Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir             !"   # $$$%&'()*+%,- Aðalfundur Byggingasamvinnufélags samtaka aldraðra bsvf Verður haldinn þann 7. júní 2018 kl. 14.00 í safnaðar- heimili Grensássóknar, Háaleitisbraut 66, Reykjavík. Á aðalfundi skal leggja fram ársreikning og skýrslu skoðunarmanns/manna ásamt skýrslu stjórnar um hag félagsins: Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Staðfesting ársreiknings. 3. Kjör stjórnar og skoðunarmanna. 4. Þóknun stjórnarmanna og skoðunarmanna fyrir næsta ár. 5. Breytingar á samþykktum. 6. Ákvörðun félagsgjalda fyrir næsta ár. 7. Kynning á fyrirhuguðum íbúðum í Austurhlíð á Kennaraskólareit (60 íbúðir ásamt bílgeymslu). Arkitekt mun mæta til að kynna teikningar á nýjum íbúðum. 8. Önnur mál, sem heyra undir aðalfund samkvæmt lögum og félagssamþykktum. Breytingartillögur á samþykktum félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins, Síðumúla 29, Reykjavík. Skrifstofan verður opin næstu daga frá kl. 13-16. Einnig verða kynnt loforð borgarinnar um nýjar lóðir        Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn. Stjórnin. Aðalfundur SÁÁ verður haldinn fimmtudaginn 7. júní kl. 17.00 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Aðalfundur SÁÁ SÁÁ Efstaleiti 7 103 Reykjavík Sími: 530 7600 saa@saa.is www.saa.is Dagskrá fundarins er: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar samtakanna lagðir fram 3. Lagabreytingar 4. Kosning í stjórn 5. Ákvörðun félagsgjalda 6. Önnur mál Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og foreldramorgnar kl. 10.30. Söngstund við píanóið er kl. 13.45. Hlökkum til að sjá ykkur! Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Söngstund með Helgu. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Dalbraut 18-20 Samverustund með sr. Davíð Þór kl.14, verslunar- ferð í Bónus kl. 14.45. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9-13. Handavinna kl. 9-12. Tölvu- og snjallsímakennsla fellur niður í dag! Bókband kl. 13-17. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30, myndlist kl. 13.30-16.30. Dansleikur með Vitatorgsbandinu frá kl. 14-15. Kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið öll velkomin til okkar í dag, síminn er 411-9450. Garðabær Jónshúsi / félags - og íþróttastarf: 512-1501. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu selt frá kl. 14-15.30. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.40/15.15. Kvennaleik- fimi í Sjálandi kl. 9.30. Kvennaleikfimi í Ásgarði kl. 10.40. Ganga frá Jónshúsi kl. 10, brids Jónshúsi kl. 13, zumba í Kirkjuhvoli kl. 16:15. Gerðuberg Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-12 útskurður, leiðbeinandi í fríi, kl. 11.15-11.45 leikfimi Helgu Ben, kl. 12.30-15. Döff félag heyrnarlausra, kl. 13-16 útskurður, leiðbeinandi í fríi, kl. 13-16 félagsvist . Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 byrjenda-botsía, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun. Gullsmári Ganga kl. 10. Postulínsmálun kl. 13. Kvennabrids kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Botsía kl. 10–11. Opin handavinna kl. 9–14. Hádegismatur kl. 11.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.4, jóga hjá Karinu kl. 10, samverustund kl. 10.30 og kynning frá Volare snyrtivörum kl. 11.30. Hádegismatur kl. 11.30, handavinnuhópur kl. 13. og handverkssýningin opin kl. 13.30-15.30. Með eftirmiðdagskaffinu kl. 14.30 er eplakaka með rjóma. