Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Mangó jógúrt Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Hjartagáttin lokuð í mánuð  Meiri sumarlokanir á Landspítalanum  Allt vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hjartagátt Landspítalans við Hringbraut verður lokuð í mánuð í sumar vegna skorts á hjúkrunar- fræðingum. Meira er dregið úr starfseminni í sum- ar en áður, en lokanirnar dreifast á lengri tíma. Sumarlokanir deilda Landspítalans hefjast um miðjan júní og standa út ágústmánuð. Þær eru þó mismiklar. Minnsta starfsemin verður í lok júlí og byrjun ágúst, það er að segja vikurnar í kringum verslunarmannahelgina. Auk lokana verður einnig dregið úr skipulögðum aðgerðum, eins og venju- lega á þessum tíma. Það er til þess að gefa starfs- fólki spítalans kost á því að fara í frí auk þess sem sjúklingar vilja síður fara í aðgerðir á þessum tíma árs. Af færri rúmum að taka Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður for- stjóra Landspítalans, segir að spítalinn hafi þurft að draga saman starfsemi að undanförnu vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og fari þess vegna öðruvísi inn í þetta sumar en önnur. Af færri rúm- um sé að taka við sumarlokanir. „Við erum fyrst og fremst að draga saman vegna þess að okkur vantar hjúkrunarfræðinga,“ segir Anna Sigrún. Hún nefnir hjartagáttina á Hringbraut sem dæmi um það. Hún er bráðadeild fyrir hjartasjúklinga og reynt hafi verið allt sem hægt er til að komast hjá lokun á henni. Það hafi því miður ekki tekist og verði deildin lokuð frá 5. júlí til 3. ágúst. Sjúklingunum er í staðinn vísað á bráðamóttökuna í Fossvogi og þar verða hjarta- sérfræðingar og annað starfsfólk til að sinna því, að sögn Önnu Sigrúnar. 80% rúma spítalans í notkun Niðurstaðan er sú, ef þau rúm eru talin með sem nú þegar hafa verið tekin úr notkun, að meiri sam- dráttur er í starfseminni í sumar en undanfarin ár. Lokanir standa lengur, auk þess sem loka þarf hjartagáttinni um tíma. Anna Sigrún segir að þeg- ar verst lætur í sumar verði 80% rúma spítalans tilbúin til notkunar. Miklar umræður urðu á Alþingi í gær um stjórnarfrumvarp um persónu- vernd og vinnslu persónuupplýsinga. Margir stjórnarandstæðingar tóku til máls. Málið var þó afgreitt til nefndar og sent út til umsagnar. Hinsvegar tókst ekki að flytja þings- ályktunartillögu um upptöku per- sónuverndarreglna ESB í EES- samninginn. Frumvarpinu, sem er mjög viða- mikið, var dreift á Alþingi í fyrradag en það er alls 147 blaðsíður að lengd. Ekki hafa verið gerðar viðamiklar breytingar frá þeim frumvarpsdrög- um sem birt voru á samráðsgátt Stjórnarráðsins í mars sl. Fjölmarg- ar athugasemdir bárust þá og fór starfshópur yfir þær og ræddi m.a. ít- arlega athugasemdir sem bárust varðandi sektarákvæði frumvarpsins en margir hafa lýst miklum áhyggj- um af því hversu háar þær geta verið eða allt að 20 milljónir evra (2,4 millj- arðar kr.) fyrir alvarlegustu brot eða 4% af heildarveltu fyrirtækis. Sam- kvæmt Evrópureglugerðinni hafa að- ildarríkin val um hvort þau veita heimild í landslögum til að leggja stjórnvaldssektirnar á opinbera að- ila. Starfshópurinn féllst ekki á óskir um að stjórnvöld yrðu undanþegin þessu. ,,Með hliðsjón af því að stjórn- völd bera refsiábyrgð samkvæmt lög- um nr. 77/2000 á sama hátt og lög- aðilar eins og fyrr segir og því að önnur Norðurlönd