Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 RAFVÖRUR Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk gæða heimilistæki Þvottavél tekur 17 kg og þurrkari tekur 10 kg Nýlega bárust frétt- ir af aganefnd HSÍ og úrskurði hennar vegna nýorðins atviks í leik ÍBV og FH. Eftir þriðjung leiks varð leikmaður FH óleikfær vegna brots leikmanns ÍBV. Brotið var svo gróft að það hefði getað or- sakað beinbrot og heilahristing. Óvíst er ennþá hvenær og hvort brotaþoli nær sér að fullu. Að beiðni stjórnar HSÍ tók aga- nefndin að sér að kveða upp úrskurð, því dómarar höfðu aðeins dæmt við- komandi í lágmarksbrottvísun. Aga- nefnd dæmdi tveggja leikja bann á þann brotlega. Minnihlutinn vildi vísa málinu frá, m.a. vegna þess að brotið hefði ekki haft áhrif á úrslit leiksins! Stjórn HSÍ taldi að viðkomandi brot gæti skaðað ímynd handboltans á Ís- landi. Þrátt fyrir það, og samt sem áður, eru leik- menn enn jafn óvarðir. Atvikið orsakaði tveggja leikja bann á leikmann ÍBV. Hugs- anlega skaðast, eða eyðileggst, ferill þessa brotaþola FH. Þetta er alvarleg ímyndarafskræming fyrir núverandi leik- menn og vandséð hvort foreldrar hvetji börn sín til slíkrar átakaíþróttar. Þeim dómurum sem láðist að gefa rauða spjaldið í þessum leik var samt sem áður falið að dæma næsta leik – sömu aðila! Handknattleikur, aganefnd og HSÍ Eftir Ámunda Ólafsson Ámundi H. Ólafsson »Hugsanlega skaðast, eða eyðileggst, ferill þessa brotaþola FH. Höfundur er flugstjóri á eftirlaunum. Á ársfundi Lands- virkjunar nú um daginn setti fjármála- og efna- hagsráðherra, Bjarni Benediktsson, fram gagnrýnar spurningar um raforkumarkaðinn og spurði meðal annars hvort samkeppn- ismarkaður væri hin rétta braut hagræð- ingar, fyrst ekki hefði enn tekist að koma hon- um á fót. Síðan stiklaði yfirstjórn Landsvirkj- unar á staðreyndum um raforkuvinnslu og raf- orkumarkað án þess að koma inn á mögulegar lausnir. Þó er Lands- virkjun eina fyrirtækið sem hefur þá þekkingu sem mögulega gagnast í þessum efnum. Þekkingin Á sínum fyrstu ára- tugum og vel fram yfir aldamót lagði Lands- virkjun og reyndar fleiri fyrirtæki mikið á sig til að efla innlenda færni og þekkingu um allt er varðaði uppbygg- ingu raforkukerfisins og er mikið af henni nú í vörslu ráðgjafarfyrirtækja sem flytja hana út til annarra landa. Ein grein þessarar þekkingar, grein sem við getum hér kallað vatnafærni, er þó mest notuð innan Landsvirkj- unar, en sú lýtur að áætlanagerð og stjórnun á rekstri vatnsorkukerfa. Þetta er sú grunnþekking sem er undirstaða að hagkvæmri stækkun orkukerfisins, rekstri og góðri nýt- ingu fjárfestinga. Hagkvæmni fyr- irtækisins ræðst alfarið af gæðum þeirra áætlana sem fyrirtækið gerir og þar er vatnafærnin afar mikilvæg. Tapast drifkraftur samkeppni? Hvort sem því marki er nú þegar náð eða það næst síðar, þá kemur að því að við verðum að eyrnamerkja það sem eftir er af orkuauðlindunum til eigin nota, enda setti aðstoðarfor- stjóri fram spurninguna: eigum við að hætta að virkja? Þar með hættir Landsvirkjun að keppa á alþjóða- vettvangi um langtímaorkusamninga við stóriðjuver, eða sækjast eftir markaði erlendis um sæstreng. Þarna hefur sú samkeppni verið sem hefur frá upphafi veitt fyrirtækinu aðhald til að gæta fyllstu hagkvæmni í fjárfestingum og rekstri og hverfi hún þurfum við að leggja nýjan grundvöll að virkri samkeppni hér á landi. Vatnsorku- markaður Ljóst má vera, að við getum ekki byggt á markaðslausnum ESB, heldur verðum við að byggja okkar markaðs- lausnir á vatnafærninni og þeim skamm- tímajaðarkostnaði sem verður við breytilegt álag á aflvélar og breytilegan flutning. Úr öðru höfum við ekki að spila til að drífa áfram skamm- tímamarkað með virkri samkeppni. Til viðbótar höfum við frá vatna- færninni áhættukostn- að til miðlungslangs tíma og að samanlögðu ætti þetta að gera okk- ur kleift að koma á markaði sem nýtir auð- lindir landsins á sem bestan hátt. Hægt er að draga gróflega upp í dag hvernig hanna má slíkan markað þannig að sem mest orka fáist úr vatnsaflinu og jarðvarmanum. Vatnafærni er þekking sem varð- veitt er innan veggja Landsvirkjunar en núverandi stjórnendur virðast halda að markaðslögmál ESB henti betur til hámörkunar á nýtingu auð- linda okkar. Því verður að varpa fram þeirri hugmynd að mögulega sé þeirri þekkingu betur fyrir komið hjá há- skólasamfélaginu eða hjá sjálf- stæðum ráðgjöfum. Slíkt mundi líka auðvelda uppskiptingu Landsvirkj- unar sem orðin er of stór hvort sem litið er til raforkumarkaðar eða mark- aðar með tæknilega