik heilagra, ég er sannfærð um það. Með söknuði mun ég því minnast þín, hvíl þú í friði, elsku amma mín. Takk fyrir samveruna, gleðina og umhyggjuna. Guðný Björk Pálmadóttir. Sigurlaugu tengdamóður minni kynntist ég fyrst fyrir rúmum þrjátíu árum þegar ég, stráklingur, elti konuefni mitt á vit foreldra sinna austur í Út- mannasveit. Það var þoka yfir og takmörkuð útsýn þegar ekið var norður Hérað frá Egilsstöðum út í Eiðar. Samt er sól í minning- unni, Sigurlaug geislaði af gleði, sennilega þó meira við að sjá augasteininn sinn en mannsefnið. En mér mætti þar alltaf hlýja og manngæska eins og öllum sem urðu á vegi þessarar sómakonu. Sigurlaug var íslensk alþýðu- kona. Dverghög og sjálfmenntuð um náttúru landsins og í henni lifandi djúpar rætur íslenskrar menningar. Hún hafði þvegið þvotta á þvottabretti í áratugi áð- ur en rafmagnið létti henni störf- in en þó teinrétt og glaðvær alla tíð, tilheyrði sennilega síðustu kynslóð Íslendinga sem sáu inn í tvo gjörólíka heima þess sem var og þess sem er. Hafði lifað það að sjá bæði mótekju til eldsneytis og að hafa fjarstýrðan flatskjá í stof- unni heima. Séð reiðvegi verða að bílvegum og kjör fólks taka stakkaskiptum. Hún bjó yfir æðruleysi sem varð til meðan veröldin var önnur en hún er nú. Það er mikil gæfa hverjum manni að kynnast góðu fólki og fylgja því um lífsins veg. Sigur- laugu þakka ég gæskuna og góð- vildina á kveðjustund. Finnbogi Rögnvaldsson. Sigurlaug Stefánsdóttir ✝ SigurðurBjörgvin Björgvinsson fædd- ist á Selfossi 5. maí 1939. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Hrafnistu Hafn- arfirði 19. maí 2018. Foreldrar hans voru Björgvin Þor- steinsson, f. 15. september 1901, d. 29. mars 1968, og Sigríður Þórð- ardóttir, f. 30. júní 1907, d. 30. maí 2002. Þau bjuggu öll sín hjú- skaparár á Selfossi. Bróðir Sig- urðar var Þórkell Gunnar, f. 19. júní 1932, d. 30. júní 1998. Eig- inkona Þórkels var Friðsemd Eiríksdóttir. Sigurður bjó mestalla ævi sína á Eyravegi 5, Selfossi en síðustu árin dvaldist hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Dóttir hans er Sigurrós. Sigurður vann lengst af við versl- unina Ölfusá, sem hann rak ásamt Þórkeli bróður sín- um á Selfossi. Framan af voru þeir bræður með blandaðan versl- unarrekstur, en síð- an reiðhjólaverslun og -viðgerðir. Einn- ig voru þeir um tíma með flutn- ingsþjónustu, einkum fyrir sunnlenska bændur. Sigurður var einn af stofnendum Land- flutninga. Þegar Þórkell bróðir hans lést hóf hann störf hjá röraverksmiðjunni Seti ehf. á Selfossi þar sem hann vann næsta áratuginn. Útför Sigurðar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 30. maí 2018, og hefst athöfnin kl. 13.30. Nú er Siggi frændi fallinn frá eftir erfið veikindi. Langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Siggi fæddist í Hamri, tvílyftu einbýlishúsi sem enn stendur, Eyravegur 5 á Selfossi, þar sem við systkinin ólumst upp og móðir okkar býr enn. Siggi bjó þar á efri hæðinni nánast alla sína ævi. Samband okkar systkinanna við Sigga var því mikið og náið. Einnig voru þeir pabbi mjög nán- ir og allt að því óaðskiljanlegir. Stunduðu þeir ýmiss konar at- vinnurekstur saman. Má þar nefna verslunarrekstur í verslun- inni Ölfusá, flutningaþjónustu, fatahreinsun og reiðhjólaverslun og -viðgerðir sem þeir tóku við af föður sínum. Einnig rak fjöl- skyldan söluskála við Sogsbrú í nokkur ár og um tíma vorum við með kjúklingarækt á Votmúla í Sandvíkurhreppi. Eins og gefur að skilja er margs að minnast frá þessum tíma. Um árabil keyrðu Siggi og pabbi fóðurbæti, túnáburð og annan varning upp um sveitir. Lengi vel á Mercedes Benz-vöru- bíl, en síðan eignaðist Siggi Scania Vabis. Við Sigurvin bróðir sóttumst eftir að fara með í þess- ar ferðir og þótti okkur mikið til þess koma þegar við fengum að halda um stýrið á bílnum með annarri hendinni. Ósjaldan lent- um við í ævintýrum, einkum á vorin þegar frost var að fara úr jörðu og vegir heim að bæjum ill- færir. Áttu bílarnir þá til að fest- ast og var þá oftar en ekki brugð- ið til þess ráðs að setja undir þá svokölluð flugvélajárn, sem her- mennirnir í Kaldaðarnesi höfðu notað við gerð flugbrauta á stríðsárunum og ævinlega voru tekin með þegar færð á vegum var ekki sem best. Siggi var mjög laginn og úr- ræðagóður, einkum við viðgerðir á bílum. Minnist ég þess varla að þeir bræður hafi nokkurn tíma þurft að setja bíl á verkstæði, því Siggi sá um allar viðgerðir þó svo að hann hefði aldrei fengið form- lega menntun á því sviði. Ef bíla- viðgerð gekk ekki sem skyldi fór hann iðulega upp í herbergið