hafa valið að nýta framangreinda heimild þykir eðlilegt að álagning stjórnvaldssekta taki líka til stjórnvalda,“ segir í greinargerð. Einnig er bent á að í mörgum tilvik- um vinna stjórnvöld með umfangs- mikið magn persónuupplýsinga, bæði almennra og viðkvæmra. Hins vegar er tekið fram að fram komi í skýr- ingum við ákvæði frumvarpsins að þegar stjórnvaldssektir séu lagðar á aðila sem ekki eru fyrirtæki ,,ætti að taka tillit til almenns tekjustigs og fjárhagsstöðu aðilans“. Persónuvernd er hitamál  Talið eðlilegt að stjórnvaldssektir taki líka til stjórnvalda Morgunblaðið/Árni Sæberg Samfélag Innleiðing Evrópureglna um persónuvernd er mikið hitamál. Atvinnuvega- nefnd Alþingis fær í dag í hendur lagafrumvarp, þar sem gert er ráð fyrir að veiði- gjöld í sjávar- útvegi verði end- urútreiknuð vegna versnandi afkomu fyrir- tækja í sjávar- útvegi. Sérstaklega verður horft til lítilla og meðalstórra fyrirtækja við útreikninginn, segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður nefndarinnar. Bendir hún á að veiðigjöld hafi verið til umræðu hjá nefndinni í vet- ur og að nefndin hafi kallað á fundi sína fjölda aðila úr sjávarútvegi, sem gert hafi grein fyrir versnandi af- komu vegna mikillar hækkunar veiðigjalda. Núgildandi lög um veiðigjöld falla úr gildi 31. ágúst og er þessu frum- varpi ætlað að ná yfir tímabilið frá 1. september fram til áramóta, en þá er gert ráð fyrir að enn önnur lög taki gildi. „Þessu frumvarpi er ætlað að brúa bilið fram að áramótum og það kemur til með að breyta þeim veiðigjöldum sem viðkomandi aðilar eru að greiða þetta fiskveiðiár og út þetta ár. Þetta skýrist betur þegar frumvarpið lítur dagsins ljós, en í því verður horft sérstaklega til litlu og meðalstóru fyrirtækjanna.“ Veiðigjöld reiknuð upp á nýtt Lilja Rafney Magnúsdóttir  Lítil og meðalstór fyrirtæki í vanda Samninganefndir ríkisins og ljós- mæðra undirrituðu nýjan kjara- samning á sáttafundi hjá Ríkis- sáttasemjara í gær. Ekki hafði verið haldinn formlegur fundur í þrjár vikur en samningamenn þó hist á vinnufundum og var það hjálplegt að sögn Áslaugar Valsdóttur, formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Áslaug segir að aðkoma Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hafi gert gæfumuninn í lausn deil- unnar. „Það er fagnaðarefni að hér sé komin lausn á þessari erfiðu deilu,“ segir Svandís. Hún sagði gott að búið væri að tryggja þessa mikil- vægu þjónustu. Samningurinn verður kynntur fé- lagsmönnum Ljósmæðrafélagsins. Samið í kjara- deilu ljósmæðra Hafið er niðurrif viðbyggingar við Landsíma- húsið við Kirkjustræti og Thorvaldsensstræti. Byggja á mun stærri byggingu við upprunalega húsið fyrir hótel. Lengi hefur verið unnið að undirbúningi þessa hótels enda er framkvæmdin umdeild. Deiliskipulag var loks samþykkt undir lok síðasta árs. Þá hefur úrskurðarnefnd skipu- lags- og auðlindamála hafnað kröfu sóknar- nefndar Dómkirkjunnar og félagsins Kvosar um að stöðva niðurrif hússins. Nýja húsið mun ná yfir bílastæðin sem voru framan við Landsímahúsið og langleiðina út að Kirkjustræti. Talið er að undir stæðunum og húsinu sé að finna hluta af elsta kirkjugarði Reykjavíkur, svokölluðum Víkurgarði. Viðbygging við Landsímahúsið rifin Morgunblaðið/Arnþór Framkvæmdir hafnar við hótel við Thorvaldsensstræti og Kirkjustræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.