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, Við hringborðið kl. 8.50, upplestrarhópur Soffíu kl. 9.45, ganga kl. 10, línudans með Ingu kl. 10, zumba dansleikfimi með Auði kl. 13, tálgun í ferskan við með Valdóri kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri, upplýsingar í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl.9-12, morgunleik- fimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, félagsvist kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40, heimildarmyndasýning kl. 16. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Vatnsleikfimi í sund- lauginni kl. 18.30. Botsía í salnum á Skólabraut kl. 10. Ný dagskrá fyrir júní og júlí er nú í smíðum. Dagskráin verður borin út til eldri borgara á Seltjarnarnesi um helgina. Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og handavinnuhópurinn kemur sam- an kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30–15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4 kl. 10. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. Ræðumaður Halldóra Lára Ásgeirsdóttir. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl 20.00. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Bílar Rúta til sölu M-Benz 2002, ekin 270 þ., ný skoðuð, í flottu standi, 30 manna. S. 7601111. Húsviðhald Vantar þig pípara? FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á „Það er ekki að ræða að það verði farið út úr bænum án þess að hafa vara- lit.“ Þannig hófst bíltúrinn sem varð stofnfundur ferðafélagsins Threesome. Anna María Sigur- jónsdóttir ætlaði ekki að láta sjá sig án varalitar á fjöllum og því var komið við í apóteki og náð í varalit og gloss, báðar dekkaðar og tilbúnar í ævintýri helgarinnar. Skundað að Fjallabaki með Pésa, ekið þvers og kruss yfir ár og mela, stoppað í tíma og ótíma til að mynda mosabreiður, fjöll, ský, fólk, dýr, bíla og hvað sem var. Og Hattafell, fjallið hennar. Að sjá landið með augum ljósmyndarans var ómetanlegt. Ljósmyndarans sem þekkti hálendið eins og handarbakið á sér, tilbúin að deila ferðaráðum, sögum, upplifunum, og umfram allt gleði. Það hafði staðið til lengi að leggja af stað og nú var loks komið að því. Frábær- ir dagar tóku við, í minningunni var bara sól og alltaf kampavín. Ákveðið var að geyma gönguna inn í Rauðabotn til næsta sumars, því það þurfti að gera hlé á akstr- inum til að ná á Hótel Rangá í hamingjustund síðdegis á laugar- degi. Næsti fundur ferðafélagsins var haldinn um áramótin þar sem í minningasafnið bættust nokkrir hrekkir, settar voru upp hárkollur og partíhattar og svo var lífsgátan leyst í heita pottinum í slíku frosti að rósavínið fraus í glösunum. Öll vorum við ríkari í hjörtunum á eft- ir og fram undan voru ferðir sum- arsins; Gæsavötn, Askja, Kjölur og Sprengisandur og meiri hlátur og kampavín að Fjallabaki. Takk fyrir vinskapinn í gegnum árin, við sjáumst í Rauðabotni í sumar. Maríanna. Sólskinsbarnið Anna María vin- kona okkar er nú farin á vit hins óþekkta. Ég trúi á betri og bjart- ari tilveru handan við þá sem skilningarvit okkar nema og til þeirrar tilveru er ég viss um að hún hafi horfið. Anna María Sigurjónsdóttir frá Dýrfinnustöðum í Skagafirði sagði stundum þegar hún var í heimsókn hjá okkur Gunnari í Héraðsdal, vestan Héraðsvatna, að nú ætlaði hún að skreppa yfir um til að heimsækja æskuvinkon- ur sínar. Það vildi ég óska að svo væri nú, af því alltaf kom hún til baka eftir að hafa verið handan vatnanna. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum dögum að Anna María væri á förum úr samferðamanna- hópnum. Það er yfirþyrmandi fyr- ir alla sem þekktu hana. Þetta er sorgleg staðreynd. Anna sem allt- af var svo sprelllifandi og með svo margt á prjónunum. Það segir okkur allt um hvað hver einasta stund er dýrmæt. Bara að við gæt- um lært að skilja það snemma á lífsleiðinni. Anna María var hreinskiptin, hress og skemmtileg, heiðarleg, sanngjörn, trygglynd og vinur alls sem lifir. Hún var falleg, blíð, ákveðin og klár. Hún var orðhepp- in, athugul, viðkvæm, raungóð og bóngóð. Ef henni mislíkaði eitthvað þá bretti hún aðeins upp á nefið og þá vissi maður að hún væri lítt hrifin af einhverju sem bar á góma. Meira þurfti ekki til að skilja hver hugur hennar var. Þegar litið er ti lbaka um 30 ár þá er margt skemmtilegt en sorg- Anna María Sigurjónsdóttir ✝ Anna MaríaSigurjónsdóttir fæddist 2. apríl 1966. Hún lést 12. maí 2018. Útför Önnu Mar- íu fór fram 29. maí 2018. legt líka sem við höf- um upplifað saman í mannlífinu og úti í náttúrunni. Anna María réðst ung að árum til starfa í Pennanum í Hallarmúla. Síðan hóf hún ljósmynd- anám í Bandaríkjun- um og eftir að hafa lokið náminu kom hún aftur til starfa í Pennanum, bæði sem verslunar- stjóri og vörustjóri. Fljótlega varð hún ástríðufullur ljósmyndari sem ferðaðist um áraraðir um hálendið til að mynda fjöll, firnindi og veð- urfar. Anna hélt einkasýningar á verkum sínum og tók þátt í sam- sýningum víða auk þess sem hún gaf út bækur. Seinni árin vann hún oft með kvikmyndagerðar- fólki. Mér varð litið til eins af hæstu fjöllunum í Skagafirði einn daginn skömmu eftir andlát Önnu og sá þá hvar lítið snjóhvítt bólsturský hafði tyllt sér á toppinn. Þá varð mér sterklega hugsað til vinkonu minnar sem elskaði „fjörðinn sinn“ eins og hún kallaði Skaga- fjörðinn. Nú myndi Anna segja, læsi hún þetta: „Þaðernebblaþað.“ Við Anna áttum það sameigin- legt að vera sveitastelpur í grunn- inn en það að vera uppalinn í sveit er reynslubrunnur sem kennir fólki að líf og dauði eru oft sam- ferða. Anna hafði einmitt þennan skilning á tilverunni. Hún vissi um það sem var vont, en hún reyndi og henni tókst að líta á bjartari hliðarnar og gleðjast yfir gjöfum lífsins. Þetta hafði henni tekist svo vel að gera síðustu árin. Við Gunnar eigum eftir að sakna Önnu Maríu það sem eftir er ævinnar og við þökkum henni fyrir velgjörðirnar og vináttuna sem hún sýndi okkur alla tíð. Blessuð sé minning Önnu Mar- íu og megi Guðsenglar bera anda hennar upp í bjartari heima. Við vottum systkinum hennar, Guð- björgu og Eiríki, og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Meira: .mbl.is/minningar Þórdís Alda. Elsku hjartans Anna. Fyrir alla þína ómetanlegu hlýju, góð- mennsku og umhyggju þökkum við og skulum alltaf minnast þín með kærleik í hjarta. Takk fyrir allt saman. Minning þín lifir. Katrín Briem. Elsku Anna María, í þeim óraunverulega og óréttláta veru- leika að þú sért ekki með okkur lengur minnist ég þín með ást í hjarta og þakklæti fyrir þá hlýju, umönnun, stuðning og gjafmildi sem þú sýndir okkur Katrínu allt- af. En þannig varstu líka við alla. Sannarlega ljósgeisli á jörðu. Þú ert alltaf í hjartanu okkar. Ég sendi vinum og fjölskyldu Önnu mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og þetta litla ljóð … Megi engl- arnir bera þig á betri stað. Elsku ljós, þú hlýjaðir okkur öllum sem stóðum í kringum þig með brosi þínu og hugmyndasprettu. Þar sem þú varst var varmi og líf. Hjarta mitt er ríkara af því ég fékk þig að hitta og læra’af og þekkja. Væru í heiminum fleiri eins og þú, það birta myndi og sorgina blekkja. Ég kveð með brosi, hlýju og þökkum því ef eitt er satt við þennan heim, ljós sem eitt sinn fyllir önnur hjörtu ætíð þá lifir áfram í þeim. (Aníta Briem) Aníta Briem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.