Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is FYRIR HUNDA 80% kjöt 20% jurtir grænmeti ávextir O% kornmet – fyrir dýrin þín Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gætir selt snjó á norðurpólnum ef út í það væri farið í dag. Sjálfstraust þitt er í hæstu hæðum þessa dagana. 20. apríl - 20. maí  Naut Gerðu enga samninga, hvorki stóra né smáa, án þess að kynna þér vandlega inni- hald þeirra og smáa letrið. Þú hefur enn taugar til gamals vinar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur fyllstu ástæðu til þess að vera ánægð/ur með sjálfan þig en mundu að dramb er falli næst. Treystu innsæi þínu og gerðu það sem þér finnst rétt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Áhugi þinn á tiltekinni persónu magnast með hverri klukkustund. Vertu viðbúin/n því að komast að ýmsu óvæntu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að vera með kynningu og það tekur á taugarnar. Einfaldaðu líf þitt með því að losa þig við það sem þú þarft ekki lengur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hugur þinn er dálítið í fortíðinni núna og líklegt að þrá eftir liðinni tíð grípi þig annað veifið. Það eru blikur á lofti í ástamálunum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gættu þess að tjá þig jafnan afdrátt- arlaust svo enginn þurfi að velkjast í vafa um hvert þú ert að fara. Vatnaskil verða í sambandi við frændsystkin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gætir lent í óþægilegri að- stöðu er þú leitast við að aðstoða vin í vanda. Þú leggur land undir fót fljótlega. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er margt sem freistar þessa dagna en þú verður að halda að þér höndum varðandi fjárútlát. Hlúðu líka að sjálfum/sjálfri þér og innri friði. 22. des. - 19. janúar Steingeit Í dag er gott að ganga frá laus- um endum í tengslum við tryggingar, fast- eignir eða skuldir. Þú tekur einhvern í bak- aríið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Jafnvel þótt nánustu sambönd þín hafi batnað að undanförnu eru ákveðin vandamál úr fortíðinni að koma upp á yfir- borðið. Taktu tilboði sem þú færð. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú óttast að þú munir ekki ná settu marki. Einhver er þungur á bárunni, sem hefur áhrif á vinnuandann. Reyndu að hugsa jákvætt. Helgi Ingólfsson yrkir á Boðn-armiði: Já, sumir nú sigrinum veifa, en samt mátti atkvæðum dreifa. Það illt finnst mér þó að enginn fékk nóg svo allir nú þukla og þreifa. Skagfirskir hagyrðingar eru farnir að velta fyrir sér úrslitum sveitarstjórnarkosninganna og hvað taki við. Páll Dagbjartsson yrkir: Í fjarskagóðum bæ ég bý bætist í gráu hárin. Við skulum gefa Framsókn frí fjörutíu næstu árin Ólafur Sigurgeirsson hefur sína sýn á málin: Vandasamt mér virðist þar að velta um þeim reit. Því fjórir eru framsóknar- flokkar hér í sveit. Fyrir kosningar orti Sigurður Arnarson á Boðnarmiði: Loforð fögur, skjall og skrum skortir stefnu ljósa. Því hef ég ekki hugmynd um hvað ég á að kjósa. Jón Atli Játvarðsson vildi hafa botninn svona: Hugur minn í hremmingum en hættulaust að kjósa. Út frá þessu spunnust nokkrar umræður. Hallmundur Guðmunds- son sagði vísu Sigurðar fína en sér þætti alltaf miður ef h- væri látið stuðla með hv-, að ekki sé talað um ef k- væri í sömu ljóðlínu og hv-. Sigurður svaraði því til að móðir sín hefði alist upp á Skeið- um en amma sín ættuð úr Skafta- fellssýslu. – „Allt mitt móðurfólk gerir greinarmun á hv og kv. Því þykir mér þetta í lagi.