sitt og lagði sig. Það var eins og við manninn mælt að þegar hann kom til baka var hann kominn með lausn á vandamálinu sem hann var að glíma við. Siggi var einhleypur alla tíð og þegar hann var upp á sitt besta fór hann ásamt öðrum ungum ólofuðum mönnum á Selfossi í svokallaðar piparsveinaferðir. Ferðuðust þeir félagarnir um landið í rútu og má sjá á myndum að í þessum ferðum var glens og gaman, auk þess sem þeir lentu í hinum ýmsu svaðilförum. Að lokum langar mig að rifja upp sögu sem ég heyrði þegar ég var strákur. Á fjórða aldursári Sigga veiktist móðir hans alvar- lega og dvaldi lengi á Landakoti. Þá tók Þórkatla amma hans hann að sér um tíma. Ekki hafði hún mikið handa á milli, frekar en margir aðrir á þeim árum og því var oft grjónagrautur í matinn, sem yfirleitt brann við hjá gömlu konunni. Siggi vandist því og þegar móðir hans var búin að ná heilsu og farin að sjá um heimilið aftur kvartaði sá litli yfir því að ekki væri ,,ömmubragð“ af grautnum hjá henni. Kæri Siggi, við fjölskyldan þökkum allar samverustundirnar og kveðjum þig með söknuði. Hvíl í friði. Þórður Þórkelsson. Það var óveður og búið var að aflýsa skólanum hjá okkur systr- um. Við biðum eftir því að vera sóttar og horfðum smeykar út í storminn. Skyndilega birtist Siggi frændi í dyrunum, alhvítur af snjó eftir að hafa komið fótgang- andi að sækja okkur. Hann tók í hönd okkar og leiddi okkur heim, ég gat lokað augunum, ég hélt í höndina á Sigga. Þannig var Siggi, hann var alltaf til staðar fyrir okkur sem stóðum honum næst. Við bjuggum öll saman í Hamri þegar ég var að alast upp, Siggi og amma á loftinu og við systkinin með foreldrum okkar á miðhæðinni. Það að fá að alast upp með svona stórum hópi ólíkra einstaklinga býr maður alltaf að og margs að minnast. Siggi var feiminn og lokaður einstaklingur. Hann var hug- myndaríkur, laghentur en þó um- fram allt hjartahlýr. Gjafmildi hans var takmarkalaus og ávallt var hann með eitthvað gott í poka eða gjafir þegar hann kíkti óvænt í heimsókn. Hann naut þess að fá að fylgjast með afkomendum okkar systkinanna, gleðja þau með gjöfum, fara í ísbúðina eða eitthvað annað skemmtilegt. Sambandið á milli Sigga og for- eldra minna var einstakt. Pabbi og hann voru eins og ein heild og missir Sigga var mikill þegar hann féll skyndilega frá fyrir 20 árum. Hann í raun náði sér aldrei eftir þann missi, leitaði mikið í minningar fortíðarinnar og ein- angraði sig. Síðasta áratuginn fór heilsu Sigga að hraka og undir lokin var hann nánast orðinn fangi í eigin líkama. Þrátt fyrir veikindin leið honum vel og var ávallt stutt í brosið og glettnina. Hann fékk gott skjól á Hrafnistu í Hafnar- firði og erum við aðstandendur innilega þakklát fyrir það hvað honum var sinnt þar af mikilli fagmennsku og væntumþykju. Hann kom ávallt á heimili okkar hjóna síðustu árin yfir jól og ára- mót eða við aðra merka viðburði. Hann naut þess virkilega að fá að vera í kringum fólkið sitt og þá sérstaklega að fá að fylgjast með börnunum. Siggi var tilbúinn að fara þeg- ar hann kvaddi. Hann hélt þétt- ingsfast um höndina á mér er hann spurði: „… er ég að deyja?“ og ég svaraði: „Já, Siggi minn,“ og hann lygndi rólega aftur aug- unum. Hvíldu í friði, elsku vinur, Þín bróðurdóttir, Kristrún Þórkelsdóttir. Sigurður Björgvin Björgvinsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SONJA SVEINSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Aðalstræti 40, Akureyri, lést laugardaginn 26. maí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. júní klukkan 13:30. Rebekka Sigurðardóttir Allan Johnson Aðalgeir Sigurðsson Helga Björg Sigurðardóttir Þór Jóhannsson Jón Sigurðarson Bjarney Guðrún Jónsdóttir Hulda Sigurðardóttir Ágúst Ásgrímsson Sigurður Sveinn Sigurðsson Guðrún Kristín Blöndal barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUÐNÝ JÓHANNSDÓTTIR frá Þorlákshöfn, lést á dvalarheimilinu Lundi miðvikudaginn 23. maí. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju föstudaginn 1. júní klukkan 14. Ásgeir Arngrímsson Árni Áskelsson Jóhanna Marín Jónsdóttir Bjarni Áskelsson Ingibjörg H. Sigurðardóttir Guðmundur S. Áskelsson Þóra Bjarnadóttir Torfi Áskelsson Júlíana Hilmisdóttir Gestur Áskelsson Sigríður Kjartansdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, HÖGNI JENSSON, Túngötu 19, Sandgerði, lést fimmtudaginn 24. maí. Útförin fer fram frá safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 1. júní klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Valborg Jónsdóttir Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.