Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 Elliðaárdalur Það getur verið snúið að mynda meirihluta að loknum bæjarstjórnarkosningum en snúningarnir vefjast ekki fyrir ungviðinu, þó kosningaréttur sé víðs fjarri. Eggert Í dag fer fram aðalfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins. Á fundinum verður lögð fram tillaga mín um afnám ákvæðis í samþykktum sjóðsins sem felur Arion banka alfarið umsjón með rekstri hans. Þetta er úr- elt og haml- andi ákvæði sem gengur þvert á hags- muni lífeyr- issjóðsins og bindur hend- ur stjórnar hans til stefnumót- andi ákvarð- ana. Ég býð mig fram til stjórnar sjóðsins með þrjú meginstefnumál.  Að sjóðurinn flytji úr Arion banka og ráði sér eigin framkvæmdastjóra.  Að rekstrarfyrirkomulag verði skoð- að frá grunni.  Að komið verði á fót rafrænum kosningum til stjórnarkjörs. Þannig verði atkvæðavægi 55 þúsund sjóð- félaga virkjað með raunverulegum hætti. Frjálsi lífeyrissjóðurinn getur verið flaggskip séreignarlífeyrissjóða sigli hann undir eigin seglum. Aðalfund- urinn, sem hefst kl. 17.15 í höf- uðstöðvum Arion banka, er vettvangur til að svo geti orðið. Eftir Halldór Friðrik Þorsteinsson Halldór Friðrik Þorsteinsson Höfundur er sjóðfélagi. Aðalfundur Frjálsa: Sjálfráða sjóð- ur með virk- ara lýðræði Sveitarstjórn- arkosningarnar eru að baki. Atkvæði hafa verið talin og nið- urstaðan liggur fyrir. Engu að síður velta fjölmiðlungar, álits- gjafar og ekki síst stjórnmálamennirnir sjálfir, því fyrir sér hvað úrslit kosning- anna þýði. Hvaða skilaboð voru kjósendur að gefa? Hverjir eru sigurvegarar? Hverjir töpuðu? Svörin sem veitt eru virðast fremur ráðast af hvaða sjónarhóli horft er, fremur en af hörðum tölu- legum staðreyndum. En ekki er hægt að deila um allar staðreyndir og túlka þær eftir hentugleika. Staðreyndir úr Reykjavík:  Vinstri meirihlutinn í Reykjavík féll og missti 23,5%. Samfylk- ingin, flokkur Dags B. Eggerts- sonar borgarstjóra, missti 6% frá 2014.  Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í höfuðborginni í fyrsta sinn frá kosningunum 2006 með 30,8% atkvæða. Flokkurinn bætti við sig 5,1% frá síðustu kosningum.  Tveir flokkar sem buðu fram í Reykjavík árið 2014, voru ekki á kjörseðlinum að þessu sinni; Björt framtíð og Dögun.  Tíu ný framboð komu fram í höf- uðborginni og samtals fengu þau 27,6% atkvæða. Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Ís- lands og Flokkur fólksins náðu fulltrúum í borgarstjórn. Frá vinstri til hægri Þegar horft er á þessar stað- reyndir er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að hægri-  Stærsti flokkurinn í 23 sveit- arfélögum.  Með hreinan meirihluta í níu sveitarfélögum.  Í þremur sveitarfélögum eru sjálfstæðismenn með yfir 60% fylgi og í átta með yfir 51%.  Í sjö sveitarfélögum er Sjálfstæð- isflokkurinn með 40-50% fylgi.  Fylgi flokksins í þessum 34 sveit- arfélögum er í heild um 34,5%.  Sjálfstæðisflokkurinn fékk kjörna 118 fulltrúa í sveit- arstjórnir. Staða Sjálfstæðisflokksins er því gríðarlega sterk. Á Snæfellsnesi var niðurstaðan glæsileg sem og í Rangárþingi ytra og eystra. Staðan í Vestmannaeyjum, er þrátt fyrir klofning, einnig mjög traust. Þannig má lengri telja og benda t.d. á Akra- nes og í Bolungarvík. Á höfuðborgarsvæðinu er Sjálf- stæðisflokkurinn ráðandi pólitískt afl í öllum sveitarfélögunum. Í Garðabæ jókst fylgið töluvert og er nú 62%. Hreint ótrúlegur árangur undir forystu Gunnars Einarssonar bæjarstjóra. Í heild jók Sjálfstæðisflokkurinn töluvert við fylgi sitt í sveitarfélög- um