“ Og til frekari áherslu bætti hann við: „Þegar Matthías flutti norður virð- ist hann hafa haldið sínum sunn- lenska mjúka framburði og látið h stuðla við hv. Þegar árin liðu og hann bjó hér á Akureyri hætti hann því. Ég lagast sjálfsagt ef ég bý hér áfram, en þangað til hef ég móðurmálið í heiðri.“ Orðum sín- um til frekari áherslu tilfærði hann þetta erindi eftir séra Matt- hías: Því hræðst þú ei, þótt hér sé kalt og heimsins yndi stutt og valt, og allt þitt ráð sem hverfult hjól, í hendi Guðs er jörð og sól. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um kosningar og hv- eða kv-framburð „TÍMINN TIL AÐ FARA ER ÞEGAR ENN ER EFTIRSPURN. EN EF ÞAÐ HEFÐI GERST VÆRUM VIÐ EKKI HÉRNA.“ „SKILAÐU ÞESSU.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar stundum eru ský á himni. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann STUNDUM GET ÉG BARA EKKI SOFIÐ ÞETTA ER EKKI EIN AF ÞEIM STUNDUM ÉG ÆTLA AÐ BORGA ÞÉR TÍUND AF NÆSTU ÁRÁS MINNI! ÉG GET EKKI TEKIÐ VIÐ PENINGUM SEM ERU FENGNIR MEÐ ÞJÁNINGUM! HEYRIÐ NÚ! SÉRANN VILL AÐ ÁRÁSIN VERÐI SNÖRP OG ÞJÁNINGALAUS! Víkverji fékk nýverið skilaboð ánetinu frá manni, sem hann hafði ekki heyrt frá lengi. Skilaboðin voru dularfull, broskarl og slóð að mynd- skeiði. Víkverji getur verið hrekk- laus í meira lagi. Forvitni hans var vakin og hann smellti samstundis á slóðina. Við það opnaðist gluggi með kassa í einu horninu þar sem boðið var upp á uppfærslu til að hægt væri að horfa á myndskeiðið. Enn anaði Víkverji áfram og smellti á hnappinn til að fá uppfærsluna. Þegar ekkert gerðist fór honum að leiðast þófið og smellti aftur. Enn gerðist ekkert. x x x Ekki leið á löngu áður en Víkverjafóru að berast skilaboð frá ýms- um vinum. „Þú ert sennilega með vír- us,“ sagði einn. „Er óhætt að smella á þetta,“ sagði annar. Víkverja var nú farið að gruna hvernig í pottinn væri búið. Sá sem sendi honum upp- runalegu skilaboðin hefði sennilega ekki haft hugmynd um það og nú væri Víkverji farinn að breiða út ófögnuðinn. x x x Í ofboði reyndi hann að vara þá viðsem höfðu sent honum skeyti, en nú neitaði forritið að senda skila- boðin. Skömmu síðar var Víkverja hent út af fésbókinni og skilaboða- skjóðunni sömuleiðis með þeim skila- boðum að sennilega hefði hann verið beittur svikum og prettum. Hann fór að renna í grun hvernig Adam og Evu hefði liðið þegar þeim var úthýst úr Eden. Víkverji hafði freistast til að bíta í hinn forboðna ávöxt og nú hafði honum verið hent út úr helgi- dómi fésbókarinnar. Það versta var að slóðin, sem hann smellti á, var ekki einu sinni spennandi. Það fylgdi því engin eftirvænting að smella á slóðina, hann beið ekki í ofvæni eftir að sjá hvað kæmi í ljós. Víkverji gerði sig einfaldlega sekan um hugs- unarleysi. x x x Víkverji er viss um að hann er ekkieinn um hrekkleysi þegar hann ferðast um netheima og ákvað því að setja inn þessi varnaðarorð - til að vara lesendur við hugsunarleysi í sýndarheimum netsins. vikverji@mbl.is Víkverji En þetta er ritað til þess að þið trúið að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þið í trúnni eigið líf í hans nafni. (Jóh: 20.31)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.