Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Félagsmenn stéttarfélagsins Ein- ingar Iðju á Akureyri vilja að lögð verði mikil áhersla á að auka kaupmátt launa í komandi kjara- viðræðum samkvæmt nýjum nið- urstöðum könnunar vegna und- irbúnings kjarasamninga. Tvær mikilvægustu kröfurnar gagnvart atvinnurekendum að mati fé- lagsmanna eru kaupmáttaraukn- ingin sem er efst á lista yfir áherslur félagsmanna og að launa- hækkun verði í krónutölu en sú krafa er næst í röðinni meðal þeirra mála sem félagsmenn vilja leggja mesta áherslu á. Töluverð áhersla á prósentu- hækkanir og styttri vinnuviku Þar á eftir koma svo þrjár kröf- ur með nánast sama reiknaða meðaltalið í könnuninni, að launa- hækkun verði í prósentum, að vinnuvikan verði stytt án þess að laun verði skert og svo áhersla á hækkun lægstu launa umfram aðra. Mikilvægustu kröfurnar gagnvart ríkinu eru að hækka skattleysismörkin sem er þriðja stærsta áherslumálið og síðan að lækka skattprósentuna en nokkru færri leggja áherslu á það. Undirbúningur Einingar Iðju, sem er annað stærsta stétt- arfélagið innan Starfsgreina- sambands Íslands, fyrir mótun kröfugerðar vegna komandi kjara- viðræðna hefur verið í fullum gangi að undanförnu og hafa for- svarsmenn félagsins átt 31 fund með félagsmönnum í um 40 starfs- greinum á félagssvæðinu á um- liðnum vikum til að fá fram hverj- ar áherslur félagsmanna eru auk þess að láta gera könnunina meðal félagsmanna. Hátt í tvö þúsund félagsmenn hafa tekið þátt í mót- un kröfugerðarinnar. Hefur þessi undirbúningur tekist mjög vel og er mikill hugur í félagsmönnum að sögn Björns Snæbjörnssonar, for- manns félagsins, í samtali við Morgunblaðið. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi samninganefndar Einingar Iðju í fyrrakvöld og var þar sam- þykkt að veita Starfsgreina- sambandi Íslands samningsumboð félagsins vegna almenna samn- ingsins við Samtök atvinnulífsins og einnig vegna samnings sem gerður er fyrir starfsmenn í veit- inga og ferðaþjónustu. Fullgerð kröfugerð í september Björn segir að samninganefnd félagsins muni koma saman 5. september nk. til að móta drög að kröfugerð félagsins. Dagana 10. til 12. september verða svo haldn- ir fimm fundir á félagssvæðinu þar sem drögin verða kynnt. Þar gefst félagsmönnum aftur tæki- færi til að koma með ábendingar og hafa áhrif á kröfugerðina áður en gengið verður endanlega frá henni á fundi samninganefndar hinn 18. september. Fullmótuð kröfugerð þarf að hafa borist Starfsgreinasambandinu fyrir 20. september. Alls bárust 1.483 svör í könn- uninni 1.247 á íslensku, 134 á pólsku og 102 á ensku. Sá Rann- sóknarmiðstöð Háskólans á Ak- ureyri um að vinna úr niðurstöð- unum. Taldar voru upp alls 15 kröfur sem snúa að atvinnurekendum og sex sem snúa að ríkinu og voru fé- lagsmenn beðnir að velja sjö kröf- ur sem þeir telja mikilvægastar og raða þeim upp eftir mikilvægi. Meðal annarra krafna sem fé- lagsmenn vilja að lögð verði áhersla á í komandi kjara- viðræðum er aukinn veik- indaréttur vegna barna, að lengja orlof og að launaþrep miðist við starfsaldur í starfsgreinum. Áhersla á hækkun barnabóta er neðar á listanum og svipuð áhersla er lögð á að lækka yfir- vinnuprósentu gegn hækkun dag- vinnulauna. Þær kröfur sem fengu lægsta meðaltalið í könnuninni voru að taka upp greiðslu vegna veikinda maka, að orlof miðist við lífaldur en ekki starfsaldur og að fjölga starfsaldursþrepum. Auka kaupmátt og hækka í krónum  Ný könnun Einingar Iðju sýnir hvaða kröfur félagsmenn vilja leggja höfuðáherslu á í komandi kjaraviðræðum  Mikilvægustu kröfurnar gagnvart ríkinu eru að skattleysismörkin verði hækkuð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kröfuganga 1. maí Margir komu að mótun kröfugerðar Einingar-Iðju. Mikilvægustu kröfur félagsmanna í Einingu Iðju Meðaltal sex helstu krafna félagsmanna reiknað út frá fjölda 5,3 5,0 4,4 4,4 4,3 4,5 Heimild: Spurninga- könnun Einingar Iðju vegna komandi kjarasamn- inga, apríl 2018 Auka kaupmátt launa Launahækkun verði í krónutölu Hækka skattleysismörkin Launahækkun verði í prósentum Stytta vinnuvikuna án þess að skerða laun Hækka lægstu launin umfram aðra Kröfur gagnvart atvinnurekendum Kröfur gagnvart ríkinu Range Rover Sport HSE Dynamic Nýskr. 01/2016, ekinn 42 Þ.KM, dísil, sjálfskiptur. Verð 11.490.000 kr. Rnr. 103641. Range Rover Evoque HSE Dynamic. Nýskr. 08/2016, ekinn 29 Þ.KM, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.590.000 kr. Rnr. 390239. Jaguar F-pace S Nýskr. 02/2017, ekinn 15 Þ.KM, dísil, sjálfskiptur. Verð 11.190.000 kr. Rnr. 103627. Range Rover Evoque SE Nýskr. 11/2015, ekinn 37 Þ. KM, dísil, sjálfskiptur. Verð 5.590.000 kr. Rnr. 390559. JAGUAR - LAND ROVER Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík 525 6500 / jaguarlandrover.is Allir bílar semmerktir eru APPROVED hafa farið í gegnum gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla. Sjón er sögu ríkari - Komdu í reynsluakstur strax í dag. NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6 E N N E M M / S ÍA / N M 8 8 5 1 9 Land Rover Discovery 4 SE Nýskr. 05/2015, ekinn 93 Þ.KM, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.490.000 kr. Rnr.430014. Land Rover Discovery 5 HSE Lux Nýskr. 01/2018, ekinn 1 Þ.KM, dísil, sjálfskiptur. Verð 14.490.000 kr. Rnr. 103608. Land Rover Discovery Sport HSE Nýskr. 06/2017, ekinn 7 Þ.KM, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.450.000 kr. Rnr.430063. BMWX5 40e PHEV Nýskr. 11/2016, ekinn 19 Þ.KM, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð 9.490.000 kr. Rnr.144783.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.