höfuðborgarsvæðisins, bæði frá síðustu sveitarstjórnarkosningum 2014 og alþingiskosningum á síð- asta ári. Alls studdu 35.460 kjós- endur Sjálfstæðisflokkinn á höfuðborgarsvæðinu eða rétt lið- lega 35%. Í síðustu alþingiskosn- ingum var fylgi flokksins um 26,3%. Fylgið er því um 8,8% meira en á síðasta ári. En jafnvel þótt staða Sjálfstæðis- flokksins sé góð og víða mjög sterk standa flokksmenn frammi fyrir áskorunum sem þeir verða að mæta. Þá skiptir málflutningurinn miklu en verkin á Alþingi og í sveit- arstjórnum mestu. Hinir þrír, Miðflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins, hafa verið taldir til mið- og hægriflokka. Hvernig þeir ákveða að spila úr þeim spilum sem þeir fengu síðasta laugardag mun skera úr um hvort sú skilgrein- ing er rétt eða ekki. Sterk staða Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram í 34 sveitarfélögum. Auk þessara sveitarfélaga stóðu sjálfstæðismenn að framboði með öðrum í nokkrum sveitarfélögum. Enginn annar stjórnmálaflokkur hefur slíka stöðu um allt land, í öllum fjórðungum. Í 23 sveitarfélögum er Sjálfstæð- isflokkurinn með mest fylgi allra flokka eða sameiginlegra framboða annarra flokka. Í tveimur sveitarfélögum varð klofningur. Gott og öflugt sjálfstæð- isfólk taldi sig neytt til að ganga gegn gömlum samherjum í Vest- mannaeyjum og á Seltjarnarnesi. Í Eyjum varð klofningurinn dýr- keyptur. Á næstu vikum og mán- uðum er það verkefni kjörinna full- trúa og annarra áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum að jafna þann ágreining sem upp hefur komið. Eftir kosningarnar síðasta laug- ardag liggja þessar staðreyndir fyr- ir um Sjálfstæðisflokkinn á lands- vísu:  Bauð fram í 34 sveitarfélögum. sveifla hafi verið í höf- uðborginni. Mið- og hægriflokkar – við getum sagt borg- aralegir flokkar – fengu yfir 50% at- kvæða sem er töluvert meira en fyrir fjórum árum þegar fylgið var í heild aðeins liðlega 36%. Vinstriflokkarnir riðu ekki feitum hesti og komu flestir blóð- ugir frá kosning- unum. Árangur Sósíalistaflokksins er hins vegar athyglisverður en þar hefur oddvitinn, Sanna Magdalena Mörtudóttir, örugglega skipt mestu. Glæsileg og viðfelldin ung kona, jafnvel í huga þeirra sem alla tíð hafa barist gegn hugmyndafræði sósíalista. Sú staðreynd að ný framboð hafi fengið tæp 28% atkvæða í Reykja- vík – sameinuð væru þau annar stærsti flokkurinn – hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þá flokka sem fyrir voru. Framsóknarflokkurinn missti fótanna í borginni og Vinstri grænir eru í sárum, ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig í Kópavogi og Hafnarfirði. Úrslitin í Reykjavík eru augljóst ákall á breytingar. Spurningin er sú hvort þeir flokkar sem náðu kjöri í borgarstjórn hafi heyrt ákallið og bregðist við því. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið síðastliðinn mánudag að staðan væri snúin „fyr- ir marga sem voru með stórar yf- irlýsingar en það sem við sjáum er að fólk vildi breytingar, nýju flokk- ana og okkur“. Þetta er örugglega rétt mat hjá leiðtoga stærsta stjórn- málaflokksins í borginni. Nýju flokkarnir fjórir fengu sex fulltrúa kjörna í borgarstjórn. Eng- inn þarf að velkjast í vafa um hug- myndafræði Sósíalistaflokksins. Eftir Óla Björn Kárason » Á höfuðborg- arsvæðinu er Sjálfstæðisflokkurinn ráðandi pólitískt afl. En flokksmenn standa frammi fyrir áskorunum sem þeir verða að mæta. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hvað þýða úrslit kosninganna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.