ráðgjöf. Sérstaklega þarf að huga að því hvernig vindorka og jarðvarmaorka koma best inn á þann markað sem settur verður upp. Vatnafærnina þarf því að þróa áfram svo náist að leysa sem flest vandamál á fræðilega heil- brigðum grundvelli. Þannig er einnig mest von til þess að hér takist að mynda vandaða stefnu í raforku- málum sem fellur inn í heildar- orkustefnu stjórnvalda. Hér er ef til vill um dæmigert háskólaverkefni að ræða. Verðmæti auðlindarinnar Landsvirkjun hefur fengið stóran hluta af orkuauðlind þjóðarinnar til ávöxtunar og þjóðin gerir þá kröfu til fyrirtækisins, að það sé rekið með hagsmuni fólksins í landinu í huga. Þess vegna bregður sumum í brún að sjá forstjórann lýsa stefnu fyrir- tækisins með setningunni „hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka af- rakstur af þeim orkulindum sem fyr- irtækinu er trúað fyrir“ eins og tekjustraumur fyrirtækisins sé það sem best lýsir verðmæti auðlind- anna. Það er alger misskilningur. Verðmætið er fyrst og fremst fólg- ið í þeim tækifærum sem auðlind- irnar skapa fólkinu í landinu til auk- innar verðmætasköpunar þegar það bætir við afli hugar síns og handa. Ef hækkun á orkuverði til almennra nota veldur því að fólk og fyrirtæki verða ekki lengur samkeppnisfær minnkar verðmæti auðlindanna bæði frá sjónarmiði fólksins sjálfs og í takt við minnkandi eftirspurn. Auðlind verður ekki auðlind lengur en hún gefur af sér afurð á samkeppnishæfu verði. Það veldur nokkrum áhyggjum, að þetta viðmið forstjórans er viðmið markaðshyggjunnar og það viðmið sem hér var innleitt með innri orku- markaði ESB. Æskilegt er að leita leiða til að losa okkur undan sumum þeim kvöðum sem á okkur eru lagðar með aðild að þessum innri markaði ESB. Góð byrjun er að hafna þriðja orkupakka ESB. Ástæðan: við get- um ekki samþykkt að verðlagning og nýting auðlinda okkar séu bein- tengdar eldsneytisverði í Evrópu. Ákvarðanir okkar um nýtingu verða að byggjast á eiginleikum okkar orkukerfis sem vatnafærnin lýsir og verðlagningu á mögulegum tækifær- um til frekari verðmætasköpunar. Raforkumarkaður hér, hvernig? Eftir Elías Elíasson » Við getum ekki byggt á markaðslausn- um ESB, heldur verðum við að byggja okkar markaðslausnir á vatnafærninni og þeim skamm- tímajaðarkostn- aði sem verður við breytilegt álag á aflvélar og breytilegan flutning. Elías Elíasson Höfundur er sérfræðingur í orkumálum. eliasbe@simnet.is Ég geri talsvert af því að fara á myndlist- arsýningar og hef löngum verið hissa á hvað lítið er um stóla og/eða bekki í sýning- arsölum landsins. Stóru fínu sýningarsal- irnir eru fullákafir í að bjóða manni ekki sæti. Mér er ljóst að sumir sýningarstjórar hugsa svona þétt um að engir stólar trufli yfirsýn verkanna á viðkomandi sýn- ingu. En ég spyr: Er ekki mikilvæg- ara að þeir sýningargestir sem mæta geti notið verkanna til fulls? Ég ætlast til að maður þurfi ekki að taka með sér stól og vonast innilega til að í framtíðinni geti ég sest fyrir framan verk í hæfilegri fjarlægð og notið þess sem listamaðurinn vill sýna okkur sem mætum full áhuga á að skoða verkin. Undanfarin fimm ár hef ég oft þurft að sleppa því að mæta á opn- anir vegna þessa, því mér hefur ver- ið ókleift að standa á eigin fótum í langan tíma án stuttrar hvíldar. Í einlægri von um að nokkrir stól- ar verði tíndir til fyrir næstu opnanir svo fólk með stoðkerfisvanda geti notið verka á opinberum listsýn- ingum. Innanhússtorg á norðurhjara Ég hef verið fastagestur á sinfón- íutónleikum sl. fimm ár. Fyrir u.þ.b. tveimur árum brá svo við að sætin sem voru í almenningnum framan við lyfturnar í Hörpu hurfu af vettvangi. Okkur stöllu minni var svo brugðið við það að við treystum okkur ekki fram í hléi. Ég ákvað þá að hafa sam- band við forráðamenn sinfóníuhljómsveit- arinnar og óskaði eftir því að sætin yrðu aftur sett á sína staði. Það var strax brugðist við því og við höfum notið þess að geta hitt kunningja okkar og samborgara, því samkomustaðir á borð við listasöfn og hljómleikahús eru í raun innanhússtorg okkar sem búum á norðurhjara; þar sem við er- um laus við gjóluna sem setur hroll í mann og kemur í veg fyrir að við yrðum á náungann. Lifum vel, njótum lista, lífs og samvista. Bjóðið okkur sæti Eftir Kristínu Þorkelsdóttur Kristín Þorkelsdóttir »Ég vonast innilega til að í framtíðinni geti ég sest fyrir framan listaverk og notið þess sem listamaðurinn hef- ur fram að færa. Höfundur er grafískur hönnuður og myndlistarmaður. kristin@gallery13.is Viðskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.